Leita í fréttum mbl.is

Erum að ferðbúast

Það var heldur mikið kæruleysi í gangi þegar við fórum út síðast, taskan var sótt fyrir hádegi, einhverju dóti hent í og keyrt út á völl kl. 2.

Við höfum alltaf ferðast ,,létt" og samt farið með of mikið. En maður getur nú ekki vitað nákvæmlega hvað maður þarf og betra að hafa aðeins of mikið með sér.

Hótelin sem við tökum eru yfirleitt með aðgangi að þvottavél, sem er ofboðslega þægilegt, sérstaklega þægilegt að geta þvegið hlaupadótið og nú orðið heyrir það til undantekninga að við komum heim með eitthvað skítugt.

Við fljúgum til Flórida eh. á þriðjudag og Gullið var í fyrra fallinu núna, sótti töskuna út í geymslu í gær. Við verðum 4 vikur úti í þetta sinn... gaman gaman... Joyful


Hjálp að fá, hvenær sem er

JesúbarniðHeart  Heart  Heart  Heart  Heart

Jólin eru alltaf jafn helg í mínum huga. Það fer gleðistraumur um mig þegar jólaguðspjallið er lesið og jólasálmarnir sungnir.

Þessi jól hafa verið öðruvísi en vanalega... í fyrsta lagi var okkur boðið í mat á aðfangadagskvöld. Við fengum æðislega jólasteik og nú voru teknir upp pakkar með barnabörnum í Vogum. Það er langt síðan við höfum séð pakka rifna upp með látum InLove
Um kvöldið þegar við komum heim, fór ég að finna fyrir eirðarleysi og kláða í fótum og klst seinna var ég orðin viðþolslaus... og stokkbólgin á ökklunum, sofnaði loks kl 4 um nóttina. Ég reyndi að lifa af á jóladag, en þá fór mig að klæja á fleiri stöðum, frá úlnlið og upp handlegg, á hálsi, í hári... hreinlega allsstaðar.

Þegar ég sá fram á svefnlausa nótt hringdi ég á vaktina og rétt slapp þangað inn fyrir 11:30. Þeir gáfu mér sterkar ofnæmistöflur og ég keyrði heim. Á leiðinni versnaði ég aftur en harkaði af mér... og náði að sofna.
Vaknaði kl 4:30 um nóttina vegna verks í vinstri hendi sem var orðin stokkbólgin. Þá ákvað ég að reyna ekki að berja þetta af mér og var komin inn á slysavarðstofu kl 5... Fékk enn sterkari ofnæmistöflur til að taka samhliða hinum og sterakrem. 
Vona að þetta dugi Tounge... en það er dásamlegt hvað við erum heppin hér... hægt að fá hjálp á hvaða tíma sem er, hvort sem það er heilög hátíð eða hánótt.


Gleðileg Jól

pakkaflóð        

      Jólakveðja

Óska ættingjum og vinum
          nær og fjær, 
   gleðilegrar jólahátíðar
                 og 
  farsældar á komandi ári.

   Guð blessi ykkur öll.


Hvað voru vitringarnir margir?

maría með JesúÉg varpaði þessari spurningu fram, þegar við systur vorum að föndra jólakúlur um daginn.  Hvað voru vitringarnir margir? 

Ekki stóð á svörunum, allar sammála um að þeir hafi verið 3... og vitnuðu meira að segja í Biblíuna.

Matt 2:1
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
Matt 2:11
þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Það er oft þetta einfaldasta sem fellir okkur... Eitthvað sem við höfum bitið í okkur og myndum standa á því föstum fótum að væri rétt... en sannleikurinn er sá að tala vitringanna er hvergi nefnd - aftur á móti eru gjafirnar þrjár, gull, reykelsi og myrra.


Allra hagur...

Bráðnauðsynlegt að reka á eftir fólki svo það geti bjargað sér sjálft...
Sem krakki man ég eftir sjoppueiganda og sundlaugaverði sem voru af erlendum uppruna. Sjoppueigandinn talaði slagfæra íslensku... varð kanski að gera það svo það væri hægt að versla við hann en hinn danski sundlaugavörður var búinn að búa til sitt eigið tungumál, sem ég held að hvorki Danir eða Íslendingar hefðu skilið þó lífið lægi við...

Tengdamamma mágkonu minnar reyndi hins vegar aldrei að læra íslenskuna, þó hún væri búsett hér í fjölda ára... svo það er nauðsynlegt að ýta við fólki. Það er nauðsynlegt að setja kröfur, því eftir allt saman er auðveldara fyrir fólkið sjálft að fóta sig hér, ef það lærir málið. 
mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng ályktun?

Hvernig geta fræðimenn haldið því fram að færri umferðarslys verði vegna lengri svefntíma... fækkunin gæti alveg eins stafað af því að umferðarálagið hefur minnkað... En það er nokkuð sem er vert að hugsa um, amk hér á landi þar sem stefnan virðist vera sú að tefja umferðina sem mest með alls kyns hossum og þrengingum og fólk fer að taka alls kyns sénsa í tímahraki.

Breyttur skólatími myndi vera breytt álag í umferðinni... ég hef enga trú á að unglingar fari að sofa lengur, mín reynsla hefur verið sú að unglingar vaki lengur ef þeir eigi að mæta seinna í skólann.


mbl.is Seinkun skóladagsins fækkar bílslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að komast í samt lag

Ég er búin að vera lengi að jafna mig eftir þessi næturflug. Við vorum 2 sólarhringa á leiðinni og allt virtist fara í rugl við þetta. Við þurfum að jafna okkur á svefnleysi og 8 tíma tímamun.

En nú hlýtur þetta að komast í samt horf Joyful
Ég er búin að skila af mér því dóti sem ég tók með heim fyrir aðra, koma einhverju í verk og heilsa upp á einhverja... en hef ekki hlaupið enn... tek hring á morgun.


Komin heim

Við komum heim í morgun, lentum kl 6:10 í Keflavík. Við fórum út af hótelinu um hádegi á þriðjudag, flugum næturflug til Boston (4:30 klst) lentum þar kl. 7 um morguninn...
Vegna þess hve langt var á milli fluga urðum við að taka töskurnar og bíða í 10 klst. á flugvellinum eftir að geta tékkað okkur aftur inn. Þegar við höfðum gert það fórum við á Priority Pass inn á betri stofu...þar sem átti að vera matur og drykkur... meiri drykkur - smá kökunasl... gott að við vorum með nesti með okkur. 

Flugið heim var kl. 8:35 í gærkvöldi og flugtími 4:10. Tvö næturflug taka aðeins á... Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn. Ég svaf sirka 1 klst í hvoru flugi og er orðin svolítið drusluleg. Ætla samt að hanga uppi í dag til að snúa strax á íslenskan tíma. Nú er ég búin að taka upp úr töskunum og ganga frá dótinu og farin að þvo þvott - ekki veitir af Wink


Það er allt hægt !

LasVegas 9.des.2008
Við eyddum síðasta deginum okkar í Las Vegas, við að skoða nokkrar stórkostlegar byggingar við Las Vegas Blvd.-The Strip.

Við byrjuðum á glæsilegu hóteli með jólaþorpi en í garðinum fyrir framan var vígt vatnsorgel í gærkvöldi. 
Í gær voru reyndar líka opnuð ný bílastæði við hið fræga kennimerki Las Vegas... skilti sem ferðamenn láta oft mynda sig við. Vegna bílastæðavandamála hafa orðið slys og oft legið við slysum við staðinn.
LasVegas 9.des.2008 Við fórum ekki þangað Shocking

Síðan skoðuðum við The Planet Hollywood Miracle Mile... þegar við gengum um inni í húsinu, var eins og við værum úti á götu í Austurlöndum... það kom þrumuveður og rigndi í miðjunni... okkur fannst það reyndar ekkert sniðugt  GetLost

LasVegas 9.des.2008 Þaðan fórum við á Mandalay Bay og skoðuðum spilasalina með allri ljósadýrðinni. Það kostar ekkert að skoða Smile

Síðasta húsið sem ég dró hinn fótalausa Bíðara nr. 1 inní, var ,,The Venetian"
Það var ótrúlegt að sjá...
LasVegas 9.des.2008á annarri hæð í húsinu, var umhverfið eftirlíking af Feneyjum...  

Þarna sigldu um gondólar og menn sungu ,,O sole mio"
ÞAÐ ER GREINILEGA ALLT HÆGT

Þarna er ég komin ,,til Feneyja" Joyful
Nú sit ég og blogga á flugvellinum í Vegas, flugvélin sem á að flytja okkur til Boston er komin.
LasVegas 9.des.2008 Hér eru spilakassar út um allt... JUST IN CASE... ef einhver ætli nú með peninga burt W00t 

Það hafa verið spilakassar á hverju strái, í Albertson, Wal-Mart og hvaðeina...
hér eru meira að segja spilakassar við töskufæriböndin...

Nú kveðjum við Borg Ljósanna eða ,,borg syndarinnar" eins og Bragi sagði að Las Vegas væri kölluð... ég hefði alveg viljað vera lengur Cool


Heimferðin

Heimferðin verður svolítið strembin... þar sem við tökum 2 næturflug.

Við tékkum okkur út af hótelinu okkar kl 11 í dag. Við ætlum að skoða okkur betur um... m.a. Mandala Bay, hótelið þar sem ég sótti gögnin og maraþonið byrjaði fyrir utan og svo ætlum við að skoða gamla bæinn. Við þurfum að ganga núna endanlega frá farangrinum.

Við þurfum að skila bílaleigubílnum um kl 8 í kvöld og eigum flug til Boston um miðnætti. Það er 4 tíma munur og svipaður flugtími þannig að við lendum þar í fyrramálið... og svo eigum flug heim um kvöldið.. þ.e. annað kvöld. Tæknilega séð, komum við heim eftir 2 sólarhringa, þegar þetta er skrifað. 


Hoover Dam, Nevada-Arizona

HooverDam 8.des.2008 Þetta var menningardagurinn okkar í dag.

Við renndum til Hoover Dam  Smile 
Þegar ég hljóp Grand Canyon Maraþonið langaði mig svo rosalega til að skoða bæði Hoover Dam og loftsteininn í Flagstaff, en hin nenntu ekki að keyra þangað...

HooverDam 8.des.2008 Nú rættist sem sagt draumurinn að sjá stífluna.

Núna standa yfir rosalegar framkvæmdir... það er verið að byggja svakalega brú yfir gilið... sem þýðir auðvitað að,

NÚ ER ÁSTÆÐA TIL AÐ KOMA AFTUR Joyful SEINNA...

HooverDam 8.des.2008 Ég sá að stíflan var byggð frá 1931-36 svo þetta hefur verið svakalegt mannvirki á sínum tíma. Ég sá ekki fylkismörkin máluð þvers... á miðri brúnni, eins og ég hef séð í nokkrum bíómyndum.

 

Eftir ævintýrið við Hoover Dam, tók Bíðari nr.1 nokkrar myndir af götunni sem hótelið okkar er við...
Las Vegas Blvd.... The strip
Las Vegas, The strip 8.des.2008  Las Vegas, The strip 8.des.2008


Las Vegas, Nevada

Við kvöddum Redondo með tárum... borðuðum morgunmat á Home Town Buffet og keyrðum þaðan til Las Vegas. Það voru um 400 mílur þangað.
Garmurinn átti ekki í neinum vandræðum með að finna hótelið okkar... og við fórum strax að ná í gögnin fyrir hlaupið á morgun. Auglýsingin fyrir hótelið sagði að það væri þráðlaust net... en það er víst bara í lobby-inu... svo ég sit þar og blogga.

Econo Lodge, 1150 Las Vegas Blvd. So.
Phone (702) 382-6001   Room 153

Lýsing hótelsins.....
The Econo Lodge® hotel is ideally located on the famous Las Vegas Strip, only one mile from downtown Las Vegas and the Fremont Street Experience, featuring five blocks of fun, shops, casinos, and a 90-foot-high light and sound show every night.

This Las Vegas hotel is only five miles or less from many major casinos and attractions including the Las Vegas Convention Center, the Fashion Show mall, the Thomas & Mack Center arena and the University of Nevada, Las Vegas (UNLV). The McCarran International Airport is less than seven miles away.


Hótel Jonna, Redondo Beach

SantaBarbara-LasVegas Des.2008Við förum héðan um hádegið, við hefðum viljað vera lengur hjá öðlingunum, vinum okkar og frændfólki mínu en... við verðum að halda áfram förinni.  Við keyrum niður til Redondo Beach á ,,HÓTEL JONNU" besta hótel í heimi
Takk takk, elsku Jonna að lána okkur íbúðina HeartKissingKissingHeart

Við verðum bara eina nótt þar... nú er tíminn farinn að styttast. Snemma á laugardagsmorguninn keyrum við til Las Vegas og ég hleyp þar á sunnudag... ég hef ekki netsamband í Redondo og verð því ekki ,,í sambandi" strax.

 á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Í Santa Barbara

Við lentum í 5 og 1/2 tima töf á flugvellinum í Seattle og komum því ekki til Long Beach fyrr en um kvöldmat. Gunna systir Óla var mætt og það áttu sér stað vöruskipti... hún fékk lambahrygg frá mömmu sinni en við tökum hunda-undirfeldssköfur heim i staðinn fyrir Hörpu.

Við ætluðum með rútu til Redondo Beach, en það fór allt í vaskinn... orðið dimmt, enginn vissi neitt þarna og við þreytt eftir alla töfina svo það endaði með að við tókum leigubíl.  

Mikið var gott að koma ,,heim" til Redondo. Eftir að hafa skilað af okkur töskunum og hringt til Santa Barbara til að láta vita af okkur - löbbuðum við út í Albertson og keyptum okkur eitthvað í svanginn... ég komst ekkert á netið, allir í húsinu komnir með adsl.

Morguninn eftir kysstum við ströndina og bryggjuna og slöppuðum af. Um kvöldmat tókum við strætó upp á flugvöll og náðum í bílaleigubílinn.

HELLO... CALIFORNIA HERE WE COME.

Í dag keyrðum við síðan til Jonnu og Braga... vina okkar, öðlinganna og höfðingjanna í Santa Barbara.
PS... Við höldum alltaf að við séum konungborin þegar við komum hingað  KissingKissing

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Kveðjum Seattle fyrir hádegi... :)

Jeminn, hvað við erum fegin að fara héðan. Við höfum verið að tala við fólk um veðráttuna hérna, í gærkvöldi var þvílík svartaþoka að við áttum í vandræðum með að keyra til komast í mat.
Fólk segir að það snjói kanski 2svar á ári en það taki fljótt upp... í staðinn er endalaus rigning og þokumistur yfir öllu.
Í stuttu máli er fátt sem okkur finnst heillandi fyrir staðinn, vegakerfið minnir á kaosið í Boston og vegir mjög slæmir. En alls staðar sem við förum er fólkið sjálft mjög vingjarnlegt, hjálplegt og kurteisin í umferðinni til fyrirmyndar Smile

Um 11 leytið eigum við flug til Long Beach, Californíu og við getum varla beðið okkur hlakkar svo til KissingKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband