Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Að vaða útí...

Því miður eru margir peningalitlir og þurfa að velta hverri einustu krónu mörgum sinnum áður en þeir láta hana fara.  Fyrir þá, eins og fátæku ekkjuna í Mark 12:43 er t.d. erfitt að gefa.  En EKKI EINBLÍNA Á ÞAÐ að hún var fátæk og gaf það sem hún átti. 

Guð þekkir aðstæður hvers og eins og við megum ekki gleyma því að hann hefur vald til breyta aðstæðum okkar.

Hversu oft hefur hann ekki breytt aðstæðum fólks í ritningunni og utan ritningarinnar.  Hann gerði Davíð að konungi og tók konungdóminn af Nebúkadnesar. Drottinn gefur og Drottinn tekur.  Ef hann sýnir okkur svona dæmi í biblíunni, er það öruggt um að hann getur líka breytt aðstæðum hjá öðrum... hann getur breytt okkar aðstæðum.
Við þurfum að treysta honum og treysta á hann.  En það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir kraftaverkinu, það gerist ekkert nema við stígum fyrsta skrefið. Það er að segja, við verðum að vaða útí... eins og menn Jósúa gerðu þegar þeir fóru yfir ána Jórdan (Jós 3:11-17).


Máltækið segir Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.  Einu sinni fannst mér þetta orðatiltæki það vitlausasta sem ég hafði heyrt... hvað þurfti maður sem hjálpaði sér sjálfur, á hjálp Guðs að halda.

En við verðum að vera tilbúin að leggja eitthvað á okkur sjálf og um leið og við vinnum sjálf að lausn mála - blessar Guð framkvæmdina. 


Saumakonan

Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undurnar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ?
Saumakonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoðað bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf Drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumakonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána.
Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti?
"Æi Guð, maðurinn minn datt í ána".
Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan.
Drottinn reiddist. "Þú
lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt ,,nei" við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt ,,nei" við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt ,,já" við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur.

Þess vegna sagði ég ,,já" við Mel Gibson.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.


Kata vinkona í öskuregni

Mér brá heldur í brún, þegar ég sá þessa frétt... var ekki búin að kíkja almennilega á kortið til að athuga hvort Kata væri í hættu.  Vindurinn er nú versti óvinurinn.
Nú erum við hjónin að fara bæði til LA og til að hitta vini okkar í Santa Barbara... sem hafa sem betur fer ekki þurft að flýja heimili sitt og við biðjum þess að baráttuliðið nái að slökkva eldana hið fyrsta. 
Skógareldar á þessum svæðum eru farnir að herja ansi oft á fólk í Californíu... eins og jarðskjálftahættan sem vofir sífellt yfir þeim sé ekki nóg.

Þeir sem telja sig hafa vit á þessu segja að skógareldar séu hluti af viðhaldi í náttúruferlinu og maðurinn auki aðeins á eldsmatinn í skógarbotninum með því að slökkva eldana of snemma.
Við sem erum alltaf í heimsókn þarna... erum ekki hissa að húsin í jaðri bæjarins brenni, því skógurinn umkringir þau...
Við vonum að bæjarstæðið í Santa Barbara sem er með því fallegasta sem til er, fái að vera það áfram.


mbl.is Íslensk kona í öskuregni skógarelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlegð hjartans...

Hvað er raunveruleg auðlegð og hvað gerir mann ríkan. Við lifum ekki án peninga. Það snýst allt um peninga. Frá upphafi hafa menn stundað vöruskipti og selt sína vinnu. Kóngurinn eða keisarinn þarf alsstaðar skattpeninga. 

Allir þurfa að há þessa baráttu að komast af, borga það sem þeim ber og geta keypt það sem þarf.  Gæðum heimsins hafa aldrei verið réttlátlega skipt, alltaf verða einhverjir undir. Það hefur alltaf verið og verður bil á milli ríkra og fátækra á meðan við búum á þessari jörðu. Fólk finnur til með fátækum en á almennt ekki sömu samúð með ríkum. Þó hafa báðir sál. Hver getur dæmt um það hvorum líði betur nema alvitur Guð. 

Við þyrftum kanski að hafa meiri samúð með ríkum, þeir geta aldrei verið vissir um hver er raunverulegur vinur, kanski fylgir þeirra lífi meiri óvissa, meiri óhamingja og skortur á því sem er ekki hægt að kaupa, ást.  Fátækt og auðlegð eru afstæð, eftir því hvort hún er veraldleg eða andleg.  Einhver er fátækur af veraldlegum hlutum en ríkur í hjarta og annar ríkur að veraldlegum hlutum en fátækur í hjarta. En við tengjum fátækt og ríkidæmi oftast við peninga.

Mark 12:41 
Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. -42- Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.-43- Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.-44- Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.
Þarna er dæmi um beinharða peninga, aðalatriði sögunnar er upphæðin sem ekkjan gaf, jafngildi eins eyris. Það eru margir hafa áhyggjur af því hvað þeir geta lítið gefið í Guðshús og til Guðs málefnis. Ef til vill reyndi hún að lauma aurunum sínum í baukinn og vonast til að enginn sæi hve hún gæfi lítið. Hún er ekki ein um það... Samt vitum við að það er ekki upphæðin sem skiptir máli.

Samkvæmt þessari sögu metur Guð efni og ástæður hvers og eins. Sumir eru verr staddir og geta gefið minna en aðrir... og það á alveg eins við um tíma eins og peninga. Það á við um allt sem við leggjum til starfsins og kirkjunnar. Mín tilfinning gagnvart þessari sögu, var einhvern veginn sú, að það skipti mestu máli að ekkjan gaf... þó það væri lítil upphæð. Það munar um allt, eins og máltækið segir... margt smátt gerir eitt stórt. 

En ef Guð horfir á hjarta þess sem gefur, þá sér hann að bæði ríkir og fátækir geta verið aurasálir. Ríkur maður getur séð eftir lítilli gjöf og fátækur maður getur gefið stóra gjöf með gleði. Biblían segir að ef við gefum, þá skulum við gefa með gleði og vera trú í hinu smæsta. Guð elskar alla glaða gjafara. 

Auðurinn vill oft safnast á fáar hendur eins og sagt er. 
Biblían varar okkur margsinnis við að láta hin veraldlegu gæði gleypa hjörtu okkar, en lífið og lífsbaráttan er þannig hér á jörðinni að við höfum tilhneygingu til að safna að okkur meiru en við þurfum á að halda. Við kaupum hluti sem okkur bráðvantar í dag en eftir nokkra mánuði liggur hann ónotaður... jafnvel búið að gefa hann í góða hirðinn. Skildi vera slæmt að eiga mikið yfirleitt? Í gegnum alla ritninguna finnum við dæmi um auðlegð manna.

1.Mós 24:35  Drottinn hefir ríkulega blessað húsbónda minn, svo að hann er orðinn auðmaður. Hann hefir gefið honum sauði og naut, silfur og gull, þræla og ambáttir, úlfalda og asna. 
1Kon 10:23 Salómon konungur bar af öllum konungum jarðarinnar að auðlegð og visku.

Job 42:12 En Drottinn blessaði síðari æviár Jobs enn meir en hin fyrri, og hann eignaðist fjórtán þúsund sauða, sex þúsund úlfalda, þúsund sameyki nauta og þúsund ösnur. 
Abraham, Salómon, Job og margir fleiri voru flugríkir, þeir voru Guði þóknanlegir og þess vegna blessaði Guð þá ríkulega. Guð jók eignir þeirra svo þeir voru taldir auðmenn. Það getur því ekki verið Guði á móti skapi að það fari vel um okkur, að við eigum góðan og vandaðan fatnað, skartgripi, skrautmuni, gott hús, bíl (úlfalda nútímans) og svo framvegis, þegar hann blessar sitt fólk með því að auka eignir þeirra. Hættan er og Drottinn minnir okkur sjálfur á það, að við gleymum honum vegna þess að við höfum það svo gott.

Hós 13:6 
En því meira haglendi sem þeir fengu, því saddari átu þeir sig. En er þeir voru saddir orðnir, metnaðist hjarta þeirra. Þess vegna gleymdu þeir mér.  Þegar allt gengur vel, gleymist Guð... og þeir muna ekki eftir honum aftur.. fyrr en þeir þurfa aftur á honum að halda. Oft er þörf en þegar allt gengur í haginn þurfum við stöðugt að þakka fyrir vernd hans og blessun. Hann hefur lofað því að hann muni vel fyrir sjá og hann stendur við sín loforð. 
Ef við gleymum honum, verður hjarta okkar fátækt.
 


2.Kor 9:8  
Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks.  
Hann blessar okkur ríkulega, til þess að við höfum allt það sem við þörfnumst og til þess að við getum gefið öðrum. Guð ætlast ekki til að við sitjum á auðæfum okkar eins og ormar á gulli. Við eigum að gefa öðrum og gjöfin á að vera blessun ekki nauðung. 


Óskaði eftir að vera tekin af listanum...

Vissulega vil ég hafa ,,ókeypis" sjónvarp... en er einhver stöð ókeypis? Er fólkið þarna í sjálfboðastarfi, fær það ekki laun?... hvaðan koma launin?
Auglýsingarnar borga stöðina - hvar fá auglýsendur peningana sem auglýsingin kostar... auglýsingakostnaði er bætt ofan á vöruverð... Hver borgar þá fyrir Skjá einn???  Það erum við. Það er ekkert ókeypis.

CSI og House er það eina sem mér finnst horfandi á, á Skjá einum... en ég sakna þess ekki þó ég missi af þessum þáttum.

Vissulega má segja að samkeppnin sé ekki sanngjörn, en ég skrifaði ekki undir með það í huga að Rúv fengi ekki að auglýsa, þess vegna óskaði ég eftir að vera tekin af listanum.


mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkt kjaftæði

Hvernig getur maður sagst ,,axla ábyrgð" þegar hann ætlaði í upphafi að senda bréfið nafnlaust? Er það ábyrgur gjörningur?
mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Guð fyrir alla?

Já Guð er fyrir alla... gyðingar voru útvaldir til að boða trúna um allan heim en þeir brugðust og einangruðu trúna innan síns hóps... sem sitt einkamál og þar með einokuðu þeir Guð. 
Kristur sagði... Jóh 10:9  Ég er dyrnar. sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga.

Þarna gæti staðið ,,hver sá sem trúir á mig, mun frelsast"... þarna skiptir engu máli hverrar trúar sá hinn sami var áður.

Þegar Jesús dó á krossinum, breyttist allt, boðun trúarinnar sem áður var í höndum gyðinga varð að lífsstíl fylgjenda Krists... faðmur Krists var negldur fastur, galopinn...
Hann elskar þig SVONA mikið... faðmur hans getur ekki opnast meira og til hans geta allir komið með erfiði og þungar byrðar lífs síns, fyrir hann eigum við eilíft líf. 
Þó kristnir hafi tekið yfir hlutverk gyðinga, þýðir það alls ekki að Guð hafi um leið yfirgefið þá, það þýðir einfaldlega að þeir -eins og við- hafa síðan þá borið persónulega ábyrgð á sinni frelsun.


Þeir eru snemma á ferð þetta árið...

Það er þá satt, að það hafi bara verið ,,menn" í þessum rauðu búningum og flestir ef ekki allir með gerviskegg... En nú eru þeir sem sagt komnir... setjum skóna út í glugga í kvöld Wink 


mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BA-útskriftarveisla

Kvöldið í kvöld var aldeilis frábært, systur mínar og vinkonur mættu með mennina sína að samfagna gráðunni með mér. Þar sem ég þurfti 180 einingar til að geta útskrifast... hlýt ég að vera 180 gráðu... eitthvað???  Salvador sló í gegn, bæði Mohito-ið og jarðarberja- Margaritan.
Hvílíkt hvað við áttum skemmtilegt kvöld, kvöld sem á eftir að lifa í minningunni. Brandarar... sannar og næstum sannar sögur flugu og mikið hlegið Grin

TAKK FYRIR MIG HeartKissingHeart

Berghildur og Edda komu, Helga og Haraldur, hlaupavinkonurnar Soffía og Vala með mennina sína og Björg vinkona... Palli varð að standa vaktina.
BA-gráðu-skjalið var innrammað upp á vegg Smile ... næst er það Masterinn, æðislegt að geta hlakkað til að fagna því með góðum vinum. 

BA-ritgerðin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband