Leita í fréttum mbl.is

Las Vegas - Santa Barbara

Við vorum síðustu nóttina í Las Vegas hjá Lilju og Joe. Ég hjálpaði henni að koma tölvunni sinni í lag. Við áætluðum 6 tíma keyrslu til St Barbara svo við vildum leggja snemma af stað þangað. Ferðin gekk vel og við vorum komin úm 16:30, enda stoppuðum við bara einu sinni og það var stutt stopp.

Í St Barbara voru fagnaðarfundir - galopnir armar fyrir okkur. Steinunn var á leiðinni frá LA og við ætluðum út saman. Við tókum inn dótið og vegna þess að það var svo mikið af bílum lagt á götunni þá lagði ég þversum fyrir framan bílskúrinn... þegar við ætluðum síðan út, fundust bíllyklarnir hvergi. Húsinu, dótinu, og meira að segja frystinum var snúið við, Steinunn kom og hjálpaði okkur. Við skiljum þetta ekki - bíllinn er læstur og læsingin er í lyklinum. 
Þrautalending var að fá lásasmið til að opna... sem opnaði með spaða eins og þjófarnir gera í bíómyndum. Allt dótið var tekið úr bílnum en lyklarnir finnast ekki enn...

Að lokum ákváðum við að sofa á þessu.

Í morgun fór ég enn einu sinni í gegnum dótið en án árangurs... en það verður bara að halda áfram að leita.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband