Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Komin til Kansas City, Missouri

Þriðja daginn í röð keyrðum við suður I-35. Nú erum við komin til Kansas City í Missouri. Við verðum hér fram á laugardag eða í 5 nætur. Við gistum í miðborginni á móteli sem var áður Roadway Inn en er nú Econo Lodge. Bæði eru keðjur sem við höfum oft gist á og þekkjum vel.

Econo Lodge Inn & Suites Downtown
3240 Broadway , Kansas City, MO, US, 64111-2426 
Phone: (816) 531-9250    room 116

Einfaldara getur það ekki verið

Róm 10:9
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.

Getur það verið einfaldara... bara að játa trúna og trúa... og himnaríki er þitt. Málið er að við eigum sjálf erfitt með að trúa að það hangi ekki meira á spýtunni. Við erum nefnilega ósjálfrátt alltaf að meta okkur við aðra. þ.e. telja þeirra afbrot verri en okkar... eins og fariseinn í Lúkasarguðspjalli...

Lúk 18:11
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður.

Hver erum við að dæma hvort annað, en það þýðir ekkert að loka augunum fyrir að við gerum það... bæði í orði og hugsun. Fariseinn taldi sig vera betri því hann var gyðingur... hann var fæddur inn í samfélag sem átti fyrirheit Guðs, en hvað sagði tollheimtumaðurinn...

Lúk 18:13
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur!

Tollheimumaðurinn bað til sama Guðs. Sá sem okkur virðist vera langt frá Guði... getur verið miklu nær honum en við. Trúin í hjarta og á vörum mannsins er mælistika sem manni virðist að mælt verði eftir. Það getur varla verið einfaldara - en samt eigum við fullt í fangi með það.


Keyrðum til Minneapolis í gær

Lúlli tékkaði okkur út af mótelinu í Ashland á meðan ég var í hlaupinu. Það vantar ekki að það er mjög fallegt í haustlitunum að keyra þangað og þaðan burt. Það rættist úr veðrinu, það var kalt þar til í hlaupinu, einmitt þegar það mátti vera kalt... þá hitnaði. 

Veran þarna var minna spennandi því Lúlli var veikur og síðustu nóttina - fyrir hlaupið fylltist ég af einhverju hálsdrasli ??? Svo að við biðum ekki eftir neinu  eftir hlaupið heldur keyrðum beint suður til Minneapolis. Tókum sömu áttu og síðast.

Í dag keyrðum við áfram suður eftir I-35 niður til Des Moines höfðuborgar Iowa. Þar gistum við amk í nótt.

Super 8 Urbandale/Des Moines Area,  5900 Sutton Drive I35/I80 Exit 131 Merle Hay Rd Urbandale, IA 50322 US,
Phone: 515-270-1037 Room 120


Ætla að forðast að kaupa breskar vörur

Jæja, svo Sá Brúni (Brown) er nú að yfirtaka banka heima hjá sér. Það er kanski okkur að kenna. Við erum vondu kallarnir. Það er öruggt að eftir hryðjuverkameðferðina á okkur... sem gerði ástandið helmingi verra en það var - þá hef ég ákveðið að sneiða fram hjá breskum vörum.
mbl.is Breskir bankar yfirteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn

ÁrnýHeart  Árný á afmæli í dag 11.okt... er orðin 43 ára.

Árný býr á Burknavöllunum, í sömu blokk og við, bara á 3ju hæð. Hún á 4 börn, Hafþór Örn, Sigurð Braga, Sigrúnu og Maríu Mist... og 2 barnabörn, Sverri Björgúlf og Sölva Stein.
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að hún fari á tónleika (Vilhjálm) í tilefni dagsins.  

Innilega til hamingju með daginn.
Megi allt ganga þér og þínum í haginn og eigðu góðan dag til að minnast.


Þarf 3 menn eða 1 konu?

Við yfirtöku bankanna var tekið fram að sumir myndu lækka í launum og spurning hvort bankastjórastaðan sé nú ekki lengur hálaunastaða. Laun bankastjóra voru fyrir löngu komin út fyrir allt og kominn tími til að breyta því. 
Það er oft sagt að konur séu verr launaðar vegna þess að þær séu lélegri en karlmenn að sækja kauphækkanir. Ég held það sé satt, amk leið ár þar til ég sjálf fór fram á kauphækkun frá byrjunarlaunum, þar sem ég vann síðast. 

Ef það nægir að hafa 1 bankastjóra í öðrum bönkum - þá er klárlega ofaukið að hafa 3 í Seðlabankanum, er það ekki? Nema það þurfi 3 menn til að gera það sem 1 kona kemst yfir...


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðari nr. 1 - veikur

Það er nógu slæmt að vera veikur þegar maður er heima... en á ferðalagi er það enn leiðinlegra. En Bíðari nr 1 er sem sagt veikur Pinch
Hann fékk kvef, höfuðverk og smá hita... er með einhvern flensuskít... og í þetta sinn er öruggt að þetta er amerískur flensuskítur W00t Við renndum í Walmart í morgun og keyptum púst fyrir hann til að víkka út berkjurnar... og verkjastillandi og hitalækkandi.

Nú er bara að bíða og vona að þetta virki Undecided


Við getum reddað Íslandi :)

Síðan ég bloggaði við fréttina um svindl á netinu, hef ég safnað saman öllum happdrættisvinningunum og peningatilboðunum sem mér hafa borist í gegnum emailið mitt í athugasemdirnar við bloggfærsluna. Ég held ég geti bara reddað Íslandi út úr fjármálakreppunni með öllu þessu fé. Og ef allir hinir sem hafa fengið svona tilboð gæfu þau líka í púkkið.... þá verður engin kreppa Joyful
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/652102/

og alltaf berast nýjir vinningar eins og sjá má í athugasemdunum....Joyful


Komin til Ashland

Það var dásamlega fallegt að keyra hingað upp eftir. Haustlitirnir voru ótrúlegir. Við keyrðum norður til Duluth og austur 53 og síðan 2 eftir það. Við áttum ekki pantað hótel í Ashland, en ég var með augastað á áttu... sem reyndist allt of dýr vegna maraþonsins.  Við fengum inni á öðru móteli í sömu götu...og verðum hér 3 nætur... Lúlli tékkar okkur sem sagt út á meðan ég er í hlaupinu á laugardag.

Ashland Motel, Lake Shore Drive, phone 715 682 5503, room 25


Cloquet til Ashland

Ákváðum að vera hér í 2 nætur. Lúlli veiktist svo í gær, kvef og höfuðverkur, svaf lítið sem ekkert í nótt... en við verðum samt að halda áfram í dag. Hann verður að harka af sér.

Það er ekki langt til Ashland, það er í næsta fylki þ.e. Wisconsin. Við erum mjög norðarlega og það er kaldara hér en fyrir sunnan. Haustlitirnir eru ótrúlega flottir... Við erum búin að vera í Usa í október á hverju ári síðustu 10 ár, nema í fyrra og þetta er alltaf jafn fallegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband