Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023

Ég hafði lent um miðnætti frá Bristol.. fór strax að sofa.. vaknaði síðan snemma til að pakka fyrir næstu ferð.. en við vorum keyrð í Kefl rétt eftir hádegið..

1.okt.. Við lentum eftir 8 tíma flug.. kl 19 að staðartíma í Denver, komumst fljótt og vel í gegnum eftirlitið, fengum bílinn og keyrðum um 110 mílur til Sterling.. ég hef sjaldan átt eins erfitt með að halda mér vakandi á keyrslunni..

2.okt.. Við kíktum í búðir í dag, ég sótti númerið fyrir næstu hlaup.. það var hlýtt úti, smá vindur og síðdegis komu nokkrir dropar..

3.okt.. 
Við lögðum af stað um 7 am.. enda 336 mílur (552 km) til Sundance WY.. Leiðin lá að mestu um sveitir, þar sem steikurnar voru á beit báðum megin við veginn.. Fengum rigningu á stöku stað, á köflum eða í grennd!!!Stoppuðum 2 - 3svar sinnum á leiðinni.. Maraþon hér á morgun.

4.okt.. Maraþon í Sundance WY.. hæð yfir sjávarmáli var yfir 1500m.. nánar um það á hinu blogginu... 

5.okt.. Okkar næst-elsta á afmæli í dag.. og hún hefur fengið kveðju frá okkur gömlu... Ég svaf óvenju lengi.. Hvílíkur lúxus að þurfa ekki að keyra langt eftir maraþon.. eða vakna um miðja nótt til að fara strax í annað.. ég á frí í 2 daga.. Það var stutt keyrsla í dag frá Sundance WY til Belle Fourche SD.. með viðkomu í Spearfish.. Við heimsóttum Center of the Nation miðstöðina og stóðum á landfræðilegri miðju USA í þriðja sinn á ævinni.. 

6.okt.. Ingvar bróðir hefði orðið sjötugur í dag, blessuð sé minning hans.. Við lögðum af stað um kl 7 frá Belle Fourche.. þá var 3ja stiga FROST.. ekki eftir neinu að bíða.. og við erum hvort sem er alltaf á kolvitlausum tíma.. ég keyrði í norður, út úr Suður Dakota, yfir horn af Wyoming og inn í Montana.. það var 3ja tíma keyrsla til Baker.. við stoppuðum lítið á leiðinni.. Steikur á beit á miklum sléttum og dádýr innan um.

Við hefðum getað tekið krók til Rapid City og kíkt á forsetana í fjallinu og Crazy horse.. en við höfum komið þangað 3svar.. það voru myndir af þeim á hótelinu.. eða tekið krók í hina áttina til Devils Tower en við höfum líka verið þar áður.. það er aldrei að vita hvað við gerum á leiðinni til Denver á sunnudag..

7.okt.. MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG.. Hæð yfir sjávarmáli 1000m, nánar um það á hlaupa-blogginu. Montana ✔️ 1 fylki eftir í 3ja hring um USA..

8.okt.. 
Við vöknuðum snemma og lögðum að stað til Denver kl 6:30.. enda 585 mílur þangað.. með útúrdúrum 610 mílur..(1000 km).. Á svona langri keyrslu er nauðsynlegt að stoppa öðru hverju.. taka myndir, teygja úr sér og borða.. dagurinn var sólríkur, nautasteikur og bambar á beit.. Devils Tower var á sínum stað.. Walmart og Golden Corrall.
Þegar við komum á hótelið fannst pöntunin ekki.. svo ég varð að hafa samband við Hotels.com það tók smá stund en þessu var kippt í liðinn..

9.okt.. Heimferðardagur.. við ákváðum að heimsækja Red Rocks Amphitheater einu sinni enn, það er alltaf jafn ólýsanlegt að koma þangað.. Síðan skiluðum við bílnum.. ég hafði keyrt 1.354 mílur eða 2.223 km.. Flug heim frá Denver er alltaf tiltölulega snemma að deginum.. og næturflug heim..

Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023

Mig hafði langað að fara í þessa ferð, en hélt ég kæmist ekki.. en svo kom lausnin upp í hendurnar á mér.. ég fór heim einum degi fyrr, svo ég kæmist il USA 1.okt..

Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í kórferð og aðeins í 3ja sinn á æfinni sem ég fer í hópferð.. Flugið var eldsnemma.. Við lentum á London Heathrow um hádegið, síðan tók við um 2ja tíma keyrsla til Bristol. Við tékkuðum okkur inn á The Grand.. Við Auður vorum saman í herbergi.. við fórum saman út að borða og sofnuðum snemma.. enda vöknuðum við um miðja nótt fyrir flugið..

28.sept.. Það var klst keyrsla til Cardiff höfuðborgar Wales.. en þar byrjuðum við á að finna kirkju til að kanna hljómburðinn þar.. Síðan splittaðist hópurinn í hinar ýmsu verslanir, kastala og fleira.. kl 17 var keyrt til baka, nú er að finna sér matsölustað.. Við Auður fórum með verslunina á hótelið, borðuðum á Diner.. og fengum okkur þennan flotta eftirrétt... 

29.sept.. Í dag var frjáls dagur.. Fann ekkert sem mig langaði í í Primark.. ráfaði um í einhverja klst.. kíkti á John Vesley, sem ég man eftir að hafa lesið um í guðfræðinni..
Við Auður fengum okkur snarl og fórum í St John.. The church on the wall.. en um kvöldið héldum við tónleika kl 19:30 í St Albans kirkju.. þeir tókust mjög vel og ágætis aðsókn.. við sungum síðan síðasta lagið með kór kirkjunnar.. 

30sept.. Í dag er heimferðardagur hjá mér.. Það tók mig 2 mín að pakka.. ég var búin að sigta út að taka lest Bristol - Heatrow kl 14.. en af því að það er sama hvar maður hangir.. þá rölti ég af stað kl 12.. Með útúrdúrum var ég ca hálftíma að ganga á lestarstöðina með töskuna í eftirdragi.. þar uppgötvaði ég að það var helmingi ódýrara að kaupa miðann á netinu.. svo ég gerði það..
Lestarstöðin og lestin hafa gestanet.. svo ég hélt mig vera í góðum málum..

Ferðin á flugvöllinn tók óvænta stefnu.. bara gaman að þessu eftir á, af því að ég hafði nógan tíma.. Ég sem sagt setti í leit að kaupa lestarmiða frá Bristol til Heathrow.. og kaupi hann á netinu á lestarstöðinni.. Síðan sýni ég verðinum miðann í símanum svo ég komist í gegnum hliðið og hún vísar mér á brautarpall 15.. 13:30 lestin (express) kom fljótlega og ég um borð.. Eftir um tveggja tíma ferð enda ég á Paddington station.. sem er endastöð..
Já, ég tala strax við starfsmann að mér hafi verið bent á rangan brautarpall.. mér er bent á að fara á næsta pall.. þar muni næsta lest koma og fara til Heathrow.. starfsmanninum þar fannst farið grunsamlega ódýrt.. og vildi skoða miðann betur.. þá hafði ég keypt miða í rútu.. Góðan daginn.. Þá tók ég Elizabeth Line.. borgarlínuna áfram.. já mín var bara búin að svindla sér með hraðlestinni..

Flugið heim var kl 22:30 og ég lenti um miðnætti heima..

Durham NC - Baltimore MD

Ég var með hugann heima á keyrslunni í dag... það er komið ár síðan pabbi dó... og mér finnst það enn svo ótrúlegt. Blessuð sé minning hans. 

Þá er heimferðin hafin, við keyrðum norður til Baltimore í dag. Veðrið var gott og ferðin gekk vel þangað til við fórum að nálgast Washington... þá fór allt að teppast um og gegnum borgirnar. Við stoppuðum í einu molli á miðri leið og teygðum úr okkur... og versluðum aðeins. 

Við keyrðum framhjá hinni risastóru og frægu byggingu Pentagon á leiðinni gegnum Washington DC. Þá eigum við bara eftir að sjá Hvíta húsið með eigin augum. Við sáum og gengum um nákvæma eftirlíkingu af forsetaskrifstofunni í Little Rock... í Clinton safninu fyrir nokkrum árum.

Það er algert KAOS í Baltimore núna... Ég fékk áríðandi skilaboð frá maraþoninu... 

BaltimoreIMPORTANT UPDATE: Due to the Orioles run to the American League Championship Series, all race day activities have been moved one hour earlier.
Additional changes may be necessary based on the results of the games.  Please read your Runners Handbook and Letter from the Race Director below. 

 

Ef liðið hérna kemst áfram... þá verður plan B sett í framkvæmd á meðan á hlaupinu stendur... því það byrjar og endar við The Stadium þar sem keppnin fer fram... 37 þús manns að hlaupa og annað eins að fylgjast með leiknum... maður minn hvað það verður mikil kássa á götunum. 

Quality Inn Downtown

110 Saint Paul Street
Baltimore, MD, US, 21202

  • Phone: (410) 637-3600    room 602

Albany NY - Manchester NH

Við tékkuðum okkur snemma út, fórum til Eddu og Emils og brenndum svo í vestur... að skoða Howe Caverns. Þetta var stór og mikill hellir en búið að sverfa alla kanta af honum og gera 2ja metra göngubraut inn eftir honum öllum... við fórum í bátsferð í hellinum en það sem heillaði mig mest var hring-spiral-sorfin göng sem við fórum í lokin... Þau voru sprungu einstigi fyrir meðal-grannt fólk og virkilega skemmtileg. 

Eftir hellaferðina keyrðum við í tæpa 5 klst til New Hamshire.... tékkuðum okkur inn á hótelið og skruppum í Walmart.

Super  8
2301 Brown Avenue, Manchester NH 03103
Phone : (603) 623-0883 room 318 


Síðasti dagurinn í Santa Barbara - í bili.

Santa Barbara 30.12.2013 019

Við sjáum nóg af óveðursfréttum, allt á kafi í snjó á austur-ströndinni, í Boston og New York, búið að fresta fleiri hundruð flugum... svo "flugurnar" bíða.
Hér er 20-25°c hiti og verið að slá grasið í garðinum.

Við erum búin að hafa það svo gott hérna, veðrið hefur verið óvenju gott miðað við árstíma, yfirleitt var ég í þunnri yfirflík þegar við gengum upp að strönd á haustin á fyrri árum, en nú dugar hlýrabolur. 

Jonna í

Við höfum notið hátíðisdaganna í rólegheitum og við höfum tvisvar keyrt til Oxnard og Camarillo. Í seinna skiptið kom Jonna með okkur og við heimsóttum Hrefnu í Camarillo.

Við  Lúlli kynntum Wal-mart fyrir Jonnu... Wal-martið sem hún hafði farið í einhverntíma á síðustu öld var eins og -hola-í-vegg- miðað við þetta. Við settum Jonnu beint í rafmagns-stólinn og hún þeyttist um alla búð Wink 

Nú er bara að pakka saman og vera tilbúin til brottfarar, því í fyrramálið keyrum við til Los Angeles. 

 


Keflavík - Orlando Florida

Þetta er í fyrsta sinn sem við systurnar förum erlendis saman. Það var ekki upphaflega planað, því ég ætlaði ein... en í ratleiknum í sumar ákváðu þær að koma með :D
Þetta er kannski bara byrjunin á einhverju meiru :)

Flugið hingað var óvenju langt, tók 8 og hálfan tíma... og ég búin að sjá allar bíómyndirnar mörgum sinnu í flugvélinni. Við vorum ekki komnar í bælið fyrr en tólf á staðartíma, kl 5 um morguninn heima...

Það var ekkert mál að vera 3 í herbergi... kostar ekkert meira... en við fengum síðasta herbergið með 2 rúmum.

Super 8
5900 American Way, International Drive
Orlando 32819
room 256


Kefl - Boston MA - Hartford CT

Gullið keyrði mig upp á flugvöll eh... Aldrei þessu vant þá ætlaði ég að sofa á leiðinni út, bjóst við að ég væri búin að sjá allar bíómyndirnar og líka að það væri rigning í Boston og leiðinlegt að keyra og þá er betra að hafa athyglina í lagi. 

Ekki gat ég sofnað svo ég byrjaði á tveimur nýjum myndum og hætti (þær voru leiðinlegar) svo við þær og horfði á I robot einu sinni enn :/

Lúxuskerran mín

Man ekki hvenær ég flaug síðast til Boston og nú er búið að breyta, allar bílaleigurnar eru komnar í eitt þjónustuhús... Það var ágætt því ég gleymdi mér fyrst og beið hjá Hertz en varð að færa mig til Budget. Ég fékk hvílíka LÚXUSKERRU, VÁ og ég naut mín í botn þegar ég keyrði þessar rúmar 100 mílur til Hartford í þessu bjarta og fína veðri... þó það væri kolniða-myrkur ;)

Við Lúlli höfum örugglega verið áður á þessari áttu. Ég man svo vel eftir henni frá því síðast. Ég hljóp þetta maraþon 2010 
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/1105178/


Super 8 Hartford

1.6 miles from destination

57 W Service Rd,  Hartford,  CT,  US ,  06120-150
Phone: 1-860-246-8888 room 147


Chadron NE - Scottsbluff NE - Cheyenne WY

Við pökkuðum sem mestu endanlega fyrir heimferðina og keyrðum til Scottsbluff. Við vorum frekar snemma í því og áttum ekki að fá herbergið fyrr en eftir 2-3 tíma. Við skruppum í mollið og eitthvað fleira og reyndum að finna einhverja matsölustaði. Síðan fengum við þá hugmynd að halda áfram svo við hefðum styttri keyrslu á flugvöllinn á morgun því við vitum í raun ekki hvort það verða tafir eða ófærur vegna flóðanna í Boulder og Ft Collins.

Við fengum að fara á netið í Lobbýinu og panta hótel áður en við afpöntuðum þetta og lögðum síðan af stað til Cheyenne sem er höfuðborgin í Wyoming.

Við höfum leitað að ákveðnum hlutum L E N G I en ekki fengið... við gerðum heiðarlega tilraun í Cheyenne en á morgun er síðasti séns.

Motel 6 - Cheyenne #291


1735 Westland Road
Cheyenne, WY 82001
(307) 635-6806  room 128

 


Bowman ND - Belle Fourche SD

Sjálfstýringin á í S-Dakota

Strax eftir maraþonið í Bowman N-Dakota, keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche S-Dakota. Vegurinn var teiknaður eftir langri reglustriku, beinn, beinn og meira beinn.

Í Belle Fourche reyndum við að finna hamborgarastað - eini staðurinn var Hardee´s  http://www.hardees.com/ og þar fengum við okkur borgara áður en við tékkuðum okkur inn á sexuna. Það er ekki um marga gististaði að velja í þessum bæ. Við verðum hér næstu 3 nætur.

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

Maraþonið í Belle Fourche var í garði rétt hjá hótelinu okkar. Þar var þjónustuhús sem þessi hlaupasería heitir eftir - Center of The Nation - og í garðinum er landfræðlega miðja Norður Ameríku. Ég var ekkert að lesa á þetta merki fyrr en ég tók eftir að það er eins og efsti verðlaunapeningurinn og sá að fólk var að mynda sig í gríð og erg ofan á miðpunktinum. 

Annars er þessi sexa ágæt, með innisundlaug, frítt net og gesta-þvottaherbergi. 

Motel 6 Belle Fourche
1815 5th Avenue
Belle Fourche, SD 57717
phone : (605) 892-6663 room 122


Spearfish SD - Bowman ND

Hótelið okkar í Spearfish var frábært... Við keyrðum 130 mílur hingað norður til Bowman eftir beinasta vegi ever, við hefðum getað fest stýrið og lagt okkur.

Bowman er lítill bær með ENGU. Þegar við spurðum um búðir sagðist kona keyra til Spearfish til að versla... vá, 130 mílur hvora leið.

Það góða er að hótelið er að þau ætla að hafa morgunmatinn kl 4:30 svo við fáum að borða fyrir hlaupið Smile 

SUPER 8 BOWMAN

408 3rd Ave SW, Bowman, ND 58623-0675 US 
phone: 1-701-523-5613     room 28 


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband