Leita í fréttum mbl.is

Guð minn góður...

Flugið til Las Vegas tók um 2 tíma, lent kl 23 og við vissum að Enterprise lokaði kl 23:30. ég hafði verið í tölvupóstsambandi við þá og þeir bentu mér á að hlaupa að lestinni sem flytur mann í töskusalinn og þaðan út í strætó til að komast á leiguna. Við ákváðum að Lúlli biði eftir töskunum og ég sækti bílinn á meðan.

Það var ómögulegt að reikna út hvað það var löng keyrsla að leigunni, en bílinn fékk ég og þá byrjaði ballið... Lúlli hafði endilega viljað að við færum með nýja Garmininn hennar Helgu (ég skipti á síðustu stundu áður en við fórum) en þegar ég stillti hann inn, var ekkert leitarkerfi í honum, aðalgöturnar komu upp og stundum var bílinn ekki á götunni. Það var engu líkara en Íslandskortið hafi ýtt því Ameríska út... Nú var úr vöndu að ráða.

Myrkrið er verst þegar maður veit ekkert hvar maður er... ég fór margar villur og spurði til vegar. Loks komst ég á flugvöllinn en kannaðist þá ekkert við þetta svæði sem var þó merkt Terminal 1... ég hringsólaði á ,,passenger pick up”... Allir virtust vera farnir og fólkið að fara út vinnunni. Loks lagði ég bílnum og fór inn að leita, búin að kalla um allt fyrir utan. Fann manninn sofandi inni, búinn að bjarga léttvíninu mínu.

 Þá var að finna hótelið... við rötuðum rétta leið út af flugvellinum fyrir Guðs hjálp (eins og þangað) og á Las Vegas Blvd... en hótelið var svo nýtt að það var varla merkt. Það endaði með að ég fékk hjálp lögreglu sem var að taka bensín.

Við skráðum okkur inn og kl var 3:20 á staðartíma þegar ég fór loks gersamlega uppgefin að sofa.

....................................
Ég var vöknuð um 6 en dormaði til kl 8... Þá fórum við út í morgunmat og fyrsta stoppustaður var síðan BEST BUY... og þar gat strákurinn bjargað okkur... Restore settings... og Ameríka var fundin í annað sinn... Guð minn góður hvað ég var fegin. 

Við heimsóttum Lilju og Joe, skoðuðum Hoover Dam og nýju brúna og sóittum gögnin fyrir halupið á morgun. Nú er ég að fara að hvíla mig, enda nær ósofin eftir allt þetta flug og stressið í kringum Garmin.

Continental Suites, (allt ný uppgert og mjög snyrtilegt)
1213 S. Las Vegas Blvd.,
Las Vegas  NV 89104
phone 702 331 0545


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband