Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ekki nóg að tvöfalda

Nú höfum við hjónin keyrt tugþúsundir mílna í Bandaríkjunum. Vegirnir eru frábærir, ekki bara það að akgreinarnar séu aðskildar, heldur eru vegirnir beinir og brýr eða upphækkanir sem taka af allar lautir og dældir í landslaginu. 
Í þessu hafa yfirmenn vegamála verið að spara á Íslandi. Það er ekki nóg að tvöfalda og hafa síðan allar slysagildrurnar áfram á veginum.
Veghlutinn  í Kúagerði er bæði dæld og beygja... þar voru flest slysin fyrir tvöföldun brautarinnar og þarna hefðu átt að eiga sér stað endurbætur þ.e. upphækkun og taka beygjuna af.
mbl.is Lenti utan Reykjanesbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lake Park, Gerorgía

Við keyrðum frá Florída áleiðis til Warner Robins, Georgíu í morgun. Ákváðum að gista á leiðinni í lake Park. Fundum okkur áttu og komum okkur fyrir. Það er kaldara hérna norðar.

Super8 4907 Timber Drive, Lake Park, GA 31636
Phone (229) 559-8111 Room 216


Trúmál og siðferði

Ég var að skoða bloggflokkana og sá að það var búið að breyta nafni flokksins ,,trúmál" í ,,trúmál og siðferði"... flokkar sem hljóta þá að hanga saman... þó siðferði eigi auðvitað við alla líka hina vantrúuðu.

Það er sama hvaða trú fólk aðhyllist... Budda, Islam, Hindú, Gyðingdóm, Kristni eða Vantrú... allt þetta fólk reynir að lifa eftir svipuðum reglum og boðorðum og vill vera í sátt og samlyndi við aðra. Innan um í öllum þessum hópum eru til öfgahópar.

Hér á landi hafa oft verið spyrt saman þessi tvö orð ,,kristið" og ,,siðferði." Oftast er þá átt við að siðferðið sé trúarlegt... en ekki samfélagslegt atriði.  

Ég hef áður bloggað um skiptingu boðorðanna 10...
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/642887/ 
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734/

Fyrstu boðorðin varða samband manns við Guð og teljast því trúarlegi hluti þeirra... seinni hluti þeirra þ.e. frá og með hvíldardagsboðorðinu er samfélagsreglur... reglur sem eru gerðar fyrir manninn svo honum geti liðið vel og verið óttalaus í samfélagi við aðra. 
Þessar reglur gilda alls staðar hverju sem menn trúa...

Það er sérstaklega vantrúað fólk er í einhverri nöp við orðalagið ,,kristilegt siðgæði" og þeir blanda því meira að segja við Gamla testamentið... en réttilega væri aðeins hægt að tengja það við Nýja testamentið og boðorð Jesú um að elska Guð og náungann eins og sjálfan þig.  


Kenndedy Space Center á Canaveralhöfða

CocoaBeach.13.jan.2009
Veðurspáin var 40% líkur á rigningu í Orlando, svo við renndum niður á Cocoa Beach.
Við völdum tollvegina - mikið fljótlegra en vorum samt sem áður rúma klst á leiðinni.

Á leiðinni stoppuðum við og keyptum okkur Kentucky kjúlla.... frábært Tounge

CocoaBeach.13.jan.2009Ég sá í gær að það átti að skjóta upp eldflaug um hádegið... í morgun sá ég að það var búið að fresta skotinu til 7 um kvöldið...

Við ætluðum því að hafa daginn fyrir okkur til að kanna gamlar slóðir.

CocoaBeach.13.jan.2009Þegar við komum í Kennedy Space Center var búið að fresta skotinu þar til annað kvöld... svo þetta var fýluferð til að sjá með eigin augum, eldflaug skotið upp.

Cocoa Beach er mjög fallegur staður og skemmtilegar brýrnar sem maður keyrir yfir til að komast þangað.
Við renndum auðvitað að mótelinu sem við vorum á þegar við vorum hér síðast og kysstum fjöruna...
Lúlli fer nú ekki niður í fjöru á þess að láta hafið þvo á sér tærnar... Held það hafi verið svolítið kalt W00t

Lúlli á sjóbrettiVið skelltum okkur á sjóbretti Wink

Við sluppum nær alveg við rigningu í dag og á Cocoa Beach var hitinn um 25 °C... það rigndi þegar við komum aftur til Orlando.


Ég vann líka...

Ég hef aldeilis fengið að heyra það frá eiginmanninum í gegnum tíðina... hann hefur stöðugt gert grín að því að ég skuli hafa ,,fúlu röðina" í áskrift.

,,Fúla röðin" er afmælisdagar fjölskyldunnar 5, 7, 17, 25 og 30... þar sem tvær dætur eru fæddar 5. þá var sjöttu tölunni bjargað með húsnúmerinu í Víkingalottóinu...


mbl.is Allir vinningshafar komnir fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsþjónusta í sekt!

Það var tími til kominn að mótmælendur sem hafa unnið skemmdarverk, séu handteknir. Kröfur þeirra eru einmitt að aðrir séu látnir standa skil á gerðum sínum... ekki geta þeir talið sig undanskilda lögum.
Þeir sem geta mætt til að mótmæla á hinum og þessum stöðum og á öllum tímum... eru kanski atvinnulausir og geta því ekki borgað þær sektir sem þeir fá... þeim ætti að gefast kostur á að vinna sektina af sér með samfélagsþjónustu.  Það er ekkert nema mannbætandi.

Það væri hægt að nota þá til að þvo byggingar sem hafa orðið fyrir ,,aðkasti" og svo vantar lögreglunni aðstoð við að halda aftur af ,,óróaseggjum"


mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn ræður

Lýðræði er það þegar gengið er til kosninga og meirihlutinn ræður.  Þess vegna er það ekki vandamál fyrir Kristján að fá sér dýr... Hann skellir bara á húsfundi og samþykkir dýrahald.  Það ætti að nægja að boða til fundar með vikufyrirvara... með því að hengja upp auglýsingu í anddyri hússins.


mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskot á Canaveral

Við höfum framlengt dvölinni á þessu móteli amk fram á miðvikudag.

Við hringdum til Californíu í gær og töluðum við Jonnu og Braga. Þau hafa verið tölvulaus og þess vegna sambandslaus við Klakann... en það voru engar fréttir sem við gátum sagt þeim... nema að nú ætti að svissa andlitum í embættum.

Hér er allt við það sama, sól... 20% líkur á rigningarskúr í dag. Við slöppum bara af, kíkjum í búðir og á bekkinn við sundlaugina Cool 

Ég held ég hafi skilið það rétt að það á að vera geimskot frá Canaveralhöfða á morgun...  http://www.kennedyspacecenter.com/event.aspx?id=37e78c3f-a9cc-4959-b82a-cf94999cede6 
Við erum að spá hvort við eigum að kíkja á það. 
Einu sinni gistum við á Cocoa Beach, rétt hjá... og misstum þá af geimskoti - vorum ekki með tölvu og því sambandslaus við heiminn.

SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL    
International Dr &  (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US    
Phone
: 407-352-8383
   herb. 146


Áfanganum fagnað í Orlando

                      InLove   Kissing   Kissing   Wizard   Kissing   Kissing   InLove

Ég náði þeim áfanga í dag að hlaupa hundraðasta maraþonið mitt.
Eftir hlaupið, sturtu og blogg http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/768543/ var skálað við Eddu og Emil í gegnum video-call á msn...  

100 maraþonDæturnar komu líka inn á msn og óskuðu mér til hamingju... Takk fyrir InLove
Eftir það fórum við... Bíðari nr 1 og ég, út að borða... og nú slökum við á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tökum of oft áhættu

Svona slys eru alltaf sorgleg... og ættu að fá okkur almennt til að hugsa. Við erum nefnilega öll alltaf að taka áhættu... Í umferðinni, í fjármálum og með heilsuna... Við vitum hvað skaðar okkur en oftar en ekki þá hlustum við ekki á varnaðarorðin fyrr en það er orðið of seint.

Eins og einhver snillingur sagði einu sinni... Við reynum á seinni helmingi ævinnar að redda því sem við eyðilögðum á þeim fyrri. 


mbl.is Létust við að taka jöklamyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband