Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Towson MD - heim á klakann

Af því að ég hljóp svo mörg maraþon í þessari ferð - þá tók því aldrei að snúa tímanum, við vöknuðum snemma og fórum snemma að sofa flesta daga. Heimferðardagurinn var því MJÖG langur. 

Við vorum búin að pakka... svo við þurftum eiginlega bara að dinglast eitthvað um daginn, borða, skila bílnum og mæta snemma upp á Dulles Airport til að vigta töskurnar og kannski færa eitthvað á milli.

Í þessari ferð sem var 12 dagar, keyrðum við frá DC til Virgininu, West Virgininu, gegnum Norður Carolinu og yfir hornið á Tennessee til Suður Carolinu... aftur norður til Baltimore og þaðan til Atlantic City í New Jersey... og síðasti leggurinn var svo frá NJ til Washington DC.

Við keyrðum 1.744 mílur og ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum. Þau voru ríflega mæld og eru samtals ca 215 km.

Næsta ferð sem er systraferð í Space Coast Marathon, er eftir mánuð.


Atlantic City NJ - Towson MD

Þá er heimferðin hafin fyrir alvöru... öll maraþonin búin og bara eftir að græja heimferðina. Við keyrðum aftur til Baltimore þar sem við verðum í nótt og svo er flug heim á morgun. Það hefur kólnað aðeins hér í NJ, peysa er málið ;) 

Comfort Inn

8801 Loch Raven BlvdTowsonMDUS21286

  • Phone: (410) 882-0900   room 209 

Baltimore MD - Atlantic City NJ

Við keyrðum strax eftir Baltimore-maraþonið til Atlantic City í New Jersey... án þess að ég færi úr hlaupagallanum eða burstaði saltkögglana úr andlitinu... Ég rétt hljóp inn í Balleys Ballroom - gegnum kasíó fullt af fólki og sótti númerið mitt og við tékkuðum okkur síðan inn á hótelið...

Knights Inn Atlantic City
500 North Albany Avenue, Atlantic City, NJ 08401, US
Phone: ??? room 118


Durham NC - Baltimore MD

Ég var með hugann heima á keyrslunni í dag... það er komið ár síðan pabbi dó... og mér finnst það enn svo ótrúlegt. Blessuð sé minning hans. 

Þá er heimferðin hafin, við keyrðum norður til Baltimore í dag. Veðrið var gott og ferðin gekk vel þangað til við fórum að nálgast Washington... þá fór allt að teppast um og gegnum borgirnar. Við stoppuðum í einu molli á miðri leið og teygðum úr okkur... og versluðum aðeins. 

Við keyrðum framhjá hinni risastóru og frægu byggingu Pentagon á leiðinni gegnum Washington DC. Þá eigum við bara eftir að sjá Hvíta húsið með eigin augum. Við sáum og gengum um nákvæma eftirlíkingu af forsetaskrifstofunni í Little Rock... í Clinton safninu fyrir nokkrum árum.

Það er algert KAOS í Baltimore núna... Ég fékk áríðandi skilaboð frá maraþoninu... 

BaltimoreIMPORTANT UPDATE: Due to the Orioles run to the American League Championship Series, all race day activities have been moved one hour earlier.
Additional changes may be necessary based on the results of the games.  Please read your Runners Handbook and Letter from the Race Director below. 

 

Ef liðið hérna kemst áfram... þá verður plan B sett í framkvæmd á meðan á hlaupinu stendur... því það byrjar og endar við The Stadium þar sem keppnin fer fram... 37 þús manns að hlaupa og annað eins að fylgjast með leiknum... maður minn hvað það verður mikil kássa á götunum. 

Quality Inn Downtown

110 Saint Paul Street
Baltimore, MD, US, 21202

  • Phone: (410) 637-3600    room 602

Seneca SC - Durham NC

Þá er The Appalachian Series búin... ég tók 3 maraþon í seríunni á 4 dögum.  
Við lögðum af stað til baka í morgun. Við stoppuðum aðeins á leiðinni til að teygja úr okkur og komum á Áttuna okkar milli 3 og 4. Við fengum okkur að borða og settum tærnar upp í loft. 
 

Super 8 Durham/University Area NC
2337 Guess Road Durham NC US 27705
Phone: 1-919-286-7746     room 110


Bluefield WV - Seneca South-Carolina

Ég er svo fegin að hlaupa ekki í dag... svo við gátum ,,sofið út" eða þannig. Við vorum mætt um kl 7 í morgunmatinn og lögð af stað til Seneca rúmlega 8 am... en ég hleyp þar á morgun.

Við viljum frekar leggja snemma af stað, tékka á startinu í björtu og geta stoppað að vild á leiðinni... þetta voru um 300 mílur.

Days Inn


DAYS INN SENECA
11015 N Radio Station RdSeneca,SC 29678 US 
Phone: 1-864-885-0710    room 107

 


Manassas VA - Bluefield WV

Við vöknuðum snemma, það er vaninn þegar maður er á vitlausum tíma. Matsalurinn var lítill en úrvalið á morgunverðarborðinu var ótrúlega flott. Við röðuðum í okkur, glorhungruð og keyrðum af stað... rúmar 300 mílur framundan og leit út fyrir rigningum mesta leiðina. 

Það er nauðsynlegt að stoppa aðeins á 100 mílna fresti og við kíktum í Walmart... gott ef það er hægt að fá allt / sem flest á ,,sama" staðnum.

Sem betur fer komum við í björtu til Bluefield því Garmurinn sagði hótelið vera á miðri brúnni inn í bæinn... við settum því hnitin á gögnin og startið í garminn... og björguðum okkur þangað. Ég verð nr 83 í þessari seríu... og var umsvifalaust tekin í blaðaviðtal af fréttukonu á staðnum.

Við fengum okkur pasta og á meðan við stóðum við hittum við marga kæra vini, Steve og Paulu Boone, David Holmen, Blaine og marga aðra fyrir utan Clint og liðið hans sem er með seríuna. Þetta er 3ja serían hjá honum sem ég tek þátt í. 

Þá var næst á dagskrá að finna hótelið... blaðakonan tók langan tíma til að lýsa beygjum og ljósum þangað en endaði á að segja að Kmart væri á móti... ég setti Kmart í Garmin og við komumst á leiðarenda. 

Quality Inn Bluefield VA, WV

Quality Hotel and Conference Center

3350 Big Laurel Highway,

BluefieldWV, US, 24701

  • Phone: (304) 325-6170

 


Keflavik - Washington DC - Virginia

Mér SVOOOOO langt síðan við vorum síðast í USA... en nú erum við komin út aftur.  Sem betur fer höfðum við breytt fluginu, við keyptum fyrst til New York en DC lá miklu betur við.  

Við lentum rétt fyrir kl 7 á staðartíma og það voru 17 mílur á hótelið, NÆS... og þess vegna tími fyrir birgðaöflun, vatn og svoleiðis.... og svo strax í rúmið... keyrum 300 mílur á morgun.

Quality Inn Manassas VA

Quality Inn
10563 Balls Ford Road
Manassas VA 20109 

Phone (571) 458-5633
Room 118 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband