Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Að lesa eitthvað annað en stendur!

Kommúnisminn - Jafnaðarstefnan... var blogg við frétt Mbl.is um íbúð sem hafði fundist og virtist óhreyfð frá tímum kommúnismans í A-Þýskalandi. Nokkrar athugasemdir voru færðar inn við færsluna.  Ég hef oft dottið í þá gryfju sjálf að lesa annað en það sem stendur út úr lesefninu amk. í fyrstu umferð... en er farin að passa mig betur núna.
Mættu þeir sem skrifa athugasemdir við pistla annarra hugsa sig um, lesa efnið aftur yfir og spá í hvað raunverulega standi í greininni.
Þegar ég las athugasemdirnar við þessa færslu duttu mér strax í hug orð eins kennara míns í Háskólanum. Ef ég hafði dregið ranga ályktun af námsefninu átti hann til að segja.... Við skulum þakka Guði fyrir að það er ekki próf í þessu í dag.

Ég skrifaði að menn sæju í hillingum að allir hafi jafnt... og að þau ríki sem hafi haft þessa stefnu að hugsjón... hafi haldið fólkinu í fátækt og raunin hafi orðið sú að allir hafi haft jafn lítið. Ég sagði að hugsjónin ,,að allir hefðu jafnt" væri fögur en virkaði ekki.

HUGSJÓNIN ,,að allir hafi jafnt" er grunnurinn hjá kommúnisma og jafnaðarstefnunni... framkvæmd stefnunnar og virkni er síðan allt annar handleggur.


Í alvöru !!!

Eru menn að meina þetta, verður fólk sem er í áfalli eftir árekstur að koma sér ,,af sjálfsdáðum" á sjúkrahús. Þarf fólk virkilega að taka upp símann og hringja í leigubíl eða ættingja til að skutla sér í tékkun? Bílarnir voru svo skemmdir að þeir voru teknir af númerum og dregnir burt.
mbl.is Enginn slasaðist alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnisminn - jafnaðarstefnan

Þetta sjá menn í hillingum, að allir hafi jafnt - jafn lítið... eða nær ekkert. Í þeim ríkjum sem ,,jafnaðarstefnan" er/var, er það raunin að almenningur lifði við sárustu fátækt og skort en yfirvaldið sat á auðnum. Kommúnisminn eða ,,jafnaðarstefnan" á fínna máli... er fallega hugsuð en hún virkar bara ekki. 
Stefnan hefur alltaf þýtt kúgun og fátækt fyrir almenning og það er svo skrítið að þeir sem eiga lítið eru fylgjandi henni... geri ég þá ráð fyrir að þeir vilji fá meira - en ekki að aðrir verði færðir niður á sama plan og þeir. 


mbl.is Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim...

Flugum heim frá Florida í nótt... sá á upplýsingaskerminum  í sætisbakinu fyrir framan mig að þetta flug er 3.509 mílur... enda var það tæpir 7 tímar... en í ferðinni keyrðum við 3.710 mílur eða 200 mílum lengra en flugið var.

Kaka frá LovísuÍ ferðinni sem tók 4 vikur var flakkað um 3 fylki, Florida, Mississippi og Georgíu. Ég hljóp 4 maraþon samtals 106 mílur eða 170,7 km. og eins og áður er tekið fram keyrðum við 3.710 mílur... eða tæpa 6.þús. km...
Ég verð að viðurkenna að það var svolítið kalt að koma úr 30°C hita í snjóinn hér heima, en það er alltaf gott að koma heim.

Í eldhúsinu var nýbökuð kaka á borðinu og blóm í vasa, heimasætan var svona dugleg. Áletrunin er: Til hamingju með hundraðasta maraþonið.


Ótrúleg vitleysa frá upphafi til enda...

Í fyrsta lagi segir greinin að ,,tvöfalt fleiri fimm til sex ára börn, sem búa á heimilin þar sem streituvaldar er fáir, of feit "... er ekki eitthvað að þýðingunni hér...

Síðan segir að 4,2 % af ÖLLUM hópnum hafi verið of þung, einungis hluti þeirra hefur þá verið frá heimilum með hærri streituvöldum... Hvað orsakaði yfirþyngdina hjá hinum?


mbl.is Streita stuðlar að offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundur eða saman

Samfylkingin er sundruð... þó allir flokkar hafi fólk með ólíkar skoðanir þá virðist einhvern veginn vera meiri sundrung innan Samfylkingar en annarra flokka... enda var upphaflega, eina sameiginlega markmið þeirra að fella Sjálfstæðisflokkinn.

Mér persónulega finnst bagalegt að unga fólkið, úr hvaða flokki sem það er, hverfi frá. Við þurfum að yngja upp... það er engin lífsleið án mistaka og af þeim fær maður reynslu. 

Það þarf að hlúa að unga fólkinu, það kemur að því að það tekur við stjórninni... og hætta þessu skítkasti sem tekur svo oft yfirhöndina þegar fólk hefur ólíkar skoðanir. Það er alltaf fleiri en ein hlið á málinu.


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Brown?

Þetta er ótrúlegt... Það þarf að setja hryðjuverkalög á bresku ríkisstjórnina... 25 þús. manns deyja úr kulda á 4 mánuðum... og Bretar setja sig á háan hest gagnvart öðrum ríkjum. Ef einhverjir mættu skammast sín - þá eru það þeir.
mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan eða flaskan?

Ljósin eru núna slökkt kl. 17:30... Bíddu, hvað unnu menn lengi áður? Nú eru Íslendingar, bæði konur og karlar farin að stytta vinnutíma sinn vegna efnahagsástandsins...
Hér á norðurhjara hefur reynslan sýnt að drykkja hefur aukist í atvinnuleysi - þannig að menn virðast fremur halla sér að flöskunni en konunni sinni... svo það er ekki víst að Íslendingum fjölgi með auknum frítíma.


mbl.is Sendir fyrr heim til að fjölga sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur komin til Orlando

Það var 4 klst keyrsla frá Miami til Orlando. Um leið og garmurinn sendi okkur norður 27... mundi ég að ég hafði ekki ætlað að keyra þessa leið til Orlando... ég ætlaði norður 95.  Þá keyrir maður í gegnum fleiri og stærri bæi og meira að sjá... við keyrðum 95 til Miami þegar við vorum hérna 2005.

mengun í Florida27 aftur á móti er hundleiðinleg-ur vegur, svipað og Fimman í Kaliforníu. Við forðumst hana eins og heitan eldinn... 101 er miklu skemmtilegri.  Eins og ég bloggaði um suðurleiðina þá er mengunin á þessari leið ekkert venjuleg. 

Og við stóðumst ekki að taka mynd af einni mengunarverksmiðjunni... en frá henni lá stórborgarslæða sem sést kannski ekki vel á myndinni... og þó, það sést ekki í bláan himininn nema efst á myndinni.


Misnotkun orða!

Menn eru farnir að nota orðið ,,stórkostlegt" í ótrúlegasta sambandi.
Hingað til hefur því sem hefur verið lýst sem ,,stórkostlegt" verið frábært... sem sagt merkingin er eitthvað er gott
Oftar og oftar heyri ég fólk almennt og fréttamenn fjölmiðla tala um ,,stórkostlegar hamfarir" og í þessari grein er það ,,stórkostlegur misskilningur"... eru menn ekki að ruglast eitthvað?


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband