Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Komin til Albert Lea, Minnisota

Við keyrðum í gær frá Omah. Ætluðum bara til Des Moines, sem er höfuðborg Iowa. Keyrðum I-80 frá Omaha og þegar við komum að borginni lá þjóðvegurinn í kringum borgina... öll exit-in voru vinstra megin sem er óvenjulegt og umferðin svo mikil að við eiginlega misstum af þeim. Við fengum okkur sexu... og þar af leiðandi var ekkert internet Woundering 
Hvernig fórum við að hérna einu sinni  Gasp  Tölvulaus og allt Crying

Staðurinn og netleysið var ekki nógu spennandi til að vera þarna lengur. Þess vegna héldum við áfram áleiðis til Minneapolis.

Við erum núna á Countryside Inn Motel, 2102 Main Street, Albert Lea  MN.
Síminn er 507 373-2446 ... room 36

Við erum ekki búin að ákveða hvort við höldum áfram ferðinni á morgun eða verðum lengur.

Það kólnar eftir því sem við förum norðar... við neyðumst til að fara í síðbuxur, sokka og peysu... amk á kvöldin...


Ekkert nema dýrð og dásemd

Það er svo skrítið  Woundering
Við ferðumst ekki án þess að ég hlaupi maraþon um leið... þannig að allar ferðir miðast við það... Markmiðið er maraþon - en svo er ég alltaf svo fegin þegar hvert hlaup er afstaðið  Woundering

íkorni á hlaupumÍ morgun hljóp ég mitt 91. maraþon, en ef ég teldi þau eins og kaninn gerir, þá hefði þetta maraþon verið mitt hundraðasta.  Þeir telja hvert Ultra-maraþon sem eitt maraþon og ég er búin að hlaupa Laugaveginn 9 sinnum. 

Reglurnar eru skýrar, ég gæti t.d. ekki talið Þingstaðahlaupið með... þ.e. frá Valhöll á þingvöllum í Alþingishúsið (50km) þar sem það er ekki eftir viðurkenndum stöðlum.

Engispretta í OmahaTilgangi ferðarinnar til Omaha er sem sagt náð Wink 
Omaha er höfuðborg Nebraska, mikill hávaði frá umferðinni og NÁTTÚRUNNI... það er ótrúlegur hávaði frá náttúrunni. 
Hávaðinn kemur frá engisprettum, sem eru vaðandi út um allt og Lúlli stóðst ekki að mynda eina og litla sæta íkornann sem var að hlaupa að bílnum okkar. 


Týri tengdasonur fertugur

Týri tengdasonurKissing  Kissing  Kissing  Kissing  X 10 = 40

Týri tengdasonur er fertugur í dag 27.sept. rós     








Innilegar hamingju óskir með daginn kæri tengdasonur.
Megi Guð og gæfan vera með þér og þínum.

Vonum að dagurinn verði þér góður í minningunni, sendum þér bestu kveðjur frá Omaha í Nebraska.
Kossar og knús þegar við komum heim aftur. 

Tengdó

Vondur heimur!

Við segjum svo oft að við lifum í vondum heimi... gæðum hans sé misskipt og margir lifi ,,í helvíti" á jörðu. Vissulega er það rétt... meiripartur jarðarbúa býr við afar léleg kjör - því miður... en spurningin er..... er þá heimurinn vondur... Heimurinn var góð sköpun. 
Fimm sinnum í sköpunarferlinu segir Guð að sköpunarverk hans sé gott og að síðustu er það harla gott.

1Mós 1:31a   Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Heimurinn sjálfur er enn góður, af honum höfum við allt sem við þurfum, gæði jarðarinnar halda lífinu í okkur... aftur á móti eru ill öfl í heiminum sem aftra því að allir geti lifað af þessum gæðum. Þessi öfl er ekki heimurinn sjálfur - heldur eru þau í heiminum. Sköpunin var og er góð, maðurinn er vondur sbr. orð Jesú:

Mark 10:18 og Lúk 18:19   Jesús sagði við hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.


Hvaðan kemur nafnið Lúsífer?

Jes. 14:12 segir: Hversu ert þú hröpuð af himni árborna morgunstjarna.
Jesaja er að spá fyrir falli Babýlon þegar hann segir þetta og af þessum orðum er farið að kalla þennan fallna engil Lúsifer eða ljósengilinn

Í Vulgötu (latnesk þýðing Biblíunnar) þýðir nafnið Lúsífer morgunstjarna og menn lásu þessa vers hjá Jesaja í samhengi við orð Jesú er hann sagði í Lúk 10:18 ,,ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu." Af þessu fóru menn að trúa því að nafn Satans fyrir fallið hafi verið Lúsífer og að hann hafi verið hæstur engla. (námsefni Fimmbókaritið hjá GAJ) 

Oft erum við að lesa hitt og þetta inn í texta... úr verða tilgátur sem síðar er farið með sem heilagan sannleika. Nafnið Satan kemur einungis fyrir í 3 ritum Gt... í 1.Kronikubók, Job og Sakaría.  Í Jobsbók og Sakaría er hann ákærandi og egnandi til illinda í 1.Kron.

Sá texti sem oftast er litið til, þó nafn engilsins komi hvergi fram, þegar talað er um fall Satans af himni er Esekíel 28:12-15

-12- Mannsson, hef upp harmljóð yfir konunginum í Týrus og seg við hann: Svo segir Drottinn Guð: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! -13- Þú varst í Eden, aldingarði Guðs, þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karneól, tópas, jaspis, krýsolít, sjóam, onýx, safír, karbunkul, smaragð, og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli. Daginn, sem þú varst skapaður, var það búið til. -14- Ég hafði skipað þig verndar-kerúb, þú varst á hinu heilaga goðafjalli, þú gekkst innan um glóandi steina.  -15- Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjón fannst hjá þér. 

-17- Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.

Textinn gefur ekki til kynna að Ljósengillinn Lúsífer hafi verið skapaður fremri öðrum englum, þ.e. með meira vit... en hann hafði verið settur framar, sem verndar-kerúb og hann ofmiklaðist af því, hrokaðist upp við upphefðina... við segjum það oft um fræga fólkið... það höndlaði ekki frægðina, kanski var það þannig með hinn fallna engil.


Paradís

Síðasta vor var ég í Fimmbókaritinu hjá Dr. Gunnlaugi A Jónssyni sem hefur gríðarlega þekkingu á efninu og deildi með nemendum miklum fróðleik. Var þar margt sem kom manni gersamlega á óvart. Eitt af því var orðið Paradís.
Orðið Paradís kemur ekki fyrir í fyrstu köflum 1. Mós.... það kemur reyndar aðeins 3svar fyrir í hvoru testamenti,  í Nt.  Lúk 23:43, 2.Kor 12:4, Op 2:7 og Neh. 2:8, Préd. 2:5, Ljóðalj. 4:43 í Gt.

Sjötíumannaritið, LXX (grísk þýðing Gt)
 notaði hugtakið paradeisos  í þýðingu sinni... og er það talin ástæða þess að vissir hópar gyðinga (t.d. Fíló) fóru að telja nafnið vera hið rétta nafn Eden-garðsins.

Gyðingar trúðu ekki á líf eftir dauðann, en eftir að þeir tóku að trúa á að til væri dvalarstaður fyrir réttláta eftir dauðann töldu þeir Eden vera þann stað og notuðu síðar nafnið paradeisos yfir hann. Uppruna orðsins má rekja til persneska orðsins pariridaeza, í hebreskri orðmynd kemur það eins og áður hefur komið fram, 3svar í Gt.  Í öllum tilefllum er orðið notað í hlutlausri merkingu yfir garð. 

Þessi breyting hjá gyðingum átti sér stað eftir Krist og samræmist merkingunni hjá kristnum, þ.e. að Paradís sé dvalarstaður réttlátra eftir dauðann.


Happdrættisvinningar

Undanfarinn mánuð hefur bókstaflega rignt inn á gmailið mitt tilkynningum um vinninga í Bretlandi. Fyrst vann ég 500.000 pund, síðan 1 milljón punda og nú síðast var upphæðin komin í 1,5 milljónir punda.  Alltaf var það nýtt og nýtt fyrirtæki sem sendi póstinn.
Ég eyddi póstinum jafnóðum, því einhver var búinn að vara við að opna hann, því það eitt gæti þýtt undirskrift um greiðslu á einhverjum gjöldum. 

Síðasta póstinum fylgdi viðvörun á íslensku að um svindl gæti verið að ræða.

Opnið athugasemdirnar og sjáið..... þar hef ég safnað saman þeim vinningum sem komu eftir bloggfærsluna.


mbl.is Svindl á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þett´ er lífið :o)

Við erum komin til Omaha Nebraska. Áttum pantaða áttu en afpöntuðum hana, okkur leist betur á Travelodge... þeir hafa sundlaug og heitan pott Joyful verðum hérna í 5 nætur.

Travelodge 7101 Grover Street, Omaha, NE 68106 US, sími 402-391-5757 herbergi 510.... ef einhver þarf að ná í okkur.

Við höfum allar búðirnar við hendina, í götunni... Joyful og Old Country Buffet í seilingarfjarlægð. Við borðuðum þar, fórum í heita pottinn og slöppuðum af á eftir... Þetta er lífið Kissing


Frá Sioux Falls S-Dakota til Omaha Nebraska

Við erum búin að vera hér 3 nætur og nú höldum við áfram suður. Næsti áfangastaður er Omaha í Nebraska. Nýtt fylki fyrir okkur. Við munum keyra framhjá eða gegnum Sioux City, þar sem ég hljóp Lewis & Clark Marathonið fyrir 3 árum. Við eigum góðar minningar þaðan. Þeim fannst svo merkilegt að ég kæmi alla leið frá Íslandi til að hlaupa þar að einhver blaðamaður tók viðtal við mig.

Það eru ca. 200 mílur til Omaha og ekkert annað að gera en að drífa sig af stað.


Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Ég var að vafra um á vefsvæði Háskóla Íslands í morgun... var að athuga hvort ég væri komin með einkunn fyrir ritgerðina mína og rakst þá á þetta skondna svar við spurningunni ,,Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?"

http://visindavefur.is/?id=14579  Þetta er vel þess virði að kíkja á... en fyrir þá sem nenna ekki að fletta greininni upp... kemur eftirfarandi úrklippa:

...kom í ljós að rifbeinin eru ekki öll eins heldur eru þau dregin í þrjá dilka. Sumir héldu því þá fram að í raun væru ráðin aðeins þrjú en það hefði þýtt að ráðin hefðu verið skorin mjög við trog miðað við fyrstu niðurstöður.

Svo ekkert sé dregið undan skal þess getið hér að allir limir anatómíudeildarinnar sættust á eftirfarandi lausn, enda ekki við hæfi Vísindavefsins að skera niðurstöðurnar við nögl: Ráðin eru alls 24 eins og fyrstu niðurstöður bentu til en þau skiptast í þrjá flokka, jafnmarga og dilkarnir eða trogin sem rifin raðast í:

  • Fyrstu sjö rifbeinapörin kallast heilrif á íslensku (e. true ribs). Af því er orðið heillaráð augljóslega dregið. Heillaráðin eru þess vegna fjórtán.
  • Næstu þrjú rif kallast skammrif (e. false rib) og ráðin undir þeim eru öllu lakari en hin fyrri, enda bara skammgóður vermir. Skammsýnir menn beita þessum ráðum skammlaust og þeim fylgir líka böggull.
  • Síðustu tvö pörin eru smærri en hin og kallast lausarif. Óráð er að taka þessum ráðum einhverjum lausatökum því að þá eiga menn á hættu að verða lauslátir, lausholda, og lausir í rásinni. Lausmælgi er einnig fylgifiskur ráða undan lausarifjunum og þau geta valdið því að mönnum verður laus höndin eins og nú tíðkast og er rifjað upp á hverjum degi í kaldrifjuðum fjölmiðlum.

Við erum bara að spá í rifjasteik í kvöld... Wink


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband