20.12.2012 | 16:47
Lentum í árekstri í Dallas
Við vildum helst ekki keyra til Humble án þess að fá töskurnar en við verðum að keyra þangað í dag (19.12.2012). Við tókum leigubíl upp í Rental Car Center og fengum bílinn, ákváðum síðan að fara fyrst með rútunni upp í flugstöð og bíða eftir fluginu frá Denver. Okkur fannst það snilld að þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af bílastæði. Konan hjá Frontier athugaði málið í tölvunni og síðan á rúllubandinu og töskurnar voru komnar. Hvílíkur léttir - Konan kvittaði á eyðublaðið að við fengum þær í hendur kl 12 á hádegi.
Þá var það rútan aftur í bílaleiguna. Við sóttum bílinn okkar, settum hótelið í Humble inn í Garmin. Ég rétti Lúlla töskuna undan Garmin og þegar hann opnaði hanskahólfið voru 2 stórar pakkningar af lyfjum þar, sem við skildum eftir í útkeyrsluhliðinu. Við lögðum af stað. Ég var búin að keyra um 10 mílur, þegar ég sá að bílar fyrir framan voru að færa sig til hliðar, ég var á miðjuakgrein. Ástæðan var að upp á hæðinni - eða aðeins niðri í hallanum hinum megin lá vörubretti með kassastafla á minni akgrein. Ég setti stefnuljós og dró úr hraðanum en þegar allir færa sig í einu og enginn dregur úr hraða - þá komst ég ekki út af akgreininni.
Ég var næstum komin að brettinu þegar annar bíll skall aftan á okkur. Ekkert smá högg, við köstuðumst út á innstu akgreinina en ég gat afstýrt að lenda á steinblokkunum. Nú fyrst hægðist á umferðinni og við komumst út í kant. Í hinum bílnum var ungur strákur - við vorum bæði í sjokki, púðinn hafi sprungið hjá honum en ég hef grun um að hann hafi ekki verið í belti. Guði sé lof að við fundum ekki fyrir neinu en hann fékk verk í öxlina þegar frá leið.
Síminn okkar virkar ekki nema fyrir sms hér en hann hringdi í 911 og pabba sinn. Nú tók við 4 klst ferli því við vorum á svæði Dallas lögreglunnar. Fyrst komu lögreglumenn úr öðrum umdæmum og voru okkur til halds og trausts. Allir svo almennilegir og hjálpsamir. Pabbi stráksins reyndi að hringja í 1-800-númer til bílleigunnar... það símtal varð meira en klst langt eftir að hann afhenti mér símann sinn til að gefa upplýsingar... Meira að segja lögreglan brosti þegar ég sagði þeim það á eftir og bætti við:"do you know how many times I had to spell my name"
Fjöldi lögreglubíla kom, sjúkrabíll og slökkviliðið - það var yfirmaður slökkviliðsins sem tók símann hjá mér í miðju símtali og tilkynnti að hann tæki yfir í þessu máli. Eftir að lögregla Dallas umdæmis kom, var tekin skýrsla af okkur og ég get varla lýst því hvað ég er fegin að lyfin voru ekki í hanskahólfinu þegar lögreglan sótti sjálf pappíra þangað. Þessir tveir lögreglumenn frá Dallas Police voru hreinustu englar. Þeir gerðu skýrsluna fyrir okkur - töluðu við alla sem þurfti að tala við, þar á meðal bílaleiguna og hringdu á dráttarbíl sem tók báða bílana (báðir óökufærir).
Mín ráðlegging til þeirra sem lenda í umferðarslysi í USA... ekki hringja í bílaleiguna ef bíllinn er óökufær - bíðið eftir lögreglunni - hún höndlar málið best :D
Síðan keyrðu þessir hjálpar-englar okkur í tveim lögreglubílum aftur upp á Advantage bílaleiguna og fylltu út tjónaskýrslu fyrir okkur þar. Ég veit ekki hvað við hefðum þurft að ganga í gegnum ef þeir hefði ekki verið svona hjálpsamir.
Við fengum nýjan bíl og lögðum af stað til Humble. Þegar við keyrðum framhjá slysstaðnum okkar, mundum við eftir að einn lögreglumaðurinn sem kom fyrst á staðinn, sagði okkur að fyrir hádegi í dag myrti byssumaður 2 á bensínstöðinni sem var 100 metra frá slysstaðnum.
Það voru 248 mílur til Humble, við sluppum út úr Dallas í björtu og án teljandi umferðartafa. Ég var orðin dauðþreytt þegar við komum til Humble um 10-leytið og fljót að sofna.
Super 8 Motel - Intercontinental Airport7010 Will Clayton Parkway, Humble, TX, 77338
Phone: 1-281-446-5100 room 214
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2012 | 16:17
Tómar tafir
Næsta skref er að taka taxa upp í Rental Car Center og ná í bílinn. Við værum löngu lögð af stað til Humble ef allt væri samkvæmt áætlun. Vondandi fáum við töskurnar og náum að keyra í sæmilega björtu til Humble. Ég vil helst sleppa við að fá þær í pósti eftir marga daga - jafnvel eftir jól.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2012 | 14:21
Kef - Denver - Dallas
Við stoppuðum bara 10 daga heima... Það er sagt að fall sé fararheill... og ég er marin, bólgin og skrámuð á hægra fæti síðan ég datt í gær.
Það er 8 tíma flug til Denver. Ég pakkaði í 2 töskur sem fóru inn í vél en hlaupadótið er alltaf í handfarangri... heppilegt þar sem töskurnar skiluðu sér ekki frá Denver til Dallas.
Í Denver voru 2 klst á milli og flugið til Dallas dróst um 30 mín svo tíminn var nægur. Flugið til Dallas tók 1 og hálfan tíma. Við vorum orðin mjög þreytt enda að nálgast morgunn heima. Eftir að hafa beðið af sér allan grun - gengur maður í gegnum ákveðið kvörtunarferli - það tekur tíma.
Eftir að hafa fengið allar upplýsingar um töskurnar og hvernig Frontier ætlaði að tækla málið (senda þær í pósti til Houston!!!)... var næst á dagskrá að sækja bílinn hjá Advantage... sem lokaði auðvitað kl 12 á miðnætti.
Liðið hjá National var mjög hjálplegt, aldrei þessu vant var ég ekki með símanúmerið á hótelinu í ferðaáætluninni svo ég gat ekki hringt og athugað hvort þeir væru með skuttlu. Þeir fóru á netið fyrir mig og hringdu - engin skuttla.
Hótelið var ekki langt frá en bíllinn kostaði samt $ 25. Þetta varð til þess að við fórum ekki í búð á leiðinni til að kaupa vatn eða neitt annað - bara beint að sofa.
Microtel Inn & Suites by Wyndham Irving/DFW Airport/Beltline
3232 W. Irving Blvd, Irving, TX 75061 US
- Phone:
7.12.2012 | 14:41
Heimferð í dag, LV - DEN - KEF
Allar ferðir taka víst enda. Það er heimferð í dag, við pökkuðum í gær og bíðum núna eftir að morgunverðar buffetið opni kl 7.
Við erum búin að hafa það mjög gott, höfum heimsótt Lilju, Joe og Diane síðustu daga. Kvöddum þau í gær. Við höfum verið í þéttu sambandi við Jonnu - sem er mun auðveldara þegar það er sami tími hér og í Californíu. Ekki spurning að alls staðar er allt gert til að manni líði vel og hafi það gott.
Við eigum flug um kl 11 til Denver, bíðum eitthvað þar og fljúgum síðan heim. Pabbi og mamma munu sækja okkur á völlinn engin smá þjónusta.
1.12.2012 | 03:19
Los Angeles - Santa Barbara - Las Vegas
Ég svaf bara ágætlega í LA, enda búin að vera á löngu ferðalagi... Við vöknuðum snemma á miðvikudagsmorguninn og fengum okkur morgunmat. Uppáhaldsbúðin mín, DOLLAR TREE var við hliðina - ekki spurja hvað ég kom með marga poka út þaðan...
Síðan héldum við af stað til St Barbara, stoppuðum aðeins í Oxnard eða Ventura á leiðinni. Komum rétt um eitt-leytið til Jonnu - það voru fagnaðarfundir. Eftir kaffisopa fórum við að heimsækja Braga á endurhæfingarheimilið. Hann þekkti okkur og breiddi út faðminn.
Við heimsóttum Braga aftur í gær, sátum með honum í dagstofunni undir lifandi tónlist. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá Jonnu, en stoppum stutt í þetta sinnið. Bara svona rétt að koma með jólamatinn
Í morgun fórum við á IHOP með Jonnu og Steinunni, það var komið að ,,bless-í-bili"
Við lögðum af stað um hálf 11 og með nokkrum stoppum, umferðarteppu og mikilli rigningu í Pasadena þá komum við loksins til Vegas um hálf 7... Við vorum búin að keyra um 2 tíma í myrkri... og þurfum kannski að breyta klukkunni um klst.
Við höfum verið tvisvar á þessu hóteli áður og líkar vel...
Palace Station
2411 W Sahara Ave, room 1119
https://palacestation.sclv.com/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 15:23
Hver er með hvern í einelti ?
Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig þessir dómstólar virka... maður fer að efast um að þeir séu fyrir fólkið í landinu, einstaklinginn... heldur fyrir alls konar samtök og fyrirtæki.
Að berjast gegn þeim er að berjast við vindmillur.
Harpa gaf út bókina -Má ég vera memm?-
Nú spyr maður: Hver er með hvern í einelti?
http://www.dv.is/blogg/harpa-luthers/2012/11/28/glanni-glaepur-og-sonnunargagnid/
28.11.2012 | 13:50
Keflavík - Denver - Los Angeles
Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.
Þá var það kirkjuprakkarastarfið kl 13:30... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:40.
Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í innrituninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.
Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar...
Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna"... hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.
Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.
Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.
| |
Inglewood, CA 90304 Room 217 |
28.11.2012 | 13:47
Keflavík - Denver - Los Angeles
Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.
Þá var það kirkjuprakkarastarfið... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:45.
Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í bókuninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.
Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar...
Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna" en hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.
Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.
Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.
| |
Inglewood, CA 90304 Room 217 |
1.10.2012 | 15:14
Rapport
Ég skrifa orðið svo sjaldan að hver færsla er nokkurs konar rapport... eða yfirlit yfir það sem hefur gerst. Það mikilvægasta er að ég er búin að fá vinnu í kirkjunni minni, Ástjarnarkirkju, með starfsheitið æskulýðsfulltrúi. FRÁBÆRT :D
Síðan hef ég byrjað í samsvarandi starfi hjá Kálfatjarnarkirkju, þó það sé ekki búið að ganga frá starfssamningi. ÆÐISLEGT :D
Þá hef ég verið að dunda eitthvað annað... Mér hefur tekist að gera afmælisvídeó fyrir öll börnin og barnabörnin og EITT stórafmæli (Jonnu) á síðustu 12 mán... síðasta afmælisvídeóið var fyrir Hafþór Örn... en þau eru öll á Youtube.com
Síðan hef ég gert 2 vídeó um Ratleik Hafnarfjarðar 2012... hið fyrra var um Ratleiksnámskeiðið sem ég stóð fyrir í ágúst sl... fyrir börn 12-14 ára... en við náðum ekki að klára allan leikinn, m.a. vegna veðurs.
September 2, 2012 3:34 PM
og hið síðara var um allan ratleikinn en við systur (ásamt fleirum) náðum að finna öll 27 spjöldin.
September 28, 2012 1:00 PM
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 14:40
Heimferð í dag... DEN - KEF
Við höfum haft það fínt á þessu undarlega hóteli... Herbergið er mjög gott, með eldhúsi og baði, en þjónustan er engin, maður verður að sækja allt í lobbý-ið, handklæði, kaffi og fara sjálfur með ruslið og búa um... Við erum ekki vön þessu.
En við erum miðsvæðis og í góðu hverfi, Target er bakvið hótelið og Sport Authority sem er uppáhalds íþróttabúðin mín. Stutt í allt sem við höfum þurft að fara.
Við förum að tékka okkur út bráðum og útrétta þetta síðasta... síðan er bara að skila bílnum og koma sér upp á flugvöll...
21.9.2012 | 12:56
Denver Colorado...
Beint flug til Denver er 7 tímar og 40 mín... síðast þegar við lentum hér fórum við með rútu í eftirlitið en núna vorum við látin ganga þangað og það var smá spotti... Allt gekk síðan vel, ég þurfti ekki að rífa upp pylsurnar sem Dísa átti að fá - gegnumlýsing nægði.
Flugvöllurinn er um 10 mílum fyrir utan Denver og bílaleigurnar á leiðinni... en það er reglan í USA-flugi að maður lendi í björtu og það sé svo orðið niðdimmt þegar maður fær bílinn.
Við stoppuðum í Walmart á leiðinni á hótelið og ég þekkti mig um leið og beygði út af I 70... Þetta var rétt hjá þar sem við vorum 2 daga í júní... Núna erum við við Cherry Creek.
Dísa og dóttir hennar biðu eftir okkur við hótelið þegar við komum svo við gátum skilað dótinu af okkur og hún var með fullan poka af ýmsu matarkyns fyrir okkur. Þá var bara að bera sig inn og fara að sofa enda klukkan rúmlega 4 um nótt á okkar tíma.
Homestead Cherry Creek
4444 Lettsdale Drive, Denver Co, 80246
phone: 303-388-3880, herbergi 102
25.7.2012 | 00:13
Til hamingju með afmælin :)
♥ ♥ ♥ Það eru 3 sem eiga afmæli þessa dagana.
♥ Ísak Lúther varð 16 ára í gær 24.júl.
Innilega til hamingju með afmælið sæti, vona að dagurinn hafi verið þér minnisstæður, 16 ára afmælisdagurinn er nokkuð stór tímamót :)
og síðan eiga
♥ Jonna og ♥ Lúlli afmæli í dag, 25.júlí.
♥ Jonna á stórafmæli 90 ára í dag... Innilega til hamingju með daginn elsku Jonna mín, vona að dagurinn verði þér gleðilegur og eftirminnilegur.
Happy Birthday Jonna age 90, 2012
♥ Síðast en ekki síst á elsku kallinn minn afmæli - og eldist samt ekki neitt - skrítið...
Innilega til hamingju með daginn Lúlli minn... ég held þetta sé dagurinn sem þú átt að dekra sérstaklega við mig - er það ekki ;)
♥♥♥ Innilega til hamingju með afmælin ♥♥♥
23.7.2012 | 19:07
Selvogsgatan - tékk
Ég hef gengið Selvogsgötuna í fjöldaára... man ekki hvað ég hef farið hana oft... en oftast hef ég verið ein - með Guði :)
Á síðasta sumri - aldrei þessu vant - gekk ég ekki heldur hjóluðum við Lúlli í Selvoginn... en í morgun var sett -tékk- á Selvogsgötuna.
Ég var ein, Lúlli keyrði mig upp að björgunarskýlinu við Bláfjallaveg, veðrið var ágætt, svalur vindur í bakið og rigningarúði langleiðina... en síðan létti til og sólin lét sjá sig. Fyrir utan nokkra fugla, fann ég fé á leiðinni - humm... er samt ekkert ríkari ;)
Garmurinn mældi leiðina 14,5 km og ferðin tók mig 2 tíma og 57 mín.
17.7.2012 | 15:50
37 ára brúðkaupsafmæli :)
Minnisstæðasti brúðkaupsafmælisdagurinn var fyrir 2 árum,
En þá gekk nær öll fjölskyldan á Helgafell í tilefni dagsins. Veðrið í dag er álíka gott og fyrir tveim árum þegar við slógum upp veislu og borðuðum sjónvarpsköku á toppnum. Þá sá ég svo sannarlega hvað ég er rík. Þessi dagur lifir í minningunni. Takk allir :)
9.7.2012 | 23:37
Nú get ég notað ,,tékkið"
LOKSINS var komið að því, Emilía litla er orðin 6 mánaða og kominn tími á mynd af ættliðunum.
Þrif - tékk
útskriftarveisla - tékk
myndataka - tékk
Einn af mínum stóru dögum var í gær... Ég er svo ánægð yfir því hvað boðið heppnaðist vel í gær...
ég ákvað svolítið seint að hafa útskriftarkaffi í gær fyrir nánustu fjölskyldu... og það gátu næstum allir mætt :) Við vorum 23 í allt.
Dagskráin byrjaði kl 3 með FIMM-ættliða myndatöku, sem tókst frábærlega vel. Uppröðunin var eftir aldri og tign svo ekki fari neitt á milli mála :) Dagurinn heppnaðist frábærlega vel... og ekki skemmdi að veðrið var dásamlegt og hægt að vera líka úti á palli.
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol