Leita í fréttum mbl.is

Samfélagsþjónusta í sekt!

Það var tími til kominn að mótmælendur sem hafa unnið skemmdarverk, séu handteknir. Kröfur þeirra eru einmitt að aðrir séu látnir standa skil á gerðum sínum... ekki geta þeir talið sig undanskilda lögum.
Þeir sem geta mætt til að mótmæla á hinum og þessum stöðum og á öllum tímum... eru kanski atvinnulausir og geta því ekki borgað þær sektir sem þeir fá... þeim ætti að gefast kostur á að vinna sektina af sér með samfélagsþjónustu.  Það er ekkert nema mannbætandi.

Það væri hægt að nota þá til að þvo byggingar sem hafa orðið fyrir ,,aðkasti" og svo vantar lögreglunni aðstoð við að halda aftur af ,,óróaseggjum"


mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þeir sem geta mætt til að mótmæla á hinum og þessum stöðum og á öllum tímum... eru kanNski atvinnulausir og geta því ekki borgað þær sektir sem þeir fá... þeim ætti að gefast kostur á að vinna sektina af sér með samfélagsþjónustu.

Þú ættir kannski að skoða af hverju þeir eru atvinnulausir. Hverjum er um að kenna?

Er það kannski spilltum stjórnmálamönnum og eftirlitsaðilum sem gleymdu sér á vaktinni í kokteilboðum útrásarvíkinganna.  Akkúrat þeir sem mótmælendurnir eru að mótmæla.

Svona yfirlætissemi og hroki gagnvart fólki sem kannski er búið að missa allt, á fjölskyldumeðlim sem kannski hefur misst allt sitt í bankahruninu.

Ég styð ekki ofbeldi, en mótmælin gegn ríkisvaldinu spillta, hafa minn stuðning 100%.

ThoR-E, 13.1.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: ThoR-E

"Svona yfirlætissemi og hroki gagnvart fólki sem kannski er búið að missa allt, á fjölskyldumeðlim sem kannski hefur misst allt sitt í bankahruninu er leiðinlegt að horfa upp á."

Átti þetta að vera.

ThoR-E, 13.1.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Ace,
Ég styð líka friðsamleg mótmæli 100%... spurningin er þá : ef maður á einhvern sem hefur misst eigur sínar, fær maður þá leyfi til að eyðileggja eigur annarra...
Ef það er hroki og yfirlæti að hafa þá skoðun að þeir sem standa fyrir skemmdarverkum eigi að taka afleiðingum gerða sinna, þá verð ég að játa á mig þá sök.

Bryndís Svavarsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband