Leita í fréttum mbl.is

Að vaða útí...

Því miður eru margir peningalitlir og þurfa að velta hverri einustu krónu mörgum sinnum áður en þeir láta hana fara.  Fyrir þá, eins og fátæku ekkjuna í Mark 12:43 er t.d. erfitt að gefa.  En EKKI EINBLÍNA Á ÞAÐ að hún var fátæk og gaf það sem hún átti. 

Guð þekkir aðstæður hvers og eins og við megum ekki gleyma því að hann hefur vald til breyta aðstæðum okkar.

Hversu oft hefur hann ekki breytt aðstæðum fólks í ritningunni og utan ritningarinnar.  Hann gerði Davíð að konungi og tók konungdóminn af Nebúkadnesar. Drottinn gefur og Drottinn tekur.  Ef hann sýnir okkur svona dæmi í biblíunni, er það öruggt um að hann getur líka breytt aðstæðum hjá öðrum... hann getur breytt okkar aðstæðum.
Við þurfum að treysta honum og treysta á hann.  En það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir kraftaverkinu, það gerist ekkert nema við stígum fyrsta skrefið. Það er að segja, við verðum að vaða útí... eins og menn Jósúa gerðu þegar þeir fóru yfir ána Jórdan (Jós 3:11-17).


Máltækið segir Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.  Einu sinni fannst mér þetta orðatiltæki það vitlausasta sem ég hafði heyrt... hvað þurfti maður sem hjálpaði sér sjálfur, á hjálp Guðs að halda.

En við verðum að vera tilbúin að leggja eitthvað á okkur sjálf og um leið og við vinnum sjálf að lausn mála - blessar Guð framkvæmdina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband