Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Gleðileg jól


G
L
EÐILEG JÓL

cuteman




Óskum öllum börnunum okkar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum gleðilegra jóla. Megi jólin, hátíð ljóss og friðar, vera ykkur friðsælir og hamingjuríkir dagar. Við erum með ykkur í huganum.

kveðja Bryndís og Lúther


Las Vegas NV - Santa Barbara CA

Við vorum með Lilju og Joe á sunnudag, skruppum í Sam´s Club og borðuðum síðan hjá þeim. Það gengur allt nokkuð vel hjá Joe núna en hann missti fótinn fyrir hálfu ári. Lúlli sagði honum að hann yrði hálfur Íslendingur þegar "Össur" væri kominn undir...
Joe er farið að lengja eftir fætinum en Össur er með verksmiðju í Californíu... svo við lofuðum að svipast um eftir fætinum á leiðinni - það tekur tíma að hoppa á öðrum ;)
Alltaf gaman að heimsækja Lilju og Joe í þeirra fallega hús. Við Þökkum kærlega fyrir okkur :)

Lilja og Joe leyfðu okkur að nota frystirinn í bílskúrnum undir matinn sem við förum með til Jonnu... eftir matinn pökkuðum við matnum aftur niður í frauðkassana, því við leggjum af stað til Santa Barbara strax eftir morgunmat. 

Mánudagur 23.des...
Við fengum okkur æðislegan morgunmat á Palace Station áður en við lögðum af stað kl 9. það er Þorláksmessu morgunn. Við tókum pissustopp á Rest Ariu, tókum bensín, stoppuðum hálftíma í Walmart í Oxnard og komum til Jonnu kl 4... Það var mikil umferð alla leiðina en hún gekk mjög vel. Það var mikið faðmast enda um ár síðan við vorum hérna síðast. Við hittum nýja fjölskyldumeðliminn, séra Matthías mjá.

Hjá Lilju og Joe

Lúlli hélt hann hefði týnt veskinu sínu og við snérum öllu við, fórum meira að segja í bílaleiguna til að athuga hvort veski hefði verið skilað inn... Hann fann það síðan milli hurðar og sætis (aftan við sætið sitt)

Við heimsóttum Lilju og Joe og fengum að stinga mat í frysti hjá þeim. Við hittum þau aftur á sunnudaginn.

Keflavík - Denver - Las Vegas

Þetta er búið að vera langt og strangt ferðalag... 

Við komum við hjá Hörpu og Helgu á leiðinni út á flugvöll... Þegar við vorum að stíga inn hjá Helgu fékk ég símtal frá AMEX þar sem þau voru að tilkynna mér að það þyrfti að loka kortinu vegna aðvörunar erlendis frá um að það hefði verið brotist inn í gagnabanka þar.
Þetta kom bæði á versta og ,,besta" tíma fyrir okkur... Slæmt að þetta gerðist NÚNA þegar maður er liggur við að stíga upp í flugvélina en ,,best" að vita áður en maður fer að kortið er lokað... það hefði verið hrikalegt að standa fyrir framan afgreiðsluborðið á bílaleigunni með lokað kort og vita ekki neitt. Við fáum annað sent með hraði hingað út...


Flugið til Denver tekur  8:50 og það varð 20 mín seinkun... Í Denver varð 1 og hálfs tíma seinkun á fluginu til Las Vegas og þegar við komum til Vegas beið ég tæpa 2 klst eftir bílaleigubílnum. Það var brjálað að gera hjá þeim og 2 menn að afgreiða bíla. Þegar ég ætlaði síðan að borga bílinn með hinum kortinu mínu - þá var búið að loka því... en kortið sem ég hélt að hefði verið lokað, það var opið.

Þegar við komum loksins á hótelið - um kl 3 um nótt á staðartíma... var ég orðin dauðþreytt og sofnaði um leið og hausinn datt á koddann.

Fyrir Lottu... hringdu í okkur... og þegar þú kemur leggðu bílnum í bílastæðahúsinu sem næst innganginum.


Palace Station Hotel and Casino
2411W Sahara Ave, Las Vegas 89102
Phone: 702 367-2411 room 1519


Komin á klakann

Sanford Orlando 3.12.2013 032

Við byrjuðum í morgunmat og síðan að pakka þessu síðasta og raða töskunum í skottið. Þvíklík snilldar-röðun kom 7 töskum í skottið og 3 stærstu í annað aftursætið.

Eftir morgunmatinn löbbuðum við þessi 10 skref niður á strönd, því veðrið var hreint dásamlegt, rúmlega 20°c hiti og glampandi sól. 

Við borðuðum á Golden Corral í Orlando áður en við keyrðum á Sanford flugvöll, flug kl 18:00

Sanford Orlando 3.12.2013 036

Mín hékk á barnum í flugstöðinni og drakk Margarítu. Ferðin hafði tekið frábærlega vel. Bílinn var smekk-fullur, hefði ekki komist einn poki í viðbót inn, þetta kallar maður bara snilld.

Flugið heim tók 6 og hálfan tíma (3 myndir)... og þá tók snjór og kuldi á móti manni. Það var skelfing að fara úr yfir 20°c hita í þetta veður en gott að koma heim. Emil sótti okkur út á völl. Ég lagði mig aðeins fyrir hádegi en fór síðan aðeins út að snatta. 


Dagur 7, Cocoa Beach - Orlando - heim

Sanford Orlando 3.12.2013 002

Vá hvað tíminn er fljótur að líða... við vorum að koma hingað og erum á leiðinni heim.

Við fengum okkur morgunmat, kláruðum að pakka og skruppum á ströndina. Þessar amerísku viðar-staura-bryggjur eru alltaf jafn sjarmerandi. 

Við gengum á ströndinni, Berghildur hékk aðeins á barnum á bryggjunni W00t ég sannað það með mynd seinna því millisnúran er komin ofaní tösku.

Sanford Orlando 3.12.2013 001

Við þurfum grafískan hönnuð með þrívíddarhugsun til að raða töskunum í bílinn en ég held að Edda komist líka með ef hún situr undir tösku - annars verður hún að fara heim með næsta flugi Woundering

Þá er það bara að tékka sig út Frown 


Dagur 6 á Cocoa Beach Florida

Dagur 6, Cocoa Beach

Við reyndum aðeins að ná okkur aftur á strik í versluninni. Annars var planið að fara á ströndina en það breyttist snarlega þegar við fórum að tala um búðir.

Við eyddum góðum tíma í Best Buy en keyptum ekkert þar... fórum í JoAnn en lítið keypt... svo endar maður í Walmart og þar finnur maður flest af því sem manni vantar ekki. Ég setti þi þvottavél og þurrkara.

Við fórum heim aftur, Berghildur og Edda pökkuðu niður, ég hafði gert það jafn óðum.

Nú er heimferð á morgun 


Dagur 5, Space Coast Marathon, Cocoa Village

Dagur 5, Space Coast Marathon 010Dagurinn fór allur í maraþonið... Berghildur og Edda hlupu líka, fengu verðlaunapening og handklæði í markinu. Það ekki verslað mikið í dag en pokafjöldinn jókst um 50 % frá í gær Wink  

Eftir maraþonið fórum við í Walmart og keyptum kjúkling og kartöflusalat til að borða... Síðan var bara slakað á og farið snemma að sofa.

Dagur 4, Orlando - Cocoa Beach

30.11.2013 Space Coast Marathon 027

Við tékkuðum okkur út á mínútunni 11 í morgun. Við gátum troðið töskunum í bílinn... ótrúlegt en satt. Við gátum samt ekki still okkur um að koma við í búðum á leiðinni til Cocoa Beach. 

Þar tékkuðum við okkur inn á Days Inn og fórum að sækja gögnin fyrir maraþonið á morgun. Expo-ið var í Kennedy Space Center á Canaveral höfða... það voru geim-skutlur sem skoðuðu geim-skutlur.
30.11.2013 Space Coast Marathon 006Margt skemmtilegt að sjá á staðnum.

Við vorum ekki lengi í expo-inu, fórum þangað sem hlaupið byrjar, keyptum morgunmat og borðuðum kvöldmat.

Þá er bara að skáskjóta sér framhjá töskunum inn í herbergið ;) 

Days Inn
5500 North Atlantic Ave,
Cocoa Beach FL 32931
Phone: (321) 784-2550 Room 133


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband