Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Áramótakveðja

              Heart    Gleðilegt ár    Heart
                        til ættingja, vina og allra sem við þekkjum.
       Takk fyrir allt gamalt og gott.

Hittumst heil á nýju ári, blessuð af gjöfum og lífsgæðum... lærum, göngum, hlaupum og ferðumst saman og njótum þess að vera til.

Drottinn blessi þig og heimili þitt


Komin til Orlando

Flugið var 7 tímar og 20 mínútur. Ég horfði á 3 bíómyndir Shrek 3, Walk the line og Narnía. Icelandair hefur skipt um flugvöll hér eins og á fleiri stöðum og við lentum um 45 mílum frá hótelinu sem við gistum á.  Eftir langt flug var því smá keyrsla eftir fyrir okkur. Miðað við vegalengdirnar í Ameríku, þá er þetta ,,rétt hjá"

Við fórum því fljótlega að sofa þegar við loksins fengum herbergið okkar, við vorum víst ,,yfirbókun" og okkur var komið fyrir á næsta hóteli við hliðina.

Í dag leggjum við af stað til Jackson Cool


Til hamingju Sigurður Bragi

Sigurður BragiVá, hvað tíminn er fljótur að líða   Kissing

Heart + Kissing sinnum 10 = 20 knús, má ekki minna vera.

Sigurður Bragi á STÓRafmæli  í dag 29.des, orðinn tvítugur strákurinn... ekkert smá hvað tíminn er fljótur að líða.

Til hamingju með afmælið, elsku Sigurður Bragi okkar.

Við afi óskum þér alls hins besta og biðj-um að þér gangi allt í haginn í framtíðinni.


Erum að ferðbúast

Það var heldur mikið kæruleysi í gangi þegar við fórum út síðast, taskan var sótt fyrir hádegi, einhverju dóti hent í og keyrt út á völl kl. 2.

Við höfum alltaf ferðast ,,létt" og samt farið með of mikið. En maður getur nú ekki vitað nákvæmlega hvað maður þarf og betra að hafa aðeins of mikið með sér.

Hótelin sem við tökum eru yfirleitt með aðgangi að þvottavél, sem er ofboðslega þægilegt, sérstaklega þægilegt að geta þvegið hlaupadótið og nú orðið heyrir það til undantekninga að við komum heim með eitthvað skítugt.

Við fljúgum til Flórida eh. á þriðjudag og Gullið var í fyrra fallinu núna, sótti töskuna út í geymslu í gær. Við verðum 4 vikur úti í þetta sinn... gaman gaman... Joyful


Hjálp að fá, hvenær sem er

JesúbarniðHeart  Heart  Heart  Heart  Heart

Jólin eru alltaf jafn helg í mínum huga. Það fer gleðistraumur um mig þegar jólaguðspjallið er lesið og jólasálmarnir sungnir.

Þessi jól hafa verið öðruvísi en vanalega... í fyrsta lagi var okkur boðið í mat á aðfangadagskvöld. Við fengum æðislega jólasteik og nú voru teknir upp pakkar með barnabörnum í Vogum. Það er langt síðan við höfum séð pakka rifna upp með látum InLove
Um kvöldið þegar við komum heim, fór ég að finna fyrir eirðarleysi og kláða í fótum og klst seinna var ég orðin viðþolslaus... og stokkbólgin á ökklunum, sofnaði loks kl 4 um nóttina. Ég reyndi að lifa af á jóladag, en þá fór mig að klæja á fleiri stöðum, frá úlnlið og upp handlegg, á hálsi, í hári... hreinlega allsstaðar.

Þegar ég sá fram á svefnlausa nótt hringdi ég á vaktina og rétt slapp þangað inn fyrir 11:30. Þeir gáfu mér sterkar ofnæmistöflur og ég keyrði heim. Á leiðinni versnaði ég aftur en harkaði af mér... og náði að sofna.
Vaknaði kl 4:30 um nóttina vegna verks í vinstri hendi sem var orðin stokkbólgin. Þá ákvað ég að reyna ekki að berja þetta af mér og var komin inn á slysavarðstofu kl 5... Fékk enn sterkari ofnæmistöflur til að taka samhliða hinum og sterakrem. 
Vona að þetta dugi Tounge... en það er dásamlegt hvað við erum heppin hér... hægt að fá hjálp á hvaða tíma sem er, hvort sem það er heilög hátíð eða hánótt.


Gleðileg Jól

pakkaflóð        

      Jólakveðja

Óska ættingjum og vinum
          nær og fjær, 
   gleðilegrar jólahátíðar
                 og 
  farsældar á komandi ári.

   Guð blessi ykkur öll.


Hvað voru vitringarnir margir?

maría með JesúÉg varpaði þessari spurningu fram, þegar við systur vorum að föndra jólakúlur um daginn.  Hvað voru vitringarnir margir? 

Ekki stóð á svörunum, allar sammála um að þeir hafi verið 3... og vitnuðu meira að segja í Biblíuna.

Matt 2:1
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
Matt 2:11
þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Það er oft þetta einfaldasta sem fellir okkur... Eitthvað sem við höfum bitið í okkur og myndum standa á því föstum fótum að væri rétt... en sannleikurinn er sá að tala vitringanna er hvergi nefnd - aftur á móti eru gjafirnar þrjár, gull, reykelsi og myrra.


Allra hagur...

Bráðnauðsynlegt að reka á eftir fólki svo það geti bjargað sér sjálft...
Sem krakki man ég eftir sjoppueiganda og sundlaugaverði sem voru af erlendum uppruna. Sjoppueigandinn talaði slagfæra íslensku... varð kanski að gera það svo það væri hægt að versla við hann en hinn danski sundlaugavörður var búinn að búa til sitt eigið tungumál, sem ég held að hvorki Danir eða Íslendingar hefðu skilið þó lífið lægi við...

Tengdamamma mágkonu minnar reyndi hins vegar aldrei að læra íslenskuna, þó hún væri búsett hér í fjölda ára... svo það er nauðsynlegt að ýta við fólki. Það er nauðsynlegt að setja kröfur, því eftir allt saman er auðveldara fyrir fólkið sjálft að fóta sig hér, ef það lærir málið. 
mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng ályktun?

Hvernig geta fræðimenn haldið því fram að færri umferðarslys verði vegna lengri svefntíma... fækkunin gæti alveg eins stafað af því að umferðarálagið hefur minnkað... En það er nokkuð sem er vert að hugsa um, amk hér á landi þar sem stefnan virðist vera sú að tefja umferðina sem mest með alls kyns hossum og þrengingum og fólk fer að taka alls kyns sénsa í tímahraki.

Breyttur skólatími myndi vera breytt álag í umferðinni... ég hef enga trú á að unglingar fari að sofa lengur, mín reynsla hefur verið sú að unglingar vaki lengur ef þeir eigi að mæta seinna í skólann.


mbl.is Seinkun skóladagsins fækkar bílslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að komast í samt lag

Ég er búin að vera lengi að jafna mig eftir þessi næturflug. Við vorum 2 sólarhringa á leiðinni og allt virtist fara í rugl við þetta. Við þurfum að jafna okkur á svefnleysi og 8 tíma tímamun.

En nú hlýtur þetta að komast í samt horf Joyful
Ég er búin að skila af mér því dóti sem ég tók með heim fyrir aðra, koma einhverju í verk og heilsa upp á einhverja... en hef ekki hlaupið enn... tek hring á morgun.


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband