Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Kef - Orlando 23-28.nóv 2017

23.nóv... Stelpuferð til Orlando. Lovísa kemur með í þessa ferð. Þess vegna fórum við á tveim bílum á völlinn. Lúlli keyrði okkur Lovísu en Edda og Berghildur fóru saman. Við Lovísa byrjuðum á betri stofunni og Edda kom síðan. Ferðin byrjaði vel, því við Lovísa fengum óvænt sæti á Saga Comfort.

Hins vegar gekk ekki allt snurðulaust eftir að við lentum. Við biðum óratíma eftir töskunum og ENN LENGUR eftir bílnum. Dollar átti enga bíla og fjöldi brjálaðra viðskiptavina beið fram eftir nóttu. Stelpurnar tóku leigubíl á hótelið og ég kom síðan á bráðabirgða bíl rúml 4 am.

.... gisting The Point
             7389 Universal Blvd. Orlando FL 32819,
             room 702H í Tower 1, Tel: 407 956-2000

24.nóv... við keyptum okkur morgunmat á hótelinu og vorum mættar kl 9 að skipta um bíl. Svo byrjaði shoppið... Premium Outlet, Walmart, Florida Mall, Best Buy og fl.

25.nóv... við ákváðum að borða morgunmat á IHOP... þess vegna tékkuðum við okkur út snemma, borðuðum, versluðum og keyrðum síðan til Cocoa Beach. Þar byrjuðum við á því að sækja gögnin fyrir hlaupið og og skráðum okkur inn á Days Inn. Þetta er 5ta ferðin okkar og við erum í fyrsta sinn á annarri hæð. Við fórum að sofa um kl 8pm.

.... gisting Days Inn
             5500 N-Atlantic Ave, Cocoa Beach, FL 32931
             room 243, Tel 321 784-2550

26.nóv... klukkan var stillt á 2:30 og við Lovísa fórum í Space Coast Marathon. Sjá byltur.blog.is Edda og Berghildur voru mættar við markið þegar ég kláraði maraþonið. Við fórum til baka með síðustu rútu. Lovísa fór hálft með glans. Eftir sturtu keyrðum við niður á Merritt Island og ætluðum að byrja í Walmart... en þegar við gengum inn voru allir á leið út og slökkviliðið á leiðinni. Þá var röðinni breytt... aðrar búðir og borðað og endað í Walmart... sem var aftur opið.

27.nóv... morgunmatur... pakkað og öllu dröslað aftur í bílinn... en það var ekki hægt að keyra aftur til Orlando án þess að kyssa ströndina okkar.  Í Orlando var haldið áfram að versla, Target, Dollar Tree, Outlettið og síðan síðasta nóttin og þriðja hótelið í ferðinni... þar sem allt verður að fara ofaní töskurnar.

.... gisting Four Points by Sheraton
             5905 International Drive Orlando FL 32819
             room 1014 Tel: 407 351-2100

28.nóv...vaknað kl 7, keyptum okkur morgunmat á hótelinu en urðum fyrir hvílíkum vonbrigðum að við erum enn að jafna okkur... allt gert klárt fyrir heimferð. Við þurfum að sækja nokkra pakka, bæði í búðir og til Olgu. Við eigum flug heim kl 18 og vorum bara á síðustu stundu - þannig lagað.


Kefl - Orlando - Savannah GA

2.nóv
Auðvitað byrjaði í ferðina í betri stofunni. Lúlli keyrði mig á völlinn. Ég fór í loftið 17:15 og flugið tók um 8 klst... og 4 tíma munur í Florida. Eftirlitið gekk mjög hægt... en ég var með hangikjöt fyrir Olgu og fékk auka-meðferð. Ég lagði af stað til Jacksonville nákvæmlega 2 tímum eftir lendingu... keyrslan tók nærri 3 tíma... kom á hótelið um 2 um nóttina, talaði við Lúlla og fór beint að sofa.

     La Quinta Inn and Suites
     3199 Hartley Rd. Jacksonville FL 32257
     Tel: 1 904 268 9999  room 233

3.nóv
Fékk mér morgunmat... hótelið var fullbókað af ráðstefnugestum babtista kirkna í Florida... ég passaði vel í hópinn og hefði alveg viljað vera með... en ég átti eftir að keyra í 3 tíma til Savannah...sækja gögnin og versla aðeins... og fara snemma að sofa... maraþon í hitabylgju á morgun. Verð í Savannah í 4 nætur.

     Days Inn Savannah airport.
     2500 Dean Forest Rd.Davannah GA 31408
     Tel (912) 966 5000 room 117

4.nóv... sjá byltur.blog.is fyrir maraþonið
Það var rosalega heitt í maraþoninu, ég fann á leiðinni á hótelið að ég var rosalega brennd eftir fötin (nuddsár) og þess vegna keypti ég mér hamborgara í lúgu á leiðinni svo ég þyrfti ekki að fara aftur út. 

5.nóv
Ég svaf ágætlega en var samt alltaf að vakna. Tímanum var seinkað um klst í nótt. Eftir morgunmat ákvað ég að fara í nokkrar búðir og taka hlaupafötin og skóna með mér í poka. Ég byrjaði í Target og Dollar Tree. Ég var síðan mætt í Daffin Park kl 11 til að fá stæði. Það er ótrúlegur fjöldi sem hleypur 5k daginn eftir til að fá REMIX-gítarinn. Hlaupið var ræst kl 1 og hitinn fór í 28°c. Mér gekk ágætlega. Fór í nokkrar búðir á eftir og borðaði á Golden Corral.

6.nóv
það er fárvirðri heima og öllu flugi var aflýst... ég er ekki viss hvort ég hefði komist heim ef ég hefði ætlað í dag. Ég er í stöðugu sambandi við Bíðara nr 1. Í dag er bara búðaráp á dagskrá og að pakka og vigta töskur. 

7.nóv
Heimferð í dag... Einkasonurinn á afmæli, 34 ára. Eftir morgunmatinn lagði ég af stað. Ég var 4 og hálfan tíma að keyra til Orlando... Auðvitað kíkti ég í Walmart á meðan ég beið eftir tímanum og svo borðaði ég á Golden Corral. skilaði bílnum. Ég var mætt á völlinn tveim tímum fyrir flug með allt dótið... ég þekkti nokkra í vélinni. flugið var um 7 tímar.

8.nóv 
Bíðarinn sótti mig á völlinn og ég lagði mig í 2 tíma áður en ég fór að vinna.

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband