Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Stórt afmæli í dag :)

Elsku pabbi, tengdapabbi, afi, langafi og langalang-afi, innilega til hamingju með daginn Smile 

Þeir sem gátu mættu á Slétthrauninu í gær, sunnudag, í tilefni þess að pabbi er 80 ára í dag 21.1.2013... Að sjálfsögðu var sunginn afmælissöngur og hann tekinn upp á videó. Það var gaman hvað margir gátu komið. Hafdís og Guðjón voru í London, Harpa í Orlando og einhverjir úti á landi, uppteknir eða komu á öðrum tíma. 

Fyrir mestu var að úr þessu varð smá afmæli Smile 

Svavar Jóhannesson 80 ára 2013 

http://www.youtube.com/watch?v=D9Nn-GN_qN0&feature=share&list=UU3cPhEuKo9FdMn6D0DNB8Iw 


Komin heim heil á húfi

Flugið frá Dallas til Denver var um 1 og hálfur tími en síðan þurftum við að bíða tæpa 4 tíma eftir að fara heim. Flugið heim var tæpir 7 tímar og vélin nær full. Í gluggasætinu hjá okkur sat vel fullur Norðmaður og hann var smá þreytandi :Z  Það var varla hægt að horfa á sjónvarpið fyrir honum.

Pabbi og mamma sóttu okkur upp á völl og keyrðu okkur heim... munur að hafa svona þjónustu á reiðum höndum :D

Þá er það bara að koma dótinu fyrir og ganga frá töskunum... 


Dallas TX - Denver CO - Kef Ísland :D

Nú tekur við langt ferðalag, við eigum flug um hádegið til Denver ca 1 og hálfur tími og síðan flug kl 16:15 til Íslands. Við erum 8 tíma til Denver en ég man ekki hvað við erum lengi heim.

Við ætlum að mæta snemma upp á völl og skila bílnum, maður veit ekki hvort við tefjumst eitthvað þar vegna árekstursins sem við lentum í, í byrjun ferðarinnar... vona samt að það kosti engar tafir.

Við lendum í Keflavík snemma á þriðjudagsmorgni 8.jan. 


Jackson MS - Dallas TX

Við pökkuðum flestu í gær og tékkuðum okkur út kl 7... fórum í breakfast-buffet og fylltum okkur af alls kyns gúmmelaði... eggjahræra, pylsur, bacon, ommiletta með öllu, brauð, steik, ávaxtahlaðborð og rjómi, kökur og ís... gleymdi að fá mér amerískar pönnukökur.

Við lögðum að stað rúmlega 8 og keyrðum 432 mílur, með nokkrum stoppum til Dallas... Veðrið var gott, komum um 5 á mótelið. Við byrjuðum ferðina á því að gista hérna og síðasta nóttin í ferðinni er í sama herbergi. Nú er bara að slappa af, við eigum flug til Denver kl 11:51 í fyrramálið.

Microtel Inn & Suites by Wyndham Irving/DFW Airport/Beltline

3232 W. Irving Blvd, Irving, TX 75061 US 
Room 310 


Port Allen Louisiana til Jackson Mississippi

Það voru 180 mílur til Jackson. Við höfum alltaf vakað og sofið eftir hentugleika og vorum lögð af stað kl 9... 

3 og hálfur tími með stoppum á 130 km hraða... og komum á mótelið milli 12 og 1. Við viljum alltaf vera á fyrstu hæð þegar það er utangengt í herbergin og urðum þess vegna að bíða í 2 tíma eftir herbergi. 

Á meðan við biðum fórum við þangað sem gögnin eru - ekki búið að opna þar, settum inn startið og bílastæðin - allt saman í minna en 2ja mílna fjarlægð... MJÖG hentugt :D
Mótelið er orðið frekar þreytt... en það er þægilega nálægt :D

Það er enginn morgunmatur hérna svo við keyptum okkur morgunmat og borðuðum síðan á Golden Corral... I LOVE IT :) 

Ég man nú eftir sumu síðan ég var hérna síðast 2009 en þá keyrðum við hingað frá Orlando. Í þeirri ferð hljóp ég 4 maraþon (eins og í þessari) 2 í Florida, 1 í Jackson og 1 í Georgíu.

Red Roof Inn
Jackson Fairgrounds
700 Larson St. Jackson MS 39202 


Humble Texas til Port Allen Louisiana

G  L E Ð I L E G T   Á R

Internetið var lagað eftir jólin á Áttunni í Humble og við vorum í betra sambandi við alla. Maraþonið á Nýjársdag (í gær) gekk vel og verðlaunapeningurin hreint ótrúlega flottur. Við vorum búin að pakka í tvær töskur og við hentum því síðasta niður í morgun. Við höfum verið hérna í tvær vikur. Nú förum við til Port Allen LA og þaðan til Jackson Mississippi.

Við vorum lögð af stað til Port Allen LA fyrir hálf átta í morgun, leiðin var 248 mílur og við stoppuðum tvisvar á leiðinni til að teygja úr okkur. Við vorum komin þangað um kl 2 eh. og þá nennti maður engu - bara slappað af.

Super 8 -Port Allen
821 Lobdell Highway, Port Allen, LA 70767
PH: 225-381-9134 room 155  


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband