Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Adam 9 ára

Adam DagurHeartWizardHeart

Elsku Adam okkar,
innilega til hamingju með afmælið.

Við afi bíðum spennt eftir að vita hvar afmælið verður haldið. Það er nefnilega mjög sérstakt að vera boðið í 7 ára afmæli.... á topp Helgafells. 

Biðjum þér alls hins besta í framtíðinni

Amma og afi. 


Reykjavegur, gönguferð Margfætlna

Ég hafði skráð mig í gönguferð fyrir nokkrum vikum.... gönguhópurinn Margfætlur ætlaði að ganga Reykjaveginn... þ.e. frá Reykjanes-tá/hæl til Nesjavalla. Helgarspáin lofaði mjög góðu veðri.

Fyrstu 3 leggirnir voru farnir þegar við hjónin vorum úti....  ég fór maraþon þær helgar sem þau gengu sína áfanga.

Lengsta gangan, 3 dagleiðir voru um helgina (27-29).
Við, 27 manna hópur, lögðum upp frá Kaldárseli og gengum fyrsta legginn í Breiðabliksskálann í Bláfjöllum... menn voru vel útbúnir með bestu gerð af GPS mælum. Fyrsti áfanginn var um 16 km.
Rjúpuhreiður með 11 eggjum, flugvélarflak og frábært útsýni gladdi okkur á leiðinni. Síðasta klukkutímann fengum við grenjandi rigningu ofaní hvassviðrið.
bs-stika,Reykjavegur 2008Allan tímann eltum við þessar gulustikur með bláum kolli.

Lúlli ferjaði dótið fyrir okkur í Breiðabliksskálann þar sem hópurinn svaf um nóttina.  Næsta dag kl 10 fh. var lagt af stað og gengið eftir stikum frá skálanum að Þrengslaveginum. Eftir mikinn vindbarning á móti og örlitla úrkomu og 15,5 km göngu í fallegu landslagi, komum við niður á þrengslaveginn. Mikið var gott að sjá rútuna bíða þar, en hún átti að ferja okkur aftur í skálann svo við gætum sofið þar um nóttina.
Um kvöldið var kvöldvaka, með grafalvarlegri keppni um listastrengi.  Auðvitað tók ég þátt, hafði fundið kolryðgaðan keðjubút sem ég skreytti með blómum og fallegum smásteinum. 
Þegar ég talaði fyrir mínum streng, sagði ég að hann væri blanda af náttúrunni og drasli okkar mannanna.... það dugði samt ekki til vinnings.  Síðan var sungið fram eftir kvöldi.

Þriðja daginn vöknuðu allir snemma, það þurfti að ganga frá skálanum og taka saman dótið. Allt var sett í rútuna, sem ferjaði okkur að Kolviðarhóli, þaðan sem við gengum til Nesjavalla.
Við byrjuðum í roki og rigningu..... það hljóta að hafa verið skólakrakkar í afleysingu á veðurstofunni sem spáðu helgarveðrinu.
Síðan stytti upp og veðrið var nokkurnveginn til friðs.... við vorum í stanslausum mótvindi.  Landslagið, náttúrufegurðin bætti það allt upp. Við gengum fram á lóuhreiður með 4 eggjum. Við áðum í skála Orkuveitunnar í einhverjum dal ??? Engidal.... og gengum þaðan í Nautaréttir. Þaðan var talsverð hækkun en fallegt.  
Við áðum næst við blekkingarskilti.... sem vísaði á Nesjavelli í 2 áttir. Hópurinn skiptist, annar leggurinn og sá auðveldari var 7 km, en sá erfiðari var 7,4 km.
Það er ekki að spyrja að því ég var í þeim hópi.... og lengri 7,4 km hef ég aldrei farið..... og þegar ég hélt að við værum búin að fara 7,4 km, komum við að skilti sem bætti 3,5 km við og það eru líka lengstu 3,5 km sem ég hef farið.... en útsýnið var breathtaking ... vá.... og á efsta hlutanum fengum við haglél..... þessi leggur var ca 20 km.

Við borðuðum í Nesbúð og rútan (með dótið okkar) sótti okkur og keyrði í bæinn. Til minja um gönguferðina fengu allir litla stiku, gula með bláum kolli, sem var áletrað á REYKJAVEGUR 2008.
I love it  InLove

Þetta var frábært...... Takk fyrir mig   Smile


Tvö dauðsföll

Á þriðjudagsmorgun 24.júní dó Hilmar föðurbróðir minn og í gærmorgun 25.júní dó tengdamamma. Andlát Hilmars kom okkur mjög á óvart. Pabbi á bara 2 bræður og var Hilmar yngstur og vissum við ekki annað en að hann væri við góða heilsu.  Synir hans og Hrafnhildur fá samúðarkveðjur frá okkur.

Tengdamamma hefur aftur á móti verið léleg til heilsunnar í nokkurn tíma og frekar búist við að hún gæti hvatt hvenær sem væri. Það eru rúm 2 ár síðan tengdapabbi dó og hefur heilsa hennar sveiflast fram og til baka á þessum tíma. Á þriðjudag var ljóst hvert stefndi og lauk þessu stríði á miðvikudagsmorgninum.

Blessuð sé minning þeirra.


Selvogsgatan


Það er fastur liður að ganga Selvogsgötuna, og helst nokkrum sinnum á sumri.
Maðurinn þurfti að fara í Selvoginn að laga eitthvað við hjólhýsið hennar Jónu. Ég notaði tækifærið og gekk Selvogsgötuna frá Bláfjallaafleggjaranum.... það er ca 16 km. 

Veðrið var dásamlegt, sól en aðeins vindur.... eða logn sem var að flýta sér aðeins. Síðast þegar ég fór Selvogsgötuna gekk ég hratt og var slétta 3 tíma þessa leið. Nú ákvað ég að ganga á fjölskylduhraða... og var 3:45.... stoppaði samt aldrei. 

Ég var 50 mín upp á fjallsbrúnina, 1 tíma og 10 mín yfir hraunið, 40 mín niður að stiganum, 50 mín þaðan niður að fjallsbrún og 15 mín að fara niður fjallið, niður á veg.

Það var óvenju lítið um fugla og kindur á leiðinni, sá varla fugl og ekki kind nema fyrir neðan stigann.

Lúlli sótti mig að fjallinu, við grilluðum og höfðum það gott, sváfum þar í nótt.


Endurskipulagning næstu ferðar


Síðan við komum heim í gærmorgun, höfum við staðið í ströngu við að skipuleggja næstu ferð til Bandaríkjanna. Eins og ég bloggaði í byrjun síðustu ferðar, þá virðast flugfélög vera á einhverjum sér samningum. Þau virðast geta fellt niður og fært til flugið manns... eftir eigin geðþótta.

Við áttum flug til Minneapolis 25. sept..... sem hefur verið fellt niður. Allar okkar ferðir eru skipulagðar í kringum maraþon. Það er út-spekulerað hvenær á að fara og passað að láta tímann standa á vikum upp á bílaleigubíla. Aukadagar eru svo dýrir.
Venjulega förum við á föstudögum ef fyrsta hlaup er á sunnudegi.... og oft er búið að borga hlaupin um leið og flugmiðann... þess vegna kemur sér mjög illa þegar breytingar verða.

Sem betur fer eru þetta lítil hlaup... sem eru ekki uppseld löngu áður, svo ég var ekki búin að skrá mig, því hlaup eru aldrei endurgreidd... en við vorum búin að panta bílaleigubílinn.... og borga flugmiðann fyrir löngu.

Nú getur borgað sig að fara viku fyrr... bæta hlaupi framan við og skera aftan af ferðinni.... ???


Komin heim


Við erum komin heim SmileSmile  ferðalagið tók hátt í 2 sólarhringa. Komum með þetta fína þjóðhátíðarveður með okkur, sól og blíðu.... það var 30 stiga hiti í Salt Lake City þegar við pökkuðum.

Við tókum upp úr töskunum.... ætluðum ekki að leggja okkur en ég sofnaði í sólbaði á pallinum og Lúlli í stólnum fyrir framan sjónvarpið.  Alltaf gott að koma heim.

Það voru dýrin sem fögnuðu okkur fyrst... Hinir sváfu áfram... Sleeping


Á heimleið með Priority Pass


Nú sitjum við í Priority stofu North West. Við erum búin að hafa þessi skírteini í rúm 2 ár... skírteinin gefa aðgang að betri stofu þar sem allt er frítt og aðgangur að neti. Við höfum oft beðið tímunum saman á flugvöllum og aldrei munað eftir þessum skírteinum.

Það er einstaklega þægilegt að geta sest niður í betri sæti, fengið sér Baileys á klaka og farið á netið. Við erum búin að vera hátt í 1 og hálfan sólarhring á leiðinni heim. Við slepptum herberginu í Utah á hádegi í gær.... dunduðum okkur í listigarði og búðum þar til við flugum til New York kl 12:45 í nótt. Flugið var 4 tímar og tímamunur 2 tímar.... lentum kl 7 í morgun á staðartíma.

Við gátum bæði sofið eitthvað... en ég var hreinlega að drepast úr sibbu, þegar ég keyrði áleiðist til Boston.... og auðvitað glaðvaknaði ég þegar Lúlli tók við.  Við fengum okkur breakfast á Ihop á leiðinni....og eftir búðarráp og skoðunar-villu-vegar-ævintýri um Boston, þá borðuðum við á The Old Country Buffet.

Við skiluðum bílaleigubílum, sem var sá 4. sem við tókum í þessari ferð og vorum komin á völlinn 3 tímum fyrir brottför. Flugið heim er 21:30 á staðartíma.

Núna slöppum við af   SmileGrin  og njótum þess......


Salt Lake City, Utah

Allt er gott sem endar vel   CoolCool

Við erum búin að vera rúmar 3 vikur í þessari ferð. Flugum út föstudaginn 23.maí, eigum núna 2 næturflug eftir..... og komum heim á þriðjudagsmorgni... 17.júní.

Ferðin hefur í alla staði tekist vel. Við erum búin að strauja 3 ný fylki, Vermont, Montana og Idaho. Á milli Vermont og Montana skutumst í viku til öðlinganna og höfðingjanna í Californíu.... en þar bættist ekki við nýtt fylki.. ég er búin að hlaupa lang oftast í Californíu.... held það séu komin 12 maraþon þar. 

Það var sérstök upplifun að fara í Yellowstone og Jackson Hole. Og það verður að minnast á hvað við vorum blessuð með veður. Í fyrsta lagi breyttum við allri ferðinni, við ætluðum upphaflega að vera á miðríkjunum þar sem flæðir núna yfir fjölda borga og svo á austurströndinni þar sem er hvílík hitabylgja, að það er til vandræða.

En við breyttum ferðinni fyrir nokkrum mánuðum.... veðrið blessaðist hér, því við sluppum við rigningar og þrumuveður sem voru í veðurspám og náðum að sjá Yellowstone áður en það frysti og snjóaði og varð ófært þar. Einu sinni vöknuðum við (Idaho Falls) og það hafði snjóað um nóttina. En hann bráðnaði strax.

Öll hlaupin voru í ágætis veðri, þó stundum væri heitt, ég nota alltaf sólarvörn 50 svo ég brenni ekki. Ég hef ekki tekið saman hvað við erum búin að keyra mörg þúsund mílur... en það er slatti.

Við keyrðum frá Rexburg, Idaho í gær, (ca 4 tíma keyrsla) strax eftir hlaupið og tókum sama hótel (Microtel) og við vorum á þegar við flugum hingað fyrir 2 vikum.

Eins og heima þá hefur allt hækkað hérna, bæði bensín, matur og hótel.


Rexburg, Idaho

    KissingKissing 

Við höfum verið eins og blóm í eggi í Idaho Falls, það var yndislegt að hafa heitan pott og gott eldhús. Við gátum bakað okkur vöfflur í morgunmat.... ummm

Þess vegna ákváðum við að afpanta fyrri nóttina okkar í Rexburg og vera sólarhring lengur í Idaho Falls. Rexburg er bara 30-45 mín norðar. Við erum búin að vera nákvæmlega 3 vikur á ferðalagi í dag. Mótelið okkar er mjög fínt, þeir eru að búa til sundlaug og heitan pott hérna.

Við verðum bara eina nótt hérna. Lúlli verður að tékka okkur út á morgun á meðan ég er í hlaupinu og við keyrum annað hvort til Salt Lake City eða í áttina þangað.  Við gistum einhversstaðar eina nótt í viðbót... síðan eigum við 2 næturflug eftir... annað þeirra frá Salt Lake City til New York, þaðan keyrum við til Boston og fljúgum þaðan heim nóttina á eftir.

Við eigum að lenda í Keflavík að morgni 17.júní.


Veðrið...

Idaho Falls 11.júní 2008

Smile ákváðum að vera hér 1 nótt í viðbót. 

Maður er í stöðugu sambandi heim.... fékk að vita að það er miklu betra veður heima. Það er sennilega ekki talað um annað en veðrið á báðum stöðum.

Við fórum í búðarráp og Lúlli tók mynd af fossum hér rétt hjá... þeir gætu verið táknrænir fyrir nafnið á bænum.  Núna ætlum við að slappa af, fara í heita pottinn, síðan ætlum við að hita örbylgjumat í eldhúsinu og horfa á góða bíómynd í sjónvarpinu.....

Já, það er COLOR TV  hérna.   LoL  haha


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband