Leita í fréttum mbl.is

Erfitt að kveðja kæra vini

Það var erfitt að kveðja okkar kæru vini í dag. Við höfum átt dásamlegan tíma með öðlingunum og höfðingjunum Jonnu og Braga. Hin fátæklegu orð: 
HeartTAKK FYRIR OKKUR KÆRU VINIR Heart lýsa engan veginn þakklæti okkar til þeirra InLove 
Fiss Parker Doubletree SB. nóv 2011Þessi heimsókn hefur verið einstaklega skemmtileg, ekki af því að við höfum farið svo mikið, heldur af því að við höfum skemmt okkur svo vel saman. Helsta áhyggjuefni mitt var að við myndum þreyta höfðingjana því allir vita að það er álag að hafa gesti.

,,Síðasta kvöldmáltíðin" var borðuð í gær á Fess Parkers Doubletree. Við Lúlli fengum okkur Natural Prime Ribeye... Kokkarnir þar kunna svo sannarlega að velja bita og steikja mátulega, því þetta er besta steik sem ég hef á ævi minni smakkað...
Fiss Parkers Doubletree Santa Barbara nóv 2011Þvílíkt lostæti...
Ummm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Í morgun borðuðum við með Jonnu og Braga á IHOP áður en við lögðum í hann. Þetta var erfið kveðjustund og við keyrðum í burtu með tárin í augunum - ákveðin í að koma fljótt aftur Smile

Kveðjustund fyrir utan IHOP, nov 2011Við stoppuðum í Walmart og Target að útrétta það síðasta og renndum síðan á hótelið. Það er öruggt að ég get mælt með því, nálægt LAX, mjög snyrtileg og rúmgóð herbergi og sanngjarnt verð.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304
phone 1-310-491-7000 room 303

Verð að setja inn myndir þegar ég kem heim Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband