Leita í fréttum mbl.is

Meirihlutinn ræður

Lýðræði er það þegar gengið er til kosninga og meirihlutinn ræður.  Þess vegna er það ekki vandamál fyrir Kristján að fá sér dýr... Hann skellir bara á húsfundi og samþykkir dýrahald.  Það ætti að nægja að boða til fundar með vikufyrirvara... með því að hengja upp auglýsingu í anddyri hússins.


mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskot á Canaveral

Við höfum framlengt dvölinni á þessu móteli amk fram á miðvikudag.

Við hringdum til Californíu í gær og töluðum við Jonnu og Braga. Þau hafa verið tölvulaus og þess vegna sambandslaus við Klakann... en það voru engar fréttir sem við gátum sagt þeim... nema að nú ætti að svissa andlitum í embættum.

Hér er allt við það sama, sól... 20% líkur á rigningarskúr í dag. Við slöppum bara af, kíkjum í búðir og á bekkinn við sundlaugina Cool 

Ég held ég hafi skilið það rétt að það á að vera geimskot frá Canaveralhöfða á morgun...  http://www.kennedyspacecenter.com/event.aspx?id=37e78c3f-a9cc-4959-b82a-cf94999cede6 
Við erum að spá hvort við eigum að kíkja á það. 
Einu sinni gistum við á Cocoa Beach, rétt hjá... og misstum þá af geimskoti - vorum ekki með tölvu og því sambandslaus við heiminn.

SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL    
International Dr &  (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US    
Phone
: 407-352-8383
   herb. 146


Áfanganum fagnað í Orlando

                      InLove   Kissing   Kissing   Wizard   Kissing   Kissing   InLove

Ég náði þeim áfanga í dag að hlaupa hundraðasta maraþonið mitt.
Eftir hlaupið, sturtu og blogg http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/768543/ var skálað við Eddu og Emil í gegnum video-call á msn...  

100 maraþonDæturnar komu líka inn á msn og óskuðu mér til hamingju... Takk fyrir InLove
Eftir það fórum við... Bíðari nr 1 og ég, út að borða... og nú slökum við á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tökum of oft áhættu

Svona slys eru alltaf sorgleg... og ættu að fá okkur almennt til að hugsa. Við erum nefnilega öll alltaf að taka áhættu... Í umferðinni, í fjármálum og með heilsuna... Við vitum hvað skaðar okkur en oftar en ekki þá hlustum við ekki á varnaðarorðin fyrr en það er orðið of seint.

Eins og einhver snillingur sagði einu sinni... Við reynum á seinni helmingi ævinnar að redda því sem við eyðilögðum á þeim fyrri. 


mbl.is Létust við að taka jöklamyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samnorrænt átak...

Er það ekki? Nú leggja Norðurlöndin í púkk... samnorrænt átak og allir vinna... eða tapa. Hefði mátt bæta við einni finnskri bak-rödd Undecided ... og annarri norskri...  haldið þið að það dugi ekki Undecided Blush


mbl.is Hera Björk í Evróvisionkeppni í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð einstaklinga

Ísrael var það nafn sem Guð valdi fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp... útvalningin var á Jakob og afkomendum hans, sem urðu að þjóð og Guð gaf þessari þjóð ákveðið land... En eins og Job sagði, þá bæði gaf Drottinn og tók.

Af þeirri einföldu ástæðu að Ísraelsmenn misstu landið sem Drottinn gaf þeim... er raunhæft að ætla að Drottinn hafi tekið landið af þeim aftur en um leið og þeir misstu landið, misstu þeir musterið þar sem æðstipresturinn friðþægði fyrir þjóðina í heild einu sinni á ári.

Spámaðurinn Esekíel var búinn að prédika yfir Ísraelsmönnum (18.kafli) að hver einstaklingur innan Ísraels yrði að standa reikningsskil gerða sinna. 
Við dauða Krists á krossinum breyttist fyrirheitið sem Guð hafði gefið Ísraelsmönnum sem þjóð - eftir þetta var fyrirheitið einstaklingsbundið.

Jesús sagði: Það kemst enginn í ríki Guðs nema fyrir mig.


Íslendingabók II

Ég er í þessari blessuðu Facebook... Segi nú alveg satt að ég hef ekki enn séð tilganginn... geri ekki annað en að samþykkja vini...

Fólk sem tengist getur skráð skyldleika sinn við einstaklinginn, kanski eykst ættfræðiáhugi með Facebook, hver veit!


mbl.is Næstum allir á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búðarráp

Orlando.jan2009 Maðurinn minn sem gengur undir nafninu ,,Bíðari nr.1" tekur virku dagana á milli hlaupa til að æfa ,,bið".

Góðir æfingastaðir eru m.a. fyrir utan Moll...
Á röltinu í dag, sáum við þennan gaur... konan hans hlýtur að hafa farið út um aðrar dyr á mollinu !


Yndislegur dagur...

Orlando.jan2009Við dingluðum okkur í dag...

Veðrið var mjög gott, sól og hiti.  Við erum að spá í Dinnershow einhversstaðar.
,,Dingl" heitir það þegar maður fer í mollin og Walmart... skoðar, spáir og kaupir.  Við fengum okkur síðan göngu í góða veðrinu í mini-golf garði hér í götunni.

Orlando.jan2009 Ég vil nú ekki ganga mig upp að hnjám fyrir næsta maraþon, en maður gleymir sér alltaf. Við enduðum svo daginn á að borða aftur á Golden Corral. Það er svo mikið úrval á þessum buffetum.

Við byrjum alltaf á grænmetisdiski, síðan kjötrétti og svo desert, sem er ís, kaka og allskonar jammí og að lokum kaffi.  Ég var að springa... 


Veljum íslenskt

Eru menn ekki að grínast ? Flytur McDonalds virkilega ,,litlu" brauðin inn. Ef einhversstaðar ætti að spara gjaldeyri þá er það í vörum sem eru framleiddar á Íslandi og er án efa miklu betri vara. Fyrir utan það, þá fer maður að reikna út að ,,nýjustu" brauðin eru þá amk 7-10 daga gömul ef maður reiknar flutning og tollameðferð.

Visir.is  Engin hamborgarabrauð á McDonalds


Á einhver stjórnmálaflokk?

Ég hélt einmitt að þetta væri það sem er kallað lýðræði, þ.e. að fólki væri frjálst að ganga í flokk og hafa áhrif á stefnu hans með sínu atkvæði... en eins og maður segir þá er þeir sem fyrir eru oft eins og heimaríkir hundar...
mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður?

Meina þeir ekki síðustu ,,getgátur".

Geimurinn verður alltaf ráðgáta fyrir okkur og menn eru að geta sér til um ýmislegt. Nýjar ,,niðurstöður" segja okkur ekkert nema það að vísindamenn vita í raun ekkert fyrir víst... þetta eru allt getgátur... sem margir taka síðan sem heilögum sannleika.
mbl.is Vetrarbrautin sögð stærri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt, til hamingju Ólafur

Ég er sérstaklega hrifin af framtaki Ólafs H. Johnson að reka menntaskóla með þessu sniði eins og Menntaskólinn Hraðbraut er rekinn.
Ég var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist eftir aðeins 2ja ára nám. Kerfið er frábært, aðeins 3 fög í einu... 4 vikur í geðveiki... bara grín... 1 vika í próf og vikuna á eftir er frí, ef maður náði prófunum - annars var hún notuð til að taka prófið aftur.

Það er frábært að geta útskrifast á 2 árum - og þau eru svo fljót að líða :)


mbl.is Nýir eigendur að Menntaskólanum Hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skakkaði leikinn eða færði hann til?

Eftir hverju er verið að bíða? Þetta eru augljóslega 2 gengi, ef þetta fólk er ekki með ríkisborgararétt þá á að vísa þeim úr landi - STRAX.

Fréttin segir að lögreglan skakkaði leikinn... en hvað gerist ? verða málin ekki bara útkljáð annars staðar. Það er ekki hægt að bjóða okkar fámenna og óvopnaða lögregluliði upp á þetta... hvað þá venjulegum borgurum sem geta óvart lent á milli slagsmálahópa. 


mbl.is Hópslagsmál í Lönguhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitt ,,um hávetur"

Við höfum það frábært hér í Orlando.  Áttan sem við erum á býður upp á herbergi á 30 dollara nóttina... sérkjör fyrir þá sem koma seint... eru á næturklúbbi fram á morgun.

Maðurinn minn bauðst til að hanga á næturklúbbunum fram á morgun upp á þetta verð, en það dugði ekki...   Við fengum mjög góðan díl í vikuverði og hann fer bara snemma að sofa Gasp 

Við erum á International Drive þar sem allt er Cool... en höfum enn sem komið er tekið það rólega. Fórum í nokkrar búðir í dag og sóluðum okkur í góða veðrinu. Við erum rétt hjá Disney og Universal og á götunni okkar er Wet´N´Wild, hús á hvolfi og margt fleira... ekkert nema skemmtilegheit.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband