Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Heimferð í dag... DEN - KEF

Við höfum haft það fínt á þessu undarlega hóteli... Herbergið er mjög gott, með eldhúsi og baði, en þjónustan er engin, maður verður að sækja allt í lobbý-ið, handklæði, kaffi og fara sjálfur með ruslið og búa um... Við erum ekki vön þessu.

En við erum miðsvæðis og í góðu hverfi, Target er bakvið hótelið og Sport Authority sem er uppáhalds íþróttabúðin mín.  Stutt í allt sem við höfum þurft að fara. 

Við förum að tékka okkur út bráðum og útrétta þetta síðasta... síðan er bara að skila bílnum og koma sér upp á flugvöll... 


Denver Colorado...

Beint flug til Denver er 7 tímar og 40 mín... síðast þegar við lentum hér fórum við með rútu í eftirlitið en núna vorum við látin ganga þangað og það var smá spotti... Allt gekk síðan vel, ég þurfti ekki að rífa upp pylsurnar sem Dísa átti að fá - gegnumlýsing nægði.

Flugvöllurinn er um 10 mílum fyrir utan Denver og bílaleigurnar á leiðinni... en það er reglan í USA-flugi að maður lendi í björtu og það sé svo orðið niðdimmt þegar maður fær bílinn. 

Við stoppuðum í Walmart á leiðinni á hótelið og ég þekkti mig um leið og beygði út af I 70... Þetta var rétt hjá þar sem við vorum 2 daga í júní... Núna erum við við Cherry Creek.

Dísa og dóttir hennar biðu eftir okkur við hótelið þegar við komum svo við gátum skilað dótinu af okkur og hún var með fullan poka af ýmsu matarkyns fyrir okkur. Þá var bara að bera sig inn og fara að sofa enda klukkan rúmlega 4 um nótt á okkar tíma.

Homestead Cherry Creek
4444 Lettsdale Drive, Denver Co, 80246
phone: 303-388-3880, herbergi 102 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband