Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Einkasonurinn 25 ára :)

Svavar_Luthers. 234x351_litmynd
Heart  Einkasonurinn Svavar er 25 ára í dag 7.nóv... hann er 300 mánaða eins og hann segir sjálfur...   
Svavar, sem býr enn í heimahúsum er á öðru ári í tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur.
tölva






Í kvöld verður boðið til veislu af þessu tilefni og munu systkini og vinir mæta.
Við, gamla settið óskum þér, Svavar, innilega til hamingju með daginn og óskum þér alls hins besta bæði í leik og starfi í framtíðinni...  Kissing

Hafsteinn bróðir Lúlla fær líka bestu árnaðaróskir í tilefni dagsins en hann er 50 ára í dag. Wizard


Hummm...

Það væri nú þægilegt ef við gætum bara prentað okkar eigin peningaseðla... nýr iðnaður fyrir heimilin í landinu, mitt í öllu atvinnuleysinu Wink
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð bjargar mér...

Einu sinni heyrði ég þessa dæmisögu um mann sem treysti alfarið á að Guð sjálfur bjargaði honum. Þegar það kom viðvörun um flóð og það ætti að rýma svæðið, sat hann sem fastast. 
Þegar vinir fóru á sínum einkabílum og buðu honum með, afþakkaði hann með þessum orðum ,,Guð bjargar mér." 
Vatnið var komið að hans húsi þegar rúta renndi upp að honum og honum boðið með... aftur afþakkaði hann með orðunum ,,Guð bjargar mér."
Hann var kominn upp á þakið á húsi sínu sem var umflotið vatni, þegar þyrla kemur til að bjarga honum... og enn afþakkaði hann og sagði ,,GUÐ BJARGAR MÉR." 
Svo fór að maðurinn drukknaði og þegar hann kom til Guðs spurði hann Guð af hverju hann hefði ekki bjargað honum. 
Guð sagði, ég sendi vini þína til þín, ég sendi þér rútu og að lokum þyrlu, en þú afþakkaðir alltaf hjálpina.

Hjálp Guðs kemur ekki síst á neyðarstundu... oft sjáum við ekki að hann hefur byrjað hjálparferlið löngu áður... það köllum við oft ,,tilviljanir" eða okkar eigin ,,heppni."

Gjaldið Guði það sem Guðs er, sagði Jesús. Það á ekki síst við í því formi, að þakka honum það sem vel hefur farið, eða að ekki hafi farið verr í veraldarvafstri okkar þar sem við töldum okkur fullfær að stjórna okkar lífi.
Oftar en ekki er Guð sviftur heiðrinum af velgengni okkar eða björgun.


Auga líkamans

Í Matteusi kemur tvisvar fyrir sama ábendingin, fyrst eftir fjallræðuna í 5.kafla og aftur í 18 kafla eftir að lærisveinar Jesú spurðu hann hver væri mestur í himnaríki. Versin eru ekki nákvæmlega eins orðuð og ekki heldur í sömu röð... þar að auki hefur í seinna skiptið því verið bætt inn að ekki einungis hægri hönd þín eða auga geti tælt þig - heldur hvort þeirra sem er (hægri eða vinstri) og báðir fætur líka.

Matt 5:29  Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
Matt 5:30  Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis.

Matt 18:8  Ef hönd þín eða fótur tælir þig til falls, þá sníð hann af og kasta frá þér. Betra er þér handarvana eða höltum inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og báða fætur og verða kastað í hinn eilífa eld.
Matt 18:9  Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en hafa bæði augu og verða kastað í eldsvítið.

Ef við lesum og skiljum Biblíuna aðeins bókstaflega... þá værum við samsafn af blindum, handa-og fótalausum búkum... sem hefðu þá litlar lífslíkur. Hver tælist ekki af einhverju sem hann sér og hver hefur ekki hlaupið og gripið í tálið. Hver hefði sjón, hendur og fætur ef við tækjum þetta bókstaflega. 

Margir setja þessi orð Jesú í samband við brot á boðorðunum, eins og t.d múslimar sem höggva hendur af þjófum, en Jesús er alls ekki að tala um veraldleg afbrot
Hann er að tala um dýrkun á öðrum guðum... ef auga þitt tælir þig til annarra guða, ef hendur þínar og fætur tæla þig til helgisiða annarra guða... þá væri þér betra að missa getuna til að dýrka aðra guði en að glatast að eilífu. Það skiptir öllu máli á hvern auga þitt einblínir, ef við horfum til Jesú erum við hólpin.

Matt 6:22 Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.
Matt 6:23 En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.


Hef betra minni en ég hélt...

Við hjónin höfum verið í Bandaríkjunum amk 4 síðustu áramót og þess vegna misst af áramótaskaupunum... þess vegna var mér persónulega alveg sama hvaða skaup ætti að endursýna... Smile
Gullið sagði að það væri ekkert gaman að horfa á gamalt skaup, því maður yrði að vera inni í því sem væri verið að grínast með... en ég skemmti mér konunglega, var alveg inni í þessu, svo ég hlýt að vera með betra minni en hann heldur... en hann segir að ég muni aldrei neitt... Joyful


Ekki frændur heldur bræður okkar

Ég man að eftir snjóflóðin á Vestfjörðum, þær miklu hamfarir kom STÓR fjárupphæð frá Færeyjum... frá þjóð sem átti sjálf við næg vandamál að stríða eins og t.d. atvinnuleysi. Þessu fé hafði verið safnað af almenningi og sýndi vel þann hug sem Færeyingar bera til Íslendinga. Þegar ábjátaði þá var ekki legið á liði sínu og nú taka þeir fram öllum öðrum...
Ég er ekki að mæla með því að við ættum að þiggja svo stóra gjöf og talað er um á mbl.is... heldur eigum við einungis að meta hvaða hug Færeyingar bera til okkar.

Hinn sanni vinur er ekki alltaf fyrirferðarmestur eða mest áberandi.


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að skilja byrðina eftir...

Í framhaldi færslunnar hér fyrir neðan...
Matt.11:28, Drottinn segir : Komið til mín... ...og ég mun veita yður hvíld.

Alltof oft gerist það, að eftir að við leggjum allt okkar fyrir Drottin... eftir eldheitar bænir... þar sem ákafi, eldmóður og örvænting er látin í ljós... þar sem allur vandamálapokinn er tekinn af herðunum og lagður fyrir Drottin....... að þegar bæninni er lokið, er vandamálapokinn axlaður aftur... þannig að sama byrðin er komin á bakið um leið og bæninni er lokið.

Oft áttum við okkur ekki á því að við sem lögðum málefnið fyrir Drottinn og báðum um lausn... gefum honum síðan ekki tækifæri til að leysa málið... 
Auðvitað er erfitt að bægja áhyggjum í burtu og sumir kalla það ,,kæruleysi" að hafa ekki áhyggjur þegar maður ,,á að hafa áhyggjur"... en leggi maður eitthvað fyrir Guð, er það vanvirðing að gefa honum ekki tækifæri til að koma með lausn.
Og til að Guð fái tækifæri, verðum við að stíga til hliðar... og hætta að grautast í því sem við töldum þurfa æðri meðferð.

Við þurfum að læra að skilja byrðina eftir Grin


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband