Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sköpun heims, upphaf lífs

Menn skiptast yfirleitt í tvo hópa varðandi upphaf heims, annaðhvort er það ,,Bing bang kenningin með þróunarkenningu Darvins innanborðs" eða sköpunarsaga Biblíunnar í 1.Mósebók.

Það sem fólk áttar sig oft ekki á, er að hvoru sem það trúir, þá flokkast það undir val því hvorugt er hægt að sanna. Vísindamenn hafa þó sannað að heimurinn er á mikilli ferð.... þeir segja að hann þenjist út eins og frá sprengingu og menn trúa því, við vitum að ekkert hangir í lausu lofti... en af hverju út, getum við ekki verið að sogast inn í eitthvað. Á öllum skýringarmyndum er hnötturinn sýndur fara til hliðar, en við getum verið að fara upp eða niður.

Oft trúum við því sem vísindamenn segja vegna þess að það skiptir okkur engu máli, hún breytir engu varðandi líf okkar á jörðinni.
Við höfum til dæmis lifað í þeirri vissu að við stæðum ofaná jörðinni og hinum megin á jörðinni væru menn ,,á hvolfi"...  en hvað er upp og hvað er niður í alheiminum, við gætum alveg eins verið á hvolfi... eða báðir á hlið... en allur heimurinn hefur ákveðið að þetta sé rétt, því einhver vísindamaður setti þessa tilgátu fram.

Big bang kenningin er val þeirra sem trúa ekki eða vilja ekki trúa sköpunarsögu Biblíunnar.
Báðar kenningarnar eru jafn ótrúlegar.
Það er jafn ótrúlegt að Guð hafi skapað heiminn eins og að heimurinn hafi skapast af sjálfu sér.
Hvorug kenningin hefur svar við frum-byrjuninni... þ.e. hver skapaði Guð og hver bjó til efnið í sprenginguna.
Þess vegna stendur fólk frammi fyrir því að velja hverju það vill trúa.

Ég tók Menntaskólann Hraðbraut áður en ég fór í Háskóla Íslands og þar las ég Lífeðlisfræði, kjarna fyrir framhaldsskóla, bók sem er gefin út 2001. 

Á bls. 19  er sagt frá niðurstöðum rannsóknar fransks efnafræðings Louis Pasteur varðandi sýklarannsóknir. Louis gerði tilraunina 1860-70... niðurstöðurnar hljóta að standa enn fyrst vitnað er til þeirra á okkar öld... en hver var niðurstaða hans?
jú, hún var sú ,,að líf getur ekki kviknað af sjálfu sér, að allar lífverur eru komnar af öðrum lífverum"
Rannsóknin fellir þróunarkenningu af engu.  Á bls.96 kemur stutt lýsing á því sem er kallað þróun.  

,,Lífverur breytast með umhverfinu - þróast.  Við þróunina verða til nýjar tegundir og þær sem laga sig ekki að nýjum aðstæðum hverfa - verða aldauða eða útdauðar... ...oft er það vegna samkeppni við aðrar tegundir og á síðari árum ekki síst við mannskepnuna."

Lífeðlisfræðibókin gerir því ráð fyrir því að hlutirnir breytist í tímanna rás en ekki að líf kvikni og þróist af engu.


Boðorðin tíu

Ég fékk heljarinnar athugasemd frá Prédikaranum varðandi pistil sem ég nefndi ,,Aðeins ein synd". http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734 
Þessu ber mér að svara og stend ég áfram föstum fótum á minni skoðun að syndin sé aðeins ein og hún er vantrú á Drottinn vorn Jesú Krist. Eins og Prédikarinn hef ég Biblíuna mér til stuðnings.Þó syndin sé aðeins ein eru boðorðin tíu samt sem áður enn í fullu gildi. Það er hins vegar STÓR munur á hvort þau eru öll synd eða hvort hluti þeirra sé brot á samfélagsreglum manna.

Prédikarinn benti réttilega á að ef eitt þeirra er brotið er búið að brjóta þau öll og mér finnst ég lesa það út að hann telji brot á þeim vera synd.
Jesús Kristur læknaði á hvíldardögum, en þá má ekkert verk vinna en hann var samt syndlaus.
Kristur boðaði breytingar… og hann er ekki að tala um boðorðin tíu þegar hann segir í Matt. 5:19
Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
í versum 22-48 kemur listinn yfir boðin sem um er rætt….og Jesús segir ekki að brotin séu synd, heldur mun sá sem brýtur þau og kennir kallast minnstur í himnaríki.

Jesús dró boðorðin tíu saman í tvöfalda kærleiksboðorðið....
Lúk 10:27
Hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.

Róm 13:9  Boðorðin: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast, og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Frá 1. versi kaflans er Páll að tala um samfélagsleg atriði, fólk sem lifir í samfélagi verður að taka tillit til hvors annars, við troðum ekki á hvort öðru og segjumst svo elska bæði Guð og náungann. Og hann segir í Galatabréfinu: Gal 5:14
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Jóh 16:8
Þegar hann [Jesús] kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur,
Jóh 16:9
syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
Róm 6:23
Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
Róm 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

Hver var synd englanna samkvæmt 2.Pét 2:4  Jú, þeir skiptu Guði út fyrir annan höfðingja, ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Baráttan er nefnilega um tignirnar og völdin.

Spurning er hverjum maður játast, á hvern maður trúir en ekki hvort mér takist að halda boðorðin, því það hefur engum manni tekist.
Jóh 16:9  syndin er, að þeir trúðu ekki á mig.
Post 10:43  Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna.
Jóh 8:24 
Þess vegna sagði ég yður, að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar.

Trúarjátningin felst í því að játa Jesú Krist.  Sá sem játar hann mun frelsast fyrir náð hans en ekki fyrir nein af þeim verkum/boðum sem sá hinn sami reyndi að halda. Það er hins vegar annað mál að þeir sem játast Kristi og fylgja honum, reyna eftir fremsta megni að ganga hinn þrönga veg og lifa í sátt, samlyndi og í kærleika til náungans og á þann hátt reynum við að halda öll boðorðin... Jesús dró þau saman í eitt boðorð -tvöfalda kærleiksboðorðið- kanski er það boðorðið sem Jóhannes og postularnir eru að tala þegar þeir tala um boð Guðs.

1.Jóh 5:1-5
Hver sem trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur, og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. -2- Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. -3- Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung, -4- því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. -5- Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs?

1Jóh 5:11-13
Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. -12- Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. -13- Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.

Þetta nægir í bili - en af nógu er að taka Kissing


Heppnari nakin...

Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðsvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"

Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði "Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.

Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra  stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?" Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"

LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN!

Vinkona mín sendi mér þennan, spurning hvort við getum notað þetta bragð, þó við séum ekki ljóshærðar !


Réttur hvers?

Án þess að vilja dæma neinn í svaðið fyrir þessar aðgerðir.... þá getur maður ekki annað en tekið afstöðu.
Mér finnst rétt að hafa framkvæmt þessa leit þó hún hafi í sjálfu sér ekki verið uppörvandi fyrir þá sem áttu hana ekki skilið... Hún ætti að bæta stöðu þeirra sem raunverulega eru í neyð en fyrir þá sem hafa brotið af sér og eru hér á fölskum forsendum kemur svona aðgerð sér illa.

Það sem við ættum að taka eftir er hvernig fólkið brást við aðgerðinni, ég meina það... ef fólk sem bíður eftir að mál þeirra sé tekið fyrir, steytir hnefann núna, hvernig verður það eftir að það hefur fengið ríkisborgararétt?
Í sjónvarpinu var dökkur maður sem snéri aðgerðinni upp í kynþáttamisrétti.... ef hann fengi landvistarleyfi en fengi síðan ekki vinnu ... hvað þá?  Verður þá hnefinn á lofti og ásakanir um kynþáttamisrétti... mun honum einhverntíma finnast hann vera einn af okkur? 
Margt af þessu fólki á bara ekki heima hér, þeirra menning og bakgrunnur er svo gerólíkur okkar og margt af því vill ekki samlagast okkur... og stundum leyfir trú þeirra það ekki. 

Þegar atvinnan minnkar og hún fer minnkandi... fer fólk að hata útlendinga vegna þess að þeir taka frá þeim vinnu... því þeir sætta sig við lægri laun.  Þá verður ekki aftur snúið... 

Við verðum að herða reglurnar NÚNA, fólk á ekki að komast upp í flugvél hingað nema sýna skilríki og eiga farmiða til baka.   Geti fólk ekki sýnt skilríki við komuna hingað - þá er farmiðinn til baka notaður.
Við verðum nefnilega líka að hugsa um hælisleitendurna, þeir fara úr öskunni í eldinn ef það kemur upp útlendingahatur hérna. Þeir eiga rétt á því að málin gangi hratt fyrir sig og með þessu móti er best að hugsa um rétt þeirra og okkar sem búum hérna... það erum við sem borgum á meðan þeir bíða eftir svari.


mbl.is Hælisleitendur mótmæla aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruvernd!

Það fylgir ekki fréttinni, en hún ber þess keim að þeir sem vilja að svörtu svanirnir séu skotnir... ætli með því að vernda náttúruna !!! Eru náttúruverndarmálin ekki að taka öfuga stefnu þegar menn ætla að stjórna náttúrunni.... eða hefur einhver séð svart/hvítt álftapar?
mbl.is Skjótum svarta svani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búin að skila :o)

Joyful  Joyful  Joyful
Kl. 11:25 að staðartíma afhenti ég Dr. Gunnlaugi A Jónssyni BA-ritgerðina mína.  Þetta er mikill áfangi fyrir mig.  Ritgerðin ber nafnið :

 

   Ísrael       


Hver er sagan og merkingin
bakvið nafnið í Biblíunni og hver er merkingin í hugum manna í dag?

Margra mánaða vinna er að baki og nú er bara að bíða og sjá.....  Halo

Slóðin að ritgerðinni: http://hdl.handle.net/1946/3340


Þeir eru löngu á eftir...

Það er svona hús í Orlando í Flórida, ekki langt frá Disney garðinum. Ég hef keyrt nokkrum sinnum framhjá því og er alltaf að spá í að fara inn... nú læt ég verða af því næst þegar ég fer, þ.e. í janúar....
mbl.is Hús á hvolfi veldur svima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11.sept. 2008

Dagur til að minnast Wink

Sá mikli og merki áfangi náðist í dag, að BA-ritgerðin mín var prentuð út, ljósrituð og bundin inn. Nú... til hvers þarf bæði að prenta hana út og ljósrita.... en það er nú saga að segja frá því.

Ég byrjaði f.h. á ljósritunarstofunni Lyng í Hafnarfirði. Kom með ritgerðina á lykli... og á pdf skjali... en Adope reader krefst þess nú að stafagerðin sé í tölvunni... sem var ekki... og textinn riðlaðist. 

Ég gerði aðra tilraun eh. en gerði þá þau stóru mistök að fara í Háskólafjölritun...
OMG...eftir 2ja klst. bið var búið að prenta út eitt eintak, þó ég bæði um tvö... og maðurinn sagðist ekki geta bundið hana inn nú, ég yrði að koma aftur á morgun.

Ég borgaði útprentaða eintakið, fór í Lyng, lét ljósrita eintakið og binda bæði eintökin inn, það tók 10 mín...
Ekki það að ég telji álög á deginum.... nú er bara að skila henni við hátíðlega athöfn á eftir Joyful

PS... var að tala við leiðbeinandann.... og ég á að skila 4 eintökum Blush


Hvalreki...

,,Rekið hvalkjöt getur verið varasamt og vissara að reyna kjötið. Þess vegna er soðinn biti af hvalnum og hann gefinn niðursetningi eða hent fyrir hundinn og athugað hvort honum yrði meint af. Sumum þótti það illt að eiga á hættu að missa hundinn sinn."

Bóndi einn í Þingeyjarsýslu fann rekinn hvalkálf á síðari hluta 18.aldar. Hann var ekki viss hvort hvalurinn væri ætur og sauð fyrst bita fyrir son sinn, því hann gat ekki hundlaus verið...
Sonurinn var svangur, át hvalinn og varð ekki meint af. 
 

Mér er svo minnistæð þessi klausa sem ég las í  Íslands-og Mannkynsögubók NB1. Frá Upphafi til upplýsingar, (bls.212-213) að ég ætla ákvað að láta hana fjúka aftur....


mbl.is Hvalur strandaður í Þernuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins ein synd...

Hvað höfum oft heyrt að trúin er allt sem þarf? Við viljum trúa þessu - en trúum við því í raun og veru? Manneskjan á nefnilega frekar til að flækja málin en einfalda.... oft í góðri trú.

Kirkjuleiðtogar hafa í gegnum tíðina endalaust flækt líf fólks með því að gera bókstaflega allt að synd, jafnvel þó Jesús hafi komið og boðað lausn frá erfikenningunum sem þjáðu menn þá, þá lifir þessi hugsun enn...

Jesús sagði í Jóh 16:9 ,,syndin er, að þeir trúðu ekki á mig" ..... mjög einfalt ekki satt!

Það er trúin sem frelsar okkur... ekki verkin.

Móse fór tvisvar upp á fjallið til að sækja boðorðin. Fræðimenn sem rannsaka forna texta hafa oft furðað sig á hvers vegna hann fór með tvær steintöflur, þegar ein hefði auðveldlega dugað.
Hinar gömlu Misna-bækur gyðinga svara þessari spurningu... ástæðan var að önnur taflan varðaði sambandið við Guð en hin varðaði sambandið milli manna.
 
Brot á sambandinu við Guð - var synd... brot á sambandinu milli manna, voru afbrot sem var hegnt fyrir á staðnum eða í jarðlífinu... þessi afbrot eru ekki synd.

Siðbótamaðurinn Marteinn Lúther ávítaði kirkjuna fyrir að gera öll boðorðin að synd... hann skipti þeim í tvo flokka eins og Misna-bækur gyðinga.  Skiptingin er fyrir framan hvíldardagsboðorðið því hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna.

Fyrri hluti boðorðanna varðar sambandið við Guð... sbr. orð Jesú : syndin er að þeir trúðu ekki á mig.... en seinni hlutinn varðar dagleg samskipti manna og brot á þeim varðar í flestum tilfellum landslög. Þau brot eru ekki synd. 
Biblían segir að við séum undir náð, ekkert sem við gerum -annað en að trúa á Jesú- getur bjargað okkur.

Nú vitum við öll að það er erfiðast af öllu að fá fólk til að skipta um skoðun.... Það var líka þannig á dögum Jesú, það varð að blinda Pál postula (post 9:8) svo hann fengi nýja sýn.... og gera Sakaría föður Jóhannesar skírara mállausan (Lúk 1:20) svo hann gæti sagt frá...

En það hlýtur að vera léttir fyrir okkur.... að trúa því að, allt sem þarf er að trúa...
allt annað sem við gerum af góðum verkum - fær okkur til að líða betur og vera sáttari við sjálf okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband