Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Afmæliskveðjur

Mamma 85 ára 19.apríl 2014

Ég hef það fyrir vana að útbúa afmælisvideó þegar nánir eiga stór-afmæli. Mamma og tvíburasystir hennar Jóhanna (Hanna) urðu 85 ára síðasta laugardag. 

Við komum saman heima hjá mömmu og áttum glaðan dag saman. Það voru teknar myndir, borðað og afmælissöngurinn sunginn. Vaninn hjá mér er að birta afmælisvideóið á afmælisdegi viðkomandi en hvert tæknivandamálið á fætur öðru urðu til þess að birtingin dróst um sólarhring... og birtist hér tveim sólarhringum of seint... En, innilega til hamingju með daginn elsku mamma, tengdamamma, amma, lang-amma og langa-lang-amma. 

afmælis-videó

 

 

 

 

 

 

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=V_K5ktg6t7I&list=UU3cPhEuKo9FdMn6D0DNB8Iw 


Stórt afmæli í dag :)

Elsku pabbi, tengdapabbi, afi, langafi og langalang-afi, innilega til hamingju með daginn Smile 

Þeir sem gátu mættu á Slétthrauninu í gær, sunnudag, í tilefni þess að pabbi er 80 ára í dag 21.1.2013... Að sjálfsögðu var sunginn afmælissöngur og hann tekinn upp á videó. Það var gaman hvað margir gátu komið. Hafdís og Guðjón voru í London, Harpa í Orlando og einhverjir úti á landi, uppteknir eða komu á öðrum tíma. 

Fyrir mestu var að úr þessu varð smá afmæli Smile 

Svavar Jóhannesson 80 ára 2013 

http://www.youtube.com/watch?v=D9Nn-GN_qN0&feature=share&list=UU3cPhEuKo9FdMn6D0DNB8Iw 


Rapport

Ég skrifa orðið svo sjaldan að hver færsla er nokkurs konar rapport... eða yfirlit yfir það sem hefur gerst. Það mikilvægasta er að ég er búin að fá vinnu í kirkjunni minni, Ástjarnarkirkju, með starfsheitið æskulýðsfulltrúi. FRÁBÆRT :D

Síðan hef ég byrjað í samsvarandi starfi hjá Kálfatjarnarkirkju, þó það sé ekki búið að ganga frá starfssamningi. ÆÐISLEGT :D

Þá hef ég verið að dunda eitthvað annað... Mér hefur tekist að gera afmælisvídeó fyrir öll börnin og barnabörnin og EITT stórafmæli (Jonnu) á síðustu 12 mán... síðasta afmælisvídeóið var fyrir Hafþór Örn... en þau eru öll á Youtube.com 

 

 

 

 

 

Síðan hef ég gert 2 vídeó um Ratleik Hafnarfjarðar 2012... hið fyrra var um Ratleiksnámskeiðið sem ég stóð fyrir í ágúst sl... fyrir börn 12-14 ára... en við náðum ekki að klára allan leikinn, m.a. vegna veðurs.

 

September 2, 2012 3:34 PM 

 

 

og hið síðara var um allan ratleikinn en við systur (ásamt fleirum) náðum að finna öll 27 spjöldin.

 

September 28, 2012 1:00 PM 


Til hamingju með afmælin :)

♥ ♥  Það eru 3 sem eiga afmæli þessa dagana.

 Ísak Lúther varð 16 ára í gær 24.júl. 
Innilega til hamingju með afmælið sæti, vona að dagurinn hafi verið þér minnisstæður, 16 ára afmælisdagurinn er nokkuð stór tímamót :)

 

 

 

 

og síðan eiga
 Jonna og  Lúlli afmæli í dag, 25.júlí. 

 Jonna á stórafmæli 90 ára í dag... Innilega til hamingju með daginn elsku Jonna mín, vona að dagurinn verði þér gleðilegur og eftirminnilegur.


Happy Birthday Jonna age 90, 2012

 

 

 Síðast en ekki síst á elsku kallinn minn afmæli - og eldist samt ekki neitt - skrítið...
Innilega til hamingju með daginn Lúlli minn... ég held þetta sé dagurinn sem þú átt að dekra sérstaklega við mig - er það ekki ;) 


Happy Birthday Luther 2012

 

 

 Innilega til hamingju með afmælin 


37 ára brúðkaupsafmæli :)

Minnisstæðasti brúðkaupsafmælisdagurinn var fyrir 2 árum,

P7120352
 
En þá gekk nær öll fjölskyldan á Helgafell í tilefni dagsins. Veðrið í dag er álíka gott og fyrir tveim árum þegar við slógum upp veislu og borðuðum sjónvarpsköku á toppnum. Þá sá ég svo sannarlega hvað ég er rík. Þessi dagur lifir í minningunni. Takk allir :)


Kef - Seattle - LA

Þetta var langt og strangt ferðalag í gær... en nú erum að vakna í LA... Lúlli hafði getað sofið eitthvað á leiðinni en ég var gjörsamlega búin þegar við komum á hótelið í nótt. Við tókum okkur hotel í Inglewood, nú liggur fyrir að keyra til stór-vina okkar og höfðingja, Jonnu og Braga. Okkur hlakkar mikið til :)

Value Inn 4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304 US

Tveir í nánustu fjölskyldu hafa átt afmæli í maí...

Happy Birthday Matthías Daði 2012.wmv
Happy Birthday Sigrún 2012.wmv


Emilía Líf langömmukrútt

Emilía Líf langömmukrútt

Gleðilegt sumar.

Vá, hvað tíminn líður, langömmukrúttið orðið 3 og hálfs mán. Fékk þessa mynd á facebook, ég vona að ég sjái litla krúttið og alla fjölskylduna mína oftar þegar skólinn er búinn í maí. 

Þessir eiga afmæli í apríl...

10.apríl Ástþór Andri 

 

 

 

 

19.apríl - mamma fædd 1929

Svo er hér vídeó af hljómsveit Matthíasar og ömmu.

Thumbnail

Matthías Daði syngur Daginn í dag.wmv 


Ótrúlega léleg á síðunni :/

Vonandi stendur þetta til bóta, það er ekki hægt að halda úti síðu og skrifa ekki orð þar vikum saman... og er ég ekki í stjórnmálum ;) Þeir leyfa sér sumir að stofna síðu og gleyma því síðan að þeir stofnuðu hana.

Það er einhvern veginn þannig að þetta er bara þó nokkur vinna að standa sig á netinu. Ég blogga um hlaupin á byltur.blog.is, svo fylli ég út hlaupadagbókina á hlaup.com, maður er á facebook... og í nokkrum grúppum þar.... og svo er maður endalaust í tölvunni í sambandi við skólann. Ugla er innri vefur HÍ og þangað sækir maður verkefni og lestrarefni... öll verkefnavinna er unnin á tölvu... mér finnst ég alltaf vera í tölvunni...

En síðan í haust hef ég gert afmælisvídeó fyrir nánustu fjölskyldu og elsta dóttlan átti afmæli í byrjun mars... En þessi hafa átt afmæli síðan ég skráði síðustu afmælisvídeó...

Sigurður Bragi 29.des...  Happy Birthday Sigurður Bragi.wmv 
Gabríel Natan 18.febr...  Happy Birthday Gabriel Natan 2012.wmv 
Helga Lúthers 5.mars... Happy Birthday Helga 2012.wmv

Fyrir utan að pabbi átti afmæli í janúar og Bragi höfðingi í Santa Barbara átti afmæli í febr.
Happy birthday to you all :) 

 


Afmælisvídeó

Þó ég hafi ekki verið dugleg að blogga og óska nánustu börnum og barnabörnum til hamingju með afmælin hér á blogginu... þá hef ég í staðinn gert afmælisvideó.

Fyrstu voru ekki eins tæknileg og þessi síðustu... en við vitum að æfingin skapar meistarann Smile

Harpa átti afmæli 5.okt  Happy Birthday Harpa.wmv
Árný átti afmæli 11.okt  Happy Birthday Árný 2011.wmv
Lovísa átti afmæli 17.okt  Happy Birthday Lovisa.wmv
María Mist átti afmæli 20.okt  Happy Birthday María Mist 10 ára 2011.wmv
Svavar átti afmæli 7.nóv Happy birthday Svavar Kjarrval 2011.wmv
Bryndís Líf á afmæli 29.nóv Happy Birthday Bryndis Lif 29.11.2011_0001.wmv

Heart TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN Heart 

og ekki má gleyma Matthíasi Daða sem söng afmælissönginn sinn sjálfur 

Matthias 2 year old birthday boy.wmv


Komin í sumarfrí :)

Nú er prófum lokið, sunnudagaskólanum slitið og síðasti dagurinn minn með kirkjuprökkurunum búinn... og ekkert STÓRT eftir í bili en að afgreiða síðasta fylkið í USA næsta sunnudag... síðan byrjar afslöppun af FYRSTU GRÁÐU Whistling  Wizard  Wink  Sleeping   W00t

 Síðan verður auðvitað afmæli hjá litla kút...
Heart 19.maí ... Matthías litli ömmustrákur verður 2ja ára InLove


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband