Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Eagle River Alaska - heim

Við höfum verið nærri 4 vikur á ferðalagi um Usa. Við byrjuðum í Denver... flugum þaðan til San Diego, keyrðum til Santa Barbara og heimsóttum yndislegu frænku mína Jonnu. þaðan keyrðum við til Las Vegas, Grand Canyon, Tusayan, Williams Arizona og aftur til Las Vegas.

Við flugum til Seattle, vorum þar í viku og flugum þaðan til Anchorage í Alaska.

Ég hljóp 3 maraþon, í San Diego, Seattle og Anchorage. Ferðin tókst í alla staði mjög vel en óneitanlega var sorglegt og við slegin að fá þrjár andlátsfréttir í ferðinni og allar í sömu vikunni.


Seattle WA - Anchorage Alaska

Við vorum viku í Seattle, frá föstudegi til föstudags. Ég hljóp R´N´R Seattle Maraþonið á laugardeginum en vikan fór síðan að mestu í búðarráp. 

Á þessari viku fengum við þrjár andlátsfregnir. Joe dó á föstudegi 12.júní, Billi á sunnudeginum 14.júní og Guðrún Ásgeirs á miðvikudegi, 17.júní... við vorum slegin yfir þessu og sendum samúðarkveðjur í gegnum netið til allra aðstandenda. 

19.júní
Við borðuðum morgunmat snemma í morgun til að hafa tímann fyrir okkur, flugvöllurinn hér er nokkuð stór, og lestar a milli terminala. Við vorum bara á þægilegu róli... um leið og við skiluðum bílnum var komin hellirigning.

Við flugum með Alaska Airlines til Anchorage kl.11:40, flugið tók rúma 3 tíma.
Eins og síðast þegar við vorum hérna þá inniheldur Garmurinn okkar ekki Alaska... en við vorum svo heppin að fá bíl með innbyggðu gps.

Microtel Inn and Suites 
13049 Old Glen Highway Eagle River, AK 99577
Phone: 907-622-6000 room: 321


Las Vegas NV - Seattle WA

Við þurftum að vakna snemma, vera búin að koma dótinu út í bíl og tilbúin í morgunmat kl 7am. Morgunmaturinn var frábær eins og venjulega og við vorum búin að tékka okkur út og lögð af stað kl 8:30. Fox er aðeins útúr, en við vorum komin í flugstöðina kl 9

Við áttum flug kl 11 til Seattle en það tók 2 tíma og 15 mín og það er sama tímabelti hér. Við tékkuðum okkur fyrst inn á hótelið og fórum síðan að ná í gögnin fyrir maraþonið á morgun. Þá var Walmart næsti viðkomustaður, byrgja sig upp af vatni og kaupa morgunmat fyrir hlaupið.

Fyrstu fréttir þegar ég opnaði tölvuna, voru að Joe hennar Lilju hefði dáið á meðan við flugum til Seattle. Við vorum slegin og hefðum svo sannarlega viljað hafa verið enn í Vegas til að votta samúð okkar í eigin persónu. Við sendum Lilju, Diane og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Skyway Inn Seatac
20045 International Blvd. Seatac 98198 WA 
phone: (206) 878-3310 room 151


Las Vegas Nevada

11.júní, fimmtudagur
Við höfum verið í Vegas síðan á mánudag. Hitinn hefur verið frá 36°c til 41°c. Það hefur aðeins verið skýjað stundum og það hefur bjargað okkur frá því að grillast. Svo er hitinn hérna er þurrari svo hann virkar ekki mollukenndur. 

Við heimsóttum Lilju á Sommerlin sjúkrahúsið og biðum með henni og Diane meðan Joe var í aðgerð á þriðjudaginn og í gær heimsóttum við þau bæði á spítalann. Læknirinn kíkti á Joe á meðan við vorum þar og hún var ánægð með batann... allt í áttina, sagði hún.

Í dag kíktum við á Las Vegas Blvd... The Strip og horfðum á vatnsorgelið spila þó við höfum séð það nokkrum sinnum áður og við keyrðum líka að Vegas skiltinu... skiltið er alltaf eins EN VIÐ BREYTUMST... haha

Á morgun fljúgum við til Seattle.


Williams AZ - Grand Canyon west, Skywalk - Hoover Dam - Las Vegas NV

8.júní
Sexurnar eru aldrei með morgunmat svo við lögðum snemma af stað. Það var svo sem full dagskrá hjá okkur. Við vorum búin að ákveða að fara á verndarsvæði indíana, Grand Canyon west og ganga SKYWALK... og ganga eftir Hoover Dam brúnni.

Ég hljóp Grand Canyon Maraþonið í okt 2002 á þessu svæði og hvílíkt hvað svæðið var breytt... Ferðamennskan og græðgin var ótrúleg - allt gert til að plokka ferðamanninn...

Aðgangurinn 100 usd var rán-um-hábjartan-dag og það kostaði að auki 30 usd á mann að ganga SKYWALK... Í Tusayan borguðum við 30 usd samtals fyrir okkur bæði, þar voru 11 eða 12 frábærir útsýnisstaðir og passinn gilti í viku. Það eru 240 mílur á milli þessara tveggja staða við Grand Canyon.

Svæðið er í einkaeigu indíánanna, rúta keyrði okkur á TVO útsýnisstaði og Skywalk var á öðrum þeirra. Maður sá varla landslagið fyrir fólksfjöldanum. Við urðum fyrir gífurlegum vonbrigðum að það skyldi vera bannað að taka myndavélina/símann sinn með sér í Skywalk en það var auðvitað bara til að þeir gætu selt okkur myndir.
ÉG RÁÐLEGG FÓLKI AÐ FARA FREKAR TIL TUSAYAN.

Á leiðinni til baka ákváðum við að ganga loksins upp á nýju brúna við Hoover Dam og mynda stífluna. Við erum búin að koma svo oft í Hoover Dam, bæði áður en nýja brúin kom, á meðan  hún var í byggingu og eftir að hún komst í gagnið en við höfðum ekki enn labbað eftir henni. Hitinn var um 100°F þegar við vorum þar... en eins og við vissum var útsýnið frábært.

Þaðan keyrðum við til Las Vegas á uppáhaldshótelið okkar þar. Hér verðum við fram á föstudag. 

Palace Station Hotel,
2411 W Sahara Ave, Las Vegas 89102 Nevada,
phone: 702-367-2411 room: 9017


Tusayan - Grand Canyon - Williams AZ

7.júní  

Við tókum daginn snemma... Dagur 2 í Grand Canyon. Ég hélt í gær að ég hafi snúið kortinu öfugt... en NEI, mín snéri því rétt... Leiðin sem leit út fyrir að vera miklu lengri er í raun styttri. Hún hefur 3 viðkomustaði en það voru sýndar 20 mílur í viðbót sem maður verður að keyra sjálfur. Við ætlum ekki að gera það því við skildum bílinn eftir niðri í bæ.

Upphaflega, þegar ferðin var keypt í ágúst í fyrra, var ætlaði ég að ganga Kaibab trail, en ég er ekki búin að ná mér í fætinum og búin að ákveða að sleppa göngunni. Í dag ákvað ég að fara niður hluta af leiðinni og skoða sem flest í sambandi við gönguna sem ég er ákveðin í að fara í á næsta ári.

Ég gekk niður um 500metra lækkun á The Bright Angel trail sem er endirinn og skoðaði niðurgönguna Kaibab-megin. Þegar við vorum búin að stoppa og mynda á öllum stoppustöðum við gilið, tókum við rútuna í bæinn og keyrðum um 50 mílur til Williams þar sem við gistum í nótt. Williams er sögufrægur bær.  Route 66 liggur í gegnum hann og í stórum boga yfir hann stendur “Gateway to the Grand Canyon” héðan er hægt að taka lest upp í Grand Canyon.

Motel 6 831 West Route 66, Williams (Arizona), AZ 86046, Williams West.
phone: 928-635-9000 room 118


Las Vegas NV - Tusayan - Grand Canyon AZ

6.júní
Það var ekki morgunmatur á Mardi Gras svo við tékkuðum okkur út um kl.7 og skelltum okkur á buffetið á Palace Station - það er í uppáhaldi hjá okkur. Við vorum búin að borða og lögð af stað til Tusayan  AZ kl 8:30. Þetta var löng keyrsla en umferðin var þokkaleg. Við stoppuðum ekkert á leiðinni og komin á hótelið rétt eftir hádegið.

Við gátum keypt okkur passa í þjóðgarðinn í lobby-inu. Við skoðuðum kortið og sáum ferðir í báðar áttir frá bílastæðunum við Grand Canyon og ákváðum að fara styttri leiðina (til vinstri) í dag. Passanum fylgdu fríar rútuferðir á staðinn svo við hoppuðum bara um borð. Þegar við komum upp eftir var okkur rétt nýtt kort og við tókum "vinstri leiðina"  þessa styttri.

Kerfið er þannig að maður notar rúturnar á útsýnisstaðina og hoppar af og á eftir eigin vali... við gengum á milli tveggja staða þar sem var stutt. Við vorum mjög heppin með veður - glampandi sól og smá vindur sumstaðar.

Það er EKKI hægt að lýsa Grand Canyon... og myndirnar ná EKKI að segja helminginn. Við vorum hálfnuð með leiðina okkar í dag - þegar við áttuðum okkur á að við vorum að fara lengri hringinn... kortið snéri öfugt við fyrra kortið okkar. haha

Red Feather Lodge, 
300 State Route 64, Tusayan (Arizona), AZ 86023,
phone:     room:4134      


Santa Barbara - Las Vegas

4.júní
Við höfum verið í dekri hjá Jonnu í 3 daga og um, hádegið kom að brottför. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en hjá því var ekki komist. Takk innilega fyrir okkur Jonna okkar og Matti "bless í bili"

Það eru um 380 mílur til Vegas og við lentum í tveim tímafrekum umferðartöfum á leiðinni og komum ekki til Vegas fyrr en um kl 9 pm. og upp á herbergi hálftíma seinna. Hér verðum við í 2 daga áður en við förum í Grand Canyon. 

Mardi Gras Hotel & Casino
3500 Paradise Road Las Vegas NV 89169
phone:702-731-2020 room 2120
http://www.mardigrasinn.com/ 


San Diego - Santa Barbara

31.maí
Ég fór um miðja nótt og hljóp. Lúlli varð eftir á hótelinu enda er fyrirkomulagið á hlaupinu þannig að það er best fyrir hann. Síðast þegar ég hljóp hérna vorum við á öðru hóteli hérna í götunni og þá beið Lúlli líka á hótelinu á meðan ég hljóp.

Eftir R´N´R San Diego maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum beint til Jonnu okkar. Það er 4-5 tíma keyrsla til Santa Barbara og við komum um kl 8 um kvöldið.

Ó hvað það var gott að hitta Jonnu okkar og Matta sem á ógurlega bágt núna því hann er með húðkrabbamein grey kisan.... en þetta verða dásamlegir dagar hérna hjá kærum vinum okkar.

...............

1.júní
Við getum ekki heimsótt Santa Barbara án þess að kyssa ströndina. Við gengum “upp” að strönd í morgun. Það var skýjað og aðeins kalt ca 15°c

Eftir hádegið fórum við aðeins á rúntinn en annars er þetta bara afslöppun. Við fórum með Jonnu í Costco, versluðum vítamín og keyptum stóran, safaríkan steiktan kjúkling til að borða í kvöldmat. Eftir matinn gripum við aðeins í spil... UNO UNO


Denver - Las Vegas - San Diego

30.maí 2015
Við gistum á flughóteli, sem þýðir að morgunmaturinn er frá kl 4:30 am... auðvitað kom það sér vel fyrir okkur því við erum á kolvitlausum tíma.
Við höfðum pantað skutlu á flugvöllinn kl 9:15 og það veitti ekkert af tímanum til að ná flugi kl 12 á hádegi. Nú innrita sig allir inn í vélum og það þýðir biðröð við vél... svo var mikið að gera í öryggisleitinni og þaðan fórum við í lest í okkar terminal.

Við flugum með Spirit... í  fyrsta sinn (sem við ætlum að forðast í framtíðinni) Við flugum fyrst til Las Vegas, skiptum um vél og flugum svo til San Diego. Við fengum bílinn hjá Fox og þaðan lá leiðin til að sækja gögnin fyrir maraþonið.

Ég verð að viðurkenna að ég var orðin mjög stressuð... af því að fá ekki bílastæði og vera föst í bílaröð við Convention Center. Það endaði með því að þegar ég var búin að borga okkur inn í bílastæðahúsið – þá tók Lúlli við bílnum og ég hljóp að ná í númerið. Það mátti varla tæpara standa – ég náði inn korter fyrir lokun, fékk númerið, keypti mér bílastæði og rútumiða fyrir hlaupið og fór út án þess að geta skoðað mig neitt um.

Næsta skref var að koma sér á hótelið og græja sig fyrir nóttina.

Super 8, Sea World Zoo Aria,
445 Hotel Circle South, Mission Valley San Diego CA 92108
phone: 619-692-1288


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband