29.4.2012 | 11:41
Nashville TN - Wytheville VA
Við keyrðum hingað í gær... strax eftir maraþonið. Frekar langt án þess að komast í sturtu en það varð að hafa það. Hótelið er alveg sérstaklega gott - mæli með því ef einhverjir eru á ferðinni hérna.
Days Inn
150 Malin Drive, Wytheville VA 24382 phone (276) 228-6301
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 22:30
Hafnarfjörður - Nashville Tennessee
Við flugum út í gær... til Washington DC... keyrði til Harrisonburg VA... Við fengum svakalegan 8 sæta van hjá Enterprise... hann drekkur :/
Super 8, 3330 South Main Street, Harrisonburg VA.
og það var nóg að keyra þangað, ég var orðin dauðþreytt. Við vöknuðum síðan snemma og lögðum af stað enda tæpar 600 mílur eftir til Nashville... komum þangað um 5 leytið og ég ætla ekki að fara út í kvöld.
Travelodge, 95 Wallace Road, Nashville TN,
Síðast þegar við keyrum þetta vorum við ekki með Garmin og maður hristir hausinn núna yfir því hvað það var mikil vinna að skipuleggja leiðina og síðan fylgjast með öllu til að fara nú rétta leið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2012 | 11:31
Emilía Líf langömmukrútt
Gleðilegt sumar.
Vá, hvað tíminn líður, langömmukrúttið orðið 3 og hálfs mán. Fékk þessa mynd á facebook, ég vona að ég sjái litla krúttið og alla fjölskylduna mína oftar þegar skólinn er búinn í maí.
Þessir eiga afmæli í apríl...
10.apríl Ástþór Andri
19.apríl - mamma fædd 1929
Svo er hér vídeó af hljómsveit Matthíasar og ömmu.
Matthías Daði syngur Daginn í dag.wmv
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 20:33
Ótrúlega léleg á síðunni :/
Vonandi stendur þetta til bóta, það er ekki hægt að halda úti síðu og skrifa ekki orð þar vikum saman... og er ég ekki í stjórnmálum ;) Þeir leyfa sér sumir að stofna síðu og gleyma því síðan að þeir stofnuðu hana.
Það er einhvern veginn þannig að þetta er bara þó nokkur vinna að standa sig á netinu. Ég blogga um hlaupin á byltur.blog.is, svo fylli ég út hlaupadagbókina á hlaup.com, maður er á facebook... og í nokkrum grúppum þar.... og svo er maður endalaust í tölvunni í sambandi við skólann. Ugla er innri vefur HÍ og þangað sækir maður verkefni og lestrarefni... öll verkefnavinna er unnin á tölvu... mér finnst ég alltaf vera í tölvunni...
En síðan í haust hef ég gert afmælisvídeó fyrir nánustu fjölskyldu og elsta dóttlan átti afmæli í byrjun mars... En þessi hafa átt afmæli síðan ég skráði síðustu afmælisvídeó...
Sigurður Bragi 29.des... Happy Birthday Sigurður Bragi.wmv
Gabríel Natan 18.febr... Happy Birthday Gabriel Natan 2012.wmv
Helga Lúthers 5.mars... Happy Birthday Helga 2012.wmv
Fyrir utan að pabbi átti afmæli í janúar og Bragi höfðingi í Santa Barbara átti afmæli í febr.
Happy birthday to you all :)
15.2.2012 | 10:22
Mikið að gera í skólanum
Máltækið segir að það sé ekki gott að vera iðjulaus... hver samdi það eiginlega, Það er enginn algerlega iðjulaus... þetta er dulbúin athugasemd um leti.
Mig langar til að vera löt í nokkra daga, en ég má ekki vera að því... Fyrir liggja ritgerðir, smáverkefni og stærri verkefni, prédikanir og fleira. þessi önn í skólanum verðu töff... en líka hin síðasta.
Næsta vika verður verkefnavika, frí í skólanum og þá verð ég helst að loka mig inni og skrifa, reyna að skrifa styttri ritgerðina (texti ca 16 bls) svo ég geti byrjað á hinni sem á að vera 25-30 bls.
17.1.2012 | 23:47
Gegnum öryggisleit í USA á röngu nafni
Það er frekar erfitt að eiga tvö næturflug í röð eins og við eigum núna. Við tékkuðum okkur út af hótelinu í Phoenix og urðum eiginlega að hanga þar til miðnættis þegar vélin fór. Ekki gátum við verslað - plássið búið.
Það vildi þannig til að maginn hafði verið gersamlega öfugur í mér í nokkra daga og ég svaf lítið nóttina áður. Við keyrðum eitthvað um en síðan leyfði Lúlli mér að leggja mig, ég hallaði sætinu aftur og svaf um 2 tíma. Við keyrðum um sama svæði og síðustu skipti sem við höfum verið í Phoenix og vorum sammála um að kaktusum hafði fækkað stórlega.
Við borðuðum á buffeti og mættum snemma upp á flugvöll vorum með þeim fyrstu til að tékka okkur inn. Konan ,,sá að við áttum ekki sæti saman og setti okkur í öftustu röð. Við samþykktum allt því við vorum með 2 smekk-fullar töskur og alltof mikinn handfarangur. Við fórum gegnum öryggisleitina og alla leið inn í aftasta sæti í vélinni Ég hafði ekki setið lengi þegar indversk kona kom og taldi að ég sæti í hennar sæti þegar við skoðuðum báða miðana, þá hafði ég komist í gegnum allt eftirlit á hennar nafni við vorum báðar með miða á hennar nafni.
Ég gat sofið á leiðinni... varð að gera það til að geta lifað af þennan dag í Boston. Við lentum kl 7 um morguninn. Við vorum með aukatösku og byrjuðum í Walmart, síðan Target og fl. Tókum nokkur moll á þetta og Buffetið okkar í einu þeirra.
Síðan skiluðum við bílnum um kl 5... þetta var orðið ágætt. Tvö heil maraþon og eitt hálft, skipt við þrjár bílaleigur (Advantage, Dollar og Budget), flogið með Icelandair, Delta og jetBlue.
Nú bíðum við eftir kalli út í vél í Boston og verðum komin heim í fyrramálið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2012 | 16:37
Tvö næturflug heim. AZ - MA - IS
14.1.2012 | 03:07
Santa Barbara CA - Phoenix AZ
Við kvöddum vini okkar í Santa Barbara með trega og keyrðum til Arizona... 10 tímar með stoppum. Við keyrðum 1 tíma fram í tímann og það var orðið hressilega dimmt þegar við komum.
Hótelið er hrörlegt að utan í myrkrinu... og tveir indverjar afgreiddu okkur þegar við tékkuðum okkur inn í þvottahúsinu þeirra. Þetta leit ekki vel út EN viti menn, herbergið er frábært, þrifalegt, stórt með litlu eldhúsi... ég verð greinilega að éta ofaní mig það sem ég hef sagt áður (að allt virtist drabbast niður hjá þeim)... sennilega er þetta eins misjafnt hjá öllum hóteleigendum, sum eru slæm og sum góð þó þau séu undir sama nafni.
Knights Inn
2510 West Palos Verde, Phoenix
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2012 | 15:09
Los Angeles - Santa Barbara :)
I LOVE IT
Hvílík dásemd. Flugið frá Orlando til Los Angeles var 5 klst. Við höfðum upphaflega keypt hundódýrt flug til San Diego með millilendingu í LA... og fórum bara út þar. Delta var ekki eins liðlegt og jetBlue að merka töskurnar til LA og merkti þær til San Diego. En konan í týndu-tösku-vandræða-deildinni í LA lét sækja þær fyrir okkur :)
Við sóttum bílaleigubílinn og keyrðum til stór-vina okkar í Santa Barbara
Þar urðu fagnaðarfundir. Það er svo dásamlegt að heimsækja þau Jonnu og Braga. Við tókum því bara rólega, enda vöknuðum kl 3:30 síðustu nótt og svo er 3-4 tíma munur á tíma hér. Við fórum því snemma að sofa í gær og vöknuðum fyrir allar aldir í morgun.
Í Santa Barbara biðu okkar nokkrir pakkar...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2012 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2012 | 21:06
Fljúgum til Los Angeles í fyrramálið
9.jan mánudagur
Síðasti dagurinn í Orlando. Í stað þess að borða morgunmat á hótelinu, þá ákváðum við að borða öll saman á Golden Corral
frábært. Síðan var búðarráp
við Lúlli vorum bara dugleg, hann fékk sér stakan jakka og skó og ég fékk mér kjól, 2 toppa og tvenna skó
ég toppa hann alltaf ;)
Um miðjan dag fórum við til baka, til að pakka. Við eigum flug til LA kl 7 í fyrramálið.
7.1.2012 | 21:54
Hálft maraþon í Disney
7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45
vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.
Í dag var hálfa maraþonið hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.
21,5 km - 2:40:53 og bara ánægð með það.
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2012 | 21:48
Gögnin sótt í Disney
6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar
Kíktum í Williams-Sonoma og keyrðum svo Eddu og Emil út á flugvöll að sækja þeirra bíl. Svo var bara að dingla sér aðeins áður en viðLúlli fórum að sækja gögnin í Disney
Það var meiri steypan, ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot
við keyrðum um, lentum á marksvæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri startsvæðið
. það virtist enginn vita neitt
en svo var það í ESPN World Wide Sports
auðvitað.
Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að hvíla mig.
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2012 | 21:30
Universal Studios
5.jan. fimmtudagur
Við hittumst í morgunmat kl 7 og keyptum okkur miða í Universal Studios í andyrinu. Universal er hér hinu megin við highwayinn
Lúlli keyrði okkur og sleppti okkur út rétt við innganginn, hann hefur ekki hné í margra tíma göngu. Garðinum er skipt í tvennt, ég var búin að sjá sumt öðru megin 3svar sinnum og Ingu Bjarteyju langaði mest í Harry Potter svo þetta passaði mjög vel saman. Garðurinn er rosaleg upplifun, götur með litríku skrauti, veitingahús, sölubásar og sýningar. Við skemmtum okkur vel og þurftum aðeins einu sinni að bíða í einhvern tíma. Við gengum í hring. Edda og Inga Bjartey byrjuðu í HULK
rosalegum rússibana, ég sleppti honum en tók videómynd af þeim. Síðan rak hvað annað. Við vorum búin með hringinn um kl 5 og lögðum af stað gangandi til baka
en fengum óvænt far með skutlu á næsta hótel sem er Hyatt, allt annar handleggur í gæðum.
Gallinn við þetta hótel er að það er hvorki kaffivél á herbergjum eða í Lobbýinu og netið er bara í Lobbýinu... ég komst nú inná netið fyrstu dagana í herberginu en svo datt það út.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 17:06
Keflavik - Orlando
Við flugum til Stanford Orlando í gær.... maður minn þetta voru 7 tímar og 45 mín. ég var orðin rosalega þreytt... fyrir utan það að ég hélt að ég væri að verða veik á leiðinni... Fékk rosalegan höfuðverk - sem varð til þess að ég horfði bara á eina bíómynd.
Þegar við vorum lent biðu Freddie og Carroll eftir okkur. Þau keyrðu Eddu, Emil og Ingu Bjartey á hótelið og okkur Lúlla að sækja bílinn á hinn flugvöllinn. Bíllinn var þrisvar sinnum ódýrari þar.
Days Inn
5827 Caravan Court Orlando.
2.1.2012 | 22:51
Gleðilegt ár og takk fyrir liðnu árin :)
Árið byrjar með stæl hjá mér. Á Nýjársdag bætti ég einum titli í safnið, án þess að hafa nokkuð fyrir því ;)
Kl. 12:58 á fyrsta degi ársins varð ég lang-amma. Bryndís Líf Ólavsdóttir og Simon Már Símonarson eignuðust litla prinsessu, var hún þriðja barn ársins, sem fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. Hún er 3675 gr og 49 cm og ótrúlegt krútt.
Á myndinni eru 4 ættliðir í kvenlegg, sá fimmti (langa-lang-amman) verður með næst :)
Við erum svo sannarlega blessuð í bak og fyrir :)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007