Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Jackson MS - Dallas TX

Við pökkuðum flestu í gær og tékkuðum okkur út kl 7... fórum í breakfast-buffet og fylltum okkur af alls kyns gúmmelaði... eggjahræra, pylsur, bacon, ommiletta með öllu, brauð, steik, ávaxtahlaðborð og rjómi, kökur og ís... gleymdi að fá mér amerískar pönnukökur.

Við lögðum að stað rúmlega 8 og keyrðum 432 mílur, með nokkrum stoppum til Dallas... Veðrið var gott, komum um 5 á mótelið. Við byrjuðum ferðina á því að gista hérna og síðasta nóttin í ferðinni er í sama herbergi. Nú er bara að slappa af, við eigum flug til Denver kl 11:51 í fyrramálið.

Microtel Inn & Suites by Wyndham Irving/DFW Airport/Beltline

3232 W. Irving Blvd, Irving, TX 75061 US 
Room 310 


Nú get ég notað ,,tékkið"

útskriftarveisla 8.7.2012

LOKSINS var komið að því, Emilía litla er orðin 6 mánaða og kominn tími á mynd af ættliðunum.

Þrif - tékk
útskriftarveisla - tékk
myndataka - tékk

Einn af mínum stóru dögum var í gær... Ég er svo ánægð yfir því hvað boðið heppnaðist vel í gær...
Emilía Líf og langa-lang-amma Guðbjörg, 3 ættliðir á milliég ákvað svolítið seint að hafa útskriftarkaffi í gær fyrir nánustu fjölskyldu... og það gátu næstum allir mætt :) Við vorum 23 í allt.

Dagskráin byrjaði kl 3 með FIMM-ættliða myndatöku, sem tókst frábærlega vel. Uppröðunin var eftir aldri og tign svo ekki fari neitt á milli mála :) Dagurinn heppnaðist frábærlega vel... og ekki skemmdi að veðrið var dásamlegt og hægt að vera líka úti á palli. 


Palace Station Hotel and Casino

Las Vegas 2012

Smile Komin á Kasíno-ið... við erum með herbergi við sundlaugina og það er spáð 40°c út vikuna. Ég held að þetta sé bara snilld að baka sig hér í garðinum... ekki getur maður komið heim náhvítur... eins og maður hafi dottið ofaní hveitipoka Pinch

Nú er bara að drekka nógu mikið W00t

Palace Station Hotel and Casino
2411 W Sahara Ave, Las Vegas NV 89102,
Room 1629  


Erfitt að kveðja kæra vini

Það var erfitt að kveðja okkar kæru vini í dag. Við höfum átt dásamlegan tíma með öðlingunum og höfðingjunum Jonnu og Braga. Hin fátæklegu orð: 
HeartTAKK FYRIR OKKUR KÆRU VINIR Heart lýsa engan veginn þakklæti okkar til þeirra InLove 
Fiss Parker Doubletree SB. nóv 2011Þessi heimsókn hefur verið einstaklega skemmtileg, ekki af því að við höfum farið svo mikið, heldur af því að við höfum skemmt okkur svo vel saman. Helsta áhyggjuefni mitt var að við myndum þreyta höfðingjana því allir vita að það er álag að hafa gesti.

,,Síðasta kvöldmáltíðin" var borðuð í gær á Fess Parkers Doubletree. Við Lúlli fengum okkur Natural Prime Ribeye... Kokkarnir þar kunna svo sannarlega að velja bita og steikja mátulega, því þetta er besta steik sem ég hef á ævi minni smakkað...
Fiss Parkers Doubletree Santa Barbara nóv 2011Þvílíkt lostæti...
Ummm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Í morgun borðuðum við með Jonnu og Braga á IHOP áður en við lögðum í hann. Þetta var erfið kveðjustund og við keyrðum í burtu með tárin í augunum - ákveðin í að koma fljótt aftur Smile

Kveðjustund fyrir utan IHOP, nov 2011Við stoppuðum í Walmart og Target að útrétta það síðasta og renndum síðan á hótelið. Það er öruggt að ég get mælt með því, nálægt LAX, mjög snyrtileg og rúmgóð herbergi og sanngjarnt verð.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304
phone 1-310-491-7000 room 303

Verð að setja inn myndir þegar ég kem heim Blush


Minneapolis i gær

Við flugum til Minneapolis i gær. Flugið var 6 timar. Eg náði 3 biómyndum... 28 biómyndir i vali, en helmingurinn var þegar við flugum til New York i mai.

Við keyrðum á áttuna okkar... og þau eru alltaf svo yndisleg herna, ég hafði óvart pantað einum degi of snemma en þau löguðu bara bókunina fyrir okkur án nokkurrar greiðslu. Við erum núna að fara i morgunmat... vöfflur og fineri... svo höldum við áfram til Appleton WI á eftir.

Super 8 Roseville
2401 Prior Ave N
Roseville, MN 55113-2714 US
Phone: 1-651-6368888


Indianapolis Indiana

Við gistum sitt hvoru megin við Columbus síðustu tvær nætur. Ég setti nú inn færslu á seinni staðnum sem hefur dottið út... stundum gleymi ég að bíða eftir að klausan hefur vistast.
Við hringdum í Jonnu og Braga í Californíu, það var allt gott að frétta hjá þeim. Við setjum alltaf inn símanúmerin á hótelinu svo þau og aðrir sem við þekkjum í USA geti hringt.

Í morgun lögðum við aftur af stað, 170 mílur frá Columbus til Indianapolis. Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar á áttunni þegar það kom hvílíkt úrhelli að við höfum varla kynnst öðru, þrumur og eldingar.
Við skelltum okkur á Old Country Buffet.... Oje... We love it.
Lúlli fann á sig föt í Shopper World og þar var hægt að finna sitt lítið af hverju W00t

Super 8, 4033 E.Southport Road. Indianapolis IN 46237 
Phone: 317-888-0900 room 114


Skilum lausnum á morgun

BekkjarskútinnVið Svavar náðum tveim síðustu spjöldunum sl fimmtudag... það voru nr 26 og 27.
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.

 

Venus í bakpokaÁ laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari Whistling 

Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar Smile nr. 23, 24 og 25.

Varða eða riddari á taflborði?Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag Joyful

Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.  


35 ára brúðkaupsafmæli á toppi Helgafells :)

Fyrir Helgafell


Við vorum svo blessuð með mætingu fjölskyldunnar og með yndislegu veðri. Næstum allir gátu komið. 

Mæting var kl 12 hér heima og keyrt upp í Kaldársel þar sem fyrsta myndin var tekin. Það náðist ekki að hafa ,,fyrir og eftir" myndatöku því sumir fóru ansi hratt inn í bíl eftir fjallið  Kissing

Afi var elstur, 64 ára eftir nokkra daga og Matthías Daði var yngstur 1 árs í maí.

Við rætur Helgafells

Við skiptum á okkur birgðunum, það var ekki planið að missa gramm í þessari ferð. Við vorum með birgðir af vatni og gosdrykkjum enda 17 °c og kökur... í gær var bökuð sjónvarpskaka og tvöfaldur skammtur af smákökum Wink

Á toppi Helgafells :)

Við stoppuðum aðeins við rætur Helgafells og síðan á ca miðri leið til að skrifa nöfnin okkar í móbergið. Fjallið er ein allsherjar GESTABÓK.

Ferðin upp tók um klukkutíma... á toppnum var ráðist á nestið... enda átti ekki að bera það niður aftur... og svo var myndataka, Berghildur systir var með og tók myndirnar af hópnum. Að sjálfsögðu var skrifað í gestabókina - við fylltum heila síðu Smile

Útsýnið var frábært, og það gerði ekkert til þó það kólnaði aðeins. Við æfðum fjölskylduöskrið - hvað er nú það - 
Ég mismælti mig við samhæfinguna og tilkynnti að nú ætluðum við að öskra eins ,,hratt" og við gætum... átti að vera ,,hátt".

Á leiðinni niður

Við vorum með 3 hunda og þá kom annað mismæli út af vatnsskálunum... ,,þeir slefa ekki út úr hvor öðrum" Pinch

Við heimkomu biðu hægsteikt læri og jökulkalt gos Tounge... og við fengum BIKAR frá Tinnu fyrir 35 árin, þó allir viti að það sé stranglega bannað að gefa okkur gjafir... InLove

Dagurinn heppnaðist í alla staði frábærlega vel og erum við svo sannarlega blessuð að eiga þessa fjölskyldu Kissing

TAKK FYRIR OKKUR Heart 

 


Ratleikur Hafnarfjarðar

Undanfarinn mánuð hef ég tekið þátt í ratleiknum með börnum, barnabörnum og hundum. Þemað er hleðslur, skotvirki og fl. Við höfum plampað um hraun og annað ósléttlendi... Litlir fætur eru oft mjög þreyttir á kvöldin. Aðalmálið er að finna spjaldið og... nestið.

Okkur hefur gengið ágætlega að finna spjöldin... Smile 
... enn sem komið er höfum við aðeins einu sinni þurft að hætta leitinni... eða fresta þar til síðar.


Sjómannadagurinn

Smile Aldrei þessu vant var sjómannadagurinn HLÝR, SÓLRÍKUR OG ÞURR... sem er auðvitað undur og stórmerki. Sumarið í sumar verður líklegasta það þurrasta í manna minnum, fyrst menn vilja rigningu til að hefta öskufokið.
Það eina sem var gert á þessu heimili til að halda upp á daginn, var að baka vöfflur... Tounge ummmmm...


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband