Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Dagur 5, Cocoa Beach 29.11.2014

race6449-logo.bsZWxvVið tróðum öllum töskunum inn í bílinn og keyrðum til Cocoa Beach. Við byrjuðum á að sækja númerin okkar og tékkuðum okkur inn á Days Inn á Atlantic Ave. Það er sól og frábært veður svo við ætlum að kyssa ströndina aðeins. 

Days Inn 
5500 North Atlantic Ave, A1A & Atlantic Ave, Cocoa Beach, FL 32931 US

Room 138




Dagur 4 í Orlando, 28.11.2014

BLACK FRIDAY

Dagur 4 í Orlando, 28.11.2014Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum staðið okkur vel í dag... við fórum að sofa um 10 leytið í gærkvöldi... vöknuðum síðan kl 2:30am og fórum í útsöluþorpið... og komum aðeins við budduna. Síðan fórum við heim á hótel og lögðum okkur aðeins áður en við fórum í morgunmat.

Eftir morgunmatinn héldum við áfram og fórum þá í mollin til að athuga hvort það væri eitthvað eftir í þeim... ÓJÁ og við redduðum því. Við fengum okkur síðan kvöldmat áður en við fórum heim á hótel og pökkuðum flestu því við skiptum um hótel á morgun.


Dagur 3 í Orlando, 27.11.2014

THANKSGIVING... eitthvað af búðum lokaðar en flestar opnar í PREMIUM OUTLET á International Drive. VIÐ ÞANGAÐ og vorum þar allan daginn... Við vorum ekki þær einu. 

Dagur 3 í Orlando, 27.11.2014Við gátum verslað svolítið... orðnar eins og jólatré þegar við hættum um kl 6... samt fengum við að geyma góss til miðnættis í einni búð, en þá fer verðið niður á gólf.

Á heimleiðinni komum við við í Best Buy. Þar var verið að opna og löng biðröð til að komast inn og önnur eins til að borga á kassanum.


Dagur 2 í Orlando, 26.11.2014

Dagur 2 í Orlando 26.11.2014Verslunartörnin í dag spannaði 12 klst... við byrjuðum á uppáhaldsbúðunum okkar og enduðum í Outdoor World... þá var þetta líka orðið gott.

Eins og sést á myndinni, var ekki slegið slöku við í dag og Edda keypti tösku í ROSS. Við borðuðum á Golden Corrall um 4 leytið. Margar búðir byrjuðu með afsláttinn í dag en Thanksgiving er á morgun... Þá byrjar fjörið fyrir alvöru.


Dagur 1 í Orlando

Pakkar í Orlando 25.11.2014

Við sváfum nokkuð vel... samt ótrúlega tímalausar... vöknuðum eldsnemma og vorum komnar í morgunmat rúmlega sjö og sóttum pakkana sem vorum pantaðir á netinu og sendir á hótelið...
Þurftum að hjálpast að að bera þá alla í herbergið.

Berghildur tók myndina og setti á Facebook og ég stal henni þar... þið þurfið að lesa athugasemdina með henni... haha ENNNNNN
hva... það er verið að bjarga mömmu frá "leitarstarfi" í búðunum.

Það voru þrumur, eldingar og úrhellis-ausandi-skýfalls-rigning í morgun þegar við byrjuðum að versla... Veðrið var svipað og í síðasta rigningarhlaupi.

Dagur 1 í Orlando 25.11.2014Við vorum nokkuð duglegar... og LANGUR DAGUR og eftir daginn var verslun dagsins mynduð á rúminu.


Keflavik - Orlando 24.11.2014

Þessi síða er að verða ferða-blogg-síða. Ég hef lítið sem ekkert skrifað hér nema þegar ég ferðast. Við systur erum í systra-ferð í Orlando - með Thanksgiving, BlackFriday og Space Coast Marathon sem primary goal.

Við fórum á loft frá Keflavík 5:15 og flugtíminn var 8 klst og 20 mín... seinkun upp á hálftíma vegna mótvinds. Það voru nokkrar ,,nýjar" myndir í skemmtikerfinu en ég átti í mesta basli með skjáinn minn - hann var bilaður.

Við fengum ágætis bíl hjá Thrifty og skelltum okkur á áttuna sem við vorum líka á í fyrra. Klukkan er 4:45 á íslenskum tíma núna... og tími til að fara að sofa. 

Super 8 International Drive
5900 American Way, Orlando 32819 Florida

room 146... síðan 137... og aftur 146 hehe...


Kaupmannahöfn - heim :)

Gærdagurinn var langur en skemmtilegur, afmælisveislan tókst mjög vel og við vorum svo ljónheppnar að hafa ákveðið að gista á sama hóteli og veislan var á. 

Kjartan sonur Erlings sótti okkur á hótelið kl 9:30 í morgun og keyrði okkur út á Kastrup... það liggur við að það sé slegist um að dekra við okkur. 

Það fylgdi ekki morgunmatur með hótelinu svo við fengum okkur að borða á flugvellinum. Við vorum mættar áður en tékkið inn byrjaði en það mátti ekki vera styttri tíminn sem við höfðum til að komast í gegnum öryggisleitina, borða og ganga í okkar terminal.

Ferðin gekk í alla staði vel og gott að koma heima aftur.


Keflavik-Kaupmannahöfn

Þetta hefur verið langur en skemmtilegur dagur. Ég vaknaði kl 3 am, Berghildur, Edda og mamma sóttu mig um kl 4 og við keyrðum út á flugvöll. Flug kl 7:15.

Ég var að fljúga í fyrsta sinn með WOW-air... og mér líst ekki á að fljúga með þeim aftur... Það er hreinlega ekki hægt að ferðast með AÐEINS 5 kg...

Flugið var 3 klst og við lentum á Kastrup 11:20. Erling Kristjan frændi var svo æðislegur að leigja sér bíl, sækja okkur úr á flugvöll, keyra okkur á hótelið, bjóða okkur heim í kaffi og síðan upp eftir öllu Sjálandinu og fleira áður en hann skilaði okkur aftur á hótelið.

Park Hotel 
Strandvejen 23, Hellerup
Köbenhavn

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband