7.1.2009 | 00:16
En aðrir landsmenn?
Það er kanski liður í byggðastefnunni... að dreifa ábyrgðarmiklum ,,stofnunum" á landshlutana...
![]() |
Húsvíkingar kveðja jólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 23:31
Guði sé lof
Ég er sjómannskona og man eftir því að í vondum veðrum um hávetur... var nöturlegt að vita af manninum einhversstaðar úti á hafinu...
Það er virkileg blessun að allir komu heilir heim á síðasta ári og verður vonandi á þessu ári líka.
![]() |
Enginn mannskaði á sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 00:22
Loksins koma góðar fréttir
![]() |
Kaupþing fer í mál gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 00:07
Dó í embætti
India dó í embætti, rétt áður en hún átti að láta af störfum í Hvíta húsinu.
Svartir kettir hafa ekki þótt góðir fyrirboðar ... en Bush hefur verið ónæmur, sem eigandi svörtu kisu.
Kanski notaði Bush það bragð að láta köttinn hlaupa fyrir bíla þeirra sem honum var illa við... og því hefur þá verið tekið sem ,,slæmum fyrirboða" og menn hafa því haldið sig á mottunni
Trick or treat
![]() |
Forsetakötturinn India allur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 23:24
Kysstum Orlando í dag
Við komum til Orlando um hádegið. Við þekkjum okkur ágætlega hér, gistum á áttu í sömu innkeyrslu og sexan sem við höfum verið á síðustu ferðum. Síðast þegar við vorum hérna var verið að gera áttuna upp.
Það er allt í nágrenninu. Við fórum á Golden Corrall við exit 74A á 4. Frábært buffet sem við borðuðum líka á þegar við vorum hérna síðast. Við verðum hérna í amk viku.
SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL
International Dr & (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US
Phone: 407-352-8383 herb. 146
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 23:30
Ekki sama hver er!
Ég vona að ferðaskrifstofan greiði farþegum sárabætur vegna þessara tafa... Það er ekki nema sanngjarnt að fá greitt vegna tafa þegar það kostar mann ALLTAF offjár ef eitthvað breytist hjá manni sjálfum.
Þessi ferðaskrifstofa hefur ekki átt til sanngirni þegar fólk verður eftir hjá þeim... http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/627983/
![]() |
Farþegar þurfa ekki að óttast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 21:47
Komin aftur til Tallahassee
Við höfum keyrt í 8 klst í dag og ákváðum að gista í Tallahassee, sem er höfuðborg Florída. Það er sól og gott veður úti, ca 25 stiga hiti.
Við leggjum aftur í hann í fyrramálið og verðum sennilega í Orlando um hádegið.
Americas Best Value Inn, 2800 N.Monroe Street
phone 850 385 0136 herbergi 111
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2009 | 12:47
Förum frá Jackson
Við erum að taka saman dótið og koma okkur af stað.
Ég sá í sjónvarpinu að loftrakinn var 96% í gær þegar ég hljóp maraþonið... kann nú ekki alveg á þetta, en það er alltaf allt blautt hérna. Ég blés hárið á mér slétt og eftir smá stund voru komnar krullur í mig.
ENN... nú hefur sem sagt tilgangi ferðarinnar hingað verið náð... og næst er það Florída.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 01:29
Fékk hún ekki að skila úlpunni?
Fyrirgefið... ég er ekki alveg að skilja þetta... Hvers vegna fór þessi dýralæknir með málið í blöðin? Hver var tilgangurinn? Fékk hún ekki að skila úlpunni eða hvað?
![]() |
Harma umfjöllun um Cintamani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 16:23
Hvernig er tilfinningin, þegar ráðist er gegn henni?
Það er allt í lagi að mótmæla, en þegar mótmælin eru farin að snúast um það að eyðileggja eigur annarra, þá er ekki hægt að líða þau lengur.
Ég er viss um að Eva lítur öðruvísi á skemmdarverkin sem eru framin á hennar eigum... en þeim skemmdarverkum sem mótmælendur (og hún þar á meðal) fremja útí bæ.
Sá sem mætir á staðinn og tekur þátt í mótmælum sem fara út í öfgar, ofbeldi og skemmdarverk er í raun samsekur með stuðningi sínum við hópinn.
Svo vaknar þessi spurning:
Eru menn með grímur til þess að geta gengið lengra í mótmælunum... eða skammast menn sín fyrir að mótmæla?
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
2.1.2009 | 02:52
Nýjársdagur í Jackson Mississippi
Enn einu sinni... Gleðilegt nýjár... og takk fyrir það gamla
Við notuðum Nýjársdag til að keyra frá Tallahassee til Jackson, með smá viðkomu í Mobil Alabama. Við ætluðum að smella okkur á buffet þar en það var orðið kínverskt og við erum ekki á þeirri línu. Við vorum á sömu slóðum... þar sem við gistum þegar ég hljóp þar á 2.jan 2005.
Við komum til Jackson um 7 leytið, þurftum að færa klukkuna aftur um klst. Nú er 6 tíma tímamunur við Ísland. Við verðum hér fram á sunnudag.
Super 8, 2355 Highway 80 West Jackson, MS 39204 US
Phone: 601-948-0680 Room 130
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 02:20
Gamlársdagur í Tallahassee North, Florida og brúðkaup í Californíu
Við erum á leiðinni til Jackson. Lögðum nokkuð snemma af stað. Komum við heima hjá Freddie og Carroll í Orlando áður en við lögðum í hann. Það var virkalega blessuð stund.
Um hádegið lögðum við af stað til Jackson og um 5 leytið ákváðum við að gista í Tallahassee. Tókum sexu, fengum okkur eitthvað að borða og smá í glas. Áramótunum fagnað án flugelda eins og undanfarin fjögur ár sem við höfum fagnað áramótunum í Usa. Við sáum skaupið á netinu... mér fannst það bara ágætt... loksins sá maður ný leikara-andlit
Steinunn frænka í Kaliforníu gifti sig í dag, sá heppni er Howard Green... og það er ekkert ,,grín"... ég held ég fari rétt með... að hann sé aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Disney. Svo að eftir þennan dag er Steinunn ,,Meira hátta" orðin, Steinunn ,,Grín"
Til hamingju... Steinunn, Bragi, Jonna og börn.
Við Lúther... óskum brúðhjónunum alls hins besta,
allrar þeirrar hamingju sem hægt er að njóta til hins síðasta dags. Megi himins blessun umvefja þau og heimili þeirra.
31.12.2008 | 13:01
Áramótakveðja
Gleðilegt ár
til ættingja, vina og allra sem við þekkjum.
Takk fyrir allt gamalt og gott.
Hittumst heil á nýju ári, blessuð af gjöfum og lífsgæðum... lærum, göngum, hlaupum og ferðumst saman og njótum þess að vera til.
Drottinn blessi þig og heimili þitt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 12:49
Komin til Orlando
Flugið var 7 tímar og 20 mínútur. Ég horfði á 3 bíómyndir Shrek 3, Walk the line og Narnía. Icelandair hefur skipt um flugvöll hér eins og á fleiri stöðum og við lentum um 45 mílum frá hótelinu sem við gistum á. Eftir langt flug var því smá keyrsla eftir fyrir okkur. Miðað við vegalengdirnar í Ameríku, þá er þetta ,,rétt hjá"
Við fórum því fljótlega að sofa þegar við loksins fengum herbergið okkar, við vorum víst ,,yfirbókun" og okkur var komið fyrir á næsta hóteli við hliðina.
Í dag leggjum við af stað til Jackson
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 23:50
Til hamingju Sigurður Bragi
Vá, hvað tíminn er fljótur að líða
+
sinnum 10 = 20 knús, má ekki minna vera.
Sigurður Bragi á STÓRafmæli í dag 29.des, orðinn tvítugur strákurinn... ekkert smá hvað tíminn er fljótur að líða.
Til hamingju með afmælið, elsku Sigurður Bragi okkar.
Við afi óskum þér alls hins besta og biðj-um að þér gangi allt í haginn í framtíðinni.
Afmæliskveðjur | Breytt 29.12.2008 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007