Leita í fréttum mbl.is

Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023

Mig hafði langað að fara í þessa ferð, en hélt ég kæmist ekki.. en svo kom lausnin upp í hendurnar á mér.. ég fór heim einum degi fyrr, svo ég kæmist il USA 1.okt..

Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í kórferð og aðeins í 3ja sinn á æfinni sem ég fer í hópferð.. Flugið var eldsnemma.. Við lentum á London Heathrow um hádegið, síðan tók við um 2ja tíma keyrsla til Bristol. Við tékkuðum okkur inn á The Grand.. Við Auður vorum saman í herbergi.. við fórum saman út að borða og sofnuðum snemma.. enda vöknuðum við um miðja nótt fyrir flugið..

28.sept.. Það var klst keyrsla til Cardiff höfuðborgar Wales.. en þar byrjuðum við á að finna kirkju til að kanna hljómburðinn þar.. Síðan splittaðist hópurinn í hinar ýmsu verslanir, kastala og fleira.. kl 17 var keyrt til baka, nú er að finna sér matsölustað.. Við Auður fórum með verslunina á hótelið, borðuðum á Diner.. og fengum okkur þennan flotta eftirrétt... 

29.sept.. Í dag var frjáls dagur.. Fann ekkert sem mig langaði í í Primark.. ráfaði um í einhverja klst.. kíkti á John Vesley, sem ég man eftir að hafa lesið um í guðfræðinni..
Við Auður fengum okkur snarl og fórum í St John.. The church on the wall.. en um kvöldið héldum við tónleika kl 19:30 í St Albans kirkju.. þeir tókust mjög vel og ágætis aðsókn.. við sungum síðan síðasta lagið með kór kirkjunnar.. 

30sept.. Í dag er heimferðardagur hjá mér.. Það tók mig 2 mín að pakka.. ég var búin að sigta út að taka lest Bristol - Heatrow kl 14.. en af því að það er sama hvar maður hangir.. þá rölti ég af stað kl 12.. Með útúrdúrum var ég ca hálftíma að ganga á lestarstöðina með töskuna í eftirdragi.. þar uppgötvaði ég að það var helmingi ódýrara að kaupa miðann á netinu.. svo ég gerði það..
Lestarstöðin og lestin hafa gestanet.. svo ég hélt mig vera í góðum málum..

Ferðin á flugvöllinn tók óvænta stefnu.. bara gaman að þessu eftir á, af því að ég hafði nógan tíma.. Ég sem sagt setti í leit að kaupa lestarmiða frá Bristol til Heathrow.. og kaupi hann á netinu á lestarstöðinni.. Síðan sýni ég verðinum miðann í símanum svo ég komist í gegnum hliðið og hún vísar mér á brautarpall 15.. 13:30 lestin (express) kom fljótlega og ég um borð.. Eftir um tveggja tíma ferð enda ég á Paddington station.. sem er endastöð..
Já, ég tala strax við starfsmann að mér hafi verið bent á rangan brautarpall.. mér er bent á að fara á næsta pall.. þar muni næsta lest koma og fara til Heathrow.. starfsmanninum þar fannst farið grunsamlega ódýrt.. og vildi skoða miðann betur.. þá hafði ég keypt miða í rútu.. Góðan daginn.. Þá tók ég Elizabeth Line.. borgarlínuna áfram.. já mín var bara búin að svindla sér með hraðlestinni..

Flugið heim var kl 22:30 og ég lenti um miðnætti heima..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband