Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Fyrir og eftir !

Nú hef ég varla kíkt inn á þessa síðu siðan ég fór á Facebook... sem er sennilega ein mesta tímasóun sem til er. Fólk er yfirleitt ekki að segja neitt - ekki ég heldur... Það er svo sem ekkert nauðsynlegt að vera eilíft með einhverjar tilkynningar en hvílíkur tími sem fer í að skoða "comment" vinanna... stundum skrifa ég - stundum ekki.
Undanfarið hef ég líka verið latari að kíkja á facebook og ætla að láta það eftir mér að vera löt við þessa síðu þar til ég byrja aftur í skólanum í haust... nema það gerist eitthvað sérstakt.

InLove  Afmælisbarn mánaðarins:
ADAM DAGUR sem verður 11 ára 30.júní... Til hamingju ömmustrákurWizard

Hafið það gott í sumar og keyrið varlega


Ótrúlegt

Ég var að fá rukkun frá Hertz að upphæð 10 dollarar með umsýslukostnaði... og fyrir hvað ??? fyrir að fara U-beygju áður en ég koma að tollhliði. U-beygjan var sérstaklega auglýst sem síðasta tækifæri til að snúa aftur inn í Boston og það var hvergi hlið eða spjald þar sem það stóð að U-beygjan kostaði neitt... bara að hún væri ekki fyrir flutningabíla. 
ég googlaði loftmynd af þessari U-beyju... og get enn ekki séð neitt ólöglegt...en hefði ég haft möguleika á að borga 2-3 dollara þá hefði ég gert það og sloppið við umsýslugjaldið.

http://www.boston.com/news/local/massachusetts/articles/2007/11/19/few_drivers_using_new_u_turn_ramp/


17.júní - Þjóðhátíðarljóð

skrúðganga

Skrúðgangan um strætið líður
sýnist löng sem görn.
Hérna fer um flokkur fríður
fullorðnir og börn.

Börn í sínum betri fötum
brosa út að eyrum.
Labbað eftir löngum götum,
við litla fætur keyrum.

Að lokinni svo langri göngu
er löngunin svo stór,
foreldrarnir stand´í ströngu
að svara þessum kór.

Mamma, ó ég vil fá fána,
rellu, blöðru og trúð?
Pabbinn, byrjaður að blána
er sendur út í ,,búð".

Oftast borinn ofurliði
hann olbogast í slaginn.
Þvílíkt verð á þessum ,,friði"
á Þjóðhátíðardaginn.

Stympast hann við sölutjaldið
stöðug er þar þröng,
en villtu dýrin með allt valdið
verða núna svöng.

Upphófst aftur stríð og stappið
það stundarfriðinn tók
aftur varð að etja kappið
eftir pylsu og kók.

Að maturinn sé mannsins megin
þarf ekki að segja þeim.
Hvað þau hjónin verða fegin
að komast aftur heim.

EN LOKSINS laus úr suði og kvabbi
lyftist á þeim brún,
með rellu og blöðru flaggar pabbi
en börnin hlaupa um tún.

Ég setti þetta saman 1992 og sendi til Lesbókar Morgunblaðsins en fékk þá orðsendingu frá Gísla að það væri ekki nógu gott til að birta það. Mér fannst einmitt að það hefði verið sniðugt að teikna myndir með hverri stöku. Nú kemur þetta í fyrsta sinn fyrir almenningsjónir. 


Sjómannadagurinn

Smile Aldrei þessu vant var sjómannadagurinn HLÝR, SÓLRÍKUR OG ÞURR... sem er auðvitað undur og stórmerki. Sumarið í sumar verður líklegasta það þurrasta í manna minnum, fyrst menn vilja rigningu til að hefta öskufokið.
Það eina sem var gert á þessu heimili til að halda upp á daginn, var að baka vöfflur... Tounge ummmmm...


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband