Færsluflokkur: Ferðalög
27.3.2018 | 08:02
Keflavík - Osló - Kopervik 20 - 28. Mars 2018
20.mars.... Icelandair kl 7:55
Þessi ferð var utan dagskrár, skyndiákvörðun. Við Helga fórum saman út til að hjálpa Bryndísi og stelpunum. Lúlli keyrði okkur á völlinn og við byrjuðum á Betri stofu Icelandair. Flugið var 7:55... fyrsta viðkoma í Osló með nokkurra klst bið og svo til Karmø með SAS. Þar fengum við bílaleigubílinn en Garmurinn vildi ekki viðurkenna nýja heimilisfangið hjá Bryndísi svo við hittum hana við hús pabba hennar.
Við komum nokkuð seint, sóttum stelpurnar í leikskólann og um að gera að slaka á og njóta þess að vera 4 ættliðir saman. Við Helga keyrum síðan stelpurnar í leikskólann og sækjum þegar Bryndís er að vinna. Nýja íbúðin er rosalega falleg og fín, ábyggilega yndislegt hérna á sumrin, stutt niður á litla bátabryggju enda eiga margir litla báta hérna.
Dagarnir eru fljótir að líða. Við höfum fengið snjó, regn, vind og sól... svolítið íslenskt veður. Á föstudeginum var frí í leikskólanum og þá dunduðum við okkur allan daginn hér heima. Um helgina varð smá klukkuvesen á okkur þegar breytt var í sumartíma og tveggja tíma munur við Ísland. Daginn sem ég fór út að skokka var ágætis veður en ég ætla að sleppa því í dag því það snjóar núna.
Það er rosa munur að geta hringt frítt á milli landa því stundum þarf að vera í stöðugu sambandi. Nú fer að koma að heimferð hjá mér, ég flýg heim í fyrramálið, Helga fer með mér heim en hafði áður ætlað að vera lengur.
28.mars.... SAS kl 7:20
Ferðalög | Breytt 20.9.2018 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2018 | 15:33
Kefl - Kaupmannahöfn - París - Tel Avív - Jerúsalem - Tel Aviv - Aþena - London - HEIM
Við ætluðum okkur að ferðast alla leið í einum rykk, það yrði langt ferðalag en við myndum fa aukadag í Jerúsalem...
6.mars... þriðjudagur
Við vorum komin út á völl um hádegið því við áttum flug til Køben 14:15. Þar áttum við smá bið en lentum í frestun á fluginu til Parísar og framhaldsflugi til Tel Aviv... svo Air France kom okkur á hótel í Kaupmannahöfn.
The Crowne Hotel Tower room 1110
7.mars... miðvikudagur
Við vöknuðum kl 4 til að ná fluginu til Parísar og þaðan til Tel Aviv... og lentum þar kl 4 eh en raðirnar voru langar við eftirlitið svo við tókum rútu kl 6 til Jerúsalem. Ferðin tók um 50 mín. Þá var lítið annað að gera en fara að hvila sig. Við hrukkum svo upp 23:15 þegar síminn hringdi... sjálfvirkur vekjari fyrri gesta...
City Center Jerúsalem hótel, 17 King Georg Street, room 17
8.mars... fimmtudagur
Strákurinn í afgreiðslunni var mjög hjálpsamur... pantaði tvær ferðir fyrir okkur. Við fórum til Betlehem í dag, skoðuðum fæðingarkirkju Krists, staðinn sem þau þrjú bjuggu þar til þau flúðu til Egyptalands og fjárhirðakirkjuna þar sem engillinn vitraðist fjárhirðunum. Það hafa verið byggðar kirkjur eða kapellur yfir alla staðina. Síðan kíktum við í mollið á meðan við biðum eftir að expoið opnaði kl 3. Við keyptum morgunmat fyrir mig, ég tók hlaupadótið til og fór að sofa... síminn vakti okkur aftur á sama tíma... ég fékk 2ja tíma svefn fyrir maraþonið, því ég gat ekki sofnað aftur.
9.mars... föstudagur
Ég hafði stillt símann á 4 am... fyrir maraþonið... allt um það á byltur.blog.is. Éf labbaði samferða nokkrum konum á startið.
Eftir maraþonið labbaði ég um 2 km aftur á hótelið... og var papparössuð af Lúlla sem lá í leyni með myndavél. Ég tók það aðeins rólega, fór í sturtu og svo fórum við út að leita að matsölustað... það var allt lokað... sabbat. Við fundum sjoppu sem er opin allan sólarhringinn og þá var búið að bjarga því að ég færi ekki svöng að sofa.
10.mars... laugardagur
Við vöknuðum snemma og ætluðum út í morgunmat - allt lokað í kring. Sabbat... OK... kaffi og súkkulaði í morgunmat. Við mættum síðan á Agrippas hótel í næstu götu en þangað vorum við sótt til að fara í ferð um Jerúsalem. Þetta var rúmlega 6 tíma ferð. Við fórum á alla þekktustu biblíustaðina... Kirkju Jóhannesar skírara, Olíufjallið, gömlu Jerúsalem þar sem við gengum hina frægu Via Dolorosa... og vorum fyrir tilviljun samferða hópi upp með krossinn. Meðfram voru sölubásar sem Jesú kallaði ræningjabæli á sínum tíma.
Við fórum upp að Grátmúrnum og "Golgata" er nú á efri hæð í kirkju... og gröfin á neðri hæðinni. Við erum ekki alveg að kaupa þetta...héldum að gröfin væri í garði (Getsemane). Ég var nokkuð góð að labba allar tröppurnar og brekkurnar... hélt ég yrði meira eftir mig eftir maraþonið. Þetta var fínn dagur, þetta er eitthvað sem okkur hefur langað til að sjá.
11.mars... sunnudagur
Mig langaði að fara til Nasaret í dag en það er ekki í boði á sunnudögum. Við ætluðum þá að taka strætó að Lions Gate á Jerúsalem múrnum en eina leiðin til að komast, var með leigubíl... því hliðið er Arabíu-megin. Við tókum bíl... ég sá nefnilega að í skoðunarferðinni í gær gengum við bara hluta af Via Dolorosa... Í dag gengum við hana alla, fórum síðan út um Jaffa hliðið og löbbuðum í rólegheitum á hótelið. Við kíktum í búðir og fengum okkur að borða. Þegar við komum á hótelið milli 3 og 4 var okkur sagt að þau hafi reynt að ná í okkur í allan dag. VIÐ ÁTTUM AÐ TÉKKA OKKUR ÚT KL 11... ég sagði, nei, nei við förum ekki fyrr en á morgun ! En svo þegar ég athugaði málið... þá var það rétt... það stóð pikkfast í mér að við kæmum heim á þriðjudegi.
Við skelltum öllu í töskurnar... urðum að borga fyrir aukanótt og tókum strætó á Bus Central Station... þar sem við fengum að kynnast KAOS og óskipulagi af versta tagi... þar gilti frumskógarlögmálið að rútunni til að borga bílstjóranum... við biðum á aðra klst eftir að fá sæti í rútu til Tel Aviv á lestarstöðina og tókum þaðan leigubíl á hótelið okkar. Þetta hótel átti að vera 4 stjörnur en kannski ein hafi verið Betlehemsstjarna og hinar einhverjar sem við sjáum ekki. Ég pakkaði niður fyrir flugið og við reyndum að sofna.
Geula Suites, HA-ARI 11, Tel Aviv 61999 IL Tel: 97235102310 room 31
11.mars... mánudagur
Við sváfum lítið, og vorum vöknuð áður en síminn hringdi kl 2:45... leigubíllinn sótti okkur kl 3:30 og flugið átti að vera kl 5:40. Í fyrstu leit allt vel út en eitthvað vesen var í kringum gamlan kall, gyðing, sem sat aftast og eftir þó nokkra seinkun var hann leiddur út af tveimur öryggisvörðum... en eftir enn lengri bið fékk hann að fljúga með okkur... en þessi seinkun varð til þess að fullt af fólki sem átti tengiflug missti af því. Við vorum öll send í sérstaka afgreiðslu. Þegar við vorum komin út í gegnum eftirlitið uppgötvaði ég að ég væri búin að týna öllum ferðapappírunum. Ég þræddi uppl og tengiliði sem hringdu inn en enginn sá þetta hjá sér, það var svaka vesen að fá að fara inn aftur og leita hjá fólkinu sem sagði að það væri ekki hjá sér og svo lágu pappírarnir þar á borðinu....
Við flugum með Aegan Airlines og þeir vildu bara koma okkur í dag til Frankfurt með þýsku flugfélagi því við áttum pantað þangað. Það gagnast okkur ekki því við vorum búin að missa af fluginu heim. Það var ekki hægt að fá flug með Aegan til London á þess að við borguðum fyrir það... en það var nóg af sætum. Við keyptum því flug til London, Lúlli hringdi heim í Icelandair og fékk að setja farmiðann okkar upp í flug heim frá Heathrow... Þessi gyðingur kostaði okkur 1000 evrur eða rúmar 100 þús krónur... en á fluginu var hann búinn að spenna á sig einhvern trékubb á ennið og annan undir hendina og teypa einhverja snúninga á niður á handlegginn á sér... kannski átti okkur að líða betur við það.
Við þurftum að bíða nokkra klst á Heatrow og nýttum okkur Betri stofuna. Þetta verður orðið EXTRA langt ferðalag þegar við komum loksins heim.
Við eigum flug kl 20:50 með Icelandair.
Ferðalög | Breytt 27.3.2018 kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2018 | 16:11
Keflavik - London - Istanbul - Dubai
22.jan...
Lúlli vakti mig rúmlega 4 am... og við vorum lögð af stað kl 5... að sjálfsögðu borðuðum við morgunmatinn á betri stofunni... það er frábært að byrja þar. Við áttum flug um kl 8 með Icelandair til London Heathrow. Þar biðum við í tæpa 4 tíma. Næsta flug var með Turkish Airline til Istanbul... Lággjaldaflugfélag en öll hugsanleg þjónusta innifalin. Við fengum matarbakka með heitum mat, köku og hvað sem við vildum að drekka með og þjónustan frábær. Í Istanbul biðum við í 2 og hálfan tíma og flugum áfram með Turkish Airlines til Dubai. Eins og áður var öll þjónusta í boði... heitur matur og allir drykkir, frí taska með svefngrímu, eyratöppum, flugsokkum og heyrnatól fyrir skemmtiefnið. Þá var leikjatölva í sætisbakinu... en báðar vélarnar voru 500 manna breiðþotur. Við lentum í Dubai um kl 7 um morgun... rúmum sólahring eftir að við fórum að heiman.
Holiday Inn Express Dubai, Internet City, Knowledge City P.O. Box 282647 Dubai
Tel : +971044275555 room 146
23.jan...
Við tókum leigubíl á hótelið... ég svaf örugglega ca 2 tíma í síðasta fluginu en Lúlli svaf eitthvað meira. Við fengum ekki herbergið strax. Við fengum að geyma töskurnar í lobbyinu og ákváðum að taka lestina og skoða hæsta turn í heimi. Lestarkerfið er ekki svo flókið og greiðslukerfið eins og í London. Við keyptum okkur kort með inneign og fórum út við Dubai Mall. Hvílíkir gangar frá lestarstöðinni í mollið (ég frétti seinna að það væri 1km)
Neðst niðri í einu horni var selt upp í turninn... ég athugaði verðið... 580 aed á mann (100 usd eru 344 aed ) hvílíkt verð. Það væri um 34 þús fyrir okkur bæði og mengunin er mikil svo að skyggni er lélegt... þetta er ekki þess virði. Þegar við komum til baka fengum við herbergið og við borðuðum kvöldmat á hótelinu og fórum snemma að sofa.
Við upplifðum í fyrsta sinn kynjaskipta lestarvagna og strætó.
24.jan...
Við tókum strætó á hótelið þar sem gögnin voru afhent. Þetta var lítið expo. Ég fékk nr 1466. Maraþonið er á föstudegi sem er helgur dagur hér... Við kíktum í mollið hinu megin við götuna, fengum okkur að borða, kíktum á ströndina og tókum því rólega... og strætó til baka... það var hlýtt og gott en alltaf þetta mistur í loftinu. Ég ætla ekki að ganga mig upp að hnjám fyrir þetta hlaup. Við vorum aðeins og sein að kaupa okkur skoðaunarferð á morgun, sölumaðurinn var farinn af hótelinu.
25.jan...
Fyrst við misstum af skoðunarferð til Abu Dabi í dag ákváðum við að fara í enn eitt mollið, Mall of the Emerites... og ég sem ætlaði ekki að ganga mikið í dag EN það er víst ekki hægt að komast hjá því í útlöndum. Við gátum hamið okkur og vorum komin snemma á hótelið. Ég reyndi að fara snemma að sofa en gekk illa að sofna... svo hringdi mamma kl 10:30 með slæmar fréttir og ég svaf lítið eftir það.
26.jan...
Klukkan var stillt á 4 am til að komast í maraþonið...
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2209927/
Ég þurfti að ganga rúman km frá markinu í strætó eftir hlaupið og svo varð ég að standa í strætó á leiðinni, því ég hafði hellt svo miklu vatni yfir mig á leiðinni að ég var blaut niður í skó. Ég byrjaði á að helgja fötin upp og leggja mig aðeins... ég komst ekki í sturtu strax út af nuddsárum... en eftir sturtuna fórum við út að borða, gengum frá dótinu og lðgðum okkur til kl 23 því á miðnætti áttum við pantaðan leigubíl upp á flugvöll.
27.jan...
Fyrsta flug hjá okkur var kl 2:40 til Istanbul. Það er frábært að ferðast með Turkish Airlines, þjónustan er frábær hvort sem það er nótt eða dagur. Fluginu seinkaði um hálftíma og við vorum aðeins stressuð yfir að ná næsta flugi en svo var meiri tímamunur en okkur minnti... næsta flug var með Turkish Airlines til London Gatwick og þaðan flugum við með Icelandair. Alltaf gott að koma heim.
Ferðalög | Breytt 28.1.2018 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2018 | 18:51
Keflavík - Kaupmannahöfn - Kairó - Luxor 5-13.jan 2018
Fyrsta ferð ársins er til Luxor í Egyptalandi. Við gátum ekki flogið beint svo að við fórum með Icelandair til Kaupmannahafnar. Þaðan flugum við sama dag til Kairó með EgyptAir, þar sem við gistum í 3 nætur... Egypt Air fór svo með okkur til Luxor þar sem við gistum í 5 nætur.
5.jan... Flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Kairó. Við fengum okkur leigubíl á flugvellinum og bílstjórinn Hassan var síðan með okkur þar til við flugum til Luxor.
Golden Park Hotel Cairo Heliopolis
221 El Hegaz Street Cairo 11351 EG
sími +20226208668 room 256
6.jan... Hassan var mættur kl 9 og við fórum fyrst á Papírus verkstæði þar sem við fengum sýnikennslu í gerð pappírs... þá fór hann með okkur að skoða fyrstu píramídana sem voru byggðir og söguna hvernig þeir breyttust með tíma og reynslu byggingarmanna. Hassan er fornleifafræðingur... við vorum heppin að fá mann sem vissi þetta allt.
Við skoðuðum grafhýsi og fórum inn í píramída. Göngin eru mjög brött og lág til lofts og því erfitt að fara niður í þau. Þá fórum við á Gisa svæðið þar sem frægustu píramídarnir eru. Þeir eru 3 stórir og nokkrir minni í kring. Sorglegt hvað þjóðin hefur verið rænd af gersemunum þeirra. Við fórum á svæði Bedúína og kameldýra þeirra... lífshættir þeirra hafa lítið breyst frá biblíutímum.
Á Gisa svæðinu var líka Sfinx-inn... engin smá stytta. Við borðuðum kvöldmat á veitingahúsi sem var með útsýni yfir Gisa svæðið. Hassan skilaði okkur um kl 5.
Kairó er mjög sóðaleg borg og það er stjórnvöldum að kenna... draslið safnast upp því það eru engin úrræði fyrir fólk að losa sig við það, fátæktin er mikil og sölufólk hræðilega uppáþrengjandi. Mengun er mikil og lögregla með hríðskotabyssur á hverju strái.
7.jan... við tókum því rólega til kl 3 eh, þegar við vorum sótt og keyrð á markaðinn. Það er viss upplifun en um leið erfitt að geta ekki skoðað neitt án þess að vera valtað yfir mann af uppáþrengjandi sölumönnum. Bílstjórinn beið eftir okkur kl 4:45 til að keyra okkur í skip. Við fórum í rúmlega 2ja tíma siglingu á Níl, siglingu sem innihélt mat og sýningu, magadans og sirkus/listdans... eða hvað það heitir.
8.jan... Eftir morgunmat fórum við með leigubíl í flugstöðina og tékkuðum okkur inn. Þar var stanslaus öryggisgæsla em tilheyrandi töskuskönnun... og í síðasta skanna fyrir flugtak tóku þeir af mér sport-tape og örsmá skæri... svo ég get ekki teypað tærnar fyrir næsta maraþon. Flugið tók um klst. Þegar við lentum tókum við leigubíl á hótelið Maritim Jolie Ville og sömdum við bílstjórann, Ali að sækja okkur daginn eftir. Við erum í hvílíkum lúxus hér... eins og Paradís.
Við borðuðum kvöldmat á buffeti hótelsins. Það vantað mikið upp á hreinlæti í mat í þessu landi og við erum komin með í magann.
Þegar skráði mig í maraþonið þurfti ég að kaupa pakka sem innihélt skráningu, 3 nætur á þessu hóteli, rútu til og frá starti/marki og verðlaunahóf með mat og skemmtiatriðum.
Maritim Jolie Ville Kings Island Luxor
Aswan Road - Kings Island Luxor EG
Sími +20952274855... íbúð D6
9.jan... Ali var mættur kl 9 og fór með okkur út um allt. Fornminjar liggja hér eins og hráviður um allt... Við skoðuðum Konungadalinn, Drottningadalinn, Madinet Habu (Temple of Ramses) Deir El-Medina og Temple of Hatshepsut sem var rosaleg stórt og frægt musteri. Hvílík saga í kringum allt og ótrúlegt þrekvirki það hefur verið að búa til grafhýsin og skreyta þau að innan. Því miður mátti sjá veggjakrot frá síðustu öldum innan um heraklífurnar. Fyrir alger mistök umsjónarmanna, komst ég niður í grafhýsi Nefertari... það voru engin skilti, enginn vörður sem passaði innganginn en það kostaði 1000 le aukalega að skoða þessa gröf í Drottningadalnum.
https://www.youtube.com/watch?v=TBwj42bupJI
10.jan... Ali sótti okkur kl 10 og keyrði í Luxor Temple, Karnak Temple, Mummification Museum og svo skoðaði ég veginn milli hofanna tveggja en hann er í uppgreftri núna. Við borðum bara morgunmat og kvöldmat á hótelinu því við þorum ekki að borða annars staðar... en við sjáum að þeirra hreinlæti er ekki á sama stigi og okkar, það þykir ekkert tiltökumál að kreista brauð til að finna hvort það sé mjúkt... en skilja það svo eftir á bakkanum.
Fjölbreytnin er mikil hjá þeim og við höfum ekki séð sömu réttina tvisvar á kvöldin. Við erum bæði orðin mjög slæm í maganum.
11.jan... Í dag tókum við það rólega, láum í sólbaði, horfðum yfir hina frægu Níl og á bátana og skemmtiferðaskipin sem sigldu þar. Við erum á eyju í Níl... það eru verðir við brúna sem sprengjuskoða undirvagn bílsins og kíkja í skottið í hvert skipti sem við komum aftur á hótelið... þá þarf bílstjórinn að skilja ökuskírteinið sitt eftir í hliðinu. Við sáum líka verði við bryggjuna. Ég sótti númerið kl 16:30 í anddyri hótelsins og fékk síðustu upplýsingar fyrir maraþonið á morgun. Það var brúðkaupsveisla í hinu megin í matsalnum þegar við fórum í kvöldmat og skemmtiatriðin voru magadans og ljósa/sirkusdans eins og var í skipinu í Kairó.
Ég tók til hlaupadótið og við fórum snemma að sofa.
12.jan... Við vöknuðum 4:15... allt um Luxor Marathon á byltur.blog.is
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2209491/
Eftir maraþonið, tók ég það rólega... fór ég í sturtu og svo klæddum við okkur fyrir verðlaunahófið en enginn fékk verðlaunapeninginn afhentan í markinu. Þetta hóf var auðvitað bara peningaplokk eins og öll ferðamennskan hér. Við stoppuðum ekki lengi eftir matinn,(sáum þó magadansinn)... vegna þess að við áttum flug snemma í fyrramálið.
13.jan... Við vöknuðum 2:45, því við vorum búin að semja við Ali að sækja okkur kl 3:30. Það er um hálftíma keyrsla upp á flugvöll. Það er svosem gott að það sé góð öryggisgæsla en við fórum 4x í gegnum skanna og 6x sýndum við farmiðann. Við flugum kl 6 til Kairó... flugum kl 10 til Kaupmannahafnar... og kl 20 heim. Harpa sótti okkur upp á völl og það voru smá viðbrigði að koma í snjóinn og kuldann en ALLTAF gott að koma heim.
Ferðalög | Breytt 30.1.2018 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2018 | 12:42
Áramóta annáll fyrir árið 2017
Gleðilegt ár 2018
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir liðin ár.
Elsta langömmubarnið okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á þessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Vonandi getum við einhverntíma mætt í afmælið þitt.
Síðasta ár (2017) var ótrúlega fljótt að líða og viðburðarríkt.
FJÖLSKYLDAN
Það varð ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleðilegt þegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Við erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en það má nefna að sonurinn byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og hefur gengið vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraþon.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Harpa átti stórafmæli í október, varð 40 ára. Að venju á stórafmælum fórum við út að borða og að hennar vali í keilu á eftir.
FERÐALÖG
Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferðir ein til USA, 1 stelpuferð með Lovísu og systrum mínum, 1 sinni með Svavari og 7 sinnum kom Lúlli með. Allar ferðirnar utan ein voru hlaupaferðir.
Þetta voru alls 12 ferðir til útlanda. 9 ferðir til USA og 3 til Evrópu en við Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og við Svavar til London og Parísar.
Í ævintýraferð okkar Svavars skoðuðum allt það markverðasta í London auk hins víðfræga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar þar sem helstu ferðamannastaðirnir voru heimsóttir og merktir okkur.
Vala og Hjörtur komu með okkur Lúlla til USA í maí/júní þar sem við heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ævintýri þar.
HREYFING
Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og að þessu sinni kláruðum við allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...
https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s
ég fór nokkrar ferðir á Helgafellið mitt og eina ferð á Esjuna. Annað árið í röð varð ekkert úr því að ég færi Selvogsgötuna. Ég losnaði að mestu við meiðslin sem ég hef haft þannig að í haust sá ég fram á að geta farið að æfa meira... það gengur vel en ég þori samt ekki að fara of geyst í það. Við systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvað smávegis og hjólaði tvisvar í viku með Völu.
Þetta ár verður enn meira spennandi... og meiri ævintýri bíða :)
Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/
PS.
Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn haustið 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauð... en kannski verð ég bara að baka þetta blessaða brauð sjálf.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2017 | 04:18
Kef - Orlando 23-28.nóv 2017
23.nóv... Stelpuferð til Orlando. Lovísa kemur með í þessa ferð. Þess vegna fórum við á tveim bílum á völlinn. Lúlli keyrði okkur Lovísu en Edda og Berghildur fóru saman. Við Lovísa byrjuðum á betri stofunni og Edda kom síðan. Ferðin byrjaði vel, því við Lovísa fengum óvænt sæti á Saga Comfort.
Hins vegar gekk ekki allt snurðulaust eftir að við lentum. Við biðum óratíma eftir töskunum og ENN LENGUR eftir bílnum. Dollar átti enga bíla og fjöldi brjálaðra viðskiptavina beið fram eftir nóttu. Stelpurnar tóku leigubíl á hótelið og ég kom síðan á bráðabirgða bíl rúml 4 am.
.... gisting The Point
7389 Universal Blvd. Orlando FL 32819,
room 702H í Tower 1, Tel: 407 956-2000
24.nóv... við keyptum okkur morgunmat á hótelinu og vorum mættar kl 9 að skipta um bíl. Svo byrjaði shoppið... Premium Outlet, Walmart, Florida Mall, Best Buy og fl.
25.nóv... við ákváðum að borða morgunmat á IHOP... þess vegna tékkuðum við okkur út snemma, borðuðum, versluðum og keyrðum síðan til Cocoa Beach. Þar byrjuðum við á því að sækja gögnin fyrir hlaupið og og skráðum okkur inn á Days Inn. Þetta er 5ta ferðin okkar og við erum í fyrsta sinn á annarri hæð. Við fórum að sofa um kl 8pm.
.... gisting Days Inn
5500 N-Atlantic Ave, Cocoa Beach, FL 32931
room 243, Tel 321 784-2550
26.nóv... klukkan var stillt á 2:30 og við Lovísa fórum í Space Coast Marathon. Sjá byltur.blog.is Edda og Berghildur voru mættar við markið þegar ég kláraði maraþonið. Við fórum til baka með síðustu rútu. Lovísa fór hálft með glans. Eftir sturtu keyrðum við niður á Merritt Island og ætluðum að byrja í Walmart... en þegar við gengum inn voru allir á leið út og slökkviliðið á leiðinni. Þá var röðinni breytt... aðrar búðir og borðað og endað í Walmart... sem var aftur opið.
27.nóv... morgunmatur... pakkað og öllu dröslað aftur í bílinn... en það var ekki hægt að keyra aftur til Orlando án þess að kyssa ströndina okkar. Í Orlando var haldið áfram að versla, Target, Dollar Tree, Outlettið og síðan síðasta nóttin og þriðja hótelið í ferðinni... þar sem allt verður að fara ofaní töskurnar.
.... gisting Four Points by Sheraton
5905 International Drive Orlando FL 32819
room 1014 Tel: 407 351-2100
28.nóv...vaknað kl 7, keyptum okkur morgunmat á hótelinu en urðum fyrir hvílíkum vonbrigðum að við erum enn að jafna okkur... allt gert klárt fyrir heimferð. Við þurfum að sækja nokkra pakka, bæði í búðir og til Olgu. Við eigum flug heim kl 18 og vorum bara á síðustu stundu - þannig lagað.
Ferðalög | Breytt 28.12.2017 kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2017 | 21:14
Kefl - Orlando - Savannah GA
2.nóv
Auðvitað byrjaði í ferðina í betri stofunni. Lúlli keyrði mig á völlinn. Ég fór í loftið 17:15 og flugið tók um 8 klst... og 4 tíma munur í Florida. Eftirlitið gekk mjög hægt... en ég var með hangikjöt fyrir Olgu og fékk auka-meðferð. Ég lagði af stað til Jacksonville nákvæmlega 2 tímum eftir lendingu... keyrslan tók nærri 3 tíma... kom á hótelið um 2 um nóttina, talaði við Lúlla og fór beint að sofa.
La Quinta Inn and Suites
3199 Hartley Rd. Jacksonville FL 32257
Tel: 1 904 268 9999 room 233
3.nóv
Fékk mér morgunmat... hótelið var fullbókað af ráðstefnugestum babtista kirkna í Florida... ég passaði vel í hópinn og hefði alveg viljað vera með... en ég átti eftir að keyra í 3 tíma til Savannah...sækja gögnin og versla aðeins... og fara snemma að sofa... maraþon í hitabylgju á morgun. Verð í Savannah í 4 nætur.
Days Inn Savannah airport.
2500 Dean Forest Rd.Davannah GA 31408
Tel (912) 966 5000 room 117
4.nóv... sjá byltur.blog.is fyrir maraþonið
Það var rosalega heitt í maraþoninu, ég fann á leiðinni á hótelið að ég var rosalega brennd eftir fötin (nuddsár) og þess vegna keypti ég mér hamborgara í lúgu á leiðinni svo ég þyrfti ekki að fara aftur út.
5.nóv
Ég svaf ágætlega en var samt alltaf að vakna. Tímanum var seinkað um klst í nótt. Eftir morgunmat ákvað ég að fara í nokkrar búðir og taka hlaupafötin og skóna með mér í poka. Ég byrjaði í Target og Dollar Tree. Ég var síðan mætt í Daffin Park kl 11 til að fá stæði. Það er ótrúlegur fjöldi sem hleypur 5k daginn eftir til að fá REMIX-gítarinn. Hlaupið var ræst kl 1 og hitinn fór í 28°c. Mér gekk ágætlega. Fór í nokkrar búðir á eftir og borðaði á Golden Corral.
6.nóv
það er fárvirðri heima og öllu flugi var aflýst... ég er ekki viss hvort ég hefði komist heim ef ég hefði ætlað í dag. Ég er í stöðugu sambandi við Bíðara nr 1. Í dag er bara búðaráp á dagskrá og að pakka og vigta töskur.
7.nóv
Heimferð í dag... Einkasonurinn á afmæli, 34 ára. Eftir morgunmatinn lagði ég af stað. Ég var 4 og hálfan tíma að keyra til Orlando... Auðvitað kíkti ég í Walmart á meðan ég beið eftir tímanum og svo borðaði ég á Golden Corral. skilaði bílnum. Ég var mætt á völlinn tveim tímum fyrir flug með allt dótið... ég þekkti nokkra í vélinni. flugið var um 7 tímar.
8.nóv
Bíðarinn sótti mig á völlinn og ég lagði mig í 2 tíma áður en ég fór að vinna.
Ferðalög | Breytt 9.11.2017 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2017 | 08:46
Kefl - London - Lissabon
12.okt
Við vöknuðum um kl 4 am... áttum flug kl 7 til London Heathrow... borðuðum morgunmatinn á betri stofunni. Í London biðum við nokkra klst og flugum með Tap Air til Lissabon. Við tókum leigubíl á "hótelið" okkar sem reyndist vera Air B&B "hellir". Gólfið er örugglega 500 ára... og ekki hægt að ganga um skólaus. Þetta hafa örugglega verið undirgöng milli húsa en breytt í íbúð.
13.okt
Við tókum strætó í expo-ið að sækja númerið. Hittum 3 Íslendinga í sömu erindagjörðum. Við fórum í mollið og keyptum okkur morgunmat fyrir næstu daga og fengum okkur að borða á veitingasvæðinu.
14.okt
Tókum það rólega... við erum í elsta hluta Lissabon, göturnar steinlagðar og mjög þröngar. Húsin standa þétt og maður er aldrei viss hvort maður sé í blindgötu/blind-brekku. Við skoðuðum 2 kirkjur á röltinu okkar.
15.okt
Svaf ótrúlega illa og fór á fætur kl 4 til að fara í maraþonið. Það verður heitasti dagurinn í dag af tímanum hér, segir spáin. Allt um maraþonið á hlaupablogginu byltur.blog.is
Í stuttu máli gekk mér ekki vel en ég kláraði. Eftir sturtu og smá hvíld fórum við út að borða.
16.okt
Ég svaf frekar illa, með nábít og jaðraði við sinadrætti í fótum. Þetta er síðasti dagurinn hér svo við ætlum að skoða okkur eitthvað um.
Eftir hlaupið tók ég það rólega enda búin á því í bili. Fór síðan í sturtu og við löbbuðum í bæinn til að fá okkur að borða. Í dag eru 4 ár síða elsku pabbi kvaddi okkur.
17.okt
Í dag er afmælisdagur yngstu dótturinnar, 32 ára. Við þurfum að ganga frá, pakka og fl í dag. Við reyndum að skoða neðanjarðarborgina en það var lokað, við fórum með strætó í mollið og dingluðum okkur eitthvað. Við fórum síðan snemma að sofa, þurfum að vakna 3:15 því Celso (eigandinn) ætlar að keyra okkur á völlinn kl 4:15.
18.okt
Við eigum flug kl 7 am til London og kl 13:10 heim... lendum í Keflavík um kl 4 eh.
Ferðalög | Breytt 20.10.2017 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.ág
Days Inn, Bellevue, 3241 156th Ave S-East Bellevue WA 98007
Tel: 425 643-6644 room 214
Þetta er í fyrsta sinn sem við ferðumst með Delta til Ameríku. Það kom ágætlega út. Flugið var kl 8:45 am og þeir buðu upp á morgunmat á leiðinni út. Við millilentum í Minneapolis og héngum þar í nokkra tíma. Þaðan flugum við til Seattle. Tímamismunurinn er 7 klst og við fórum fljótlega að sofa þegar við komum á hótelið í Seattle.
1-4.sept ... 3 nætur
Knights Inn, 310 S-East Dorion Pendleton OR 97801-2530
Tel: 541 276-6231 room 121
Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað kl 8 am enda er þónokkur keyrsla til Pendleton OR. Við fengum okkur að borða í Wildhorse Casino áður er við settum tærnar upp í loft.
2.sept
Við kíktum í búðir, skoðuðum bæinn, ég reyndi að komast í skoðunarferð... The Historic Underground Tour... en það var uppselt. Við fórum á startið fyrir maraþonið á morgun, ég fékk númerið mitt og ég gekk rúma 3 km með Sharon.
3.sept
Klukkan hringdi 2:30. Maraþonið var ræst kl 4 am. (Sjá byltur.blog.is) Eftir maraþonið tókum við það rólega, það er svakaleg hitabylgja hérna.
4-6.sept... 2 nætur
Days Inn, 3120 N South HWY. Lewiston ID
Tel: 208 743-83501 room 103
Við erum enn á vitlausum tíma og það tekur ekki að breyta því. Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað til Lewiston Idaho um 8 leytið am. Við komum til Idaho um hádegið. Lewiston og Clarkston (næsti bær) heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Við skoðuðum bæinn, versluðum, fengum okkur að borða og komum okkur fyrir á Days Inn Lewiston. Mér fannst voðalega skrýtin lykt í loftinu en áttaði mig ekki á því hvað það var.
5.sept
Við sáum í fréttum að það geysa skógareldar á stórum landsvæðum allt í kring um okkur. Allt sem átti að vera utandyra var fært inn vegna reykjakófs í loftinu... og skyggni er lítið í dag. Nú sé ég eftir að hafa ekki tekið myndir í gær. Við kíktum á hlauparana sem hlupu í WA í dag og ég gekk einn hring. Mistrið er mikið og á að vera eins á morgun. Við keyrðum á startið á morgun til að kíkja á aðstæður. Það var í Hells Gate State Park í Clarkston... uþb 10 km frá hótelinu.
6.sept.... 1 nótt
Við ákváðum að Lúlli myndi bíða á hótelinu meðan ég færi í maraþonið (sjá byltur.blog.is) ég fékk að tékka mig út um hádegi og náði þess vegna að fara í sturtu áður en við lögðum af stað til Seattle. Við vorum heppin að leiðin okkar var ekki lokuð vegna skógarelda. Við komum um kvöldmat til Seattle... og gistum á Quality Inn
Quality Inn, 1850 SE Maple Valley HWY, Renton WA 98057
Tel: 425 226-7600 room 308
7.sept... Delta flug til JFK og þaðan heim.
Ferðalög | Breytt 8.9.2017 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2017 | 23:40
Keflavik - Minneapolis - N-Dakota - S-Dakota - Minneapolis - heim................ 15-21.júlí 2017
15.júlí
Við byrjuðum á betri stofunni fyrir flugið til Minneapolis. Við flugum í breiðþotu og vélin var nær full. Það voru smá vandræði hjá einum farþega sem þurfti læknishjálp og það voru 3 læknar og ein hjúkrunarkona í vélinni sem aðstoðuðu.
Við höfum aldrei kynnst eins miklum hægagangi í tollinum í USA eins og þarna... það tók okkur 2 klst að komast út að sækja bílinn. Við fengum ágætis bíl og við byrjuðum á Walmart, kaupa vatn og fl.
........... vorum á sömu áttu og í síðustu ferð.
Super 8 6445 James Circle N, Brooklyn Center MN 55430
Tel: 763 566 9810... herb 153
16.júlí
Strax eftir morgunmat keyrðum við sem leið lá norður... til Breckenridge N-Dakota. Bærinn er á fylkjamörkum og þeir sem hlaupa í dag og á morgun þessa sömu leið geta krossað út 2 fylki.
2 mílum frá hótelinu á Welles Park Fairground á startið að vera á morgun. Ég fékk númerið mitt nr 42 enda er þetta maraþon tileinkar 42 ára brúðkaupsafmælinu okkar 17.júlí. Við fórum síðan snemma að sofa - við erum hvort sem er á vitlausum tíma.
........... Knights Inn Wahpeton, 995 21st Ave N-Wahpeton ND 58075
Tel: 701 642 8731 room 109
17.júlí
Lúlli keyrði mig í hlaupið (allt um það á byltur.blog.is) tékkaði okkur út og sótti mig síðan. Þaðan héldum við suður til Celtic Park í S-Dakota þar sem næsta hlaup er... það var rúml 3ja tíma keyrsla. Við tékkuðum okkur inn á hótel (sama og í síðustu ferð) og fórum snemma að sofa. Um nóttina varð fárviðri og allt rafmagnslaust í marga klst.
18.júlí
Við vöknuðum í rafmagnsleysi og græjuðum okkur í myrkri fyrir hlaupið. Það voru 20 mílur á startið... svo allt var gert hálftíma fyrr en í gær. Eftir hlaupið fórum við á Royal Forks til að halda upp á brúðkaupsafmælið og 2 maraþon.
............ Econo Lodge, 5100 N-Cliff Ave
Tel: 605 331 7919, room 118... nýuppgert og gott hótel.
19.júlí
Það var æðislegt að vera ekki í 3ja maraþoninu í dag. Við sofum auðvitað aldrei út því við erum alltaf á vitlausum tíma. Við fórum af stað fljótlega eftir morgunmat. Keyrðum austur I 90 og ég valdi að fara norður I 35 frekar en sveitaveginn sem Garmin vildi velja. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að teygja okkur fórum í Target, Walmart og komum á áttuna í Brooklyn Center rétt eftir hádegið. Herbergið var ekki tilbúið svo við fórum í Costco, Dollar Tree og borðuðum á Golden Corral.
20.júlí
Við höfum þennan dag til að dingla okkur um allt, við verðum að finna eitthvað að gera :)
21.júlí
Pakkað, tékkað út, dundað sér í búðum, bílnum skilað og að lokum flogið heim... Ferðin búin.
Ferðalög | Breytt 2.9.2017 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007