Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Umhverfismál

Joplin til Branson MO og þaðan til Des Moines Iowa

Branson MO, (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Lúlli tékkaði okkur út af Days Inn í Joplin á meðan ég var að hlaupa. Eftir hlaupið keyrðum við til Branson sem er með stærstu afþreygingarstöðum í USA.

Við áttum þar gjafa-gistinótt á Wilk, glæsilegu 11 hæða, 5 stjörnu hóteli með útsýni yfir stýflu og vatn (Svandís Svavars hefði orðið brjáluð)

Branson (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011)Við vorum á 9.hæð, ég fékk fótaverki út á svölum. Eftir að hafa farið í sturtu, fórum við út að borða. síðan slöppuðum við bara af. Hótelið sem var allt hið glæsilegasta, var svo flott að netið fylgdi ekki með heldur varð að nota bissness center í lobbyinu... það varð nú til þess að ég nennti ekki í tölvuna, hvorki til að blogga eða hringja gegnum Skype.

Branson MO (Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011)Við fengum okkur morgunmat, skoðuðum okkur aðeins um og keyrðum síðan til Joplin, létum grafa á flokka-verðlauna-gripinn minn og héldum síðan norður, í átt til Minneapolis.

Við gistum á Rodeway Inn í Des Moines, sama hótel og við eyddum fyrstu nóttinni í ferðinni.

Herbergi 201


Joplin Missouri

Í maí sl gekk fellibylur yfir Joplin í Missouri, 1/3 af bænum fór í rúst, enn eru steypuklumpahrúgur, annars staðar eru auðir húsgrunnar. Eyðileggingin hefur verið gífurleg. Uppbygging er í fullum gangi, Home Depot er í stærðarinnar tjaldi en ekki er víst að allir byggi nýtt hús heldur hætti rekstri. Ég heyrði í gærkvöldi að um 100 manns hefðu dáið þegar Walmart féll saman í fárviðrinu og yfir 50 dóu þegar Home Depot hrundi.

Á heimasíðu Mother Road Marathon segja ráðamenn maraþonsins að þeir hafi ákveðið að hætta ekki við hlaupið vegna þess að nágrenni þjóðvegar 66 slapp við skemmdir.


Er það í eitt skipti fyrir öll...

Mér er sama hvort klukkunni er seinkað, ef það er ætlunin að gera það EINU SINNI... ég er ekki fylgjandi klukkuhringli tvisvar á ári.


Selvogsgatan 18.sept. 2010

Selvogsgatan 18.9. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.

Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Varða á Selvogsgötunni 2010

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.

Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá. 

Tinna í rétt við Vogsósa 2010

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.

Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.


Bræður Keikó

Háhyrningar er vargar, þeir gera meira en veiða sér til matar, þeir murka lífið úr bráðinni og leika sér að henni í leiðinni.
Þrátt fyrir þetta var lagt í óhemju kostnað á sínum tíma til að ,,bjarga" Keikó... Börn um allan heim tæmdu sparibaukana sína og enginn sagði þeim að þessar skepnur dræpu sér til skemmtunar dýrin sem þessum sömu börnum þótti vænt um og voru í næstu laug í dýragarðinum.


mbl.is Háhyrningar murkuðu lífið úr höfrungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann flytur ekki í bráð

þetta er ótrúleg seigla og líka ótrúlegt að það skuli ekki fleiri hafa hjálpað til fyrst göngin koma svo öllum til góða.
Eins gott að Steingrímur frétti þetta ekki... þá verða ekki gerð fleiri göng hér á landi á kostnað ríkisins.
mbl.is Hjó göng til að geta lagt bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niagara Falls, New York

Niagara falls 11.8.2009Við keyrðum frá Erie til Buffalo í morgun.
Á leiðinni stoppaði ég í upplýsinga-miðstöð og keypti 4 tíma skoðunarferð um Niagara fossana...
Mæting við Super 8,
Buffalo Ave kl 1:15. 

Við komum rétt mátulega þangað sem rútan átti að sækja okkur.

Niagara falls 11.8.2009 4 stór stöðuvötn sjá fossunum fyrir öllu þessu vatnsmagni... og ferðamannastraumi... vatnið streymir dag og nótt en ferðamennirnir streyma bara að á daginn.

Fyrst skoðuðum við hringiðuna en þar getur maður séð kláf fara yfir hyl Canada-megin... 
mér skildist á leiðsögumanninum að iðan skipti um straumsnúning 2svar á sólarhring.

Niagara falls 11.8.2009Við fórum síðan í bátsferð... Fossarnir eru á landamærum USA og Canada... úti í ánni er eyja sem skiptir fossunum í tvennt... USA-megin er minni fossinn en Canada-megin er það sem kallast ,,skeifan"

Niagara Falls 11.8.2009Hvílík upplifun að fara á bátnum út á ána og vera uppvið þetta mikla vatnsfall.
Ótrúlega flott og við vorum svo heppin að í dag var sólskin og 80-85°F... gat ekki verið betra.

Lúlli sagði amk 50 sinnum að hann hefði ekki viljað missa af þessu... og spurði mig 30 sinnum hvort ég hefði viljað missa af þessu :Þ) 

Niagara Falls 11.8.2009Við enduðum síðan á að keyra út í eyjuna á milli fossana, þar gátum við séð skeifuna betur frá bjargbrúninni. 

Þar fórum við niður með lyftu (54metra)... þangað sem þeir kalla ,,Caves of the Wind" en þar fórum við næstum í sturtu... þar sem við stóðum 10 ft frá fossinum.

Þegar þarna var komið var ég búin að fylla minnið í myndavélinni. Hvílíkt myndefni :o)

Niagara Falls 11.8.2009Þessi ferð fær 6 stjörnur af 5 mögulegum... frábær dagur.

Við tókum okkur mótel og ætlum að fara yfir til Canada á morgun og fara eina bunu með kláfinum... það þýðir ekki annað en að prufa allt fyrst maður er á staðnum.

Mótel Bel Aire  9470 Niagara Falls, NY, 14304


Lúlli í vínberja-stuði

Franklin PA, ág.2009Tounge 

Það er gler-rennihurð út úr herberginu, opnast bakvið á hótelinu og þar vaxa villt vínberjatré...

Við vorum með vínberjatré á Háahvamminum og þau þurftu stuðning... Þessi tré halla sér upp við rafmagnsstaur, svo þetta hljóta að vera ,,stuðvínber" 

Franklin PA ág.2009Eins og ég hef svo oft sagt... þá eru kanarnir ekki að pæla í umhverfis- eða sjónmengum. 

Hér er allt vaðandi í staurum með símalínum og rafmagnsleiðslum í loftinu... hér stendur staurinn upp úr vínberjatrénu... eða manni sýnist það... kannski eru vínber farin að vaxa á símastaurum ???


Þetta GENGUR ekki !

Gengið verður að taka til ,,fótanna" nú um helgina... Bara til að æsa liðið upp, þá skelli ég inn þessari gömlu mynd... hún er tekin um 1962 eða ´63.
Þarna er ótvírætt sönnunargagn fyrir fyrstu Esjuferðinni minni Smile... ,,snemma beygju foreldrarnir krókinn"

Fyrsta Esjuferðin 


Tók ísbjörninn hálstaki

Akureyri 11.7.2009Þessi var á göngugötunni á Akureyri...

það var engin stórhætta af honum... en hann var ekki einu sinni í bandi... svo ég tók hann hálstaki svo hann væri til friðs amk á meðan ,,stórsteikurnar" sprönguðu léttklæddar um fyrir framan nefið á honum.


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband