Færsluflokkur: Ferðalög
1.4.2019 | 22:23
Keflavík - London - Kýpur - Aþena - London - heim 21-26.mars 2019
Eins og langflestar ferðir hjá okkur var þessi keypt með margra mánaða fyrirvara... Við keyptum ferð með Icelandair til London og með Cobalt Airlines beint til Limassol Kýpur... en Cobalt varð gjaldþrota 2 dögum eftir kaupin. Til að redda ferðinni munum við gista í London og fljúga með British Airways beint daginn eftir... en svo hentaði ekki heimflug með þeim þannig að við keyptum heimferðina hjá Aegan... það þýddi tengiflug í Aþenu með 6 tíma bið.
Þessi breyting tók heilan dag af dvölinni á Kýpur.
21.mars... Við áttum flug kl 7:40... óþarflega snemma af því að við verðum nótt í London. Við keyptum (að við héldum) nótt á hóteli en þetta var heimagisting... Við notuðum strætó til að komast fram og til baka... herbergið var ágætt, en morgunmatinn áttum við að elda sjálf... ekki sniðugt en gekk. Mæli ekki með þessu "hóteli"
Harlington Apartments, 1 Harlington Road East Feltham TW14 0AA
22.mars... Við flugum með British Airways... kl 11:50, það var aðeins vatn innifalið í verðinu. Við lentum í Larnaca um kvöldmat... engar rútur ganga á milli Larnaca og Limassol svo leigubíll var eini kosturinn... 78 km keyrsla. Hótelið sem við keyptum var mjög flott. Gögnin fyrir maraþonið biðu eftir mér þegar við tékkuðum okkur inn. Við fórum snemma að sofa.
Poseidonia Beach Hotel... Amathous Area, Limassol 51206
23.mars... Morgunmaturinn var fínn. Hótelið við ströndina og draumastaður. Við lærðum á strætó og komumst að því að allt í kringum hlaupið er við sömu götu og hótelið, ca 7,5 km í burtu. Við fórum tvær ferðir í gamla bæinn... seinni ferðin var í pastaveisluna kl 5. Síðan undirbjó ég mig fyrir maraþonið...
24.mars... Hótelið var með morgunmatinn extra snemma fyrir hlauparana... Lúlli ákvað að vera á hótelinu á meðan ég hlypi. hlaupaleiðin var framhjá hótelinu, gatan því lokuð fyrir umferð og einfaldast fyrir hann að bíða þar. Maraþonið var ræst kl 7:30.
Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2231686/
eftir hlaupið borðuðum við á hótelinu, international buffet :D
Ég var búin að tala við manninn í afgreiðslunni varðandi skoðunarferð á morgun, mánudag. Það er svolítið skrítið fyrirkomulag hjá ferðaskrifstofunni, einn ákveðinn staður í boði á mánudögum... okkur langaði frekar að fara í ferð sem var bara á miðvikudögum... Annar starfsmaður heyrði þetta og gerði okkur tilboð sem við tókum. Hann keyrir okkur á morgun og skilar okkur um kvöldið til Larnaca.
25.mars... Við vorum tilbúin kl 9 og Sakarías sótti okkur, við skoðuðum fornt útileikhús og baðhús, konungagrafir, kirkju og súluna sem Páll postuli á að hafa verið bundinn við og húðstrýktur... þaðan voru 140 km til Larnaca. Í Larnaca sáum við fornan boga-vegg sem var svo stór og mikill að ég tók síðan mynd af honum úr lofti í flugvélinni.
Mackenzie Beach Hotel and Apartments...
154 Piale Pasha Ave Larnaca 6028
26.mars... Við áttum flug kl 5:40, svo við fengum ekki mikinn svefn, vöknuðum 2:30... Það var 6 tíma bið í Aþenu og enn meiri í London því Icelandair frestaði 2x um klst. þær tafið voru vegna Boeing vélanna sem hafa verið kyrrsettar og hafa skapað endurskipulagningu í fluginu. Við komum heim kl 2:30 um nóttina... eftir sólarhringsferðalag.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2019 | 12:34
Keflavík - London - Qatar - Calcutta Indland 30.jan - 5.febr 2019
Já, þessi ferð var nokkuð óvænt. Bíðari nr 1 var að flakka eitthvað á vefnum... og við erum orðin Qatar-lovers... enda á ég eftir að hlaupa þar seinna. Ferð til Indlands þarf smá undirbúning... það tekur td 72 klst að fá svar við VISA umsókn fyrir 60 daga dvalarleyfi og ég myndi ekki kaupa mér ferð nema vera búin að því. Dvalarleyfið var RÁNDÝRT eða 82 usd. Ferðin var ákveðin með 9 daga fyrirvara og ég ráðlegg engum að vera svona tæpur á því. Sem betur fer var til nóg af flugi og ég fékk að skrá mig í maraþonið í gegnum email... skráningin á netinu hafði lokað sama dag og við sóttum um visað.
30.jan... Við byrjuðum á betri stofunni rétt eftir hádegið því við áttum flug til London kl 16:20. Ég var byrjuð að vera rám og á leiðinni til London bættust við beinverkir sem ég reyndi að hunsa. Í London höfðum við rúma 2 tíma til að koma okkur úr terminal 2 í 4. Það var svosem ekki tæpt en má ekki vera minna. Þaðan áttum við næturflug með Qatar Airways til Doha Qatar. Það var tæplega 7 tíma flug og ég var farin að finna verulega vanlíðan...
31.jan... við tókum herbergi í Qatar, GRAND QATAR PALACE HOTEL
ég náði að taka verkjatöflur og sofna og endurnærðist við það. Við gátum valið hvort við vildum morgunmat eða hádegismat og við völdum hádegismatinn... stoppið var 11:15 tímar... næsta næturflug var til Kolkata (Calcutta)kl 18:55
1.febr... föstudagur... Vélin lenti um kl 2 eftir miðnætti. Þá tók við eitt hægasta ferli í útlendinga eftirliti sem við höfum nokkru sinni upplifað... við tókum síðan leigubíl á hótelið og bílstjórinn ætlaði aldrei að finna það. Við keyptum aukanótt... tékkuðum okkur inn og beint í bælið. Slæmu fréttirnar... ég er orðin veik, er með smá hita og beinverki. Ég tók verkjatöflur og síðan svaf ég í sólarhring, hafði enga matarlist og rétt drattaðist á klósettið. The Sojourn Hotel, room 506
2.febr... Þetta leit ekki vel út... en ég dreif mig í sturtu, við tókum leigubíl í City Center 1 til að skipta 100 Dollum í 7000 Rúbís... og bíl þaðan til baka í hverfið okkar sem heitir Salt Lake City, að leikvanginum, gate 3... en það var búið að færa expo-ið... þegar upp var staðið var það á leikvelli bakvið hótelið okkar. Það eina sem við getum borðað hér án þess að það kvikni í okkur - er SUBWAY
Believe it or not... ég sótti númerið... og lagði mig aftur.
3.febr... jey! it´s Marathonday! ég ætlaði að vakna kl 2 en svaf ekkert frá kl 8 um kvöldið. Mér gekk bara vel í maraþoninu miðað við allar aðstæður og þakka Guði fyrir það. Kom síðust í mark því allir fyrir aftan mig hættu... götuhitinn fór yfir 30°c. við borðuðum lambasteik á hótelinu og ég pantaði skoðunarferð á morgun sem er síðasti dagurinn hér.
4.febr... leigubíllinn sótti okkur kl 9. hann keyrði okkur í Hús móður Teresu, að ánni þar sem við skoðuðum mannlífið, á markað, að höll og fleira. ég samdi síðan við hann að keyra okkur á völlinn um miðnætti. Ég pakkaði... það er komið að heimferð.
5.febr... við áttum 6 tíma næturflug kl 3 am til Doha Qatar, þar var rúml 6 tíma stopp. Næsta flug (flugtími 7:30) var til London, lent kl 17:30 og síðasta flugið var kl 20:35 m/Icelandair. Við komumst heim samdægurs...
Ferðalög | Breytt 12.2.2019 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2019 | 12:10
Chiang Mai Thailand - Qatar - Dublin - Heim 8.jan 2019
Við höfum verið í Chiang Mai frá 20.des... en þetta er að verða gott. Eftir á að hyggja hefðum við átt að fljúga eitthvert annað og taka þar annað maraþon... það er takmarkað hvað er hægt að sjá mikið út frá á sama stað og flestar ferðir innihalda sömu túrista staðina að einhverju leyti.
1.jan... ég hljóp 8 km á brettinu í morgun og svo var dagurinn tekinn rólega... Ég sendi út annála á hlaupasíðunni og þessari síðu. Við hittum Gretar og Díönu við Maya mollið, það er svo þægilegt þar sem mollið er mitt á milli okkar. Síðan borðuðum við kvöldmat á versta veitingastaðnum í hverfinu og í ofanálag var staðurinn með verstu þjónustu sem við höfum fengið... JÆJA... það getur þá ekki versnað :D
2.jan... Í dag fórum við Lúlli í ferð upp í fjöllin, sáum tvo fossa, fórum í fjallaþorp þar sem fólk lifir einföldu lífi, Karen Tribe. Við borðuðum fínasta mat, fórum upp á hæsta punkt Thailands og heimsóttum garð kóngsins og drottningarinnar. Í hverri ferð eru líka heimsóttir markaðir... já, maður má ekki missa að þeim. Einn markaður var með allskonar þurrkuðum ávöxtum sem ég stóðst ekki.
3.jan... 8 km á brettinu... maður verður að halda sér við en ég legg ekki í að hlaupa á götunum hérna. Við Lúlli slökuðum svo á við sundlaugina en kl 18 vakna markaðirnir og við Díana fórum saman og geymdum kallana heima. Við erum farin að hanga hér.
4.jan... Lúlli fékk frí í dag en ég skellti mér í ferð upp í fjöllin, fór í fílaleiðangur, og ca 45 mín bambus-fleka ferð niður á... Það var svolítið erfitt fyrir hnén... Við heimsóttum Karen Village, gengum niður að fallegum fossi, borðuðum góðan hádegismat og sumir fengu eitraða könguló á sig... ég hafði ekki áhuga á því. þar sem það er vont að taka selfie á fílsbaki og á bambusfleka úti í á, þá deili ég myndunum með hinum úr hópnum og fékk myndir frá amk einum.
5.jan... 8 km á brettinu í morgun...Seinnipartinn fórum við á ótrúlega skemmtilegt safn með Grétari og Díönu. ART of Paradise. Maður hlóð niður appi og þegar maður horfði á myndirnar í gegnum símann urðu myndirnar lifandi í símanum. Þetta var mjög skemmtilegt. Við borðuðum svo saman kvöldmat.
6.jan... þetta er síðasti dagurinn í Chiang Mai. 31°c úti í dag... við sóluðum okkur aðeins við sundlaugina, ég gerði videó um safnið sem við skoðuðum í gær og setti á rásina mína á Youtube.com. Svo pakkaði ég niður (létt verk þar sem ég féll varla fyrir nokkrum hlut og ef ég gerði það þá var það of lítið)... svo borðuðum við kvöldmat í mollinu með Grétari og Díönu. 💖 Takk innilega fyrir samveruna 💖
7.jan... Við vöknuðum kl 3, vorum tilbúin í leigubílinn kl 4... en brottförin var aðeins skrautleg. Ég hafði pantað bílinn í gær og fengið fullvissu um að ég gæti gert upp reikninginn og fengið trygginguna fyrir lyklinum endurgreidda um nóttina. næturvörðurinn skildi "ekki" ensku... skildi ekki að ég vildi gera upp reikninginn en endurgreiddi lykilinn. Hann hringdi síðan í leigubílstjórann á leiðinni og vildi að ég borgaði leigubílstjóranum... hvílíkt klúður... ég reyndi að gera honum skiljanlegt að setja þetta á kortið mitt... Við áttum flug kl 7:10 til Qarar... 6-7 tíma flug og þurftum að bíða þar í tæpa 15 klst. Við tókum okkur herbergi og gátum lagt okkur aðeins... en tékkuðum okkur út kl 11 um kvöldið.
8.jan... við áttum flug kl 1:30 í nótt til Dublin... tæplega 7 stunda flug, lentum þar snemma um morguninn, áttum 5 tíma bið og flugum með Icelandair heim. Við lentum í Keflavík rétt eftir hádegið, Ragnar sótti okkur á völlinn og ég fór á kóræfingu í Smárakirkju.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2018 | 16:32
Áramóta-annáll fyrir 2018
GLEÐILEGT ÁR 2019
Við Lúlli sendum áramótakveðjuna út frá Chiang Mai í Thailandi. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Elsta langömmubarnið mitt er 7 ára í dag, nýjársdag og í ár fær hún afmælismyndband á youtube.com frá mér og langafa. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
https://www.youtube.com/watch?v=_USA4FqWUVo
Síðasta ár (2018) var ótrúlega fljótt að líða... jafnvel fljótar en hin árin.
ANDLÁT
22.febr 2018 á dánardegi Ingvars bróður, lést Ester dóttir Hafdísar og Guðjóns á líknardeild Lsp. Það var krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram en hún var aðeins 33 ára. Ester lætur eftir sig 2 ungar dætur og sambýlismann. Blessuð sé minning hennar.
FJÖLSKYLDAN
Við erum ótrúlega þakklát fyrir að allir eru heilir heilsu. Mamma datt að vísu í ágúst og lærbrotnaði við mjaðmakúluna og fékk nýja kúlu en henni hefur gengið vel að ná sér aftur. Rétt fyrir jól, flutti Árný til Njarðvíkur, Helga, elsta dóttirin flutti til Noregs í haust, Harpa næstelsta býr rétt hjá okkur, Svavar, einkasonurinn er í Reykjavík á fyrsta ári í lögfræði og Lovísa yngsta dóttirin líka í Reykjavík og nemi í hárgreiðslu. Barnabörnin eru 8 og barnabörnin 2.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Öll börnin áttu stórafmæli á síðustu árum en Sigurður Bragi var 30 ára 29.des. Við óskum honum alls hins besta en við gátum ekki mætt í afmælið.
FERÐALÖG
Ég fór í 10 hlaupaferðir og eina EKKI-hlaupaferð með Helgu til Noregs að heimsækja Bryndísi og lang-ömmubörnin. Við byrjuðum árið á að fara fyrst til Egyptalands, lands pýramídanna og síðan til Dubai... þar náði mín í tvær nýjar heimsálfur, Afríku og Asíu. Við fórum til Parísar, Liverpool, Jerúsalem, USA, Havana á Kúbu og til Panama, fyrir utan að vera í Thailandi núna yfir jólin. Þá gerðist þau stórmerku tíðindi að ég fór "í taumi" með Bændaferðum til Berlínar...
Stóra ferðin okkar var með Völu og Hjödda til Californíu, þar sem Vala hljóp 5 km með mér í San Diego og svo keyrðum við upp til Portland í Oregon. Það sem stendur upp úr ferðinni er að hafa getað faðmað Jonnu í Santa Barbara í síðasta sinn, því hún kvaddi þennan heim í lok sept.
HREYFING
Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu, eins og á síðasta ári... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Matthías og Indía urðu léttfetar með 9 spjöld. Ég fór fjölmargar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna.
Hlaupin... hafa vaxið hægt og sígandi, ég lenti amk 2x í meiðslum sem tóku sinn tíma að lagast, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Þá höfum við systur haldið okkur við að synda 1x í viku.
PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... og á meðan ferlið gekk yfir - þeas... þar til ég fékk NEI-ANNAR-VAR-VALINN... þá var lífið í nokkurskonar biðstöðu... svo ég held ég gefist upp á að sækja um fleiri embætti í bili.
GLEÐILEGT ÁR
Ferðalög | Breytt 30.12.2019 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2018 | 02:57
Kefl - Kaupmannahöfn - Qatar - Chiang Mai Thailand... 18.des 2018 -
Já, þetta er tíunda hlaupaferðin á þessu ári. Sem betur fer var flugið til Kaupmannahafnar kl 2 eh... Lúlli fékk Ragnar til að keyra okkur á völlinn, þar sem við byrjuðum eins og venjulega á Betri stofunni.
18.des... Flug til Kaupmannahafnar kl 14:05 og bið þar í nokkra klst. Þaðan fórum við með Qatar Airways til Qatar. 6 tíma næturflug og við lentum þar um kl 5:40 um morguninn.
19.des... við höfðum ekki keypt hótel í Qatar því við hefðum þurft að kaupa 2 nætur til að það gagnaðist okkur eitthvað til að hvílast... við áttum fyrir höndum 14:30 tíma bið og urðum að taka töskurnar. Við vorum rétt komin út þegar okkur var boðið hótel, tékk inn strax, með morgunmat og skutlu báðar leiðir fyrir 100 usd. Við tókum því. Fórum á hótelið, fengum okkur morgunmat, lögðum okkur fram yfir hádegi og fórum síðan út að kanna umhverfið og fá okkur að borða fyrir næsta flug. Við vorum síðan keyrð upp á völl í næsta flug...
Golden Ocean Hotel Al Meena St, Old Salata, 13957 Doha
Við flugum annað næturflug með Qatar Airways, rúmlega 6 tíma, til Chiang Mai í Thailandi.
20.des... Við lentum um kl 6 í morgun eftir ca 6 tíma flug, komumst nokkuð fljótt í gegnum eftirlitið... við fengum strax "leigubíl" sem keyrði okkur að vísu á vitlaust hótel, svo við urðum að taka annan bíl til að komast þangað og svo þurftum við að bíða 4-5 klst eftir herberginu. Við fengum okkur smá göngu til að kanna umhverfið á meðan við biðum
Chiang Mai Thai House, 5/1 Thapae Rd. Soi 5 Chanklan, Chiang Mai, Thailand 50100
21.des... þetta er mjög krúttlegt umhverfi og ágætis morgunmatur sem fylgir. Það eru 270 metrar niður að Tha Phae Gate þar sem við sóttum númerið fyrir maraþonið. Síðan tókum við leigubíl til Gretars og Díönu. Við fórum saman í MAYA-mollið og þau buðu okkur svo í mat hjá sér. Við tókum svo leigubíl til baka.
22.des... Það er 7 tíma munur við Ísland. Við erum á undan... Ég lagði mig eftir morgunmatinn, síðan fórum við aðeins á röltið... Lúlli pantaði sér 2 skyrtur úr thai-silki, við fengum okkur að borða og svo reyndi ég eins og ég gat að sofna snemma því maraþonið verður kl 1 am... en ég gat ekki sofnað... fór ósofin í hlaupið. Lúlli labbaði niður að starti með mér og fór aftur á hótelið.
23.des... Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2226748/
eftir hlaupið fór ég í morgunmat, lagði ég mig aðeins. Grétar og Diana buðu okkur ásamt öðrum hjónum í hangikjöt um kvöldið. Við missum semsagt ekki af jólamat þó við séum í útlöndum. Hjónin keyrðu okkur til baka og slepptu okkur út við hliðið. Þar var sunnudagsmarkaðurinn í fullum gangi, hljómsveitir og mikil stemmning. Líf og fjör og fullar götur af fólki.
24.des... Við skiptum um hótel í dag. Færðumst nær Grétari og Díönu. Tilviljanirnar í þessari ferð eru ótrúlegar... Í fyrsta lagi vissum við ekki að þau ætluðu til Thailands, hvað þá til sömu borgar og svo að það yrðu ca 800 metrar á milli gististaðanna - er ÓTRÚLEGT. Við fórum frá Chiang Mai Thai House og fórum á Chiang Mai Hill 2000.
Það var frábært að vera við Tha Phae Gate, stutt í gögnin og hlaupið og mikið líf í kring en við ætlum að dekra aðeins við okkur þessar 2 vikur sem eru eftir.
Á meðan við biðum eftir herberginu löbbuðum við út í MAYA mollið sem er mitt á milli okkar og Grétars. Svo hittumst við þar síðar um daginn og borðuðum jólamatinn saman.
Chiangmai Hill 2000 211 Huay Kaew Road, Muang, Chiang Mai Chiang Mai, 50200 Thailand
25.des... Morgunmatur er frá kl 6am til 10 og svo getur maður keypt hlaðborð í hádeginu.
Ég hljóp rúma 7 km á síðustu-aldar hlaupabretti á hótelinu í morgun...
Grétar og Díana komu svo um hádegið og við borðuðum svo saman... og flatmöguðum svo á eftir við sundlaugina. Flugvélarnar voru eins og flugur yfir okkur.
26.des... Við flatmöguðum við sundlaugina í dag... og svo fórum við í NIGHT SAFARÍ með Grétari og Díönu um kvöldið. Þar var rándýrasýning, ljóna og tígrisdýra sýning, trolly-ferð að sjá dýrin í náttúrulegu umhverfi og svo vatns-orgel. Við urðum fyrir smá vonbrigðum með það... það var allt of langt í burtu og gusurnar fylgdu ekki tónlistinni... en gaman samt að hafa farið.
27.des... Ég hljóp 8 km í 29°c hita á brettinu í morgun... og það var ekki þurr þráður á mér á eftir. Við hittum Grétar og Díönu við mollið rétt eftir hádegi og fórum í Green hill sundlaugina... þar var slakað á og dúllað... við Lúlli borðuðum í mollinu á heimleiðinni.
28.des... Ég fór í Thailenskt nudd eftir morgunmatinn... Það er svolítið sérstakt og heima héti þetta ekki nudd... svo hittumst við öll við MAYA mollið og skiptum liði. Við Díana fórum í Central Festival mollið þar sem við gengum út um allt og skemmtum okkur... en strákarnir lágu við laugina. Það var ekki mikið verslað.
29.des... 8 km á brettinu eftir morgunmatinn...
Seinni partinn var farið á laugardags markaðinn en hann er aðeins frá Phea Gate þar sem við gistum fyrst. Þar var mannfjöldinn svo mikill að við fylgdum bara straumnum upp og niður götuna. Við þurftum bara að setja fæturna niður þegar við vildum stoppa eða beygja. Allt í einu stoppaði allt, fólk fraus í sporunum eins og í myndastyttuleik... á meðan kóngurinn talaði í hátalakerfinu...
30.des... Við Lúlli fórum á Sunnudagsmarkaðinn við The Phea Gate. og við prófuðum að taka strætó í dag í stað þess að húkka pallbíl. Það var ekki sama mannmergðin og kvöldið eftir maraþonið, engar hljómsveitir en gaman að skoða og vera á staðnum...
31.des... Við Lúlli höfðum pantað okkur dagsferð. Við fórum í rúmlega 14 tíma ferðinni.
Við vorum sótt kl 7:30 og fyrsta stopp var á hverasvæði... heitir hverir í einskonar brunnum. Næsta stopp var við Hvíta musterið. Við borðuðum hádegismat í einhverjum kofa og héldum áfram. Næsta stopp var í "Long Neck Village", hjá ættbálki sem kemur frá Búrma. Konurnar þar bæta hring á hálsinn á hverju ári frá vissum aldri.
Þá lá leiðin að landamærastöð Thailands og Myanmar (áður Búrma) og þaðan keyrðum við til "Golden Triangle" þar sem Thailand, Laos og Myanmar mætast. Við fórum í bátsferð yfir til Laos... þar sem allir reyndu að gera betri kaup.
Lúlli var dauðþreyttur eftir ferðina og missti af þessum fáeinu flugeldum sem sáust úr hótelglugganum á miðnætti... Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.
Ferðalög | Breytt 11.1.2019 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2018 | 14:49
Kefl - Orlando - Kúba - Orlando - Panama - Orlando - heim 15-28.nóv 2018
Þessi ferð var strembin, mörg flug, flogið eldsnemma og nýjir spennandi staðir. Alls staðar þarf að finna upp hjólið... og spænskan mín er undir þykku lagi af snjó....
EN... hvað ég er farin sakna Ameríku... ferðir þessa árs hafa verið meira til Evrópu, Afríku og Asíu. Við fengum uppfærslu á flugið okkar og verðum á saga class báðar leiðir. Frábært þegar maður er í löngu flugi.
15.nóv.
Við byrjum alltaf á betri stofu Icelandair. Flugið til Orlando var 8:15 tímar og lúxus að vera á Saga Class. Við fórum út með dót til Olgu og Gríms, þau sóttu okkur á völlinn og keyrðu okkur á Days Inn Florida Moll. Við sváfum lítið... enda þurftum við að vakna eftir 4 tíma til að fara í flug til Kúbu. Við vorum komin út á völl kl 5 am.
Days Inn Orlando Airport Florida Mall
9301 S Orange Blossom Trl Orlando 32837 FL US
Tel: +14078550308
16.nóv
Farþegar til Kúbu þurfa að mæta minnst 3 tímum fyrir brottför því við verðum að fylla út umsókn og kaupa dvalarleyfi. Við létum vekja okkur kl 4 am og panta bíl kl 4:30... flug kl 8. þetta var langur dagur. Flugið til Kúbu var ekki nema rúmur klst. Við fengum leigubíl sem rétt hékk saman. Hótelið var í Old Habana. Hvílík skelfing.
Þegar við höfðum tékkað okkur inn tókum við leigubíl að sækja gögnin fyrir maraþonið og síðan tókum við klst útsýnistúr með MÍNÍ-taxa.
Hotel Sercotel Lido, Consulado No 210 entre Animas y Trocadero,
Old Havana, Havana, 10400, Kúba
Sími: +53 7 8671109
17.nóv
Við sváfum ekki vel, ótrúleg öskur og læti á götunni nær alla nóttina. Herbergið lítur vel út á mynd en húsið er í niðurníðslu.
Eftir morgunmat gengum við á startið, þar var verið að keppa á línuskautum. Við skoðuðum umhverfið, sáum skortinn í búðum og aðbúnað sem enginn myndi láta bjóða sér heima. Við þorðum ekki að borða sjoppumat. Mengunin er gífurleg, matur óvarinn fyrir mengun og flugum. Við borðuðum á útiveitingahúsi við lifandi tónlist, gengum eftir götumarkaði og fórum síðan snemma að sofa. Maraþon kl 7 am á morgun.
18.nóv
Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30, ég borðaði brauð, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið.
Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km vorum við laus við umferð en eftir það fékk maður eitrið í æð. Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... sá í blaðinu daginn eftir að Will Smith var á meðal hlaupara... þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni. Eftir sturtu fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa.
19.nóv
Ég tók myndir af útsýninu úr matsalnum á 5.hæð... maður sér á vatnstunnunum á þökunum að það er búið í ótrúlegustu hreysum. þegar við biðum eftir leigubílnum var stöðugur straumur af foreldrum sem voru að fylgja börnunum í skólann.
Við fengum leigubíl sem rétt hékk saman á flugvöllinn. Við áttum flug með jetBlue til Orlando kl 10. Flugið tók um klst og við höfum sjaldan verið eins fegin að komast burt eins og frá Kúbu. Auðvitað þurftum við að fara gegnum eftirlitið aftur... það tók tíma... við sóttum bílinn hjá Budget og fórum á búðarráp... Nike búðin og Walmart... borðuðum á Golden Corral, tékkuðum okkur inn á Best Western... svo keyrðum við dótið til Olgu og fengum að geyma í tösku þar.
Best Western Airport Inn & Suites,
8101 Aircenter Ct, Orlando, FL, 32809 USA, tel: 1 407 581 2800
20.nóv
Frábært hótel og góður morgunmatur á Best Western. Við vöknuðum kl 5:30... skiluðum bílnum og urðum þess aðnjótandi að vera brandari ársins hjá starfsfólki Coba Airlines. Við áttum flug til Panama City kl 10:10... við vorum nær aftast í röðinni að tékka okkur inn...
ALLIR voru með minnst 2 risa-töskur á mann og ótrúlega mikinn handfarangur, færandi á milli til að jafna þyngd. Þegar kom að okkur að tékka inn eina 9 kg handfarangurstösku, þá skellihló konan og aðrir starfsmenn komu til að horfa á okkur og töskuna, hahaha.
Við lentum í Panama City eftir 3 tíma... hvílík háhýsi. Við fengum okkur leigubíl á hótelið, keyptum okkur eitthvað að borða og tókum það rólega... Hér vaxa jólagjafirnar á trjánum... en við höfum ekki séð nein Panama-skjöl !!!
Það kemur mest á óvart að fólk skilur varla ensku.
Hotel Terranova, Calle 49 Bella Vista Entre Federico Boyd y Uruguay
Panama-borg PA Tel: +5072033453
21.nóv
Við fórum í 4-5 tíma skoðunarferð kl 8am í morgun, skoðuðum Panama skurðinn, keyrðum með ströndinni og skoðuðum gamla bæinn... þröngar götur, litríkt mannlíf, sáum bæði fátækt og velmegun... Ég var rétt búin að setja myndirnar inn þegar himinninn hellti úr sér með þrumum og eldingum. Við tókum það bara rólega og fórum svo seinni partinn, gengum að Hotel Miramar þar sem startið á að vera og uppgötvuðum að það væri dinner og show um kvöldið... dansar hinna ýmsu þjóðflokka. Við keyptum okkur líka skoðunarferð 7-8 tíma ferð í regnskóginn á morgun.
22.nóv
Í dag vorum við mætt í morgunmat kl 6:30 og sótt kl 7 til að fara í dagsferðina í regnskóginn. Það var klst keyrsla þangað. Við byrjuðum á að fara með kláf upp á topp og gengum upp í útsýnisturn og horfðum yfir trjátoppana á ána sem sér skurðinum fyrir 60 % af vatninu, Panamaskurðinn og regnskóginn.
Síðan sáum við letidýra unga sem voru í fóstri af einhverjum ástæðum, fiðrilda garð, örsmáa froska og brönugrasa gróðurhús... allt mjög áhugavert.
Við fórum síðan í 75 mín siglingu á Panama skurðinum til að skoða villtu dýrin á eyjunum þar. Það var ný reynsla að upplifa regnskóga rigningu... við urðum holdvot á augabragði. Hér rignir 9 mán á ári... sem nægir sem stendur til að halda við vatnsmagninu í skurðinum. Okkar beið síðan hlaðborð á veitingastaðnum þegar við komum til baka og handklæði til að þurrka okkur. Okkur var skilað á hótelið um kl 4... gott að komast loks úr þessu blauta.
23.nóv
Við notuðum daginn til að rölta niður að strönd og ganga meðfram henni að Hotel Plaza Paitilla Inn, hótelinu þar sem ég náði í gögnin fyrir maraþonið. Ég er nr 0007 (Triple Bond)
Hitinn úti var 30°c og steikjandi sól. Við nutum þess bara að slaka á og horfa á öll háhýsin, skipin sem biðu eftir að komast í Panama skurðinn og mannlífið.
24.nóv
Dagurinn fyrir maraþonið. Ég reyni alltaf að spara göngur þá... Við fórum aðeins á röltið, vorum svo heppin að ráfa inn í garð með risa fígurum, allar jólaguðspjalls-persónurnar voru þarna svo ég tók nokkrar myndir. Lúlli var jafnhár stafnum hjá einum hirðinu. Við fengum okkur að borða og svo var bara að hafa dótið til fyrir maraþonið sem byrjar 4:30 í nótt.
25.nóv
Panama Marathon kl 4:30 í morgun.
Startað í myrkri, leiðin var fram og til baka... 14 km annar leggurinn og hinn 28 km.
Skipulagið var ágætt og vel passað að allir fari rétta leið, sæmileg þjónusta á leiðinni ef manni líkar klórvatn í pokum... Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í maraþoni sem hleypur á miðjuakrein með bíla báðum megin við. Hitinn fór upp í 35°c. Ótrúlega fegin að hafa klárað.
Ef þeir senda mér viðurkenningarskjal... þá er það EKTA Panama-skjal. Eftir að hafa farið í sturtu og frískað upp á mig fórum við út að borða. Ég pakkaði niður dótinu og pantaði síðan leigubíl til að sækja okkur næsta morgun.
26.nóv
Við erum heppin að morgunmaturinn byrjar kl 6:30... leigubíllinn á flugvöllinn kom kl 7am. Flugið til Orlando er kl 9:45.
Við flugum með Coba Airlines til Orlando og upplifðum hörðustu lendingu EVER. Það hafði verið mikil ókyrrð í aðfluginu, vélin hoppaði upp og niður... hún rétt náði inn á brautina, lenti síðan mjög harkalega á öðru hjólastellinu og rásaði... fólk veinaði upp, hver einasti maður ríghélt sér... því flugstjórinn var nokkra stund að ná stjórn á vélinni. Svo klappaði fólkið... og það er langt síðan að ég hef heyrt klapp eftir lendingu. Við vorum að koma í 3ja sinn til USA í einni og sömu ferðinni. Við sóttum bílinn hjá Thrifty, fengum okkur að borða og fórum að versla...
I LOVE America.
Best Western Airport Inn & Suites,
8101 Aircenter Ct, Orlando, FL, 32809 USA, tel: 1 407 581 2800
27.nóv
Þá er komið að heimferð. Við fórum af hótelinu kl 9, til að versla það síðasta og njóta þess að vera í Orlando. Grímur ætlar að hitta okkur kl 2 á flugvellinum til að láta okkur fá dótið sem við geymdum hjá þeim. Við skiluðum bílnum, hittum Grím, tékkuðum okkur inn og fórum á Betri stofu United. Flugið heim var á tíma kl 18. Við ferðuðumst á Saga Class báðar leiðir sem var hvílíkur lúxus þegar flugið er langt. Við lentum í Keflavík næsta morgun og Harpa sótti okkur út á völl.
Alltaf þakklát fyrir að koma heil heim.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2018 | 23:49
Berlín 14-18.sept 2018... ferðin sem Lúlli fékk ekki að fara ;/
Ég lét mig hafa það að fara í taumi til Berlínar... því ég komst ekki í maraþonið nema gegnum Bændaferðir. Ég auglýsti eftir herbergisfélaga og Anna Edvards svaraði mér.
14.sept...
Hún kom síðan til mín, skildi bílinn eftir og ég keyrði suður eftir. Við byrjuðum á betri stofunni í morgunmat... síðan ruglaðist ég aðeins og fór niður eins í D útganga en við áttum að fara út í C hliði. Það er ekki hægt að fara úr D í C niðri...
Flugið út var 3 tímar... Ég man ekki hvað við vorum mörg en það beið okkar rúta á hótelið... kl 16 fórum við síðan út á brautarstöð, tókum lest á gamla austur-þýska flugvöllinn að sækja gögnin fyrir hlaupið. Ég fékk númer 67663 en það fylgdi enginn bolur... Ég kaupi mér ekki bol ef hann fylgir ekki... á örugglega 300 boli svo ég kem ekki til með að auglýsa Berlínar maraþon. Við Anna fylgdumst að... það var nóg af sölubásum. Við fengum okkur þýska pulsu en það mun heldur ekki gerast aftur. Það var svo sem ekki mikið að gera þarna ef maður ætlaði ekki að kaupa neitt. Við Anna fengum okkur hamborgara á Peter Pane áður en við fórum aftur á hótelið.
15.sept...
Ég ætlaði ekki að ganga mig upp að hnjám í dag og Anna ákvað að vera með mér. Eftir morgunmat gengum við að fjöldagröf gyðinga, gyðingahverfið hjá Sophíu kirkjuna þar sem M.L King prédikaði og húsið við hliðina er enn með kúlugöt eftir skothríðina í stríðinu. Þessi ganga var svo stutt að við ákváðum að fara í 2:30 tíma siglingu á ánni Spree. Við keyptum minjagripi og fórum á hótelið, borðuðum á veitingahúsinu við hliðina og tókum saman hlaupadótið fyrir morgundaginn. það er búið að semja um morgunmat kl 6:30 í fyrramálið.
16.sept...
Ég svaf mjög einkennilega nóttina fyrir hlaupið... fannst ég alltaf vera vakandi og man að ég hugsaði "ég verð nú að fara að sofna" rétt áður en klukkan hringdi kl 5:50...
morgunmatur var kl 6:30 og lagt af stað kl 7:45... það voru um 2 km á startið. Berlínar maraþonið er rosalega stórt hlaup í umfangi en það vantar stórlega upp á skipulag varðandi klósettmálin á startinu... sem voru bara klúður. Þá var þjónustan í hlaupinu ekki góð.
Ég hitti nokkra Maniac-a bæði fyrir og eftir hlaup.... allt á byltur.blog.is
Við Anna fengum okkur hamborgara á veitingastaðnum á móti hótelinu.
17.sept...
Ég svaf ekkert rosalega vel... við vorum ekkert að flýta okkur í morgunmat og tókum það rólega fram undir hádegi. Um hádegið gengum við niður að Brandenborgarhliðinu (ca 2 km) þar sem ég uppgötvaði að ég hafði gleymt símanum... það er ekki leyfilegt daginn sem maður ætlar að sjá ALLT. Ég labbaði því til baka en Anna fór í mollið að versla. Eftir að hafa sótt símann labbaði ég aftur niður að Brandenborgarhliðinu og keypti mér skoðunarferð þar sem ég gat "hoppað af og á" á 22 stöðum. Ég skoðaði "hola kirkjuturninn" friðarsúluna, Berlínarmúrinn og leyfar fangelsisveggjanna við hann, kíkti inn Karstath stórverslunina... Checkpoint Charlie, Alexanderplatz, St Maríukirkjuna og eitthvað fleira.
Anna kom á eftir mér á hótelið og við fórum saman út að borða.
18.sept...
Fyrsta nóttin sem ég svaf ágætlega og það er heimferð í dag kl 14. Við pökkuðum og fengum okkur göngutúr niður Frederichstrase... kl 11:30 vorum við búnar að tékka okkur út og tilbúnar í rútuna. Það tók um 30 mín að keyra í flugstöðina. Flugið var fljótt að líða og við komnar í bílinn heima áður en við vissum af... Alltaf gott að koma heill heim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2018 | 21:27
Kefl - Minneapolis MN - Breckenridge MN - Sioux City IA - So Sioux City NE - Hiawatha KS - Clear Lake IA - Minneapolis. 7-14.júlí 2018
........... H L A U P A F E R Ð.............
7-8.júlí
Við keyptum flug með Delta, aldrei þessu vant... vegna þess að þeir buðu upp á morgunflug sem gerði okkur kleyft að keyra til Breckenridge sama dag, ná pastaveislunni og númerinu og fara ekki of seint að sofa... enda maraþon daginn eftir... það varð að vísu seinkun á fluginu en það kom ekki að sök. Það var rúmlega 3ja tíma keyrsla til Breckenridge MN/Wahpleton ND... en áin er landamæri milli þessara tveggja samliggjandi bæja.
8.júlí
Það var boðið upp á "early start" kl 4:30 vegna hita, þess vegna vaknaði ég kl 2:30 og Lúlli keyrði mig á staðinn... allt um maraþonið á byltur.blog.is
eftir maraþonið tókum við það bara rólega... götuhitinn kominn yfir 40°c.. við fórum í Walmart, fengum okkur að borða og fórum snemma að sofa enda 6 tíma munur við Ísland.
Knights Inn, Wahpleton
995 21st Ave N-Wahpleton, 58075 ND
Tel: 701-642-8731 room 109
9-12.júlí
Eftir morgunmat, pökkuðum við niður og keyrðum til So Sioux City í Nebraska... við verðum 3 nætur á þessu hóteli sem var eiginlega tómt. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og kíktum í búðir... fengum okkur að borða og tókum því rólega. Daginn eftir skoðuðum við okkur um, fundum búðir, buffet og fleira skemmtilegt...
11.júlí hljóp ég í Iowa og 12.júlí í Nebraska... við gátum verið á sama hótelinu í báðum hlaupunum... en eftir seinna hlaupið keyrðum við 210 mílur til Kansas.
Allt um maraþonin á byltur.blog.is
Knights Inn, So Sioux City
2829 Dakota Ave, Nebraska, 68776 NE
Tel: 402-494-8874 room 220
12.júlí
Eftir maraþonið keyrðum við til Hiawatha í Kansas... þar sem síðasta maraþonið er. Við fundum staðinn sem startið/markið verður, fengum okkur að borða og fórum snemma að sofa. Hitinn hefur verið gífurlegur í lokin á öllum maraþonunum... og vegna hitaviðvörunar verður boðið upp á super-early-start kl 3:30... sem ég ætla að nýta mér. ég þarf því að vakna 1:30.
Allt um maraþonið á byltur.blog.is
Best Western, Hiawatha Kansas - virkilega flott hótel
119 E-Lodge Street Hiawatha 66434 KS
tel: 785-740-7000 room 200
13.júlí
Lúlli tékkaði okkur út á meðan ég var í hlaupinu... Þetta var heitasti dagurinn, nær enginn skuggi í brautinni, ég orðin þreytt og lystarlaus en passaði mig á að drekka mikið. Þetta er dagurinn sem ég kom síðust í mark og fékk auka-verðlaunapening sem er "aftasti vagninn í lestinni" the cabouch.
Eftir maraþonið keyrðum við í 7 klst til Clear Lake í Iowa...
Super 8, Clear Lake Iowa
2809 4th Ave Clear Lake, 50428 IA
Tel: 641-357-7521 room 213
14.júlí
Heimferð í dag... það er bara 2-3ja tíma keyrsla á flugvöllinn, svo við höfðum nógan tíma til að versla það síðasta... flugið er kl 10 í kvöld og lent um kl 8am heima 15.júlí.
7 daga ferðalag
4 maraþon eða 170 km
4 fylki MN, IA, NE og KS
1.294 mílur keyrðar
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðja árið í röð og alltaf á sama tíma, fórum við út með Völu og Hjödda. Að þessu sinni millilendum við í Dallas Texas og gistum og fljúgum daginn eftir til San Diego.
30.maí
Tómas keyrði okkur á völlinn í hádeginu og við fórum beint á betri stofuna. Þar vorum við í góðu yfirlæti og höfðum það gott... fluginu var seinkað um hálftíma. Við flugum með Vatnajökli og það kom okkur algerlega á óvart að þetta er í allra fyrsta sinn sem Icelandair flýgur til Dallas. Við vorum dekruð á leiðinni með freyðivíni, íspinnum og minjagrip um fyrsta flugið, merkt töskumerki. Þetta var langt flug en fljótt að líða, við tókum skuttlu á hótelið okkar og fórum í háttinn.
Days Inn Airport, Irving Grapevine DFW Airport North,
4325 W John Carpenter Fwy Irving 75063 Dallas Texas, room 329
Tel: 972 621 8277
31.maí - 4.júní ... Days Inn, Hotel Circle,
543 Hotel Circle S San Diego 92108 room 130
Tel: 619 297 8800
Við sváfum ekkert sérstaklega vel... við hittum Völu og Hjödda í morgunmat kl 7 am, við eigum pantaða skuttlu á völlinn kl 8am. Allt gekk eftir áætlun nema Hjöddi var tekinn í nefið í eftirlitinu vegna hnjánna. Flugið með American Airlines var tæpir 3 tímar og 2ja tíma munur í viðbót... 7 tíma munur við Ísland. Við fengum fínan bíl hjá Dollar. Við byrjuðum á Walmart, fengum okkur Burger King og tékkuðum okkur svo inn á hótelið enda á kolvitlausum tíma.
1.júní ...
Við borðuðum morgunmat á IHOP, fórum niður að höfn að skoða styttuna af dátanum sem var að kveðja elskuna sína, svo sóttum við Vala númerin okkar og mokuðum dóti niður í pokana okkar... fórum á bílastæðið fyrir 5 km á morgun... þá fórum við í annað Walmart og borðuðum á Panda Express. þá var bara að taka saman hlaupadótið og stilla klukkuna á 4:30am og snemma að sofa...
2.júní ...
Við vorum mætt eldsnemma á bílastæðið en ég ákvað að færa okkur nær startinu og fann bílastæði í sömu götu, við vorum heppin að komast áður en götum var lokað. Við Vala hlupum 5 km og gekk báðum vel, strákarnir biðu á meðan. Eftir hlaupið fengum við okkur morgunmat á Buffetinu, versluðum og skoðuðum okkur um, fórum yfir stóru brýrnar og nutum okkar í sólinni. Eftir kvöldmat fórum ég snemma að sofa, klukkan stillt á 2:30 fyrir maraþonið á morgun.
3.júní ...
Allt um maraþonið á byltur.blog.is. Eftir hlaupið fórum við út að borða og aðeins í Walmart, það var glampandi sól í dag og sumir orðnir sólbrenndir. Ég þvoði hlaupagallann í þvottahúsinu og pakkaði sem mestu. Við keyrum til LA á morgun.
4.júní...
Við borðuðum morgunmat á herberginu og lögðum af stað um kl 9. Fyrsta stopp hjá okkur var í Kristalkirkjunni í Garden Grove... sem við Lúlli erum búin að heimsækja nokkrum sinnum... Við vissum að hún varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum en nú var verið að taka allt í gegn og breyta... nýji eigandinn er Kaþólska kirkjan og hún á að opna 17.júlí 2019
Við skoðuðum okkur um og héldum áfram. Næsta stopp var í Long Beach þar sem við kíktum á Queen Mary. Síðan var Gler kirkjan í Palos Verdes heimsótt, en hana heimsækjum við Lúlli reglulega... Það var líka verið að gera við hana EN við fengum að fara inn og skoða. Svo gátum við ekki keyrt fram hjá Redondo Beach án þess að berja ströndina og Jonnuhús augum. Að lokum tékkuðum við okkur inn á hótelið og fórum út að borða á Tailenskum stað rétt hjá.
5-8.júní ... Value Inn Worldwide LAX, 4751 W Century Blvd,
Inglewood 90304 LA.... room 306
Tel: 310 491 7000
Við skruppum í Walmart og keyptum okkur allt í morgunmat... Síðan lá leiðin á Hollywood Blvd til að skoða stjörnurnar í götunni og svo handa og fótaförin fyrir framan leikhúsið. Veðrið var yndislegt og við nutum okkar.
Við keyrðum snarbratta og krókótta ævintýraleið upp á besta stað fyrir myndir með Hollywood skiltið í baksýn og þaðan fórum við á aðal útsýnisstaðinn yfir LA... Griffith observatroy.
6.júní... Við eyddum öllum deginum í Universal Studios, sáum allt sem okkur langaði til að sjá en það tók allan daginn, þó nokkur show voru ný.
7.júní ... Við eyddum morgninum á Redondo Beach... við Vala hlupum eftir ströndinni, 5km... nokkuð sem ég hélt ég ætti ekki eftir að gera aftur.
Svo gengum við um bryggjuna og kíktum á markaðinn sem er bara á fimmtudögum. Við kíktum inn í nokkrar búðir í nágrenninu og borðuðum á HomeTown Buffet... því fyrsta sem við kynntumst í USA. Þetta var æðislegur dagur.
8.júní ... Við kvöddum Los Angeles í morgun og keyrðum norður 101 ... stoppuðum í St Barbara, skoðuðum dómshúsið, gengum og keyrðum aðeins um.
Við heimsóttum, föðmuðum og kysstum elsku Jonnu okkar. Hún verður 96 ára í júlí, er orðin mjög þreytt en enn skýr í kollinum... Matti er líka orðinn gamall og þreyttur og það var erfitt að kveðja þegar við fórum...
Við gengum upp á ströndina okkar... og keyrðum til San Luis Obispo og gistum á:
9.júní ... Peach Tree Inn...
2001 Monterey Street San Luis Obispo 93401 CA US
Tel: +18002276396 room 106
Við héldum áfram ferðinni norður... við ætluðum að keyra norður nr 1, Big Sur en fyrir ári skreið heilt fjall yfir veginn og hann er enn lokaður. Við keyrðum því 101 til Salinas og svo suður 1... og svo norður aftur og til San Francisco...
10-12.júní... El Camino Inn ...
7525 Mission St Daly City 94014 CA US
Tel: +16507558667room 135
Við skiptum um bílaleigubíl um hádegið... síðan fórum yfir stóru brúna til Oakland og til baka... keyrðum síðan að Pier 39, gengum þar um þessa skemmtilegu bryggju, sáum sæljónin flatmaga á prömmunum og fórum við eina salibunu upp og niður hinar víðfrægu og snarbröttu brekkur San Francisco.
11.júní...
Frábær dagur í dagur í dag. Við gátum ekki stillt okkur að fara aftur í rússíbanabrekkurnar... Veðrið var æðislegt, sól og aðeins vindur... síðan skiptum við Vala um föt og við hlupum yfir Golden Gate brúna og til baka, rúma 6 km. Hetjurnar okkar Lúlli og Hjöddi gengu yfir brúna og til bakaðÅ
Við keyrðum að inngangi elstu götu San Francisco, Dragon's Gate við China Town.
12.júní... Quality Inn Eureka - Redwoods Area,
1209 4th St Eureka 95501 CA US
Tel: +17074431601 room
Sögðum bless við San Francisco... keyrðum yfir Golden Gate, norður til Eureka. Stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni. Keyrðum "Ave of the Giants" í Redwood Weott Humbolt State Park... Ótrúleg tré... hvorki hægt að lýsa þeim með orðum eða myndum.
13.júní... Super 8 Crescent City
685 US Highway 101 South Crescent City 95531 CA US
Tel: +17074644111 room 120
Við héldum áfram norður 101... með stoppum. Lengsta stoppið var við "Trees of Mystery" en það var þokumistur og rigningarúði yfir Redwood akkúrat á meðan við stoppuðum þar og því lítið skyggni til að fara upp á topp. Við keyrðum til Crescent City... við Vala skildum strákana eftir á hótelinu og keyrðum til baka. Þá hafði létt til og við gengum upp stíginn ca 45 mín og tókum síðan kláf upp á topp...
Dásamlegur dagur og ólýsanlegt ævíntýri.
14-17.júní... Portland Suites Airport East
1477 NE 183rd Ave Portland 97230 OR US
Tel: +15036612200 room 212
Við keyrðum til Portland Oregon... allur dagurinn fór í keyrslu norður 101 og að skoða sæljóna hellana við Florens. Í Portland versluðum við í töskurnar og slökuðum á... og tókum svo síðasta dag ferðarinnar til að keyra austur og skoða Latourell Falls, Multnomah Falls og Stonehenge á Maryhill í WA. Leiðin að seinni fossinum, sem Garmurinn vildi að við færum var lokuð vegna skógarelda sem voru í fyrra svo við notuðum annað exit... mun minna mál að gera það en þegar fjallið skreið og lokaði veginum á Big Sur þegar við vorum þar.
Borðuðum á Black Bear Diner... Komið að heimferð.
Ferðalög | Breytt 20.9.2018 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2018 | 14:53
París 5 - 9.apríl 2018
5.apríl
Það leiðilegasta við Evrópuflug er hvað það er flogið snemma. Ég ætlaði að vakna kl 4:30 en Lúlli vaki mig rúmlega 4. Við eigum flug um kl 8.
Það var allt tilbúið og við renndum suðureftir, geymdum bílinn á bílastæðinu og fengum okkur morgunmat á betri stofunni. Flogið var á réttum tíma og við lentum um kl 1 eh í París.
Icelandair er í Terminal 1 en lestin niður í bæ er á brautarpalli 24 í terminal 3. Við skiptum síðan um lest og fórum með nr 1, út á Argentine og Marmotel var 30 metra frá lestartröppunum... og 2-300 metrar í Sigurbogann þar sem maraþonið byrjar á sunnudag.
Í dag létum við okkur nægja að skoða nágrennið, Sigurbogann og búðirnar við götuna.
6.apríl
Við tókum lest í Eiffel turninn... ég bjóst við að við værum utan aðal ferðamannatímans og keypti því ekki forgang. Við vorum klst að komast að lyftunni upp. Við fórum fyrst upp á aðra hæð síðan upp í topp og stoppuðum svo á fyrstu hæð í bakaleiðinni. Við Svavar vorum hér í fyrra svo ég vissi hvert við áttum að fara. Það er ekki áberandi en á vissum stöðum er glergólf... það er ekki glært heldur filmað og margir fatta ekki að þeir standa á gleri fyrr en þeir líta beint niður. Ég tók vídeó af Lúlla þegar ég bað hann að líta niður og videóið er að fara sigurför um heiminn ;) Við fengum okkur að borða á veitingastað í turninum.
Frá Eiffel turninum fórum við með lest til Porte de Versailles að sækja gögnin fyrir hlaupið á sunnudag. Ég fann nafnið mitt á stóra veggnum, innan um nöfn 55 þús hlaupara... Við létum þetta nægja fyrir daginn í dag.
7.apríl
Eftirmorgunmat tókum við lestina í Louvre. Við fórum inn í safnið frá lestarstöðinni en þar sem Lúlli hefur ekki fætur í svona safn, skoðuðum við bara það sem var opið öllum. Þaðan fórum við með lest til Notre Dame. Þar sátum við hádegismessu með sakramenti þar sem við fengum oblátu en presturinn drakk vínið. Þegar við vorum á leiðinni til baka að lestarstöðinni byrjaði að dropa en það varð sem betur fer lítið úr rigningu. Við fengum okkur kvöldmat og síðan tók ég saman maraþondótið fyrir morgundaginn.
Hotel Marmotel Etoile,
34 avenue de la Grande Armee Paris 75017 France
Tel: 33014 763 5726
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Fordæmi fyrir frekari leyfi
- Sýrlenska stjórnin gæti fallið á næstu vikum
- Vildi sérstaklega ráðast á stúlkur
- Trump gerir dreifingu á kynferðislegu efni á netinu refsiverða
- Sögulegt samkomulag um heimsfaraldra
- Auðvelda synjun hælisumsókna
- Þrír særðir eftir stunguárás í skóla í Finnlandi
- Segir greinilegt að Pútín vilji ekki frið
- Mikið mannfall á Gasa - Gerðu árás á skóla
- Segir ástandi Bidens hafa verið haldið leyndu
Fólk
- Segir Diddy hafa borgað sér 30.000 dollara fyrir að þegja
- Birgitta syngur nýjasta sigurlag Eurovision og slær í gegn
- Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum
- Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar tilnefnd
- Þriggja ára sonur TikTok-stjörnu lést
- Sér alls ekki eftir miðjupartskertinu
- Lifði í lygi allt sitt líf
- Mætti slösuð til réttarhalda Sean Diddy Combs
- Elín Hall hitar upp fyrir The Smashing Pumpkins
- Sjaldgæft að hún láti sjá sig á rauða dreglinum
Íþróttir
- Í bann fyrir að neita að styðja hinsegin fólk?
- Ten Hag ráðinn aftur?
- Mættu fjórum tímum fyrir opnun miðasölunnar
- Valur - Haukar kl. 19.30, bein lýsing
- Markaveisla í Mosfellsbæ (myndskeið)
- Fer frá Liverpool-félaginu
- Skoraði sigurmarkið og starði á markvörðinn
- Hættur eftir tap í úrslitaeinvíginu
- Átti KA að fá víti? (myndskeið)
- Einn í bann í Bestu deildinni
Viðskipti
- Landsvirkjun hagnaðist um 12 milljarða
- Flókið regluverk viðvarandi verkefni
- HÍ tekur í notkun Avia kerfið frá Akademias
- Nvidia-ofurtölva til landsins
- Verja 1 milljarði í markaðssetningu Collab
- Heildartekjur ríkisins nema 361 milljarði
- Gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum
- Kaldalón kaupir fasteignir fyrir 2,75 milljarða
- Bandarískir neytendur svartsýnni
- Veikburða hlutabréfamarkaður áhyggjuefni