Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Komin heim :-)

Föstudagur 20.maí
Við höfðum nógan tíma til að lulla til New York, komum við í íþróttabúð, fengum okkur að borða og keyptum nesti. Af því að tíminn var nægur þá keyrði ég Lúlla fyrst í Terminal 7, hjálpaði honum inn með töskurnar og fór svo að skila bílaleigubílnum. Leigurnar eru aðeins í burtu og maður þarf að taka lestina til baka. 

Lúlli var búinn að vigta töskurnar og við færðum eitthvað dót á milli... síðan vorum við í sms-sambandi við Eddu og Emil. Þau lentu í umferðarteppu og villu-vegar á Manhattan... smá stress þar í gangi en allt gekk vel að lokum og við sluppum öll inn rétt áður en innritun var lokað.

Við sátum aftast í vélinni - fyrst inn og síðust út...  Ameríkuvélarnar lentu allar á svipuðum tíma og það var stappað í flugstöðinni... Þegar við komum út fór Emil að sækja bílinn sem neitaði lengi vel að fara í gang... en lét svo segjast :)... Við komust öll heil heim og þakklát fyrir það... næst síðasta USA-flug heim fyrir lokun flugvallar vegna eldgossins í Grímsvötnum.


Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið

Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.

Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.

Delaware 15.maí 2011Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/  Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.

Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)


Komin í sumarfrí :)

Nú er prófum lokið, sunnudagaskólanum slitið og síðasti dagurinn minn með kirkjuprökkurunum búinn... og ekkert STÓRT eftir í bili en að afgreiða síðasta fylkið í USA næsta sunnudag... síðan byrjar afslöppun af FYRSTU GRÁÐU Whistling  Wizard  Wink  Sleeping   W00t

 Síðan verður auðvitað afmæli hjá litla kút...
Heart 19.maí ... Matthías litli ömmustrákur verður 2ja ára InLove


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Bloggvinir

Maí 2018
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband