Leita í fréttum mbl.is

Ætla að forðast að kaupa breskar vörur

Jæja, svo Sá Brúni (Brown) er nú að yfirtaka banka heima hjá sér. Það er kanski okkur að kenna. Við erum vondu kallarnir. Það er öruggt að eftir hryðjuverkameðferðina á okkur... sem gerði ástandið helmingi verra en það var - þá hef ég ákveðið að sneiða fram hjá breskum vörum.
mbl.is Breskir bankar yfirteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Afhverju að refsa breskum fyrirtækjum og breskum almenningi fyrir það sem að Gordon Brown gerði?

Neddi, 12.10.2008 kl. 13:33

2 identicon

Henda í ruslið bara öllum sem keypt hefur verið í Debenhams, Sara og öllu þessu dóti!  Ætli það... en ef bretar hætta að kaupa íslenskar vörur má skoða málið. 

Það verður athyglisvert að sjá hvernig bretinn mun bæta viðskiptavinum sínum á Spáni, Hollandi, Írlandi og Ástralíu tjónið.  HBOS er í öllum þessum löndum.

Kryppa (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við eigum að kaupa Íslensk. Ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.10.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Bjarni Þór

Fyrir það sem Gordon Brown gerði? Heldur þú að hann sé alvaldur í Bretlandi? Það þarf að sjálfsögðu að samþykkja allt af þinginu. Þinginu sem var kosið af fólkinu í Bretlandi.

Bjarni Þór, 12.10.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kryppa, Zara (ekki Sara) er spánskt fyrirtæki, ekki breskt.  Það var stofnað af nokkrum saumakonum í borginni Deportivo á Spáni.  Það er í lagi að hafa svona á hreinu.

Neddi, af hverju?  Af hverju ekki?  Brown hinn mikli var ekkert að hugsa um hagsmuni Íslendinga þegar hann ákvað í blindni sinni að refsa Kaupþingi fyrir misskilning og í leiðinni líklegast fella Baug sem mun hugsanlega fella Haga og þar með Hagkaup, Bónus og allt það veldi hér á landi.  Ég held að það sé langt frá því að við séum búin að sjá fyrir endann á gerræðislegum aðgerðum breska fjármálaeftirlitsins.

Marinó G. Njálsson, 12.10.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Anna Guðný

Ég myndi mæla með að við færðum helgarferðirnar okkar annað en héldum áfram að kaupa vörur frá þeim. Vona svo að þeira haldi áfram að kaupa fiskinn af okkur. Við þurfum ekki að hegna þeim, þeir gera það hjálparlaust.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 12.10.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Auðvitað er "Sá Brúni" ekki einvaldur og hann var sennilega að reyna að afla sér vinsælda... en þessi hryðjuverkaárás mun koma í bakið á þeim seinna, ekki það að maður óski þeim þess - síður en svo. 
Ég er sammála síðasta ræðumanni að færa verslunarferðirnar - ef einhver hefur enn efni á að fara í þær - eitthvað annað og svo að velja íslenskt.
Held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að selja ekki fiskinn og nú fer vatnið okkar að verða eftirsótt... 
Það mun samt sem áður kosta okkur blóð, svita og tár að rétta úr kútnum aftur... en við gefumst ekki upp þótt móti blási :)

Bryndís Svavarsdóttir, 13.10.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband