Leita í fréttum mbl.is

Hjálp að fá, hvenær sem er

JesúbarniðHeart  Heart  Heart  Heart  Heart

Jólin eru alltaf jafn helg í mínum huga. Það fer gleðistraumur um mig þegar jólaguðspjallið er lesið og jólasálmarnir sungnir.

Þessi jól hafa verið öðruvísi en vanalega... í fyrsta lagi var okkur boðið í mat á aðfangadagskvöld. Við fengum æðislega jólasteik og nú voru teknir upp pakkar með barnabörnum í Vogum. Það er langt síðan við höfum séð pakka rifna upp með látum InLove
Um kvöldið þegar við komum heim, fór ég að finna fyrir eirðarleysi og kláða í fótum og klst seinna var ég orðin viðþolslaus... og stokkbólgin á ökklunum, sofnaði loks kl 4 um nóttina. Ég reyndi að lifa af á jóladag, en þá fór mig að klæja á fleiri stöðum, frá úlnlið og upp handlegg, á hálsi, í hári... hreinlega allsstaðar.

Þegar ég sá fram á svefnlausa nótt hringdi ég á vaktina og rétt slapp þangað inn fyrir 11:30. Þeir gáfu mér sterkar ofnæmistöflur og ég keyrði heim. Á leiðinni versnaði ég aftur en harkaði af mér... og náði að sofna.
Vaknaði kl 4:30 um nóttina vegna verks í vinstri hendi sem var orðin stokkbólgin. Þá ákvað ég að reyna ekki að berja þetta af mér og var komin inn á slysavarðstofu kl 5... Fékk enn sterkari ofnæmistöflur til að taka samhliða hinum og sterakrem. 
Vona að þetta dugi Tounge... en það er dásamlegt hvað við erum heppin hér... hægt að fá hjálp á hvaða tíma sem er, hvort sem það er heilög hátíð eða hánótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband