Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
7.10.2008 | 13:31
Hið týnda...
Í þessum ólgusjó sem heimurinn og þar með landinn siglir í núna, dugar ekki annað en að reyna að stíga ölduna... passa að kastast ekki út fyrir og fókusera á það sem er dýrmætast fyrir okkur... því líklega ,,týnum" eða töpum við öll einhverju.
Í Lúkasarguðspjalli, 15.kafla segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla um það sem er týnt eða glatað. Þar sem sögurnar standa saman hljóta þær að tengjast.
Lúk. 15:4 Týndi sauðurinn
Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? Einn af hundraði eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan. Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt. En dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir.
Allir hafa áheyrendur Jesú þurft að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.
Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er í dag, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á... kveikir hún þá ekki á lampa,við vitum ekki hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt... sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana? Eins og konan hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þótt hún leitaði þegar það væri orðið bjart....
Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10%. Og ef við kíkjum á 1. vers, segir þar að það eru tollheimtumenn að hlusta. Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu best, yrðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Peningar voru besta viðmiðunin fyrir tollheimtumenn.
Og þegar konan hefur fundið drökmuna, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi. Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus.
Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp og leita þar til við finnum, heldur en að týna og láta það bara eiga sig... eins getur verðlítill hlutur verið verðmikill í okkar augum.
Lúk.15:11 Týndi sonurinn
Saga sem allir þekkja og fjallar um soninn sem fékk arfinn fyrirfram og sóaði honum í rugl og vitleysu... sem er mjög auðvelt, við erum með meistaragráðu í óhófi og eyðslusemi. Ekki er hann sá eini sem hefur misst peningavitið. En maðurinn átti 2 sonu, verðmæti hins glataða er orðið 50%. Maðurinn var ríkur en tap hans var ekki eignatjónið, sonurinn var dýrmætari en peningarnir. Börnin okkar eru dýrmætasta eignin.
Í öllum sögunum er glaðst yfir því að finna hið týnda, hvort sem það var lítill eða stór hluti af eignum manns. Í tveim fyrri sögunum týndust verðmæti er vörðuðu afkomu manna og eignir... og okkur sýnt fram á að við erum reiðubúin til að leggja mikið á okkur til að endurheimta þær -en í sögunni um týnda soninn er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis...
Gleðin yfir því að syninum tókst að fóta sig á ný, yfirgnæfir allt.
Allar dæmisögurnar fjalla í raun um okkur - hversu týnd við erum án Jesú, að við erum öll jafn verðmæt og að hann fyrirgefur okkur allt, án skilyrða ef við biðjum um það.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 22:57
Hvers vegna kreppa?
Fyrir mörgum árum, þegar við hjónin fórum að ferðast til Bandaríkjanna... þá voru áberandi auglýsingar í sjónvarpi þar sem fólk var hvatt til þess sem við myndum kalla ,,ábyrgðarlausrar eyðslu"... eyðslu á peningum sem það átti ekki til...
Ekkert mál að endurnýja bílinn, gera upp húsið, kaupa húsgögn eða hvað sem fólki dytti í hug... fólk þurfti ekki að byrja að borga af herlegheitunum fyrr en eftir 1 til 1 og hálft ár.
Auðvitað er freistandi að láta drauminn rætast strax og borga einhverntíma seinna.
Sjúkt - þetta var byrjunin á þessari kreppu... þegar loksins átti að fara að borga fyrir ofneysluna - þá átti fólk ekki peninga og varð gjaldþrota í stórum stíl... Þó stjórnvöld reyndu að grípa inn í - þá dugði það ekki.
Þessi óráðsía hafði áhrif um allan heim fyrr á þessu ári - allt hækkaði heima á Íslandi og nú þegar bankarnir okkar hafa yfirtekið húsnæðislánin og eytt öllu í fjárfestingar erlendis - þá súpum við seyðið af því líka.
Bankar eru í vandræðum á öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Ítalíu, Usa... og, og, og hverjir bætast við á næstu vikum... ekki er það Dabba eða ísl.krónunni að kenna.
Mín kynslóð byrjaði að búa áður en kredit-kortin komu, þegar fólk flutti inn í hálfkláruð hús og fékk gefins gömul húsgögn til að byrja með... og maður þurfti að spara endalaust... en það var ekki talin vera KREPPA. Þá komu gengisfellingar, fólk þurfti að gráta út lán í bönkum og gráta út launin sín á kontornum. Við höfum haldið hingað til... og vonað að þessi tími kæmi ekki aftur og erum enn að vona að við sleppum sem best út úr þessari kreppu.
En það er ekkert sem heitir.... við verðum að taka upp útsjónarsemina og sparnaðinn aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 20:44
Erum í Cloquet
Við keyrðum norður 35, þangað til okkur fannst nóg komið og fórum þá að leita að hóteli. Við lentum í litlum bæ sem heitir Cloquet og fengum okkur áttu. Það gæti verið að við yrðum meira en 1 nótt
Phone (218 ) 879 1250 room 105
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 22:46
Til hamingju með daginn
Rithöfundurinn á afmæli í dag 5.okt... er orðin 31 árs.
Harpa býr í Vogunum, ásamt Óla manni sínum, 3 sonum en þeir heita Ísak Lúther, Adam Dagur og Gabríel Natan, tíkinni Mílu og læðunni Emmu.
Innilega til hamingju með daginn. Megi allt ganga þér og þínum í haginn og biðjum þess að dagurinn verði góður og skemmtilegur í minningunni.
Afmæliskveðjur | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2008 | 18:49
Komin til Minneapolis
Keyrðum frá Albert Lea til Minneapolis. Áttum pantaða áttu...
Prior Ave N. Roseville MN 55113, phone 651-636-8888 room 101
Við erum búin að koma okkur fyrir, veðurspáin er ekkert sérstök en það er gott veður úti núna. Herbergið (110) sem við fengum fyrst var ekki í netsambandi svo við vorum færð á betri stað. Hér verðum við fram á mánudag.
Næsta herbergi (140) var við hliðina á klakavélinni og herbergi með einhverri vél sem fór í gang öðru hverju.... svo við vorum færð í herbergi 101, þar sem er kyrrð og ró.
Bloggar | Breytt 4.10.2008 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 13:50
Gjörið iðrun - takið sinnaskiptum
Matt 4:17
Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.
Síðasta útgáfa Biblíunnar, þ.e. frá 1981, þýddi ,,gjörið iðrun" en ný útgáfa Biblíunnar þýðir ,,takið sinnaskiptum".
Nýja þýðingin er réttari því gríska orðið metanoeo merkir að skipta um hugarfar eða tilgang... nákvæmlega það sem Jesús vildi. Gyðingar ríghéldu í erfikenningar sínar, heiðingjar héldu í steinguði sína og heimspekingar trúðu á speki og þekkingu...
Matt 4:18
Hann [Jesús] gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn.
Matt 4:19
Hann sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.
Gyðingar áttu að hætta að hugsa einungis um eigin frelsun - þeir áttu menn að veiða. Orð Guðs er fyrir alla. Jesús prédikaði í kærleika, án þess að þræta um þær kenningar sem menn aðhylltust... en sagði takið sinnaskiptum, opnið augun fyrir því sem skiptir raunverulega máli.
Himnaríki er í nánd - Enginn breytir neinu eftir dauðann, valið er á þessari jörð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 22:41
Hverjir voru fátækir?
Matt 11:5
Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Eins og sjá má á færslunni á undan, sendi Jesús þessa orðsendingu í fangelsið til Jóhannesar skírara. Jesús telur upp hvert kraftaverkið af öðru og þau fara stigmagnandi... dauðir rísa upp... og fátækum er flutt fagnaðarerindi... Það hlýtur að hafa talist mesta kraftaverkið.
Þá vaknar spurningin: Hverjir voru fátækir?
Hinir fátæku voru þeir sem þekktu ekki Guð. Gyðingar áttu að breiða út orð Guðs en þeir héldu því fyrir sig... Við getum séð það á sögunni um Fönísku konuna að heiðnir þráðu að eignast hlutdeild í trúnni og vildu fylgja Guði. Þeir reyndu að hirða upp orðið... þá fróðleiksmola sem féllu á vegi þeirra.
Mark. 7:25-29Kona ein frétti þegar af honum [Jesú] og kom og féll honum til fóta, en dóttir hennar hafði óhreinan anda. Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað hann að reka illa andann út af dóttur sinni.
Hann sagði við hana: Lofaðu börnunum (gyðingum) að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð (orð Guðs) barnanna (þ.e. gyðinga) og kasta því fyrir hundana (heiðingjana).
Hún svaraði honum: Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna. Og hann sagði við hana: Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 20:08
Trú þín bjargar þér...
Matt. 11:1-6
Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf, hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra. Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars? Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.
Manninum er eðlislægt að efast um alla hluti. Jafnvel þó við höfum kraftaverkin fyrir framan okkur - vilja ekki allir samþykkja að Guð standi á bakvið þau. Er sama hvaðan gott kemur? Ekki eru allir sammála um það. Það er stundum orðað þannig að maður selji sál sína fyrir stundargróða.
Ég sat hér og horfði á þátt með Benný Hinn. Margir telja hann loddara en skiptir það máli. Hann boðar trú á Jesú Krist og engan annan. Þegar öllu er á botninn hvolft - þá er það ekki Benný Hinn sem læknar fólkið... Það er trú fólksins sem læknar það...
Jesús sagði alltaf, trú þín hefur bjargað þér og á einum stað gerði hann ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar fólksins. Jesús er sá sem við eigum að beina sjónum okkar að - hann er sá sem kom, sá og sigraði og kemur aftur... og þegar hann kemur aftur - er það trú þín sem bjargar þér.
Matt 9:22
Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Og konan varð heil frá þeirri stundu.
Lúk 18:42
Jesús sagði við hann: Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.
Matt 13:58
Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2008 | 14:18
Enn í Albert Lea
Við ákváðum að vera aðra nótt hér.
Ramada, 2306 East Main Street, Albert Lea, MN 56007 US
Phone: 507-373-6471... room 103
Við erum á löngu ferðalagi... 2 vikur búnar - 4 vikur eftir... og bæði hér og heima snúast allar fréttir um fjármálamarkaðinn.
Skrítið... heima halda margir að allt lagist ef við skiptum í evru, það er hvorki evra né króna í USA og allt í pati... Bush ætti kanski að skipta yfir í Ísl. krónu.
Dollarinn hefur heldur betur hækkað... sannast nú enn einu sinni að það borgar sig að vera með ferðatékka... það hefði verið laglegt að eiga eftir að borga alla gistinguna með vísa. Verslun gæti maður geymt þar til dollarinn stæði betur en ekki gistingu og mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 20:47
Eru kristnir verri en aðrir?
Presturinn minn sagði einu sinni við mig eitthvað á þessa leið : Ég vil bara segja þér það strax, að þú átt eftir að verða fyrir mestum vonbrigðum með kristna fólkið."
Mér fannst þetta mjög undarleg athugasemd og vissi eiginlega ekki á hvaða hátt vonbrigðin yrðu.
En mikið rétt... með tímanum komu vonbrigðin fram... ekki vegna þess að kristið fólk sé verra en annað fólk - heldur vegna þess, að vegna trúarinnar ætlast maður til þess að það sé betra en annað fólk.
Sannleikurinn er hins vegar sá að það eina sem kristnir hafa fram yfir trúlausa og vantrúaða er JESÚS. Að öðru leyti erum við eins. Trúlausir eða fólk annarrar trúar en kristni geta borið miklu meiri kærleika í hjarta sér en maður sem segist vera kristinn. Og oft finnst mér þeir sem segjast vera trúlausir, vera umburðarlyndastir... en það eru öfgar á báðum endum... þar sem menn dæma aðra hart, bæði trúaðir og vantrúaðir.
Kristin trú er persónulegt samband við Guð en ekki við trúarleiðtogann eða spámanninn!
Margir trúarleiðtogar eru einungis að skýla sér bak við trú en allur þeirra tilgangur er að nota sér trúgirni annarra í ábataskyni. Síðan er öll trúarhreyfingin dæmd vegna þessa.
Þetta á ekki bara við kristni, fjöldi trúarhreyfinga um allan heim hafa átt slíka leiðtoga.
Trúmál og siðferði | Breytt 2.10.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007