Leita í fréttum mbl.is

Hálft maraþon í Disney

7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45… vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí – 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.

Í dag var hálfa maraþonið – hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.

21,5 km - 2:40:53 og bara ánægð með það.


Gögnin sótt í Disney

6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar… Kíktum í Williams-Sonoma og keyrðum svo Eddu og Emil út á flugvöll að sækja þeirra bíl. Svo var bara að dingla sér aðeins áður en viðLúlli fórum að sækja gögnin í Disney… Það var meiri steypan, ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot… við keyrðum um, lentum á marksvæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri startsvæðið…. það virtist enginn vita neitt… en svo var það í ESPN World Wide Sports… auðvitað.

Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús… 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið… ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að hvíla mig.


Universal Studios

5.jan. fimmtudagur
Við hittumst í morgunmat kl 7 og keyptum okkur miða í Universal Studios í andyrinu. Universal er hér hinu megin við highwayinn… Lúlli keyrði okkur og sleppti okkur út rétt við innganginn, hann hefur ekki hné í margra tíma göngu. Garðinum er skipt í tvennt, ég var búin að sjá sumt öðru megin 3svar sinnum og Ingu Bjarteyju langaði mest í Harry Potter svo þetta passaði mjög vel saman. Garðurinn er rosaleg upplifun, götur með litríku skrauti, veitingahús, sölubásar og sýningar. Við skemmtum okkur vel og þurftum aðeins einu sinni að bíða í einhvern tíma. Við gengum í hring. Edda og Inga Bjartey byrjuðu í HULK… rosalegum rússibana, ég sleppti honum en tók videómynd af þeim. Síðan rak hvað annað. Við vorum búin með hringinn um kl 5 og lögðum af stað gangandi til baka… en fengum óvænt far með skutlu á næsta hótel sem er Hyatt, allt annar handleggur í gæðum.

Gallinn við þetta hótel er að það er hvorki kaffivél á herbergjum eða í Lobbýinu og netið er bara í Lobbýinu... ég komst nú inná netið fyrstu dagana í herberginu en svo datt það út.


Keflavik - Orlando

Við flugum til Stanford Orlando í gær.... maður minn þetta voru 7 tímar og 45 mín. ég var orðin rosalega þreytt... fyrir utan það að ég hélt að ég væri að verða veik á leiðinni... Fékk rosalegan höfuðverk - sem varð til þess að ég horfði bara á eina bíómynd.

Þegar við vorum lent biðu Freddie og Carroll eftir okkur. Þau keyrðu Eddu, Emil og Ingu Bjartey á hótelið og okkur Lúlla að sækja bílinn á hinn flugvöllinn. Bíllinn var þrisvar sinnum ódýrari þar.

Days Inn
5827 Caravan Court Orlando. 


Gleðilegt ár og takk fyrir liðnu árin :)

Lang-ömmu-barn

Árið byrjar með stæl hjá mér. Á Nýjársdag bætti ég einum titli í safnið, án þess að hafa nokkuð fyrir því ;)

Kl. 12:58 á fyrsta degi ársins varð ég lang-amma. Bryndís Líf Ólavsdóttir og Simon Már Símonarson eignuðust litla prinsessu, var hún þriðja barn ársins, sem fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. Hún er 3675 gr og 49 cm og ótrúlegt krútt. 

Á myndinni eru 4 ættliðir í kvenlegg, sá fimmti (langa-lang-amman) verður með næst :)

Við erum svo sannarlega blessuð í bak og fyrir :)


Kæru vinir Gleðileg jól


Óskum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar
 

http://youtu.be/MQsYu8x0ltA  

Afmælisvídeó

Þó ég hafi ekki verið dugleg að blogga og óska nánustu börnum og barnabörnum til hamingju með afmælin hér á blogginu... þá hef ég í staðinn gert afmælisvideó.

Fyrstu voru ekki eins tæknileg og þessi síðustu... en við vitum að æfingin skapar meistarann Smile

Harpa átti afmæli 5.okt  Happy Birthday Harpa.wmv
Árný átti afmæli 11.okt  Happy Birthday Árný 2011.wmv
Lovísa átti afmæli 17.okt  Happy Birthday Lovisa.wmv
María Mist átti afmæli 20.okt  Happy Birthday María Mist 10 ára 2011.wmv
Svavar átti afmæli 7.nóv Happy birthday Svavar Kjarrval 2011.wmv
Bryndís Líf á afmæli 29.nóv Happy Birthday Bryndis Lif 29.11.2011_0001.wmv

Heart TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN Heart 

og ekki má gleyma Matthíasi Daða sem söng afmælissönginn sinn sjálfur 

Matthias 2 year old birthday boy.wmv


Erfitt að kveðja kæra vini

Það var erfitt að kveðja okkar kæru vini í dag. Við höfum átt dásamlegan tíma með öðlingunum og höfðingjunum Jonnu og Braga. Hin fátæklegu orð: 
HeartTAKK FYRIR OKKUR KÆRU VINIR Heart lýsa engan veginn þakklæti okkar til þeirra InLove 
Fiss Parker Doubletree SB. nóv 2011Þessi heimsókn hefur verið einstaklega skemmtileg, ekki af því að við höfum farið svo mikið, heldur af því að við höfum skemmt okkur svo vel saman. Helsta áhyggjuefni mitt var að við myndum þreyta höfðingjana því allir vita að það er álag að hafa gesti.

,,Síðasta kvöldmáltíðin" var borðuð í gær á Fess Parkers Doubletree. Við Lúlli fengum okkur Natural Prime Ribeye... Kokkarnir þar kunna svo sannarlega að velja bita og steikja mátulega, því þetta er besta steik sem ég hef á ævi minni smakkað...
Fiss Parkers Doubletree Santa Barbara nóv 2011Þvílíkt lostæti...
Ummm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Í morgun borðuðum við með Jonnu og Braga á IHOP áður en við lögðum í hann. Þetta var erfið kveðjustund og við keyrðum í burtu með tárin í augunum - ákveðin í að koma fljótt aftur Smile

Kveðjustund fyrir utan IHOP, nov 2011Við stoppuðum í Walmart og Target að útrétta það síðasta og renndum síðan á hótelið. Það er öruggt að ég get mælt með því, nálægt LAX, mjög snyrtileg og rúmgóð herbergi og sanngjarnt verð.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304
phone 1-310-491-7000 room 303

Verð að setja inn myndir þegar ég kem heim Blush


Komin ,,heim" til Santa Barbara aftur

Föstudagur...
Við lögðum af stað frá Redondo um 11 leytið. Komum við í Malibu og sóttum númerið fyrir maraþonið á sunnudag... keyrðum á startið í Camarillo og fórum þaðan að sækja gögnin fyrir maraþonið í Santa Barbara sem er morgun. Þegar við komum til Jonnu og Braga var okkur fagnað eins og við hefðum verið að koma frá Íslandi. Jonna bauð okkur á Codys í kvöldmat... en áður en við fórum þangað keyrðum við þangað sem markið er...

Síðan var bara að græja sig fyrir morgundaginn, taka til föt, setja flögu á skóinn, númerið klárt og fara snemma að sofa. Bragi ætlar með okkur á startið Smile


Redondo Beach

Eftir morgunmat með Jonnu og Braga á Ihop, keyrðum við í gær til Los Angeles og niður til Redondo Beach að gamla húsinu hennar Jonnu. Við höfum átt svo góðar stundir þar. Við kysstum ströndina og bryggjuna. Það var mjög hlýtt og gott veður, hlýrabolir og stuttbuxur.

Við fengum okkur mótel rétt hjá og komum okkur fyrir. Við keyrðum í kristilegu búðina okkar, keyrðum um og keyptum okkur kvöldmat og morgunmat í Albertson. Við höfum bara 1 heilan dag hérna og það tekur svo mikinn tíma að borða alltaf úti.

Redondo Inn & Suites, (góð staðsetning, sanngjarnt verð og snyrtileg herbergi)
711 S. Pacific Coast Highway,
Redondo Beach CA 90277
Phone (310) 540 1888 Room 117


Dekur, dekur og meira dekur

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Eftir maraþonið í Santa Clarita keyðum við til Santa Barbara. Eftir fagnaðarfundi, sturtu og kaffisopa fóru Jonna og Bragi með okkur á Chucks of Hawaii... æðislegan veitingastað... maturinn þar klikkar aldrei. Takk fyrir okkur Kissing

Við fengum okkur djúsí steikur og fleira tilheyrandi... Ummmm

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Við mundum eftir að taka með okkur myndavélina núna... kominn tími til, við höfum alveg gleymt okkur í því efni.

Síðan var að setja inn afmælisvideó því einkasonurinn er 28 ára í dag.

Heart Innilega til hamingju elsku Svavar, njóttu dagsins.


Dekurdagar í Santa Barbara

Við liggjum hér í baðmullarhnoðra... og eigum sannkallaða dekurdaga hjá höfðingjunum Jonnu og Braga. Þau eru alveg sérstök heim að sækja og erfitt að endurgjalda dekrið sem við njótum. Í gær bættist annar gestur við í dekrið. Það er Indý, kötturinn hennar Steinunnar, en hún verður viku í New York.
Við Lúlli erum búin að labba okkar vanalega göngutúr ,,upp" að ströndinni. Hvernig á að skilja þetta??? Við löbbum upp héðan, síðan eru 110 tröppur niður snarbratta hlíðina að ströndinni. 

Í dag ætlum við til Santa Clarita í maraþonið þar, gistum eina nótt þar og komum aftur hingað og leggjumst á baðmullahnoðrann.
.................................................................
Keyrslan tók um klukkutíma, við sóttum gögnin og fórum á hótelið og gerðum okkur klár fyrir morgundaginn og maraþonið.

Super 8 - Santa Clarita,
17901 Sierra Highway, Santa Clarita, CA 91351
phone 661-252-1722  room 147

Lúlli tékkaði okkur út á meðan ég hljóp og við keyrðum aftur til Santa Barbara :)


Bíllyklarnir fundnir

Crying  Enn einu sinni snéri ég öllu við, tók allt úr flugvéla-ferðatöskunni og snéri henni á alla kanta og rak þá augun í bíllykilinn... W00t  ótrúlegt en satt, hann sat fastur undir handfanginu sem maður dregur upp þegar maður dregur töskuna á eftir sér. Hvílíkur léttir Joyful  

Las Vegas - Santa Barbara

Við vorum síðustu nóttina í Las Vegas hjá Lilju og Joe. Ég hjálpaði henni að koma tölvunni sinni í lag. Við áætluðum 6 tíma keyrslu til St Barbara svo við vildum leggja snemma af stað þangað. Ferðin gekk vel og við vorum komin úm 16:30, enda stoppuðum við bara einu sinni og það var stutt stopp.

Í St Barbara voru fagnaðarfundir - galopnir armar fyrir okkur. Steinunn var á leiðinni frá LA og við ætluðum út saman. Við tókum inn dótið og vegna þess að það var svo mikið af bílum lagt á götunni þá lagði ég þversum fyrir framan bílskúrinn... þegar við ætluðum síðan út, fundust bíllyklarnir hvergi. Húsinu, dótinu, og meira að segja frystinum var snúið við, Steinunn kom og hjálpaði okkur. Við skiljum þetta ekki - bíllinn er læstur og læsingin er í lyklinum. 
Þrautalending var að fá lásasmið til að opna... sem opnaði með spaða eins og þjófarnir gera í bíómyndum. Allt dótið var tekið úr bílnum en lyklarnir finnast ekki enn...

Að lokum ákváðum við að sofa á þessu.

Í morgun fór ég enn einu sinni í gegnum dótið en án árangurs... en það verður bara að halda áfram að leita.

 


Guð minn góður...

Flugið til Las Vegas tók um 2 tíma, lent kl 23 og við vissum að Enterprise lokaði kl 23:30. ég hafði verið í tölvupóstsambandi við þá og þeir bentu mér á að hlaupa að lestinni sem flytur mann í töskusalinn og þaðan út í strætó til að komast á leiguna. Við ákváðum að Lúlli biði eftir töskunum og ég sækti bílinn á meðan.

Það var ómögulegt að reikna út hvað það var löng keyrsla að leigunni, en bílinn fékk ég og þá byrjaði ballið... Lúlli hafði endilega viljað að við færum með nýja Garmininn hennar Helgu (ég skipti á síðustu stundu áður en við fórum) en þegar ég stillti hann inn, var ekkert leitarkerfi í honum, aðalgöturnar komu upp og stundum var bílinn ekki á götunni. Það var engu líkara en Íslandskortið hafi ýtt því Ameríska út... Nú var úr vöndu að ráða.

Myrkrið er verst þegar maður veit ekkert hvar maður er... ég fór margar villur og spurði til vegar. Loks komst ég á flugvöllinn en kannaðist þá ekkert við þetta svæði sem var þó merkt Terminal 1... ég hringsólaði á ,,passenger pick up”... Allir virtust vera farnir og fólkið að fara út vinnunni. Loks lagði ég bílnum og fór inn að leita, búin að kalla um allt fyrir utan. Fann manninn sofandi inni, búinn að bjarga léttvíninu mínu.

 Þá var að finna hótelið... við rötuðum rétta leið út af flugvellinum fyrir Guðs hjálp (eins og þangað) og á Las Vegas Blvd... en hótelið var svo nýtt að það var varla merkt. Það endaði með að ég fékk hjálp lögreglu sem var að taka bensín.

Við skráðum okkur inn og kl var 3:20 á staðartíma þegar ég fór loks gersamlega uppgefin að sofa.

....................................
Ég var vöknuð um 6 en dormaði til kl 8... Þá fórum við út í morgunmat og fyrsta stoppustaður var síðan BEST BUY... og þar gat strákurinn bjargað okkur... Restore settings... og Ameríka var fundin í annað sinn... Guð minn góður hvað ég var fegin. 

Við heimsóttum Lilju og Joe, skoðuðum Hoover Dam og nýju brúna og sóittum gögnin fyrir halupið á morgun. Nú er ég að fara að hvíla mig, enda nær ósofin eftir allt þetta flug og stressið í kringum Garmin.

Continental Suites, (allt ný uppgert og mjög snyrtilegt)
1213 S. Las Vegas Blvd.,
Las Vegas  NV 89104
phone 702 331 0545


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband