Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018

París 5 - 9.apríl 2018

5.apríl
Það leiðilegasta við Evrópuflug er hvað það er flogið snemma. Ég ætlaði að vakna kl 4:30 en Lúlli vaki mig rúmlega 4. Við eigum flug um kl 8. 

Það var allt tilbúið og við renndum suðureftir, geymdum bílinn á bílastæðinu og fengum okkur morgunmat á betri stofunni. Flogið var á réttum tíma og við lentum um kl 1 eh í París. 

Icelandair er í Terminal 1 en lestin niður í bæ er á brautarpalli 24 í terminal 3. Við skiptum síðan um lest og fórum með nr 1, út á Argentine og Marmotel var 30 metra frá lestartröppunum... og 2-300 metrar í Sigurbogann þar sem maraþonið byrjar á sunnudag. 

Í dag létum við okkur nægja að skoða nágrennið, Sigurbogann og búðirnar við götuna.

6.apríl
Við tókum lest í Eiffel turninn... ég bjóst við að við værum utan aðal ferðamannatímans og keypti því ekki forgang. Við vorum klst að komast að lyftunni upp. Við fórum fyrst upp á aðra hæð síðan upp í topp og stoppuðum svo á fyrstu hæð í bakaleiðinni. Við Svavar vorum hér í fyrra svo ég vissi hvert við áttum að fara. Það er ekki áberandi en á vissum stöðum er glergólf... það er ekki glært heldur filmað og margir fatta ekki að þeir standa á gleri fyrr en þeir líta beint niður. Ég tók vídeó af Lúlla þegar ég bað hann að líta niður og videóið er að fara sigurför um heiminn ;) Við fengum okkur að borða á veitingastað í turninum.

Frá Eiffel turninum fórum við með lest til Porte de Versailles að sækja gögnin fyrir hlaupið á sunnudag. Ég fann nafnið mitt á stóra veggnum, innan um nöfn 55 þús hlaupara... Við létum þetta nægja fyrir daginn í dag.

7.apríl
Eftirmorgunmat tókum við lestina í Louvre. Við fórum inn í safnið frá lestarstöðinni en þar sem Lúlli hefur ekki fætur í svona safn, skoðuðum við bara það sem var opið öllum. Þaðan fórum við með lest til Notre Dame. Þar sátum við hádegismessu með sakramenti þar sem við fengum oblátu en presturinn drakk vínið. Þegar við vorum á leiðinni til baka að lestarstöðinni byrjaði að dropa en það varð sem betur fer lítið úr rigningu. Við fengum okkur kvöldmat og síðan tók ég saman maraþondótið fyrir morgundaginn.

Hotel Marmotel Etoile,
34 avenue de la Grande Armee Paris 75017 France
Tel: 33014 763 5726


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband