Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Denver - Los Angeles

Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.

Þá var það kirkjuprakkarastarfið... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:45.

Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í bókuninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.

Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar... 

Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna" en hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.

Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.

Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.

Value Inn Worldwide LAX
4751 W Century Blvd
Inglewood, CA 90304
Room 217

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband