Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um framtakssemina ?

TO-DO listinn var margra metra langur... og ég ætlaði að byrja að strika út af honum um leið og ég kæmi heim...

1... þrífa - tékk...
2... útskriftarveisla - tékk... 
3... litapartý... tékk...
4... 5... 6... 7... og svo framv.

EN ég hef ekki einu sinni tékkað á listanum... hef sem sagt EKKERT gert af því sem ég ætlaði að gera... nema dandalast úti á hjólinu, hlaupið og gengið í ratleiknum :) 

Það er tvennt til ráða... byrja á einhverju eða strika bara út það sem er ekki bráðnauðsynlegt og ef ég byrja á því sem er efst... þá verður nr 1 að bíða betri tíma :)


Komin heim aftur

Við komum heim snemma í gærmorgun, sonurinn sótti okkur á völlinn. Á meðan við vorum úti var tengdur ljósleiðari inn í húsið og tengingin við tölvuna okkar og sjónvarpið var ekki græjuð. En nú er netsambandið komið.

Ég tók upp úr töskunum í gær og gekk frá dótinu. Dæturnar komu allar í heimsókn, ég missti að vísu af Helgu því ég var í heimsókn hjá pabba á lansanum. Hann er betri en hann var en ekki nógu góður. 

Nú liggur fyrir útskrift á laugardaginn... en veislan fyrir nánustu fjölskyldu bíður betri tíma InLove 


Denver Colorado

Við sitjum í betri stofu UNITED í Terminal B... á Denver International Airport... Við þurftum að skila bílnum snemma, upp úr hádegi og því höfðum við góðan tíma til að fara í betri stofuna... En fyrir þá sem hafa skamman tíma er betra að sleppa því. 

Stofan er svolítið útúr fyrir Icelandair farþega. Við þurfum að fara með lest yfir í Terminal A þaðan sem við förum um borð. Hér er enginn matur, bara snakk, kaffi og hægt að fá suma drykki frítt. Þeir sem ætla að stoppa hérna til að borða fyrir flugið... geta því líka sleppt að koma.

En hér er hægt að fara á netið :)


Red Rock, Colorado

Keyrðum til Red Rock eftir hádegið í dag... Þetta er í 3ja sinn sem ég kem til Colorado og er í Denver. Í fyrsta sinnið hér var ekki tími til að fara, í annað sinnið gleymdi ég því en nú kom loksins að því.

Í gær hélt ég að töskuvesenið myndi verða til að við kæmust ekki en nú er það orðið að veruleika. Við eigum 2 DVD gospel tónlistardiska sem eru teknir upp á tónleikum í Red Rock. Þess vegna var æðislegt að koma loksins á staðinn. 

 

Thumbnail

 


Las Vegas, Nevada - Denver, Colorado

Skorin taska í Denver 2012 009

Vaknaði kl 5 í morgun... gengum frá því síðasta af dótinu og ég tékkaði okkur út. Það var stutt upp á flugvöll... Ég keyrði Lúlla að innrituninni og skilaði bílnum.  Við höfðum keyrt um 1850 mílur... 
Morgunmaturinn á Saga Lounge, bauð ekki upp á betra en meðal-Super8.
Þar munaði minnstu að ég týndi kortaveskinu mínu, það rann undir stólinn og japönsk kona benti mér á það.
Ég gat þakkað henni fyrir með dvd-diski um Ísland... ég held að hún hafi verið ánægðari en ég :)

Skorin taska í Denver 2012 007

Við flugum með UNITED til Denver. Ballið byrjaði þegar við sóttum töskurnar sem við þurfum að borga undir í Las Vegas...

Skorin taska í Denver 2012 014Stóra taskan hafði verið skorin upp meðfram rennilásnum á tveim hliðum... og síðan teipuð lauslega saman og utan á töskunni var poki með dóti flæktur í teipinu sem var merkt Transportation Security Administration... Þeir hafa ekki fattað að það átti að opna hana að framan.

Ég kvartaði í starfsmann UNITED en hann benti á TSA. Þar fékk ég spjald með símanúmerum og netfangi. Enginn svaraði í fyrra símanúmerinu en í því seinna lenti ég í könnun savings2go og átti að fá sendan vinning og alltaf beið kvörtunin mín út af töskunni...

Skorin taska í Denver 2012 016

Ég var gjörsamlega græn fyrir því að ég hefði lent í símtali sem hafði verið brotist inn í... Ég var að hringja í öryggisþjónustu Bandarísku flugvallanna... en ég sá síðan þegar ég fletti upp þessu savings2go á netinu, að þetta var svindl-fyrirtæki... og ég búin að gefa upp kortanúmer.

Ég sendi því kvörtunina mína til TSA varðandi töskuna á email og sendi annað email til Vísa á Íslandi og lét loka kortinu mínu. Þessir svindlarar skulu ekki fá krónu frá mér.

Hótelið okkar er frábært....

Best Inn and Suites,
4590 Quebec Street, Denver, CO 80216 


RIO, Casino Las Vegas... Újé ;)

Ríó Casino, Las Vegas, Júní 2012

Við skelltum okkur að sjá show-ið sem við ætluðum að sjá í síðustu viku... Höfðum verið þarna áður og fannst það skemmtilegt.

Eftir söng-og skemmtiatriði, byrjaði sýningin í loftinu en þá runnu vagnar með dönsurunum á brautum eftir loftinu og hentu niður perlufestum til þeirra sem veifuðu til þeirra... 

Þegar við vorum að fara byrjaði skemmtiatriði á barnum... og við stóðum einmitt við barinn.

Barþjónarnir voru hreinustu snillingar, Lúlli náði hluta af því á vídeó... hreinasta snilld.

 

Thumbnail

 


Palace Station Hotel and Casino

Las Vegas 2012

Smile Komin á Kasíno-ið... við erum með herbergi við sundlaugina og það er spáð 40°c út vikuna. Ég held að þetta sé bara snilld að baka sig hér í garðinum... ekki getur maður komið heim náhvítur... eins og maður hafi dottið ofaní hveitipoka Pinch

Nú er bara að drekka nógu mikið W00t

Palace Station Hotel and Casino
2411 W Sahara Ave, Las Vegas NV 89102,
Room 1629  


Úff... 40°c í Las Vegas

Nú verður Venus abbó... Las Vegas 2012

Vegna þess að það varð breyting á ferðalaginu hjá okkur þá vantaði okkur gistingu síðustu nótt. Við höfðum keyrt frá Lehi til Vegas og fórum beint á áttuna. Ljónið hitti bangsa á leiðinni.
Þar fyrir utan opnaði ég tölvuna og pantaði herbergi fyrir punkta... ferlið tók ekkert smá langan tíma... netið var svo hægt og pöntunin fór ekki í gegn strax fyrir mín mistök... en loksins því hótelið var nær uppselt. 

Þetta er miklu betra hótel en Casino-ið sem við förum á í dag og verðum þar til 16.júní. 

Super 8 - Las Vegas
4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109 

phone 402-794-0888,  room 1078 


Lehi, Utah

Það var ekki löng keyrsla frá Beaver til Lehi. Við gistum hér í tvær nætur fyrir Utah Valley Marathon. Þetta er ágætis hótel en ég gerði smá mistök ??? eða ég man ekki hvort það var hægt að fá hótel á viðráðanlegu verði nær.  Ótrúlega óskemmtileg götuheiti hér... snúin til að setja í Garmin.

Days Inn, Lehi Utah,
280 N 850 E84043 Lehi  


Beaver, Utah

Við lögðum snemma af stað frá Vegas... rúmlega 8 enda ekki eftir neinu að bíða. Það var hálf míla frá hótelinu að I-15 North og síðan voru 390 mílur að næstu beyju... þ.e. að Hótelinu í Utah. Vegurinn var beinn og breiður og hraðinn frá 75-80 mílur, leyfilegt að fara í 85 eða um 140 km.   I LOVE IT

Á leiðinni stefndum við beint á fjallgarð og héldum að við værum að fara í göng gegnum fjallið, en allt í einu opnaðist rosalega flott leið, niður snarbratt og krókótt gljúfur. Lúlli tók videó af hluta af því - maður veit alltaf of seint að maður hefði átt að hafa myndavélina tilbúna. 

Við stoppuðum í Beaver u.þ.b. á hálfri leið og tókum hótel.  

Best Western Paradise Inn,
314 West 1425 North
Beaver Utah 84713


Enn í Las Vegas

Við urðum að skipta um hótel, smá mistök í pöntun heima, fengum Áttu rétt hjá og átti meira að segja punkta fyrir henni. Hvílíkur munur að vera komin á jarðhæð og rétt hjá útidyrum...

Kannski maður skreppi út að sundlaug og fái smá sólarskvettu á sig... og taka það aðeins rólega smá stund, hitinn er svo mikill að maður getur ekki verið lengi úti... svo er bara að halda sig inni í mollum og skemmtistöðum svo maður stikni ekki :)

Super 8 - Las Vegas
4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109 
phone 402-794-0888,  room 1094


LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas

Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Rodneys steakhouse, 2.6.2012

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)

Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Rodneys steakhouse 2.6.2012

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm 
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html  svo var spilað UNO Grin 

Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið. 

Misson Valley Resorts, 
875 Hotel Circle South, San Diego... 

Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.

Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas 

Hjá Lilju og Joe, í Las Vegas, júní 2012

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.


Kef - Seattle - LA

Þetta var langt og strangt ferðalag í gær... en nú erum að vakna í LA... Lúlli hafði getað sofið eitthvað á leiðinni en ég var gjörsamlega búin þegar við komum á hótelið í nótt. Við tókum okkur hotel í Inglewood, nú liggur fyrir að keyra til stór-vina okkar og höfðingja, Jonnu og Braga. Okkur hlakkar mikið til :)

Value Inn 4751 W Century Blvd., Inglewood, CA 90304 US

Tveir í nánustu fjölskyldu hafa átt afmæli í maí...

Happy Birthday Matthías Daði 2012.wmv
Happy Birthday Sigrún 2012.wmv


Komin heim :)

Við keyrðum síðasta daginn til DC... þurftum ekkert að stressa okkur neitt, nægur tími. Ég skildi Lúlla eftir í flugstöðinni enda vorum við með töskur, kassa og reiðhjól... jammm....

Síðan skilaði ég bílnum... við keyrðum 1.398 mílur þessa daga.
Allt gekk vel, ég náði ekki að sofa á leiðinni heim. Sonurinn sótti okkur og dýrin fögnuðu Lúlla, aðallega Venus :) 

Allt er gott sem endar vel :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband