Leita í fréttum mbl.is

Boðorðin tíu

Ég fékk heljarinnar athugasemd frá Prédikaranum varðandi pistil sem ég nefndi ,,Aðeins ein synd". http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734 
Þessu ber mér að svara og stend ég áfram föstum fótum á minni skoðun að syndin sé aðeins ein og hún er vantrú á Drottinn vorn Jesú Krist. Eins og Prédikarinn hef ég Biblíuna mér til stuðnings.Þó syndin sé aðeins ein eru boðorðin tíu samt sem áður enn í fullu gildi. Það er hins vegar STÓR munur á hvort þau eru öll synd eða hvort hluti þeirra sé brot á samfélagsreglum manna.

Prédikarinn benti réttilega á að ef eitt þeirra er brotið er búið að brjóta þau öll og mér finnst ég lesa það út að hann telji brot á þeim vera synd.
Jesús Kristur læknaði á hvíldardögum, en þá má ekkert verk vinna en hann var samt syndlaus.
Kristur boðaði breytingar… og hann er ekki að tala um boðorðin tíu þegar hann segir í Matt. 5:19
Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
í versum 22-48 kemur listinn yfir boðin sem um er rætt….og Jesús segir ekki að brotin séu synd, heldur mun sá sem brýtur þau og kennir kallast minnstur í himnaríki.

Jesús dró boðorðin tíu saman í tvöfalda kærleiksboðorðið....
Lúk 10:27
Hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.

Róm 13:9  Boðorðin: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast, og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Frá 1. versi kaflans er Páll að tala um samfélagsleg atriði, fólk sem lifir í samfélagi verður að taka tillit til hvors annars, við troðum ekki á hvort öðru og segjumst svo elska bæði Guð og náungann. Og hann segir í Galatabréfinu: Gal 5:14
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Jóh 16:8
Þegar hann [Jesús] kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur,
Jóh 16:9
syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
Róm 6:23
Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
Róm 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

Hver var synd englanna samkvæmt 2.Pét 2:4  Jú, þeir skiptu Guði út fyrir annan höfðingja, ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Baráttan er nefnilega um tignirnar og völdin.

Spurning er hverjum maður játast, á hvern maður trúir en ekki hvort mér takist að halda boðorðin, því það hefur engum manni tekist.
Jóh 16:9  syndin er, að þeir trúðu ekki á mig.
Post 10:43  Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna.
Jóh 8:24 
Þess vegna sagði ég yður, að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar.

Trúarjátningin felst í því að játa Jesú Krist.  Sá sem játar hann mun frelsast fyrir náð hans en ekki fyrir nein af þeim verkum/boðum sem sá hinn sami reyndi að halda. Það er hins vegar annað mál að þeir sem játast Kristi og fylgja honum, reyna eftir fremsta megni að ganga hinn þrönga veg og lifa í sátt, samlyndi og í kærleika til náungans og á þann hátt reynum við að halda öll boðorðin... Jesús dró þau saman í eitt boðorð -tvöfalda kærleiksboðorðið- kanski er það boðorðið sem Jóhannes og postularnir eru að tala þegar þeir tala um boð Guðs.

1.Jóh 5:1-5
Hver sem trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur, og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. -2- Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. -3- Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung, -4- því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. -5- Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs?

1Jóh 5:11-13
Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. -12- Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. -13- Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.

Þetta nægir í bili - en af nógu er að taka Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Bryndís
Jesús Kristur læknaði á hvíldardögum, en þá má ekkert verk vinna en hann var samt syndlaus.

Guð bannaði aldrei að gera góðverk á hvíldardögum; frekar þannig að það var akkúrat það sem ætti að einkenna hvíldardagurinn. Sá dagur í vikunni sem allir áttu að hafa nóg að borða og gátu hvílt sig af striti vikunnar.  Í Jesaja er talað um að við eigum að kalla hvíldardaginn fegins dag eða gleðidag. Jesú talaði líka um þetta þegar fariseyjarnir voru að reyna að leiða Hann í gildru með því að lækna á hvíldardegi:

Matteusarguðspjall 12
9Jesús fór þaðan og kom í samkundu þeirra. 10Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?“ Þeir hugðust kæra hann.
11Hann svarar þeim: „Nú á einhver ykkar eina sauðkind og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? 12Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gera góðverk á hvíldardegi.“

Jesús var ekki þarna að brjóta hvíldardagsboðorðið; miklu frekar að gera það sem það snérist um. Jesú var að brjóta reglur þessara manna en ekki Guðs.

Gal 5:14
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig

Þess vegna er einmitt hvíldardags boðorðið af hinu góðu. Að allir hafa einn dag í viku þar sem þeir geta hvílt sig og átt stund með Guði. Það er auðvelt að tala um kærleika en síðan gera eitthvað sem er ekki kærleiksríkt. Ef það er eitthvað sem vantar í okkar þjóðfélag þá er það að fólk héldi hvíldardag, dag þar sem Guð og fjöldskyldan er í algjöru fyrirrúmi og öll vinna gleymd og grafin.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 15.9.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Mofi,

Ég er hjartanlega sammála að hvíldardagurinn er það besta sem Guð gaf okkur því okkur er öllum nauðsynlegt að hvílast.

En það er stór munur á hvort það er synd að brjóta hvíldardagsboðorðið eða hvort við erum sjálf að snuða okkur hvíld og samfélag við Guð og menn þennan dag.

Kveðja, Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 15.9.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Mofi

Bryndís
En það er stór munur á hvort það er synd að brjóta hvíldardagsboðorðið eða hvort við erum sjálf að snuða okkur hvíld og samfélag við Guð og menn þennan dag.

Synd er auðvitað persónulegt atriði, milli viðkomandi einstaklings og Guðs en ekki fyrir aðra að benda á og hvað þá óska einhverjum vítisvistar; sá sem gerir það er vægast sagt á villi götum. En Biblían er skýr að synd er lögmálsbrot ( Fyrsta Jóhannesarbréf 3:4 )  og ef eitthvað er lögmál þá eru það boðorðin tíu.  Ég sé aðeins rembing til að afsaka brot á þeim sem vandamál viðkomandi einstaklings að beygja sinn vilja undir vilja Guðs.

Kveðja
Halldór 

Mofi, 15.9.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Mofi,

Synd er ekki persónulegt atriði að mínu mati.
Jesús sagði sjálfur: ,,syndin (í eintölu) er að þeir trúðu ekki á mig." Fyrstu boðorðin kveða á um samband við Guð ,,Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig" og við eigum fullt í fangi með að halda það lögmál.... brot á því er lögmálsbrot.

1.Jóh 2:1
Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.

Þetta ,,ef" vekur upp spurningar, dettur einhverjum í hug að postularnir hafi verið syndlausir. Nei, en hver er syndin, hún er að leiðast frá Jesú Kristi, missa trúna á hann.

Kaþólska kirkjan var dugleg að halda uppi hræðsluáróðri, bókstaflega allt var synd. Mótmælendur klufu sig frá henni, einmitt með öðrum skilningi á syndinni. Það er það sem gerir okkur envangelisk lúthersk.

Margir söfnuðir hér á landi prédika að trúin ein nægi en um leið og þú ert kominn inn fyrir dyrnar, þá hlaðast á verkin sem þú verður að gera svo þú sést verðugur.

Mín skoðun er alls ekki sú að við getum gert hvað sem er... eins og margir orða það ,,að syndga upp á náðina."  
Sá sem er kristinn í hjarta sínu hugsar ekki þannig. 
Trúin á Krist á að hugga okkur og uppörva svo við viljum bæta okkur en ekki að draga okkur niður í örvæntingarleysi af því að við séum syndarar og getum aldrei staðið undir því sem við ,,eigum" að gera.

Með kveðju, Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 15.9.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Mofi

Bryndís
Synd er ekki persónulegt atriði að mínu mati.
Jesús sagði sjálfur: ,,syndin (í eintölu) er að þeir trúðu ekki á mig." Fyrstu boðorðin kveða á um samband við Guð ,,Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig" og við eigum fullt í fangi með að halda það lögmál.... brot á því er lögmálsbrot.

Mig grunar að þú ert að vísa í Jóhannes en mér finnst fólk lesa það ekki í heild sinni til að fá það sem ég myndi segja vera réttan skilning á því.

Jóhannesarguðspjall 3
16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís.

  • Sá sem trúir dæmist ekki vegna trúar; hann er sekur en hann sleppur við dóm.
  • Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur ( v.18 )
  • Dómurinn er að verk þeirra sem trúðu ekki voru vond.

Til þess að dómurinn um glötun geti verið sanngjarn er að menn eru dæmdir eftir verkum en ekki vegna trúar. Þeir sem dæmast ekki, þeir dæmast ekki vegna trúar.

Bryndís
Kaþólska kirkjan var dugleg að halda uppi hræðsluáróðri, bókstaflega allt var synd. Mótmælendur klufu sig frá henni, einmitt með öðrum skilningi á syndinni. Það er það sem gerir okkur envangelisk lúthersk.

Hérna er stutt tilvitnun frá Lúther varðandi þetta:

Martin Luther
Satan, the god of all dissension stirs up daily new sects. And last of all which of all others I should never have foreseen or once suspected, he has raised up a sect such as teach that men should not be terrified by the law, but gently exhorted by the preaching of the grace of Christ

Mótmælin snérust að stórum hluta um að fyrirgefningin væri ókeypis og að menn gætu ekki keypt eða selt hana eins og þeir væru guðir hér á jörð.  Það ásamt mörgum öðrum atriðum þar sem Kaþólska kirkjan hafði farið út af sporinu eins og með sölu aflátsbréfa og fleira.

Bryndís
Sá sem er kristinn í hjarta sínu hugsar ekki þannig. 
Trúin á Krist á að hugga okkur og uppörva svo við viljum bæta okkur en ekki að draga okkur niður í örvæntingarleysi af því að við séum syndarar og getum aldrei staðið undir því sem við ,,eigum" að gera.

Sá sem er kristinn vill fylgja því sem Kristur bauð og fátt jafn áberandi og boðorðin tíu. Hann vill ekki fylgja þeim vegna refsingarinnar við að brjóta þau heldur af kærleika til Guðs og vegna þeirra vitneskju hve mikið það kostaði að borga fyrir þessi afbrot hans.

Held að við erum ekki svo ósammála :)

Kv,
Halldór

Mofi, 15.9.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Mofi,

Það er satt við erum ekki svo ósammála, við erum alla vega sammála um að það er ,,trú þín bjargar þér" eins og Kristur sagði svo oft, en ekki verkin - það getur ekki verið blanda af báðum- annað hvort frelsumst við fyrir trú og af náð eða við frelsumst fyrir verk.

Róm 11:6
En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð.

Gal 5:4
Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni.

Þökkum fyrir það á hverjum degi að við verðum ekki dæmd fyrir verkin... munum orð Jesú í Markúsi:

Mark 10:18
Jesús sagði við hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.

Bryndís Svavarsdóttir, 15.9.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Ps. ég meina nú ekkert sérstakt með þessu feitletri - það kom óvart

Bryndís Svavarsdóttir, 15.9.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Mofi

Bryndís
Það er satt við erum ekki svo ósammála, við erum alla vega sammála um að það er ,,trú þín bjargar þér" eins og Kristur sagði svo oft, en ekki verkin - það getur ekki verið blanda af báðum- annað hvort frelsumst við fyrir trú og af náð eða við frelsumst fyrir verk.
Já, enginn getur frelsast fyrir verk en það eru vond verk sem geta leitt til glötunar nema fyrirgefning, iðrun og krossinn komi í veg fyrir þá verðskulduðu glötun.

Mofi, 15.9.2008 kl. 14:01

9 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Elsku trúbróðir,

Það er satt hjá þér og forsendan fyrir fyrirgefningu er að biðja um hana í trú.  Við erum bara eina bæn í burtu.

Bryndís Svavarsdóttir, 15.9.2008 kl. 14:22

10 Smámynd: Mofi

Hjartanlega sammála!

Takk fyrir gott spjall    

Mofi, 15.9.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband