Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Hilo - Honolulu - San Francisco - Seattle - Keflavik

Stutt stopp hjá Marathon Maniac í þetta sinn... og MJÖG langt ferðalag. Ég gisti í Seattle á leiðinni út en nú flýg ég 2 næturflug og tapa heilmiklum tíma.

Ég flýg fyrst til Honolulu og síðan næturflug til San Francisco, þaðan til Seattle og loks næturflug heim. 

Þetta mun aðeins rífa í :/

 


Hawaii - draumastaður allra

Ég er viss um að það er betra að koma hingað að sumri til. Hitinn hefur verið um 25 stig en það er töluverður vindur, enda er þetta eyja út í miðju hafi.

Síðast vorum við á Honolulu í 2 vikur... ég verð að segja að þessi hluti sem ég hef séð af Hilo er eins og eitt stórt fátækrahverfi miðað við Honolulu... enda held ég að þangað liggi ferðastraumurinn.

 

Það er 10 tíma munur á tíma miðað við heima og ég reyni ekki að rétta hann við.  Á morgun sæki ég gögnin fyrir maraþonið.


Seattle - Honolulu - Hilo Hawaii

Þetta hefur verið langt og strangt ferðalag. Ég vaknaði eldsnemma í morgun, langt á undan klukkunni. Svo var ég með allt tilbúið áður en ég mætti í morgunmat kl 6. 

Ég tók flugrútuna kl 7:05 og það passaði ágætlega. Hawaiian Airlines var með 300 manna vél og það tók 45 mín að koma öllum í sætin sín. Flugið til Honolulu tók 6 og hálfan tíma, síðan var um 2ja tíma bið en flugið til Hilo var undir klst. 

Mín var fljót að sækja bílinn og fara í Walmart. Ég náði mér í vatn, morgunmat og fl. fékk mér að borða og tékkaði mig svo inn á hótelið. Þá lenti ég í heljarinnar veseni að komast á netið því það komu alltaf villuboð í gegnum Google Chrome... Loksins gat ég fundið Explorer og komist inn í gegnum hann. 

Hilo Seaside
126 Banyan Dr. Hilo Island, HI 96720
Phone: (808) 935-0821 room 26


Keflavik - Seattle

Ég hef sjaldan tvístigið eins yfir neinni ferð eins og þessari. Í fyrst lagi hef ég aldrei farið svona í ökklanum eins og ég gerði í síðustu ferð og í öðru lagi gat ég aldrei "gleymt" honum og var alltaf að vanda mig... og svo gat ég ekkert æft.

Það var á síðustu stundu sem ég ákvað að fara og nú er ég komin til Seattle eftir nærri 8 klst flug. Þar sem ég er bara með handfarangur þá var ég fljót út og komin á hótelið eftir klst. Ég svaf ágætlega í nótt, vaknaði auðvitað allt of snemma því það er 7 tíma munur, en ég á flug til Hawaii kl 8:45.

Hilton  Airport and Conference Center,
17620 Pacific Hwy South Sea Tec 98188
Phone: +1206 244 4800


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband