Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til hamingju með daginn :)

LovísaHeart Heimasætan Lovísa á afmæli í dag 17.okt... er orðin 23 ára.

Ég kalla hana heimasætuna vegna þess að hún býr enn heima, ásamt kærastanum Gunnari, hundinum Venusi og kisunni ,,Klemmu eða Smellu" því hún smellti sér inn um gluggann hjá Lovísu og ákvað að setjast að þar... Enn er von á fjölgun því Lovísa er ,,eigi einsömul."

       storkur

Lovísa er nemi í Fjölbraut í Garðabæ og upprennandi lagasmiður og textahöfundur eins og má heyra á síðunni hennar... http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=193319337

Við ,,Gamla settið" sem er í útlandaflakki sendir bestu hamingjuóskir með daginn og við biðjum Lovísu og fjölskyldu alls hins besta... eigðu góðan og eftirminnilegan afmælisdag.


Hvernig er karlmanni nauðgað?

Þegar ég heyrði fyrst að konur hefðu nauðgað karlmanni þá spurði ég hvernig í ósköpunum það væri hægt... Svarið var mjög einfalt... Öll höfum við á unga aldri sett teygju á fingurinn og stoppað þannig blóðrásina fram í fingurinn. Við vitum líka af þeirri reynslu að það er mjög kvalafullt.

Þetta er aðferðin þegar karlmanni er nauðgað - það er sett teygja á liminn og menn sem hafa orðið fyrir þessu segja að þetta sé mjög kvalafullt. Þetta er því ekkert grín eða eins og sumir hafa ímyndað sér að það væri uppfylling á óvæntum draumóra, fyrir karlmanninn að verða nauðgað.
Það er því ekkert grín - frekar en þegar konu er nauðgað.
 


mbl.is Má grínast með nauðganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkar hefðir trúarbragðanna

Við gistum núna á Econo Lodge og eigendurnir eru indversk hjón. Einn morguninn þegar við voru að fara út og Bíðari nr.1 var eitthvað að leita á garminum, þá tók ég eftir því að Indverjinn stóð fyrir utan dyrnar. Hann snéri að götunni og húsinu á móti og baðaði út höndunum.

Ég hélt fyrst að hann væri að tala við einhvern með þessu handapati, en þá tóku við aðrar kúnstir og hann snéri sér m.a. í þrjá hringi. Hann var að framfylgja sinni trúarhefð, sennilega að biðja fyrir nýjum degi. Það skipti hann engu máli að tugir ef ekki hundruðir bíla keyrðu framhjá 5-10 metrum frá honum og fjöldi manns gengi hjá... hann var einn með sínum guði eða guðum. 

Ég gat ekki annað en dáðst að því að umheimurinn skipti hann engu í samskiptum hans við guðinn eða guðina sína. Við hin kristnu leynum ekki beint trúnni en við opinberum hana ekki á þennan hátt... kanski erum við sífellt með þessi orð Jesú á bakvið eyrað...

Matt 6:5   Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

Við vitum að Jesús var að tala um gyðinga sem báðust fyrir með hrópum og köllum á götuhornum og börðu sér á brjóst og tilgangur þeirra var að vekja athygli á sér. 
Indverjinn aftur á móti gaf ekkert hljóð frá sér en framkvæmdi þá siði sem honum bar samkvæmt trúnni... 

Vegna þess að maðurinn er Indverji - þá vissi ég að athöfnin var trúarleg, ef hann hefði verið hvítur - hefði ég talið hann eitthvað skrítinn GetLost


Sammála Geir

Er hjartanlega sammála Geir...
við verðum að snúa bökum saman, ég var reyndar búin að blogga um að Davíð hefði sennilega bjargað landinu frá gjaldþroti http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/672793/ með því að vera búinn að greiða niður skuldir ríkisins... fyrir fjármálaáfallið.

Dabbi ætti frekar að fá Riddarakrossinn ef hann á hann ekki fyrir Wink
mbl.is Ekki persónugera viðfangsefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegar skreytingar

Smile Smile Smile Smile Smile 

Kansas City Missouri 15.10.2008Við erum þessa dagana bara að dingla okkur hér í Kansas City. Á hinum síðustu og verstu tímum eyðir maður engu, enda er ferðin ekki búin, 2 vikur eftir og við þurfum að eiga fyrir mat og gistingu.
Við vorum að skoða okkur um og rákumst á þessa skemmtilegu skreytingu á húsi, framhliðin var eins og bókahilla og ég varð að smella af einni mynd.´

Við sáum líka svona skreytingar í Ashland... eins og má sjá hér... http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/669277/
skemmtilegt og lífgar svo sannarlega upp á húsin.


Allir vildu bita af kökunni meðan hún var til...

Mikið er gott að einhver hlý orð koma erlendis frá. Á erfiðleikatímum sannast ekki aðeins hverjir eru vinir manns - heldur einnig hvaða álit fólk hefur raunverulega. Þegar allt var á góðri uppsiglingu vildu allir fá hluta af kökunni... fólk var í röðum að fá styrki frá hinum ríku mönnum og fyrirtækjum, líknarfélög og sjúkrahús fögnuðu peningagjöfum... mönnum var hampað.
Allir vilja versla ódýrt hvort sem það er í Bónus eða annarsstaðar... og Bónus hefur verið okkar mesta kjarabót.  

Það sorglega er að fáir virðast ætla að tala máli þessara manna nú. Ríkt fólk hefur alltaf gefið mikið frá sér, styrkir hér og styrkir þar.  Að vísu var offjárfest en þessi kreppa er ekki þeim einum að kenna. Upptökin koma frá húsnæðislánakerfi Bandaríkjanna og hækkandi olíuverði í heiminum. Fjármálaheimurinn er eins og net, ef það kemur gat - glatast auðæfi margra.

Úr því sem komið er, er ekkert annað að gera en halda áfram, við viljum áfram versla ódýrt... reyndar er okkur það aldrei eins nauðsynlegt og nú, í tilraun til að halda sömu lífskjörum... Ekki förum við að skjóta okkur í fótinn með því að sneiða fram hjá lágvöruverslunum.


mbl.is „Ísland við upptök skjálftans"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nógu kynaukandi?

Að fá svona fréttir á síðustu stundu hlýtur að vera rosalega svekkjandi. Sérstaklega vegna þess að hljómsveitinni var boðið út... eða var þeim ekki boðið?  Þeirra fjárhagur kemur málinu ekkert við...  Það er því spurningin eins og fréttin segir, hvort menn séu ekki bara að skýla sér bakvið lélegar afsakanir... það hafi ekki selst nógu margir miðar til að borga fyrir heimboðið. Við höfum hingað til talið Japan vera velstönduga þjóð - en það er kanski bara misskilningur Frown

Ps. Þeir hafa kanski komist að þeirri niðurstöðu að þau verk sem synfónían ætlaði að flytja "væru ekki kynaukandi" fyrir japanska karla... það miðast nefnilega allt við að auka kyngetu karla þar.


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst hinum almenna Breta?

Við erum flest sammála um að hryðjuverkaaðgerð "Hr. Brúns" var óréttlát og að hann hafi verið að gera sig meiri í augum almennings... enda eru það við sem fengum skellinn. 

Hvað okkur snertir, er nú spurningin... hefur blaðagreinin snúið áliti hins almenna Breta? Finnst þeim "Hr. Brúnn" hafa brugðist rétt við eða telja þeir nú að aðgerðin hafi verið óréttlát?


mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf í sambandi :)

Það er ekki langt síðan við fórum að ferðast með fartölvuna  Cool
En þvílíkur munur, við erum í stöðugu sambandi við börnin heima í gegnum msn og email. Síðan ég byrjaði að blogga hafa þau svo getað fylgst með gömlu...  
Í þessari ferð datt mér í hug að setja inn símanúmerið á hótelinu sem við erum á þá stundina svo það sé hægt að ná í okkur...  Joyful

Við komum í gær til Kansas City og ég setti strax inn nýjustu upplýsingar... og það liðu nokkrir klukkutímar þar til við fengum símtal frá Lilju vinkonu okkar í Pueblo West í Colorado.  Hún hafði farið inn á Mbl.is og rakst á bloggið mitt Kissing

Frændi og frænka, Jonna og Bragi fylgjast líka með frá Santa Barbara í Californíu... við erum í stöðugu sambandi við þau... svo þetta með símanúmerið, svínvirkar KissingKissing


Davíð konungur Íslands!

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Einu sinni heyrði ég þetta: Þó þú gerir 99 góðverk, man það enginn - ef þú gerir 1 mistök, muna það allir.

Nú sér maður hinar ýmsu skoðanir manna á Davíð Seðlabankastjóra. Þeir láta alltaf hæst í sér heyra sem eru á móti - það er bara hátturinn. Margir vilja að hann segi af sér- ekki ég.
Þó álit mitt á Sjálfstæðisflokknum hafi dalað eftir að sumir menn... eftir kostningar og viðtöku síns embættis síns... hættu að svara spurningum fólks og fl... ég er auðvitað ekki stjórnmálafræðingur... en ég hef þá skoðun, að Davíð hafi bjargað því að landið yrði gjaldþrota.

Áður en þessi kreppa kom upp var íslenska ríkið nær skuldlaust... og það lítur út fyrir að okkur takist að standast áfallið.
Auðvitað hafa allir galla og allir hafa gert mistök... við sjáum það aldrei fyrirfram - alltaf eftir á... en í stjórnartíð Davíðs var hafist handa við að greiða niður skuldir ríkisins... hvar stæðum við núna ef þjóðin hefði verið skuldug upp fyrir haus. Við hefðum orðið gjaldþrota. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband