Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Er það í eitt skipti fyrir öll...

Mér er sama hvort klukkunni er seinkað, ef það er ætlunin að gera það EINU SINNI... ég er ekki fylgjandi klukkuhringli tvisvar á ári.


Afleiðingar af notkun nútíma lyfja verður að hugsa til enda...

Nældi mér í þetta hjá Björgu vinkonu:

Undanfarin ár hefur meira fé verið eytt í brjósta-stækkanir og Viagra en í rannsóknir á Alzheimer...
er því trúað að árið 2030 muni fjöldi fólks ráfa um með stór brjóst og standpínu án þess að muna til hvers....


Í upphafi skapaði Guð...

Biblían byrjar á þessum orðum... Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Það kemur vel til greina að þetta upphaf hafi verið löngu áður en önnur sköpun hófst. Hver erum við, að fella dóma um hvað tímanum leið. Það var ekki einu sinni búið að skapa ,,tímann."

Sköpunarsögurnar eru tvær og heimildakenning Wellhausens telur þær skrifaðar eftir að ríki Salómons klofnaði í tvennt. Wellhausen telur aðra söguna vera skrifaða í Norðurríkinu Efraím (E-heimild) og hina í Suðurríkinu Júda (J-heimild).
Telur hann að eftir að gyðingar hafi orðið land-og musterislausir, þ.e. eftir að bæði ríkin féllu þá hafi saga gyðinga verið fléttuð saman á einhverjum ákveðnum tíma. Vegna þess að gyðingar töldu textann heilagan mátti ekki breyta honum og gætir því nokkurs misræmis í textanum og oft tvær frásagnir af sama atburði.

Fyrri sköpunarsagan 1.Mós.1:1-2:4, fylgir E-heimild en hún notar nafnið Elóhím fyrir Guð. Í fyrri sköpunarsögunni lýkur Guð verki sínu með því að skapa manninn. Samkvæmt þeirri heimild heitir fjallið helga Hóreb, Jetro er tengdafaðir Móse (2.Mós 3:1) og íbúar fyrirheitna landsins eru Amorítar.

Síðari sköpunarsagan 1:Mós.2:5-3:24 fylgir J-heimild en þar er notað nafnið Jahve sem er þýtt Drottinn Guð. Í síðari sköpunarsögunni byrjar Guð á að skapa manninn og hann mótaði hann með eigin höndum. Samkvæmt heimildinni heitir fjallið helga Sínaí, í 4.Mós 10:29 heitir tengdafaðir Móse, Hóbab Regúelsson og samkvæmt J-heimild eru íbúar fyrirheitna landsins, Kanverjar.  

Sitthvort nafnið, Elóhím eða Jahve, yfir Guð er því skýringin á því hvers vegna stendur Guð eða Drottinn Guð amk í Mósebókunum.


Skikkja réttlætisins

Það er aðeins fyrir trú og algerlega undir Guði komið hvort hann miskunnar sér yfir okkur. Siðbótamaðurinn Marteinn Lúther kom með nokkuð einfalda mynd af þessari Guðs gjöf. Líking hans eða mynd hans, var sú að þegar við höfum tekið á móti Kristi og eftir að við höfum iðrast synda okkar, þá íklæði hann okkur skikkju réttlætisins.
Þegar Guð síðan horfir niður á okkur á degi dómsins, þá sér Guð skikkju Krists en ekki syndarann sem er undir henni. 

Lúther sagði að undir skikkjunni væri sami syndarinn og áður, syndin væri ekki horfin burt, hún væri enn til staðar... en Kristur væri búinn að breiða yfir hana. Hann er búinn að fyrirgefa okkur hana. Þannig útlistaði hann hvernig Kristur hafi íklætt okkur skikkju réttlætisins.
 Það er því stór munur á þessari tilgátu og því að telja, að fyrir réttlætingu af trú séum við hreinsuð af syndinni og þannig gerð syndlaus... aðeins Kristur er syndlaus... synd okkar er aðeins hulin. 


Siðbótamaðurinn, leggur ríka áherslu á að hver og einn verði að ,,glíma” eins og hann orðar það, sjálfur við Guð... það er, hver og einn verður að leita hans sjálfur, iðrast sjálfur og veita sjálfur skikkju réttlætisins viðtöku. Kristur er persónulegur frelsari þinn, hér koma engir milliliðir að gagni og hann veit allt um syndarann undir skikkjunni... en það er sama hve mikið við lesum og fræðumst um Jesú Krist, það er alltaf hægt að kynnast honum og náð hans BETUR.   


Þegar hjörtu okkar hafa meðtekið Krist sem frelsara okkar, þá fáum við löngun til góðra verka, til að bæta okkur og verða betri manneskjur. Það er allt annað, en að vinna verk til þess að frelsast... allt annað en að ætlast til að frelsast í staðinn fyrir verkið.
Guð þarfnast ekki verka okkar... en náungi okkar þarfnast þeirra. Guð vill að við þjónum og hjálpum hvort öðru... Séum hvort öðru styrkur, veitum hvort öðru skjól og verndum og verjum hvort annað. 

Við byggjum ekki kirkju fyrir Guð, hún er fyrir náungann svo að hann geti byggt upp samband við Guð, eins og við.  Guð á ekki bara heima í kirkjunni, hann er þar sem hann er boðinn velkominn, hann er alltaf með okkur, allsstaðar. 


Einn gárungi sagði... að Guð væri allsstaðar í heiminum... nema hjá páfanum í Róm... þar er hann með staðgengil.


Guðs ríki

Í Mark 9:1 segir Jesús við lærisveina sína. Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.
Lærisveinarnir töldu að þeir myndu lifa að sjá endurkomu Jesú en Jesús hefur verið að tala um úthellingu heilags anda á Hvítasunnudag. 
Í Lúk 17:20 spurðu farisear Jesú hvenær Guðsríki kæmi... og hann sagði: Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Getur verið að menn almennt hafi talið ,,Guðsríki" og ,,Himnaríki" vera hið sama... og þýðingarvandamál eða seinnitíma misskilningur hafi viðhaldið þessum misskilningi.
Páll segir í Róm. 14:17... Því ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
Og í 1.Kor 4:20 segir Páll... Því Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Það segja margir að þegar þeir opni hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu og taki við Jesú, þá breytist allt. Heimurinn er sá hinn sami, breytingin er innra með hverjum og einum. Við verðum nýjar manneskjur. Það má því segja að í þessari umbreytingu göngum við inn í Guðs ríki, þó við séum enn á jörðu.


Niðurstöður?

Meina þeir ekki síðustu ,,getgátur".

Geimurinn verður alltaf ráðgáta fyrir okkur og menn eru að geta sér til um ýmislegt. Nýjar ,,niðurstöður" segja okkur ekkert nema það að vísindamenn vita í raun ekkert fyrir víst... þetta eru allt getgátur... sem margir taka síðan sem heilögum sannleika.
mbl.is Vetrarbrautin sögð stærri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað voru vitringarnir margir?

maría með JesúÉg varpaði þessari spurningu fram, þegar við systur vorum að föndra jólakúlur um daginn.  Hvað voru vitringarnir margir? 

Ekki stóð á svörunum, allar sammála um að þeir hafi verið 3... og vitnuðu meira að segja í Biblíuna.

Matt 2:1
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
Matt 2:11
þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Það er oft þetta einfaldasta sem fellir okkur... Eitthvað sem við höfum bitið í okkur og myndum standa á því föstum fótum að væri rétt... en sannleikurinn er sá að tala vitringanna er hvergi nefnd - aftur á móti eru gjafirnar þrjár, gull, reykelsi og myrra.


Búin að skila :o)

Joyful  Joyful  Joyful
Kl. 11:25 að staðartíma afhenti ég Dr. Gunnlaugi A Jónssyni BA-ritgerðina mína.  Þetta er mikill áfangi fyrir mig.  Ritgerðin ber nafnið :

 

   Ísrael       


Hver er sagan og merkingin
bakvið nafnið í Biblíunni og hver er merkingin í hugum manna í dag?

Margra mánaða vinna er að baki og nú er bara að bíða og sjá.....  Halo

Slóðin að ritgerðinni: http://hdl.handle.net/1946/3340


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband