Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Dýrt er Drottins orðið

Ég bara spyr... er þetta hægt, að vera að halda úti bloggsíðu og skrifa svo sjaldan að dagatalið til hliðar lítur út eins val á lottótölum...

BiblíanUndanfarið hafa verið heitar umræður um nýju Biblíuna bæði í guðfræðideildinni og annars staðar. 
Það er allt gott og blessað og Bók bókanna stefnir í metsölu.  Það er nú sennilega mjög langt síðan Biblían hefur verið söluhæst.... ég meina þegar hún hefur haft samkeppni við aðrar bækur. 

Erlendis er Biblían alltaf söluhæsta bókin, en við getum ekki jafnað því saman, þegar bókin er boðin á 99 sent í Walmart en kostar 6-8 þús. hér.  
Ég er sannfærð um það að ef Biblían væri ódýrari þá gæfum við fleirum hana og ættum sjálf fleiri. 


Hetjan laus við gifsin

með 3 prjónaÞað gerðist í vikunni að Adam Dagur
losnaði við gifsin og stálprjónana
sem voru í fótunum, eftir að hafa verið
með þau í nákvæmlega 7 vikur. 

Hvílík hetja,
prjónarnir voru dregnir út
án þess að hann væri deyfður.

Blá gifsFyrst var hann með blá gifs,
en svo þurfti að skipta,
vegna þess að hælarnir brotnuðu. 

Það er svo sniðugt að fá að velja sér lit,
hann valdi sér svört gifts Bandit

Þó Hetjan sé nú laus við gifsin,
verður hann að nota hjólastólinn
eitthvað lengur....
svört gifsÞað mun taka tíma að þjálfa sig aftur
að ganga .

En Adam verður kominn í fótboltann
áður en maður veit af.... 

Hann er svo duglegur strákur InLove

Áfram Adam...


Starfsvika í skólanum

námsbækur haust 2007Það hefur verið starfsvika þessa viku í guðfræðideildinni.... ég verð nú að segja að hún byrjaði vel hjá mér.  Smile 
Um síðustu helgi lá ég í ritgerð um bókina When Religion Become Evil.... og tókst bara ágætlega, sendi fyrirspurn til kennarans.... hef ekki fengið svar enn.

Á mánudeginum sleit ég í sundur milli ritgerða og málaði í skúrnum með Eddu.
Það veitir ekki af að halda sig við efnið,
við verðum báðar með sýningar í nóv. á Sjónarhóli.....  
Lína langsokkur verður ekki heima  Wink

Síðan byrjaði ég á stærri ritgerðinni, sem er nokkuð meiri vinna og get ekki gortað af meiru en að vera byrjuð á henni...Blush 

En... eins og maður segir.... það er ekki eftir, það sem er búið !


Til hamingju með afmælið

HeartHeartHeartHeartHeartHeart 
María MistInnilega til hamingju með daginn...

prinsessa2María Mist (6) á afmæli í dag 20 okt,
er orðin 6 ára og nýbyrjuð í skóla. 

Í dag fer hún með vinkonum sínum 
og gerir eitthvað spennandi,
sem er bara fyrir krakka.....

Gamla fólkið á koma í afmæli kl 2 á sunnudag.
Sjáumst þá,

Hafdís systir (48) á líka afmæli í dag.....
til hamingju með daginn systir ....


Hafdís í Róm

kertiHafdís systir skrapp til Rómar nú nýverið.  Hún skreppur ekki oft út fyrir landsteinana, ekki auðvelt þegar börnin eru sjö.  Ekki veit ég af hverju Róm varð fyrir valinu....

Minnist ég nú gamals brandara....
Ung hjón (kaþólikkar) komu til prestsins síns og báðu hann að biðja fyrir því að þau eignuðust barn.  Presturinn sagði að það væri lang áhrifaríkast að fara til Rómar og kveikja á bænakerti í kirkjunni þar.  Ungu hjónin gerðu það.  Ekki leið á löngu þar til börnin fóru að hlaðast niður. 

15 árum seinna átti presturinn leið fram hjá húsi hjónanna og ákvað að líta við.  Til dyra kom unglingsstúlka.  Eru foreldrar þínir heima spurði presturinn.  Nei, svaraði hún.  Þau fóru til Rómar, til að slökkva á einhverju helv.... kerti. 

Ég er bara að spá í hvort Hafdís hafi tekið slökkvitæki með sér ???


Til hamingju með afmælið

LovísaHeart Heimasætan á afmæli 17.okt

Innilega til hamingju með afmælið dúllan mín.

Heimasætan, Lovísa (22) vinnur á Amerikan Style, dag og nótt, til að safna peningum því hún er að fara í verslunarferð í Mall of Amerika

Býst við að hún þiggi dollara í afmælisgjöf.

100dollarar 
Til hamingju með daginn...


Til hamingju með afmælið

Árný

 

Heart Við óskum þér innilega til hamingju með daginn Árný (42) og vonum að þú eigir góðan dag, njótir hans og komandi helgar. 

Það er ekki langt fyrir okkur að fara ef við finnum bökunarlykt....

afm.kaka

 

Enn og aftur til hamingju með daginn 11.október


Til hamingju elsku Harpa mín

HarpaHeart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Næst elsta dóttirin er þrítug í dag 5.okt.

Innilega TIL HAMNINGJU með daginn og ég vona að hann verði þér eftirminnilegur. 

blöðrur

 

 

 

 

                                                                                                                     Ég man að þegar ég varð þrítug, var það mikli meiri þröskuldur en þegar ég varð fertug eða fimmtug.  Mér fannst 30 ár vera svo rosalegur aldur. 

Þess vegna hélt ég upp á afmælið mitt þegar ég varð 29 ára, og reyndar var heimasætan skírð þann dag.


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband