Leita í fréttum mbl.is

Los Angeles - Santa Barbara - Las Vegas

Ég svaf bara ágætlega í LA, enda búin að vera á löngu ferðalagi... Við vöknuðum snemma á miðvikudagsmorguninn og fengum okkur morgunmat. Uppáhaldsbúðin mín, DOLLAR TREE var við hliðina - ekki spurja hvað ég kom með marga poka út þaðan... W00t
Síðan héldum við af stað til St Barbara, stoppuðum aðeins í Oxnard eða Ventura á leiðinni. Komum rétt um eitt-leytið til Jonnu - það voru fagnaðarfundir. Eftir kaffisopa fórum við að heimsækja Braga á endurhæfingarheimilið. Hann þekkti okkur og breiddi út faðminn.

Við heimsóttum Braga aftur í gær, sátum með honum í dagstofunni undir lifandi tónlist. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá Jonnu, en stoppum stutt í þetta sinnið. Bara svona rétt að koma með jólamatinn Joyful

Í  morgun fórum við á IHOP með Jonnu og Steinunni, það var komið að ,,bless-í-bili" Kissing
Við lögðum af stað um hálf 11 og með nokkrum stoppum, umferðarteppu og mikilli rigningu í Pasadena þá komum við loksins til Vegas um hálf 7... Við vorum búin að keyra um 2 tíma í myrkri... og þurfum kannski að breyta klukkunni um klst.

Við höfum verið tvisvar á þessu hóteli áður og líkar vel...

Palace Station

2411 W Sahara Ave, room 1119 

https://palacestation.sclv.com/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband