19.1.2009 | 15:50
Elmo radarvari
Ég gleymdi nú að blogga um Elmo kallinn...
Harpa pantaði Elmo á netinu og hann var sendur á hótelið til okkar. Við höfum ekkert tekið pakkann upp... enda eigum við hann ekki.
Eitt kvöldið þegar Lúlli var að flakka á milli stöðva á sjónvarpinu... þá heyrum við flaut... hvít-hvíjú... í ca. eina mínútu. Við skildum ekkert í þessu... en svo datt okkur í hug að þetta hafi komið frá Elmo... að sjónvarpsfjarstýringin hefði komið þessu flauti af stað.
Þegar við keyrðum til Georgíu, var Elmo í aftursætinu... Allt í einu fer hann að flauta og það eina sem okkur datt í hug var að við hefðum keyrt inn í radargeisla hjá lögreglunni. Svo Elmo kallinn lét okkur vita - kannski heldur seint - að lögreglan væri að mæla.
Bloggar | Breytt 22.1.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009 | 02:19
Frábær konsert
Ég var að horfa á beina útsendingu frá konsert í Washington. Þar söng hver stjarnan af annarri og hver stórleikarinn af öðrum tók til máls... til heiðurs Obama fjölskyldunni.
Athöfnin var öll hin stórkostlegasta, frábær lög og flytjendur og sviðsetningin snurðulaus. Mannfjöldinn sem var á staðnum og fylgdist með... var eins og við myndum segja ,,óteljandi"
![]() |
Obama aldrei vinsælli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 02:04
Tilganginum náð!

![]() |
Gríðarlegur áhugi á besta starfi í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 20:10
Freedom ministries

Þegar við komum til baka skelltum við okkur út á bekk í sólbað... við getum ekki komið heim hvít eins og við höfum dottið ofaní hveitipoka... eftir mánuð í Flórída.
Bloggar | Breytt 19.1.2009 kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 03:54
Komin aftur í hitann í Orlando
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég hljóp maraþonið. Það var kalt í Georgíu þess vegna drifum við okkur suður. Kl 2 lögðum við af stað til Orlando og keyrðum samfleytt í 6 klst. fengum herbergi á áttunni sem við vorum á síðast. Hún er á mjög þægilegum stað.
SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL
International Dr & (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US
Phone: 407-352-8383 herb. 205
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 15:11
Fjölgar þá hæfum konum sem bjóða sig fram?
Þó ég sé kona, þá er ég ekki fylgjandi kynjakvóta.
Við eigum margar hæfar konur sem gefa sig fram í þau störf sem þær girnast... þær stjórna ekkert betur vegna þess að þær eru konur. Sá hæfileiki sem þær þurfa að hafa til að valda starfi sínu er áunninn og meðfæddur.
Sú staðreynd að það eru færri konur í stjórnunarstörfum er ekki vegna þess að við höfum ekki hæfar konur... heldur vegna þess að þær bjóða sig ekki fram. Kynjakvóti gæti frekar komið óhæfum eða vanhæfum konum að... það myndi skaða ímynd kvenstjórnenda.
Fyrir utan það... hver vill vera valinn vegna kyns en ekki vegna hæfni.
![]() |
Félagsmálaráðherra: Aðhyllist kynjakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2009 | 13:40
Hver er ekki spilltur?
Jesús sagði: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana (konuna sem var staðin að hórdómsbroti) Hvergi er minnst á manninn sem hún var með... það hefur sennilega þótt eðlilegt að kenna bara konunni um og dæma hana eina. Dæmigert að hegningin lendi á lægri þjóðfélagsþegni.
Nú kasta menn skóm, það er niðrandi hjá múslimum en ekki hjá Íslendingum. Hvað um það... það á að kasta í gullkálfinn, táknmynd auðs og spillingar. Gott og vel, það er allt í lagi að mótmæla og sennilega hirða menn síðan skóna sína upp og fara með þá heim aftur.
Annað orðatiltæki er að kasta steinum í glerhúsi... það er ekki hægt að kasta í neinn án þess að það leiti til manns sjálfs á einhvern hátt. Við erum öll spillt.
Hver myndi ekki vilja kaupa hlut nótulaust og sleppa við vsk?
Hver myndi ekki þiggja vinnu hjá frænda?
Hver myndi ekki þiggja allskyns fríðindi sem væru ekki talin til skatts?
Hver vill ekki vera ávaxta fé sitt með bestri ávöxtun?
Við verðum öll ánægð ef þetta tekst, en hundfúl ef það bregst.
![]() |
Kasta skóm í gullkálfinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2009 | 20:07
Warner Robins, Georgía
Við komum rétt eftir hádegið, þetta er stærri bær en við héldum, allar helstu keðjurnar eru hér. Við komum okkur fyrir og erum að fara út að borða.
Super 8 Warner Robins,
105 Woodcrest Blvd. Warner Robins, GA 31093-8825 US
Phone: 478-923-8600 Room 111
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 15:20
Hvílíkt bull
Sigurbjörg var með þessu að fá fólk almennt til að taka afstöðu á móti ráðherrum og með sér. Til hvers nefndi hún skilaboðin... hún þurfti þess svo sannarlega ekki. Mér finnst Sigurbjörg hafa skemmt fyrir sér með þessu og reyna svo að snúa sér út úr vandræðunum með því að segja að,
,,fyrir henni hafi aðeins vakað að koma almennum skilaboðum á framfæri, en ekki persónulegum, um hvað hefði áhrif á það hvort og hvernig fólk tjáði sig á opinberum vettvangi."
Hvílíkt bull... Sigurbjörg ætlaði að láta þetta hafa áhrif á fólkið sem hlustaði á hana á fundinum.
![]() |
Ráðlegging eða boð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 14:58
Ekki nóg að tvöfalda
Í þessu hafa yfirmenn vegamála verið að spara á Íslandi. Það er ekki nóg að tvöfalda og hafa síðan allar slysagildrurnar áfram á veginum.
Veghlutinn í Kúagerði er bæði dæld og beygja... þar voru flest slysin fyrir tvöföldun brautarinnar og þarna hefðu átt að eiga sér stað endurbætur þ.e. upphækkun og taka beygjuna af.
![]() |
Lenti utan Reykjanesbrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 19:29
Lake Park, Gerorgía
Við keyrðum frá Florída áleiðis til Warner Robins, Georgíu í morgun. Ákváðum að gista á leiðinni í lake Park. Fundum okkur áttu og komum okkur fyrir. Það er kaldara hérna norðar.
Super8 4907 Timber Drive, Lake Park, GA 31636
Phone (229) 559-8111 Room 216
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 13:54
Trúmál og siðferði
Ég var að skoða bloggflokkana og sá að það var búið að breyta nafni flokksins ,,trúmál" í ,,trúmál og siðferði"... flokkar sem hljóta þá að hanga saman... þó siðferði eigi auðvitað við alla líka hina vantrúuðu.
Það er sama hvaða trú fólk aðhyllist... Budda, Islam, Hindú, Gyðingdóm, Kristni eða Vantrú... allt þetta fólk reynir að lifa eftir svipuðum reglum og boðorðum og vill vera í sátt og samlyndi við aðra. Innan um í öllum þessum hópum eru til öfgahópar.
Hér á landi hafa oft verið spyrt saman þessi tvö orð ,,kristið" og ,,siðferði." Oftast er þá átt við að siðferðið sé trúarlegt... en ekki samfélagslegt atriði.
Ég hef áður bloggað um skiptingu boðorðanna 10...
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/642887/
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734/
Fyrstu boðorðin varða samband manns við Guð og teljast því trúarlegi hluti þeirra... seinni hluti þeirra þ.e. frá og með hvíldardagsboðorðinu er samfélagsreglur... reglur sem eru gerðar fyrir manninn svo honum geti liðið vel og verið óttalaus í samfélagi við aðra.
Þessar reglur gilda alls staðar hverju sem menn trúa...
Það er sérstaklega vantrúað fólk er í einhverri nöp við orðalagið ,,kristilegt siðgæði" og þeir blanda því meira að segja við Gamla testamentið... en réttilega væri aðeins hægt að tengja það við Nýja testamentið og boðorð Jesú um að elska Guð og náungann eins og sjálfan þig.
13.1.2009 | 22:38
Kenndedy Space Center á Canaveralhöfða
Veðurspáin var 40% líkur á rigningu í Orlando, svo við renndum niður á Cocoa Beach.
Við völdum tollvegina - mikið fljótlegra en vorum samt sem áður rúma klst á leiðinni.
Á leiðinni stoppuðum við og keyptum okkur Kentucky kjúlla.... frábært
Ég sá í gær að það átti að skjóta upp eldflaug um hádegið... í morgun sá ég að það var búið að fresta skotinu til 7 um kvöldið...
Við ætluðum því að hafa daginn fyrir okkur til að kanna gamlar slóðir.Þegar við komum í Kennedy Space Center var búið að fresta skotinu þar til annað kvöld... svo þetta var fýluferð til að sjá með eigin augum, eldflaug skotið upp.
Cocoa Beach er mjög fallegur staður og skemmtilegar brýrnar sem maður keyrir yfir til að komast þangað.
Við renndum auðvitað að mótelinu sem við vorum á þegar við vorum hér síðast og kysstum fjöruna...
Lúlli fer nú ekki niður í fjöru á þess að láta hafið þvo á sér tærnar... Held það hafi verið svolítið kalt
Við skelltum okkur á sjóbretti
Við sluppum nær alveg við rigningu í dag og á Cocoa Beach var hitinn um 25 °C... það rigndi þegar við komum aftur til Orlando.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 14:00
Ég vann líka...
Ég hef aldeilis fengið að heyra það frá eiginmanninum í gegnum tíðina... hann hefur stöðugt gert grín að því að ég skuli hafa ,,fúlu röðina" í áskrift.
,,Fúla röðin" er afmælisdagar fjölskyldunnar 5, 7, 17, 25 og 30... þar sem tvær dætur eru fæddar 5. þá var sjöttu tölunni bjargað með húsnúmerinu í Víkingalottóinu...
![]() |
Allir vinningshafar komnir fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 13:47
Samfélagsþjónusta í sekt!
Það var tími til kominn að mótmælendur sem hafa unnið skemmdarverk, séu handteknir. Kröfur þeirra eru einmitt að aðrir séu látnir standa skil á gerðum sínum... ekki geta þeir talið sig undanskilda lögum.
Þeir sem geta mætt til að mótmæla á hinum og þessum stöðum og á öllum tímum... eru kanski atvinnulausir og geta því ekki borgað þær sektir sem þeir fá... þeim ætti að gefast kostur á að vinna sektina af sér með samfélagsþjónustu. Það er ekkert nema mannbætandi.
Það væri hægt að nota þá til að þvo byggingar sem hafa orðið fyrir ,,aðkasti" og svo vantar lögreglunni aðstoð við að halda aftur af ,,óróaseggjum"
![]() |
Tveir mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007