Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Áramóta annáll fyrir árið 2023

TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

           ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2023

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák)... Emilía Líf er 12 ára í dag, nýjársdag 2023... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.. Emilía er óvænt stödd á Íslandi en þá erum við í Orlando..

STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en sótti samt um nokkrar stöður.. sem ég fékk ekki en fékk þó nokkrar afleysingar á árinu. Ég er orðin í-HLAUPA-prestur. Ég var tvö tímabil, maí til ágúst og sept til nóv. í Njarðvík, 10 daga í sept í Vestmannaeyjum og viku á Patró í júlí. Ég hef haldið út að setja vikulega inn pistla tengda þema hvers sunnudags í kirkjuárinu á Youtube.. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum og efni sem þykir ekki nógu jákvætt að prédika út frá..  

FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakar stöðugt og hefur verið bundin við hjólastólinn í 2 ár.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa skipti um vinnustað, færði sig á stofu upp í Mosó. Í júlí bættist þriðja langömmubarnið mitt við.. þegar yngri dóttir Helgu og Nonni eignuðust dóttur.. ég fékk síðan að skíra hana í Víðistaðakirkju. Síðan var eitt stór-afmæli á árinu þegar einkasonurinn varð 40 ára í nóvember.

FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. enda röðuðust saman afleysingar, utanlandsferðir, æfingar, ratleikurinn og lífið sjálft. Ég fór samt 8 ferðir til USA og í kórferð til Bristol með kór Víðistaðakirkju. Ég hafði átt 13 fylki eftir til að klára Ameríku í 3ja sinn og taldi mig hafa klárað í Richmond í Virginu... en NEI.. sjá byltur.blog.is

HREYFING
Ég hljóp 16 maraþon á þessu ári.. í hinum ýmsu fylkjum, og fór oftast ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Við Vala vorum duglegar að hreyfa okkur, ganga, skokka og hjóla.. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntu áfram á föstudögum.. Langömmu stelpurnar mínar komu óvænt frá Noregi í sumar og við tókum nokkur spjöld í ratleiknum saman. 


GLEÐILEGT ÁR 2024 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband